Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Side 20
20
LAUGARDAGUR 25. MARS 1995
Skák______________________________________________________________________dv
Norðurlanda- og svæðamótið á Hótel Loftleiðum:
Agdestein tapar tvisvar
- Margeir í hópi efstu manna
Islendingar hafa orð á sér fyrir að
standa frábærlega vel að skipulagn-
ingu skákmóta og erlendir meistarar
ljúka jafnan upp einum rómi um það
að hvergi séu aðstæður til skákiðk-
unar betri en hér á landi. Því skýtur
nokkuð skökku við að koma á Norð-
urlanda- og svæöamótið í kjallaran-
um á Hótel Loftleiðum, þar sem
margir fremstu skákmenn Norður-
landa hírast yfir töflum í þröngu loft-
lausu herbergi.
Slíkar aðstæður sæma auðvitað
ekki móti sem á sér svo langa og
merka sögu og er þar að auki fyrsta
skrefið í heimsmeistarakeppninni.
Frændur vorir á Norðurlöndum eru
hins vegar engu góðu vanir í þessum
efnum - trúlega eru aðstæður fyrir
keppendur á Hótel Loftleiðum um-
talsvert betri en tíðkast hefur á Norð-
urlandamótum síðustu ára.
Áhorfendur á íslandi eru aftur á
móti betra vanir. Þeir hafa a.m.k.
fram að þessu fengið skákum kepp-
enda á slíkum stórmótum varpað á
sýningartöfl. Nú er aðeins helmingur
skákanna sýndur og engin leið fyrir
áhorfandann að átta sig á taflstöðum
á hinuni svo ekki sé minnst á hom-
borðið sem ekkert sést á.
Á opnu Reykjavíkurskákmótun-
um, sem fram fóru á Hótel Loftleið-
um, urðu þeir sem fæsta höfðu vinn-
ingana að gera sér að góðu að tefla
niðri í kjallara og var þá gjaman tal-
að um „hið neðra“ eða að „tefla í
gúanóinu“. Þegar mótin vom sem
fjölmennust var gúanóbræðrum
gjarnan skipt á herbergin í kjallaran-
um því að engum kom til hugar að
láta þá sitja svona þröngt. Áhorfend-
ur á fimmtudag fylltu auða bletti í
salnum og komust færri í sæti en
vildu.
Þessi húsnæðisekla skákmeistar-
anna kemur ekki til af góðu. Ekki
reyndist unnt að hnika til umfangs-
mikilli starfsemi Reykjavíkurborgar
í skákheimilinu í Faxafeni og hefð-
bundnir skáksahr á Hótel Loftleiðum
(sem nú hafa raunar fengið andlits-
lyftingu) vom bókaðir. Vonir standa
þó til þess að skákmeistaramir fái
flutt sig um set upp á efri hæðina.
Lokaumferðimar þrjár verða í það
minnsta ekki leiknar bak við tjöldin.
Skákunnendur skulu þó ekki láta
hugfallast við þessa lýsingu heldur
gæta þess að missa ekki af merkum
skákviðburði. Taflmennskan á mót-
inu er býsna hressileg og á eftir að
magnast enn þegar fram í sækir og
baráttan um Norðurlandameistara-
titilinn og tvö sæti á milhsvæðamót
fer að harðna.
Eftir þrjár umferðir vom fimm
skákmenn efstir og höfðu misst hálf-
an vinning: Margeir Pétursson,
sænska drottningin Pia Cramhng og
Danimir Erling Mortensen og Curt
og Sune Berg Hansen.
Svunn Jonny Hector var einn með
2 vinninga og síðan kom hópur
meistara með hálfan annan vinning:
Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson,
Hannes Hlífar Stefánsson, Lars Bo
Hansen (Danmörku), Jonathan Tisd-
ah, Rune Djurhuus og Einar Gausel
(allir Noregi) og Marko Manninen
(Finnlandi).
