Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 25. MARS 1995
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. T. Clancy & S. Pieczenik:
Tom Clancy's Op-Center.
2. Danielle Steel:
Accident.
3. Clive Cussler:
Inca Gold.
4. Allan Folsom:
The Day after tomorrow.
5. John Sandford:
Night Prey.
6. Lilian Jackson Braun:
The Cat Who Came to
Breakfast.
7. Catherine Coulter:
Lord of Falcon Rígde.
8. Phillip Margotin:
Heartstone.
9. Amanda Quick:
Mistress.
10. Dean Koontz:
lcebound.
11. E. Annie Proulx:
The Shipping News.
12. Margaret Atwood:
The Robber Bride.
13. LaVyrie Spencer:
Family Blessings.
14. Michael Crichton:
Congo.
15. Roger M. Allen:
Ambush at Corellia.
Rit almenns eðlis:
1. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the Light.
2. Elizabeth M. Thomas:
The Hidden Life of Dogs.
3. Thomas Moore:
Care of the Soul.
4. Delany, Delany 8« Hearth:
Having Our Say.
5. Dannion Brinkley 8i Paul Perry:
Saved by the Light.
6. Sherwin B. Nuland:
How We Die.
7. Thomas Moore:
Soul Mates.
8. Jerry Seinfeld:
Seinlsnguage.
9. Nathan McCall:
Makes Me Wanna Hotler.
10. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
11. Maya Angelou:
Wouldn't Take Nothing for
My Journey now,
12. Karen Armstrong:
A History of God.
13. Maya Angelou:
I Know whythe Caged Bird Sings.
14. M. Hammer og J. Champy:
Reengineering the Corporation.
15. J. Pennington 8t C. de Abreu.
Husband, Lover, Spy.
(Byggt 6 New York Times Book Review)
Rushdie lætur
í sér heyra
Salman Rushdie, sem verið hefur
meira og minna í felum síðustu sex
árin vegna „fatwa“ - dauðadómsins
sem Komeiní, trúarleiðtogi írana,
kvað upp yfir honum vegna skáld-
sögunnar „Söngvar Satans“ - hefur
iátið nokkuð í sér heyra að undan-
förnu og gagnrýnt stjórnvöld í Bret-
landi og víðar fyrir linkind gagnvart
írönskum stjórnvöldum.
Fyrir nokkrum dögum tók Rushdie
lest í Lundúnum og hélt með henni
um nýju Ermarsundsgöngin til Par-
ísar - en hann hefur stundum átt
erfltt með að fá flugfar vegna ótta
ílugfélaga við hermdarverk. Til
Frakklands fór Rushdie til að taka
þátt í umræðum á bókasýningu í
París, kynna þar nýlega bók sína og
hitta forsætisráðherra landsins,
Edouard Balladur, en hann gegnir
nú formennsku í Evrópusamband-
inu.
Gagnrýnir
stjórnmálamenn
í París gagnrýndi Rushdie kaldrifj-
aða stjórnmálamenn sem tali hástöf-
um um mannréttindi og ritfrelsi en
haldi samt áfram hefðbundnum sam-
skiptum við stjórnvöld í íran sem
neita staðfastlega að ógilda dauða-
dóminn yfir enska rithöfundinum.
Balladur sýndi það reyndar í blaða-
viðtöíum að hann er einmitt einn af
þessum stjórnmálamönnum sem
' Rushdie var að tala um. „Við Frakk-
ar viljum að mannréttindi séu virt í
Salman Rushdie á bókasýningunni
í París með nýlega bók sína, Imagin-
ary Homelands.
Simamynd Reuter
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
öllum ríkjum heims," sagði Balladur
í tilefni af heimsókn Rushdies, „en á
sama tíma verðum við að verja efna-
hagslega stöðu okkar í veröldinni."
Þótt dauöadómurinn hangi enn
sem fyrr yfir Rushdie hefur hann
komið fram nokkuð oft að undan-
förnu, að sjálfsögðu í fylgd lífvarða.
Þannig lét hann sjá sig á þingmanna-
fundi á vegum Evrópuráðsins í
Lundúnum fyrr í þessum mánuði.
Þar var samþykkt áskorun til evr-
ópskra ríkisstjóma um að hafna öll-
um nánari tengslum, stjórnmálaleg-
um og efnahagslegum, við írani þar
til stjórnvöld í Teheran hafi aflétt
dauðadóminum.
Rushdie hélt ræðu við þetta tæki-
færi og gagnrýndi bresk stjómvöld
fyrir aðgerðaleysi: ekkert væri gert
til að auka þrýsting á ráðamenn í
íran. Það væri óskiljanlegt hversu
mál hans hefði dregist á langinn.
