Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 5 pv___________________________________________Fréttir Gísli Öm Lárusson, fyrrverandi forstjóri Vátryggingafélagsins Skandia: Vil að réttlætið nái fram að ganga - hefur krafist hluthafafundar eigi síðar en 17. febrúar annast öryggismálin Kerfin eru stækkanleg. eftlrlits- og „Ég vil friösamlega lausn og aö réttlætið nái fram að ganga. Sam- kvæmt úrskuröi gerðardóms ber ég ábyrgð á starfsemi Vátryggingafé- lagsins Skandia. Með því að hundsa þá ábyrgð væri ég að brjóta lög. Gjörningar, sem hafa verið gerðir í skjóli ólöglegra samninga, hjóta að falla um sjálfa sig," segir Gísli Örn Lárusson, fyrrum forstjóri Vátrygg- ingafélagsins Skandia. Djúpstæður ágreiningur hefur ver- ið undanfarin misseri milli Gísla og Skandia í Svíþjóð um gildi samninga sem þessir aðilar gerðu sín á milli í desember 1992. Aðdragandi málsins er að í júní 1991 kaupir Skandia í Svíþjóð sig inn í fyrirtæki Gísla, Reykvíska tryggingu. Samkvæmt hluthafasamningi skyldi Gísli eiga 35,7 prósent í félaginu og veita því forstöðu út árið 1997. Jafnframt sagði í samkomulaginu að Gísli afsalaði sér hlutabréfaeign sinni samkvæmt tiltekinni aðferð frá og með 1998. í desember 1992 keypti Gísli Vá- tryggingafélagið Skandia af Skandia í Svíþjóð á eina krónu og féll þá frá ýmsum kröfum á hendur Skandia, meðal annars launasamningi til 1998. Nokkrum dögum síðar seldi hann félagið til Skandia í Svíþjóð á 19 millj- ónir. Að sögn Gísla var samninga- gerðin frá því í desember ólögleg. Því hafi hann rift samningnum. Riftunin fór fyrir sérstakan gerðar- dóm sem skilaði niðurstööu 20. jan- úar síðastliðinn. Gerðardómur staö- festi rétt Gísla til riftunar þar sem um ólögmæta samninga hefði verið að ræða. Á grundvelli niðurstöðu gerðar- dóms hefur Gísli Örn krafist hlut- hafafundar í Vátryggingafélaginu Skandia eigi síðar en þann 17. febrú- ar. Jafnframt hefur hann hafið inn- heimtuaðgerðir gegn Skandia í Sví- þjóð vegna kostnaðar við málaferlin. Að sögn Gísla þýðir dómurinn að hluthafasamkomulagið frá því í júní Ragnar Aöalsteinsson: Blanda mér ekki í deiluna - hafnar kröfu Gísla „Þetta er deila milh tveggja aðila og ég blanda mér ekkert í það. Ég er ekki aöili að henni, hvorki sem lög- maður né stjórnarformaður í Vá- tryggingafélaginu Skandia," segir Ragnar Aðalsteinsson, stjórnarfor- maður Vátryggingafélagsins Skand- ia. Ragnar segist hafa skoðað niður- stöðu gerðardóms í deilu Gísla Arnar Lárussonar og Skandia í Svíþjóö. í henni komi ekkert fram um eignar- aðild Gísla í félaginu. í ljósi þess að engin gögn séu til sem sanni eignar- aðild Gísla Arnar sé ekki hægt að fara að kröfu hans um að boðað verði til hluthafafundar. Ragnar segir stjórn Vátryggingafé- lagsins Skandia vera löglega kjörna og að enginn hafi mótmælt því. Verk- svið hennar sé að reka fyrirtækið en ekki leysa ágreiningsmál hluthafa. Komi upp deilur milli hluthafa sé gert út um þau mál með góðu eða illu, jafnvel fyrir dómstólum. Hlut- hafafundur sé þó ekki rétti vettvang- urinn til þess. „Hluthafafundir eru bara til að fjaíla um fyrirtækið sjálft. Deilur geta aldrei verið fundarefni á hlut- hafafundi,“segirRagnar. -kaa sé eini samningurinn sem sé í gildi milli hluthafa í vátryggingafélaginu. Samkvæmt dómsniðurstöðu beri sænsku aðilunum að uppfylla skil- yrði þess samnings. Þar af leiðandi sé hann enn eigandi að 35,7 prósenta hlut í Vátryggingafélaginu Skandia þó svo að hlutaféð hafi verið aukið úr 12 milljónum í 150 milljónir á tímabilinu. Þá segist Gísli bera form- lega ábyrgð á rekstri fyrirtækisins samkvæmt þessum sama samningi. Aðspurður segir Gísli að það sé ekki sitt markmið að verða forstjóri hjá Vátryggingafélaginu Skandia en útilokar ekki að það kunni að verða niöurstaðan. Markmiðið sé fyrst og fremst að tryggja eðlilegt upgjör hluthafa í sátt og samlyndi. „Ég hef uppfyllt mín skilyrði. Það er ekki lengur til staðar ágreiningur um hvernig standa eigi að rekstri félags- ins. Spurningin stendur um að upp- fylla dómsorð gerðardóms." -kaa Meöal viðskiptamanna okkar eru: Þjóðarbókhlaðan, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, bílageymslur, frystihús, skip og bátar, kirkjur, verslanir o. fl. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Simi 622901 og 622900 ____________________________________________ Tlll<ynning Metró i Mjót Reykjavik. Verslunin fíytL llar v°rur eiga se'jast. Allt að 70% afsláttur. M. M M M MBTRO METRÓ METRÓ METRÓ /' Mjódd, Alfabakka 16 sími 670050 REYKJAVÍK Lynghálsi 10 sími 675600 REYKJAVÍK Furuvöllum 1 sími 96-12785/12780 AKUREYRI Stillholti 16 sími 93-11799 AKRANESI M METRÓ Mjallargötu 1 sími 94-4644 ÍSAFIRÐI Húsbúnaður, byggingavörur, verkfæri o.fl. Kynnið ykkur tilboðin á tilboðsdögum Metro um allt land !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.