Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 25. MARS 1995
Vísnaþáttur______________
ísleifur Gíslason
ísleifur Gíslason fæddist í þenn-
an heim 20.júní 1873. Foreldrar
hans bjuggu þá í Ráöageröi í Leiru,
þau hjónakornin Gísli Halldórsson
og Elsa Dóróthea Jónsdóttir. ísleif-
ur var elstur af tíu bömum þeirra
Ráðagerðishjóna en fimm þeirra
komust ekki til ára. ísleifur braut-
skráðist sem gagnfræðingur úr
Flensborgarskóla í lok marsmán-
aðar 1896 með góðum vitnisburði.
Eftir það kenndi hann í barnaskóla
í Leiru og reri austanlands á sumr-
in þar til hann fluttist til Stöðvar-
ijarðar. Bjó ísleifur þar á ámnum
1898-1903, fyrst í Kirkjubólsseli en
eftir 1901 á Einarsstöðum. Haíði
ísleifur þar með höndum einka-
kennslu barna hjá ýmnsum hús-
bændum í Stöðvarsókn að vetrar-
lagi. ísleifur settist að á Sauðár-
króki 1903 og sótti um verslunar-
leyfi og var veitt það 27. maí 1904.
ísleifur gegndi ýmsum opinberum
störfum á Sauöárkróki. Var hann
kjörinn í hreppsnefnd 1907 og var
varaoddviti og sat þar til 1913.
ísleifur kvaddi þennan heim 29.
júlí 1960, þá á 88. aldursári.
Einverju sinni lenti ísleifur í
orðaskaki við manngarm nokkum.
Er deilan harðnaöi færði maðurinn
sig fast upp að ísleifl sem kvað þá
til hans þessa vísu:
Viðtals eigi virði/ég þig,
vesalmenni og dóna.
En áður en ferðu ofan í mig
af þér taktu skjna.
Auglýsingar frá hendi ísleifs
voru stundum í bundnu máli og
einhverju sinni gaf að líta vísu
þessa á auglýsingatöflu hreppsins
og nafn ísleifs þar undir ritað:
Þú sem hefur lent í ljótri klípu,
lækna mætti þig;
þú, sem týndir tóbakspípu,
talaðu við mig.
Ös var í verslun ísleifs næstu
daga því margir söknuðu pípu
sinnar. Lét ísleifur sérhvern lýsa
pípu þeirri er glatast haíði og sagði
síðan aö lýsingin kæmi hvergi
nærri heim viö þá sem hann hafði
fundið. En það fylgir sögunni að
pípufundur Isleifs hafi verið tómur
uppspuni frá rótum.
ísleifur kveður um mann er tek-
ist hafði að brugga brúklegan landa
fyrr en öðrum þar um slóðir:
Sykurgrautinn sýður hann,
sigur hlaut í landi.
Allar þrautir yfirvann
Eiríkur brautryðjandi.
Eitthvað fannst ísleifi bónda
þetta ekki koma heim og saman
sem hér fer á eftir:
Ekki skil ég atburð þann,
en undur má það kalla,
hafi þeir lent í hár saman
sem hafa báðir skalla.
Næsta vísa er ort um gamlan
mann á Sauðárkróki er vann lengi
að svarðartekju fyrir bæjarbúa:
Ellin vinnur mörgum mein,
margir verða hnir,
en það er ekki svo með Svein,
hann serðir eins og hinir.
Nú fara kosningar að nálgast og
er hér ein vísa Isleifs sem hann
kvað eftir bæjarstjórnarkosningar
1958. Komu foringjar flokkanna í
útvarpið og ræddu niðurstöður
kosninganna og kvað þá ísleifur
vísu þessa:
Af kosningunum kynnt oss var,
að kempur margar hröpuðu.
Allir sigra unnu þar,
en einkum þeir sem töpuðu.
Ekki hefur ísleifur bóndi aktað
gagnrýnendur sem og rétt er og
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
maklegt. Hefur honum þótt sumir
þeirra helst til stórlátir:
Hrokinn sveltir sálina
sumra og heltir vitið;
eru að gelta og gagnrýna,
en geta ei melt né skitið.