Nægar sannanir lægju fyrir um aðild
írana að pólitískum morðum. Samt
væri ekkert gert.
Ekki frídagur
á sólarströnd
Þótt Rushdie sé enn í stöðugri
gæslu hefur honum tekist að sinna
ritstörfum þessi síðustu ár. Hann
hefur þannig sent frá sér fimm bæk-
ur af ýmsu tagi frá því dauðadómur-
inn var kveðinn upp árið 1989.
Hann hefur verið tregur til að lýsa
daglegu lífi sínu opinberlega. „Það
er vissulega enginn frídagur á sólar-
strönd,“ sagði hann nýverið.
Hann hefur ítrekað þakklæti sitt
fyrir þá vernd sem breska lögreglan
hefur veitt honum allan þennan
tíma: „Án þess væri allt annaö óger-
legt,“ sagði Rushdie.
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Frederick Forsyth:
The Fist of God.
2. Catherine Cookson:
Justice is a Woman.
3. Stephen Fry:
The Hippopotamus.
4. Elizabeth George:
Playing for the Ashes.
5. Peter Hoeg:
Miss Smilla's Feeling for
Snow.
6. Hilary Mantel:
A Change of Climate.
7. Michael Crichton:
Disclosure.
8. Caroline Harvey:
Parson Harding’s Daughter.
9. Mary Westey:
An Imaginative Experience.
10. Katie Fforde:
Living Dangerously.
Rit almenns eðlis:
1. Jung Chang:
Wild Swans.
2. W.H. Auden:
Tell Me the T ruth about Love.
3. R. Bauval 8i A. Gilbert:
The Orion Mystery.
4. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
5. Jean P. Sasson:
Daughters of Arabia.
6. Quentin Tarantino:
Pulp Fiction.
7. N.E. Thing Enterprises:
Magic Eye.
8. J. Cieese 8i R. Skynner:
Life and How to Survive It.
9. R. Phillips & L. Land:
The 3.000 Mile Garden.
10. Konrad Spindler:
The Man in the lce.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Michael Crichton:
Afsloringen.
2. Jorn Riel:
En arktisk safari og andre
skroner.
3- Josteín Gaarder:
Sofies verden.
4. Peter Hoeg:
Froken Smillas
fornemmelse for sne.
5. Jette Kjaerboe:
Rejsen til kærlighedens o.
6. Jung Chang:
Vilde svaner.
7 Anne Ritu
En vampyrs bekendelser.
(Byggt á Politiken Sondag)
-
Vísindi
og
sykursýki
Reykingamönnum er tvisvar
sinnum hættara við að fá sykur-
sýki þegar þeir verða miðaldra
en þeim sem ekki reykja og 29
prósent meiri likur eru á því að
fyrrum reykingamenh fái sjúk-
dóminn en hinir tóbakslausu.
Þetta eru niðurstööur sex ára
rannsóknar sem vísindamenn viö
Harvard-háskólann í Bandaríkj-
unúm gerðu á 40 þúsund körlum
og sagt er frá í breska læknablað-
inu.
En vísindamennirnir uppgötv-
uðu nokkuð óvænt þegar þeir
komust að þvi að áfengisdrykkja
virtist draga úr áhættunni.
Baktería lím-
ir saman
Hafbakterían shewanella colw-
elli er þeim góðu eiginleikum
gædd að hún framleiðir sterkt
límefni sem ekki leysist upp í
saltvatni og heldur m.a. ostruhrf-
unum vel föstum við steina.
Bandarískt fyrirtæki er nú að
vinna lífefni þetta i stórum stíl
en það er talið geta komið að
gagni við skipaviðgerðir. Já, það
á hreinlega að líma skipin saman
og þess vegna þarf ekki að taka
þau í þurrkvx.
Umsjón
Guölaugur Bergmundsson
Örlög O. J. geta
oltið á DNA
Ameríska ruðningshetjan O.J. Simp-
son, sem er ákærður fyrir að hafa
myrt fyrrum eiginkonu sína og ást-
mann hennar, getur átt allt sitt und-
ir því sem kallað hefur verið DNA
fingrafaratækni, rétt eins og svo
margir aðrir ákærðir menn og konur
á undanförnum árum, þegar sýni af
vettvangi glæpsins eru borin saman
við sýni úr meintum glæpamanni.
Allt frá því að DNA rannsóknin
kom fyrst fram á sjónarsviðið árið
1984 hefur aðferð þessari verið lýst
sem mestu framförum í glæparann-
sóknum á þessari öld.
Það var Alec Jeffreys, prófessor við
háskólann í Leicester á Englandi,
sem fyrstur manna þróaði þessa
tækni sem byggir á því að engir tveir
einstaklingar hafa sams konar DNA
erfðalykil í frumum sínum, að ein-
eggja tvíburum undanskildum. DNA
kjarnasýruna er að finna í litningum
O.J. Simpson.
