Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Qupperneq 26
38 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Fréttir Bótasvipting atvinnulausra í verkfalii Efast um að það stand- ist mannréttindalög - segir Birgir Bjöm Sigurjónsson, framkvæmdastjóri BHMR „Ef til verkfalls kemur hefur fram- kvæmdin verið sú varðandi okkar félaga að þeir missa atvinnuleysis- bótaréttinn. Ég hins vegar dreg það í efa að þaö sé í samræmi við mann- réttindalög, eins og félagsmálasátt- mála Evrópu, að svipta fólk bótum sem við teljum til aimannatrygginga, eins og þessi framfærslueyrir í at- vinnuleysi er. Ég leyfi mér fullkom- lega að draga það í efa að þetta stand- ist,“ sagði Birgir Björn Siguijónsson, framkvæmdastjóri BHMR, um það að þeir sem eru á atvinnuleysisbót- um séu sviptir þeim fari stéttarfélag viðkomandi í verkfall. Núorðið er BHMR ekki lengur bara bandalag háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna heldur bandalag há- skólamanna, svo kallað hagstéttar- bandalag. Þess vegna hefur það ekk- ert með málið að gera hvort menn eru í starfi hjá ríkinu eða einhveijum öðrum atvinnurekendum. „Menn detta ekkert út af skrá hjá okkur þótt þeir missi vinnuna. Viö eigum hins vegar oft erfitt með að halda utan um félagsmenn sem hætta störfum. Það er vegna þess að í því atvinnuleysisbótakerfi sem ér í dag er stéttarfélögum á almennum vinnumarkaði falin umsjón og af- greiðsla atvinnuleysisbóta. Stéttarfé- lögum opinberra starfsmanna hefur ekki verið treyst fyrir þessu hlut- verki heldur fer það í gegnum at- vinnuleysistryggingasjóð. Áður fyrr var það í gegnum Tryggingastofnun ríkisins. Viö höfum marggagnrýnt þetta. Enda verður þetta til þess að félagsmenn okkar fá oft ranga tilvís- un í kerflnu í stað þess að vísa þeim til okkar. Þar að auki fá þeir mun lakari afgreiðslu. Hjá almennu stéttarfélögunum er athugað og gengið út frá því aö allt sé í lagi hjá viökomandi og hann af- greiddur. Síðan kemur þá til leiðrétt- ingar ef eftirlitsstofnarnir ríkisins finna út aö rangt hafi verið afgreitt. Okkar fólk er aftur á móti allt sett undir ýtrustu próf áður en nokkuð er afgreitt. Eins og menn geta séð af þessu erum við í allt öðrum og lak- ari tengslum viö okkar fólk en önnur stéttarfélög," segir Birgir Björn. Hann sagði að á það hefði aldrei reynt hvort atvinnulausir félagar ( sem missa bætur *egna verkfalls fengju bætur úr verkfallssjóði. Það yrði bara félagsleg ákvörðun tekin ( um slíkt ef til þess kæmi. Stjómarskráin: Mikil gagnrýni Frumvarpið til breytinga á mann- réttindakafla stjórnarskrárinnar, sem lagt var fram á Alþingi í haust af formönnum allra þingflokka, hef- ur fengið mikla gagnrýni. Frumvarp- ið er 17 greinar og það er nokkuð misjafnt hve mikla gagnrýni grein- arnar hafa fengið. Mesta gagnrýni hefur 11. grein frumvarpsins fengið. Hún Qallar um málfrelsi. Gagnrým á þessa grein hefur kom- ið frá Verslunarráði íslands, Blaða- mannafélagi íslands, Mannréttinda- félagi íslands, Lögmannafélagi ís- lands, Alþýðusambandi íslands og íslandsdeild Amnesty Intemational. MiöQöröur: Ekið á hross Bíl var ekið á hross í Miðfirði fyrir helgina með þeim afleiöingum að það drapst. Bíllinn skemmdist talsvert en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Flestar girðingar í sýslunni hefur fennt í kaf og því mikil hætta á að hross séu á vegum. Ökumenn eru því beðniraðakavarlega. -pp Þetta er eliefta grein frumvarpsins um breytingu á mannréttindakafla „Allir eru frjálsir skoöana sinna og sannfæringar.