Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 1995
23
Smáauglýsingar
Jfli Kerrur
Kerruöxlar á mjög hagstæöu veröi,
með eða án hemla, í miklu úrvali
fyrir flestar geróir af kerrum.
Fjallabílar/Stál og stansar hf.,
Vagnhöfóa 7, Rvk, sími 91-671412.
JB Bílartilsölu
Til sölu Ford Escort RS turbo ‘88.
Einnig Toyota Corolla twin cam ‘84.
Upplýsingar í síma 565 2544 eða
565 3711 eftir kl. 13.
Jeppar
MMC L-200 turbo dísil ‘93, ekinn 30 þús.,
upph., 35” dekk, lækkuð drif o.fl. Grá-
grænn, gullfallegur bfll. Bílasala Bryn-
leifs, Keflavík, sími 92-14888.
Sendibílar
M. Benz 309, árg. ‘84, til sölu, 5 cyl., ek.
252.000 km, 5 gíra, vökvastýri. Klædd-
ar hliðar.
Upplýsingar gefur Höróur eóa Jóhann í
síma 91-603400.
IÝmislegt
Félagsfundur veröur i Jeppaklúbbi
Reykjavíkur, Bíldshöfða 14, þriðjudag-
inn 7. mars kl. 20.30. Fundarefni: Vetr-
aræfing. Einnig verður skráð I vetrar-
æfingu í s£mi 91-674811 og á staðnum
þriðjudaginn 7. mars.
Allir jeppar velkomnir.
OPIÐ:
Virka daga kl. 9-22
Laugardaga kl. 9-14
Sunnudaga kl. 16-22
Athugið!
Smáauglýsingar í
helgarblað DV verða
að berast fyrir
kl. 17 á föstudögum.
AUGLÝSINGAR
Þverholti 11 -105 Reykjavík - Sími 563 2700
Bréfasími 563 2727 - Grani síminn: 99-6272
(fyrir landsbyggðina)
DV
Meiming
Alníhnút
Leikfélag Kópavogs hefur bætt aðstöðuna í
Hjáleigunni til muna svo að nú er þetta orðið
þokkalegasta leikhús. Starfsemin hefur verið
kraftmikil undanfarin ár og mikið er lagt í nýj-
asta viðfangsefnið, sem er um leið vígsluverk-
efni á nýja sviðinu, en það er breskur farsi, Á
gægjum eftir Joe Orton.
Það verður að segjast strax að ekki sá ég nú
neitt ýkja merkilegt við verkið sjálft sem skrifað
er á sjöunda áratugnum. Það er eiginlega mjög
skiljanlegt eftir að hafa séð sýninguna að leikrit-
ið hefur aldrei fyrr ratað á svið hér á lándi.
Dellan er í hefðbundnum farsastíl, eilíf hlaup
og misskilningur á misskilning ofan. Kryddið
er fólgið í því að alla langar óskaplega til að
sofa hjá en oftar en ekki verða þetta tilburðim-
ir einir. Menn em auk þess í vondum málum
og löggan komin í spilið af því að ung stúlka,
tilvonandi einkaritari, er horfin, eins og jörðin
hafi gleypt hana.
Til að bjarga málum fyrir horn þykjast flestir
vera eitthvað annað en þeir em og ekki greiðir
það fyrir að atburðirnir eiga sér stað á geð-
veikrahæli. Höfundur puðrar föstum og lausum
Leiklist
Auður Eydal
skotum á geðlæknana enda em þeir vitlausastir
allra.
Þetta hefur kannski þótt djörf sýning í Bret-
landi fyrir þremur áratugum, með hæfilegu
striph og rífandi háði um hálfheilaga lækna-
stétt, en sennilega hefði enginn kippt sér upp
við hana hér á landi, ekki einu sinni þá.
Eins og sýningin er sett upp er varla hægt að
ætlast til að áhugaleikarar ráði við leikmátann.