Norska knattspymuhetjan og tvö-
faldur Norðurlandameistari, Simen
Agdestein, hafði aðeins hlotið einn
vinning og Svíinn Thomas Emst
sömuleiðis. Þröstur Þórhallsson og
Svíarnir Lars Degerman og Ralf
Akesson höfðu hálfan vinning og
Finninn Tapani Sammalvuo hafði
tapað öllum skákum sínum.
Töp Agdesteins gegn Piu Cramhng
og Jonny Hector í síðustu umferðum
Skák
Jón L. Árnason
hafa komið verulega á óvart en Norð-
maöurinn er raunar þekktur fyrir
aö fara seint í gang en taka sprettinn
þeim mun meiri er á hður. Réttast
er því að afskrifa hann ekki alveg
strax.
Margeir er í hópi efstu manna en
hinir íslensku keppendurnir hafa all-
ir gert sig seka um skelfilegar yfir-
sjónir. Helgi og Hannes fóru illa að
ráði sínu gegn Sune Berg Hansen -
Helgi varð að gefast upp eftir aðeins
tuttugu leiki - og Lars Bo Hansen
fékk ódýran vinning gegn Jóhanni,
sem festi drottninguna í óvinaneti.
Þröstur tapaöi iha fyrir Helga: Við
trúum því þó að íslendingarnir eigi
eftir að berjast um sigurlaunin.
Skoðum skák Margeirs við Einar
Gausel, sem tefld var í þriðju um-
ferð. Norðmaðurinn gætti sín ekki
sem skyldi í byrjun taflsins og eftir
Töp Agdesteins gegn Piu Cramling
og Jonny Hector i síðustu umferðum
hafa komið verulega á óvart en
Norðmaðurinn er raunar þekktur
fyrir að fara seint í gang.
misheppnaða peðsfórn gat hann lítið
aðhafst meðan Margeir jók þrýsting-
inn.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Einar Gausel
Enskur leikur.
1. c4 e5 2. Rc3 d6 3. g3 Rc6 4. Bg2 g6
5. e3 Bg7 6. Rge2 h5 7. d4 h4 8. d5 h3
Þótt freistandi sé að reka guðs-
manninn heim á leið er trúlega betra
að halda spennunni með 8. - Rb8 9.
e4 Bg4 o.s.frv. en þannig hafa all-
nokkrar skákir teflst.
9. Bfl Rce7 10. e4 f5 11. Rgl!
Riddarinn snýr einnig heim til foð-
urhúsa! í þessu undantekningartil-
felh getur hvítur leyft sér að brjóta
meginreglur í byrjunartaflmennsku,
því að vegna hótunarinnar á h3 er
svartur knúinn til að taka af skarið
á miðborðinu.
11. - f4?
Betra er 11. - fxe4 12. Rxe4 RfB 13.
Bd3 c6 og reyna að grafa undan e4-
reitnum. Svartur fær engar bætur
fyrir peðið.
12. gxf4 exf4 13. Bxf4 Rffi 14. Dd2 Hh5
15. 0-0-0
Með peði meira, sterka miðborðs-
stöðu og veikleika svarts á g6 og h3
má hvítur vera bjartsýnn.
15. - Kf7 16. Rf3 Bg4 17. Rg5+ Hxg5
18. Bxg5 Bxdl 19. Dxdl Dd7 20. Hgl
Hh8 21. Df3 Hh5 22. Kc2
Leikið gegn hótuninni 22 - Hxg5 23
Hxg5 Bh6.
22. - Rg8 23. Bd3 Kf8
111« Á
k
A &.E
A
il W Á
AA^ & &
u
ABCDEFGH
26. Re4
Svartur losnar aldrei úr klemm-
unni. Úrshtin eru ráðin.
26. - Da4+ 27. Kbl Ke7 28. Df5 Hh6
29. De6+
- Svartur gaf. Eftir 29. - Kd8 er 30.
Dxg8+ góð byrjun.
Afl fjöldans undir