“ „Hver maöur á rétt á aö láta I Ijós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Framangreind ákvæði standa ekki í vegi fyrir því að með lögum má setja tjáningarfrelsi skorður í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra." Hér fyrir neðan e Verslunarráð íslands 3 segir efnislega í sinni gagnrýni að vegna þriöju í málsgreinarinnar sé tjáningarfrelsi ekki tryggt á Islandi. Það opni leiðir nær ótakmarkaö til að hefta tjáningarfrelsið. á elleftu grein Blaðamannafélag íslands tekur mjög í sama streng. í 'i; athugasemdum þess segir , aðí þriöju málsgreininni, ; sem heimilar að settar séu skorður viö tjáningarfrelsi, sé ekki aö finyoa neinar ■ skýrar takmarkanir. Meö málsgreininni sé verið aö opna fyrir mögulegar og | ómögulegar leiöir til að ; hefta tjáningarfrelsi f manna. Mannréttindafélag íslands segir í sínum athugasemdum að þriöja málsgreinin sé i hæsta máta fráleit eins og hún stendur. Lágmark sé aö bæta við ákvæði um aö rit- og tjáningarfrelsi verði ekki settar skoröur nema nauðsynlegar séu í lýöfrjálsu þjóöfélagi. Er með þessu vitnað til Mannréttindasáttmála Evrópu og Alþjóöa samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Lögmannafélag Islands segir í athugasemdum sínum að þriðja málsgreinin heimili takmarkanir í undantekningartilfellum. Síöan gerir Lögmannafélagið samanburð á orðalagi þessarar þriðju málsgreinar og takmörkunarákvæðum í alþjóðasamningum sem litið er til. Þar kemur í Ijós að í alþjóðasamningum er skýrar kveðið á um hvenær takmarka má tjáningarfrelsi manna. Islandsdeild Amnesty International - segir að í frumvarpið vanti fullnægjandi tryggingar fyrir frelsi til tjáningar og ;; hugsana. Þessi atriöi séu ; raunar nokkuð skert í frumvarpinu frá því sem nú er. Þess vegna stangist : 11. greinin á við alþjóðasamning um borgaraleg og ;: stjórnmálaleg réttindi sem v ísland er aðili að. DVi Smáauglýsingar DV skila árangri! Hringdu núna - síminn er 563-2700 Opið: Virka daga kl. 9 - 22, laugardaga kl. 9 - 14, sunnudaga kl. 16 - 22. Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum ÆT AUGLÝSINGAR Nýskipan í ríkisrekstri: Verkefnavísar birtir með fjár- lagafrumvarpi - sundurliðaðarupplýsingarumríkisstofnanir Framvegis mun fjármálaráðuneyt- ið láta vinna svokallaða verkefnavísa í tengslum við fjárlagagerðina. Lögð verður áhersla á að afla með mark- vissum og einfóldum hætti upplýs- ingar um þá þjónustu sem stofnanir ríkisins veita. Vísamir eiga að svipa til þeirrar aðferðar sem stjórnendur einkafyrirtækja hafa notað til að bera sainan kostnað og afrakstur til- tekinnar starfsemi. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir verkefnavísana vera lið í mótun heildstæðrar stefnu um þró- un ríkisrekstrarins sem kölluð hefur verið „nýskipan í ríkisrekstri". Að hans sögn er aðalmarkmiðið með þessum vísum að koma á framfæri upplýsingum um þá þjónustu sem stofnanir ríkisins veita. Upplýs- ingarnar eru ætlaðar Alþingi, ríkis- stjóm, ráðuneytum og almenningi. Gerð verður grein fyrir verkefna vísunum í sérstöku fylgiriti með ijár- lagafrumvarpi hveiju sinni. Þar verða verkefni hverrar stofnunar skilgreind og gerð grein fyrir skipt- ingu heildarkostnaðar viðkomandi stofnunar á einstök verkefni stofn- unar. Að auki verður gerð grein fyr- ir ýmsum talnalegum mælikvörðum á magn og gæði hvers verkefnis. -kaa < ( I I í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.