Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Page 11
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 11 DV Takmarkað framboð á sérfræðingum hjá Tryggingastofnun rikisins: Fréttir Enginn lýtalæknir með samning - fullt gjald án þátttöku rikisins hjá 52,3 prósentum sérfræðinga Af þeim 386 sérfræðingum sem hafa samning við Tryggingastofnun ríkis- ins hafa 204 sagt upp samninginum frá og með 1. maí næstkomandi. Ástæðan er sú ákvörðun Sighvats Björgvinsonar heilbrigðisráðherra aö taka upp tilvísanakerfi. Leiti sjúkling- ar til þessara lækna eftir 1. maí verða þeir að bera allan kostnað af kom- unni því án samnings tekur Trygg- ingastofnun ekki þátt í kostnaðinum. Á síðasta ári voru komur til sér- fræðinga alls 325 þúsund, þar af voru 186 þúsund til lækna sem verða án samnings við Tryggingastofnun eftir 1. maí. Fjöldi sérfræðinga, 'sem sagt hafa upp samningi sínum við Trygginga- stofnun, er mismunandi eftir grein- um. Þannig hafa til dæmis allir lýta- læknarnir, alls 5 sérfræðingar, sagt upp, en enginn af 28 starfandi augn- læknum. Af 37 geðlæknum hafa 15 sagt upp, af 31 barnalækni hafa 17 sagt upp, af 31 kvensjúkdómalækni hafa 21 sagt upp og af 9 þvagfæra- læknum hafa 7 sagt upp. Þá hafa 3 af 5 öldrunarlæknum sagt upp samningi við Trygginga- stofnun, 17 af 44 skurðlæknum, 47 af 73 lyflæknum, 15 af 21 háls-, nef- og eyrnalækni, 20 af 30 svæfmga- læknum, 5 af 7 krabbameinslæknum, og 10 af 13 húðlæknum. Einungis 1 endurhæfmgarlæknir af 5 hefur sagt upp samninginum en 8 af 22 bæklun- arlæknum hafa gert það. Af þeim sérfræðingum sem nú Uppsagnir sérfræðinga - hjá Trygggingastofnun taka gildi 1. maí 1995 - Oldrunarlæknar Þvagfæralæknar Taugalæknar Svæflngalæknar Skurðlæknar Lýtalæknar Lyflæknar Kvensjúkdómalæknar Krabbameinslæknar Húölæknar Hals-, nef- og eymalæknar 40% ,6% I Bamalæknar 71,4% 64,4% 67,7% 60 70 80 90 100% DV 60% 77,8% 66,7% 00% starfa fyrir Tryggingastofnun hafa 47,7 prósent ekki sagt upp samningi sínum við Tryggingastofnun. Á síð- asta ári fóru 42,7 prósent sjúklinga sem þurftu sérfræðihjálp til þeirra. Hlutfall þeirra sem sagt hafa upp samningnum er 52,3 prósent og fengu þéir til sín 57,3 prósent af öllum kom- umtilsérfræðingaífyrra. -kaa Þróun atvinnulífs á landsbyggðinni Umsókn um styrki Stjórn Byggðastofnunar hefur á- kveðið að verja verulegum hluta af ráðstöfunarfé sínu á árinu 1995 til að styrkja þá sem vilja stuðla að þróun at- vinnulífs á landsbyggðinni. Stefnumótandi áætlun í byggðamál- um var samþykkt af Alþingi 6. maí 1994. í samræmi við hana verður lögð megináhersla á nýsköpun í atvinnu- lífinu, styrkveitingar til vöruþróunar og markaðsmála og til að auka hæfni starfsmanna. Lögð verður áhersla á samstarfsverkefni milli fyrirtækja á landsbyggðinni og við rannsókna- og menntastofnanir. Stofnunin hefur til ráðstöfunar fé af almennu framlagi af fjárlögum auk sér- staks framlags til að styrkja nýjungar í atvinnulífi á þeim svæðum sem eru sér- staklega háð sauðfján-ækt. Vakin er at- hygli á því að styrkveitingar vegna sauðfjársvæða eru ekki bundnar starf- # Byggðastofnun Engjateigi 3 • 105 Reykjavík • Sími 560 5400 • Brófsími 560 5499 • Graen lína 800 6600 Hafnarstræti 1 • 400 ísafirði • Sími 94-4633 • Brófsími 94-46 22 Skagfirðingabraut17-21 • 550 Sauðárkróki • Sími 95-36220 • Bréfsfmi 95-36221 Strandgötu 29 • 600 Akureyri • Sími 96 12730 • Brófsími 96-12729 Miðvangi 2-4 • 700 Egilsstöðum • Sími 97 12400 • Brófsími 97-12089 semi sem fer fram á lögbýlum eða í sveitum. Umsækjendur geta verið einstakling- ar, fyrirtæki, atvinnuþróunarfélög eða sveitarfélög. Lögð er áhersla á vandaðan undirbúning verkefna að því er varðar markmið og umfang, vinnuaðferðir og fjármögnun. Þátttaka umsækjenda í kostnaði er nauðsynleg. Tvær úthlutanir verða á árinu 1995. Umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar er til 1. apríl. Gert er ráð fyrir því að umsóknir verði afgreiddar í maí. Um- sóknarfrestur vegna seinni úthlutunar er til 1. september og verður hann auglýstur sérstaklega. Umsóknir má senda til allra skrifstofa Byggðstofnunar. Þar er þar hægt að fá umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar. Atvinnuráðgjafar víðs vegar um landið veita aðstoð við undir- búning verkefna og umsókna. rw TIL ALLT AÐ 36 IWAnAÐA m RAOGREhOSLUP TIL AL^T^^MáSaÐA Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Hægt er að nota hana fyrir nánast allt sem viðkemur námi, starfi eða leik. Svo er hún með íslensku stýrikerfi og fjölmörgum forritum á íslensku. Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00 * Upphæðin er meðaltalsgreiðsla með vöxtum, lántökukostnaði og færslugjaldi. Macintosh Performa 475 er með 15" Apple-litaskjá, stóru hnappaborði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 250 Mb harðdiski.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.