Hraðinn er mikill, leikbrögðin yfirkeyrð og til-
burðir alhr rosalega ýktir þannig að rúm fyrir
fínlegra skop gefst ekki. Textinn sjálfur týnist
meira og minna í látunum og að mínu mati
hefur leikstjórinn, Kári Halldór, þama ofætlað
leikurunum. Kannski væri ráð að reyna að
draga aðeins úr keyrslunni, leggja meiri áherslu
á skopádeiluna og freista þess að draga úr inn-
antómum ýkjunum.
Heldur hóflegri útfærsla myndi án efa skila
betri sýningu því að margir leikendanna sýndu
og hafa í fyrri verkefnum sýnt góða takta miðað
við það að hér er um áhugafólk að ræða. Jó-
hanna Pálsdóttir er sviðsvön og ömgg, Hörður
Sigurðarson fer létt með orðskrúð geðlæknisins
og Inga Björg Stefánsdóttir var lunkin í hlut-
verki einkaritarans, svo að einhverjir séu nefnd-
ir.
Leikmynd og leikmunir eru í anda farsans og
annar ytri umbúnaður sýningarinnar ágætur
enda aðstaðan orðin öll önnur en áður var og
engin tormerki á því að setja þarna upp hinar
fjölbreytilegustu sýningar.
Leikfélag Kópavogs sýnir i Hjáleigunni:
Á gægjum
Höfundur Joe Orton
Leikstjóri: Kári Halldór
Þýöing: Bjarni Guömarsson og Hörður Sigurðarson
Leikmynd: Þorleifur Eggertsson
Lýsing: Alexander Ólafsson
Tónlist og áhrifshljóö: Jósep Gíslason
Búningar: Hópurinn
Danskur látbragðsleikur
Það er margt að gerast í leikhúsunum þessa
dagana og nær ómögulegt að komast yfir að sjá
allt, stórt og smátt, sem þar er á ferð.
Á Sólstafahátíð hefur meöal annars verið lagst
eftir að gera vel viö yngstu kynslóðina. Að
minnsta kosti fjórar gestaleiksýningar fyrir
börn hafa verið í boði og ég náði því að sjá eina
þeirra, látbragðsleik frá Danmörku, á laugar-
daginn.
Ekki veit ég mikið um starfsemi Bátteater en
sýning þess á Karlinum í tunnunni bendir til
þess að þama séu sleipir atvinnumenn á ferð.
Látbragðsleikur hefur af einhverjum ástæðum
ekki náð fótfestu hér á landi sem sjálfstæð hst-
grein og þess vegna gefst alltof sjaldan færi á
að sjá sýningar af þessu tagi.
Það væri upplagt fyrir unga leikara sem gjarna
fitja upp á nýmælum aö kynna sér og ná tökum
á þessari rótgrónu hefð en til þess þarf auövitað
bæði ögun og mikla vinnu. Látbragðshstin ætti
að vera hluti af leikhúsuppeldi bama, rétt eins
og brúðuleikhúsið, sem hefur á síðustu tveimur
áratugum unnið sér fastan sess-hér á landi.
Það kom líka í ljós á sýningu Bátaleikhússins
danska að krakkarnir eru fljótir að átta sig á
gangi mála. Götusópari er að þrífa upp rusl og
Leiklist
Auður Eydal
honum dauðleiðist. Til að krydda tilveruna
reynir hann aö gera starfið lfflegra með ahs
kyns uppátækjum. Hann notar meðal annars
draslið, sem fyrir honum verður á götunni til
þess að fara í þykjustuleik við sjálfan sig en
jafnvel það verður leiðigjamt.
Skyndilega birtir til því að upp úr ruslatunn-
unni sprettur lifandi trúður og færist nú fjör í
leikinn. Þeir félagar eiga saman góða stund þó
að gesturinn sé kannski bara ímyndun götusóp-
arans.
Umbúnaður sýningarinnar er einfaldur og
leikaranir tveir höfðu tæknina vel á valdi sínu.