ísleifi varð eitt sinn leit að hatti
sínum á mannamóti og tautaði
hann þá fyrir munni sér:
Einhvers staðar átti ég hatt,
ef að vel er leitað,
en hvort það er lygi - ég segi það
satt,
svei mér ef ég veit það.
í næstu vísu vísar ísleifur til
Landnámu í Kráku-Hreiðar er
braut skip sitt á Borgarsandi. Mað-
ur sá er um ræðir í þessari vísu
sigldi fyrir einstakan klaufaskap
upp í brot á Borgarsandi. Hann
bjargaðist með naumindum en afli
hans og veiðarfæri sukku í sæ:
Beitti skeiö á Borgarsand,
beygður reiði Hrannar.
Kastaði veiði, en komst á land,
Kráku-Hreiðar II.
Halldór Halldórsson, 1880-1955,
skósmiður á Sauðárkróki, kallaður
Dóri skóari eða Dóri htíi skóari eft-
ir aðstæðum. Halldór þessi var
dvergvaxinn og fann til vanmáttar
síns. Hann var hamhleypa við iðn
sína er hann sat að vinnu en lokaði
verkstæöi sínu annað veifið og fór
þá á túra. Um hann kvað ísleifur
svo:
Fær sér bjór og faðmar víf,
frægðasljór, en spakur.
Nú er þjór og nautnalíf.
Nú er Dóri rakur.
Nauðungarsala
á hrossum
Eftir kröfu Sölusamtaka ísl. hrossabænda, Véla og þjónustu og Sigurðar
F. Guðnasonar fer fram nauðungarsala á 6 hrossum laugardaginn 1. apríl
1995 kl. 12.00 í húsi nr. 8 í Félagshesthúsum Fáks við Bústaðaveg
(Neðri-Fák), Reykjavík.
Lýsing, aldur og ætt hrossanna er eftirfarandi samkv. upplýsingum uppboðs-
þola.
Nr. 1. Þjónn, brúnskjóttur graðhestur frá Brekkum, faðir Gáski 920, Hofs-
stöðum, móðir Nótt frá Höskuldsstöðum.
Nr. 2. Brúnn, 9 vetra, Kolkuóshestur.
Nr. 3. Mökkur, grár.
Nr. 4. Geisli, 10 vetra, Náttfarasonur.
Nr. 5. Rauðstjörnóttur, 9 vetra.
Nr. 6. Taktur, 5 vetra, faðir Sindri og móðir Flökkubrún.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMADURINN í REYKJAVÍK
Matgæðingur vikuimar
Gráðostafylltar
grísalundir
- með gratineruðum kartöflum
Halldór Jónsson, útgerðarstjóri og bæjarfulltrúi á
ísaflrði, býður upp á gráðostafylltar svínalundir með
gratineruðum kartöflum. Hann segir réttinn tiltölu-
lega einfaldan í matreiðslu en reyndar ekki vera neitt
megrunarfæði.
„Eg á mjög erfitt með að halda mig við mál og vog,
sem sést á vaxtarlaginu, og því verður að hafa það í
huga þegar uppskriftin er lesin,“ tekur Halldór fram.
Hann kveðst vera einn af þeim heimihsfeðrum sem
seint verða taldir nægilega atkvæðamiklir í hinum
daglegu heimihsstörfum en þegar samviskubitið sé
farið að naga hann þyki honum gott að taka örlítið th
hendinni í eldhúsinu.
)
Gráðostafylltar grísalundir
2 svínalundir
75 g gráðostur
svartur pipar, nýmalaður
salt, nýmalað
olía
Sósa
1/2 lítri svínakjötssoð
1/4 1 rjómi
50 g gráðostur
Besta leiðin th þess að fylla lundirnar er að stinga
sleifarskafti inn í lundirnar endilangar. Ostinum er
síðan þrýst inn í lundimar með sleifmni. Lundirnar
eru steiktar í ohu á vel heitri pönnu ahan hringinn.
Piprað og saltað um leið. Þegar lundirnar em orðnar
þokkalega brúnar eru þær settar í 175 stiga heitan ofn
í um það bil tíu mínútur.