æðri lífvera og býr hún yfir einstæð-
um erfðaupplýsingum.
Við rannsóknina eru sýni úr
kjamasýrunni brotin niður og rann-
sökuð. Það er gert með geislavirkum
þreifara sem greinir helstu sérkenn-
in úr blóði, sæði, munnvatni eða
vefjasýnum. Afraksturinn er nokk-
urs konar strikamerking á röntgen-
filmu.
Þessi aðferð var fyrst notuð til að
sakfella breskan barnamorðingja ár-
ið 1987. Síðan þá hefur hún veriö
notuð í hundruðum annarra morð-
og nauðgunarmála, svo og þúsund-
um faðernismála. Ræktendur hesta
og hunda beita aðferöinni einnig til
að staðfesta ætterni dýranna.
Þar sem engir sjónarvottar vom
að morðinu á fyrrum eiginkonu
Simpsons og ástmans hennar er
þessari tækni beitt eina ferðina enn.
„Tækni þessi verður sífellt kunnari
og æ fleiri dómstólar viðurkenna að
þessi rannsókn er bæði nauösynleg
og gild fyrir rétti. Með hverju árinu
fjölgar þeim löndum sem grípa til
DNA fingrafaratækninnar," segir
Philip Webb, framkvæmdastjóri
breska fyrirtækisins Cellmark
Diagnostics sem gerði DNA rann-
sókninar í Simpsons-málinu.
Enda þótt stundum geti verið yfir-
gnæfandi líkur á að DNA aðferðin
komist að réttri niðurstöðu, er þessi
aðferð þó ekki óskeikul þar sem
stundum getur verið erfitt að bera
saman tvær óskýrar röntgenfilmu-
ræmur.
DNA finqrafaratækni
DNA fingrafaratæknin, sem Alec Jeffreys við
háskólann í Leicester þróaði árið 1984, hefui
kölluð mesta framfaraspor í glæparannsókn-
um á þessari öld
Hún felst í því að sýni af DNA kjarnasýru, efni sem
er í litningum flestra lífvera og inniheldur einstæðar
erfðaupplýsingar, eru brotin niður og rannsökuð
DNA er tekin úr blóðsýninu og
skorin í litla búta með ensími: Þeir eru
síöan aðskildir í ræmur sem eru settar
íæti
Geislavirkur
þreifari
DNA
Geislavirkum þreifara er t
beitt á ræmurnar og
staðsetur hann ákveðin
prótín og bindur þau við>
nælonhimnu / ^
Nælonhimnan er staðsett við röntgen-
filmu sem bregst við geisluninni frá
bindiþreifaranum og
úr verður mynd eftir
framköllun
m.%
Röntgenfiima
Erfðafingrafarið sem út
úr þessu kemur er '
borið saman við annað
úr þekktu sýni í leit að
sameiginiegum einkennum
svo ákvarða megi upprunann
Krabbinn
stöðvaóur
Vísindamenn við háskólann í
Michigan í Bandaríkjunum segja
að þeir hafi stöðvað útbreiðslu
blöðruliálskirtilskrabbameins í
tilraunastofurottum með nátt-
úrulegu ávaxtaefni sem notað er
til að búa til sultur. Efni þetta
heitir sítris pektín.
Tilraumr standa nú yfir til aö
komast að því hvort hægt sé að
nota efni þetta til aö hefta út-
breiðslu fleiri krabbameinsteg-
unda. Efni þetta má taka inn.
Talið er aö þetta sé í fyrsta sinn
sem efni, sem ekki er eitrað og
er tekið inn um munn, komi í veg
fyrír að kraþbinn breiði úr sér.
Talið er að sítris pektinið trufli
starfsemi prótinsins galektín-3
sem aðstoðar krabbameinsfrum-
ur við að festast við heilbrigða
vefi og fara þar sem ný æxh eru
að myndast
Kólesteróllyf
og depurð
Meiri iíkur eru á því að hjarta-
sjúkhngar sem taka lyf til að
lækka kólesterólmagn í blóði
veröi þunglyndir en þeir sem ekki
taka slík lyf.
Samkvæmt nýlegri rannsókn
eiga menn á kólesteróllækkandi
lyfjum til aö finna fyrir þung-
lyndiseinkennum eins og sektar-
kennd og kvíöa. Þá hugsa þeir
líka oftar um að svipta sig lífi.:
Rannsóknir höföu áöur fundið
samhengi milli lítils kólesteróls
og aukinnar dánartíðni af völd-
um sjálfsvíga og annarra ofbeld-
isverka.