Sá yngri, sem lék trúöinn, var léttur og fljúg-
andi hpur með skemmtilega málað trúðafés. Sá,
sem lék götusóparann, byggði eðhlega meira á
svipbrigðum og látbragði og sýndi oft góð tilþrif
þó að krökkunum þætti eðhlega meira til trúðs-
ins koma.
Eins og fyrr var vikið að leiddi þessi gestasýn-
ing hugann að því hvað það er í rauninni skrít-
ið, hversu htið hefur verið um látbragðsleik í
öhum þeim lfflegu leikhópum, sem sprottið hafa
-upp á síðustu árum. Væri ekki kjörið að huga
nú að þessu?
Gestaieikur á Sólstafahátíð:
Bátteatret sýnir i Möguleikhúsinu
Karlinn i tunnunni
Kastar guð teningum?
- Þórdís Rögnvaldsdóttir 1 Galleríi Greip
Thvistarvandi mannsins er áleitið viðfangs-
efni í hstum. Innan myndlistarinnar hafa vanga-
veltur um tilvistina og margræðni mannlegrar
tilveru verið fyrirferðarmiklar í hérlendri
myndhst síðasthöinn aldarfjórðung eða svo. Frá
og með hugmyndalistinni sem var kynnt hér til
sögu á sjöunda áratugnum hafa heimspekin og
eðlisfræðin verið sem uppsprettur fyrir form-
ræna tilburði hstamanna th að finna hina hárf-
ínu hnu sem hggur á mihi hins andlega og hins
efnislega, hins guðlega og hins vísindalega. Þór-
dís Rögnvaldsdóttir, sem nú sýnir í Galleríi
Greip á homi Vitastígs og Hverfisgötu, leitar í
verkum sínum þessarar hnu sem vegur salt á
mörkum tveggja vídda. Þórdís vitnar í Albert
Einstein og spyr hvort guö kasti teningum. Um
leið gefur hún formræna yfirlýsingu sem lýtur
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
Frá sýningu Þórdísar í Galleríi Greip.
að því að grunnformið femingur kunni að vera
aðskotahlutur í sköpunarverkinu.
Einfaldleiki ræður ríkjum
Á sýningu Þórdísar era 16 vatnshtamyndir
sem flestar hverjar búa yfir dýpt og kyrrð. Litir
em dempaðir en þó ekki þannig að andstæður
nái ekki að skapast. Einfaldleiki ræöur ríkjum
í þeim myndanna sem helst vöktu athygli undir-
ritaðs. Fyrsta myndin, Vá ánamaðksins, er ein
þeirra. Þar er ánamaðkurinn lifandi lína sem
leitar úr efnisheiminum upp f óvissuheim and-
ans. Attunda myndin, Hann kastar ekki tening-
um, vakti enn fremiu- athygli mína fyrir hug-
vitssamlegt samspil fmmforma sem nálgast
skreytihst en virkar þó einföld og tær sem heild.
EUefta myndin, Fjahkona gætir sólarinnar, er
sérstaklega eftirminmleg persónuleg túlkun á
náttúravætti eða þeirri persónugerðu orku sem
jörðin býr yfir.
Kyrrlát og heildstæð
Vatnshturinn virðist henta Þórdísi mun betur
en ohuhturinn. í olíuverkunum á fyrri sýning-
um hefur henni hætt til að yfirkeyra myndflöt-
inn með punktapensUbeitingu í anda impres-
sjónistanna. Slík vinnubrögð útheimta afar ríka
htatilfmningu og þjálfun í uppbyggingu myndfl-
atarins. Það er eins og hér nái Þórdís betur utan
um hugmyndir sínar en í hinum stærri ohu-
verkum þar sem tæknin virðist jafnframt hafa
hindrað eðhlega framrás hugmýndanna. Enn
sem komið er hættir Þórdísi til að segja of margt
í einu en í heUdina tekið er sýning hennar í
GaUeríi Greip kyrrlát og heUdstæð og í verkun-
um nær listakonan að miðla yfirgripsmiklum
hugmyndum á einfaldan hátt. Sýning Þórdísar
í Galleríi Greip stendur til 19. mars.