Á meðan lundirnar steikjast í ofninum er sósan lög-
uð. Svínakjötssoðinu er hellt á pönnuna og látið sjóða
um stund. Passið að skánin eftir steikinguna leysist
upp. Gráðostinum er síðan bætt út í og því næst ijóma
og látið sjóða uns æskhegri þykkt er náð.
Gratineraóar kartöflur
6 th 8 kartöflur
Halldór Jónsson. DV-mynd Gisli Hjartarson
1 dl sýrður rjómi
1 dl mjólk
1/2 tsk. season all
1 stilkur sellerí
100 g rifinn ostur
Kartöflumar eru afhýddar og sneiddar niður. Sneið-
unum síðan raðað í vel smurt eldfast mót. Sýrða ijóm-
anum, mjólkinni, kryddinu, sneiddu selleríinu og
helmingnum af ostinum er blandað saman og hellt
yflr kartöflurnar. Afganginum af ostinum er svo stráö
yfir allt saman og kartöflunum stungið inn í 175 stiga
heitan ofninn í þrjátíu mínútur. Halldór segir gott að
hafa með þessu frísklegt hrásalat.
Hann skorar á Ingu Hönnu Dagbjartsdóttur í Reykja-
vík að vera næsti matgæðingur. „Hún er ein af mynd-
arlegustu húsmæðrum þessa lands.“
Hinhlidin
Ætla að verða söngvari
- segir Garðar Thór Cortes nemandi
Garðar Thór Cortes, nemandi í
Söngskólanum í Reykjavík, hefur
fengið góða dóma fyrir hlutverk
sitt sem Tony í söngleiknum West
Side Story. Garöar leikur þar með
Valgerði Guðnadóttur sem fer með
hlutverk Maríu en þau skiptast á
við Felix Bergsson og Mörtu Hall-
dórsdóttur. Garðar Thór er líkleg-
ast þekktastur fyrir leik sinn í
framhaldsmyndaflokknum um
Nonna og Manna en einnig hefur
hann komið fram í mörgum verk-
um íslensku óperunnar. Það er
hinn ungi söngvari sem sýnir hina
hliðina að þessu sinni:
Fullt nafn: Garðar Thór Cortes.
Fæðingardagur og ár: 2. maí 1974.
Kærasta: Julia Gold.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin.
Starf: Nemandi í Söngskólanum.
Laun: Þau eru ekki mikil.
Áhugamál: Hestamennska, söngur,
útivist, t.d. fjallaferöir.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Nei, aldrei.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Það tengist áhugamálunum
en auk þess finnst mér gott að vera
heima með fjölskyldunni.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Mér finnst leiðinlegast aö
gera ekki neitt.
Uppáhaldsmatur: Lambahryggur.
Uppáhaldsdrykkur: íslenskt vatn.
Garðar Thór Cortes er nemandi í
Söngskólanum í Reykjavík.
DV-mynd Brynjar Gauti
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur i dag? Breski
spretthlauparinn Linford Christie.
Uppáhaldstimarit: Ég les tímarit
htið og á því ekkert sérstakt uppá-
haldsblað.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan kærustuna? Ég
held ég verði að segja mamma.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Því vil ég ekki svara.
Hvað persónu langar þig mest að
hitta? Domingo.
Uppáhaldsleikari: Gunnar Eyjólfs-
son.
Uppáhaldsleikkona: Valgerður
Guðnadóttir.
Uppáhaldssöngvari: Æth það sé
ekki pabbi, Garðar Cortes.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Það er alla vega ekki Simpson.
Æth það sé ekki strákurinn í
Jimgle Book, Mogh.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir.
Uppáhaldsmatsölustaður: Bæjar-
ins bestu.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Enga sérstaka.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
mest? Ég hlusta mest á rás tvö.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig-
mundur Ernir Rúnarsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer
lítið á skemmtistaði.
Uppáhaldsfélag í iþróttum: Fram.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Ég stefni á að vera
söngvari.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég ætla aö vinna tíl að safna
peningum, feröast innanlands og
heimsækja ömmu mína til Eng-
lands.