Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Page 22
22
Sérstæð sakamál
LÁUGARDAGUR 25. MARS 1995
DV
Guli öminn
Örin bendir á Norman i hlíðinni.
Margir staðir á Norður-Englandi
draga til sín ferðamenn, sumir
vegna náttúrufegurðar en aðrir
vegna óvenjulegs landslags. í hópi
þeirra sem hafa hvort tveggja til
að bera er svæðið umhverfis þorpið
Castleton. Þar er náttúran í senn
óspillt, falleg og sérkennileg, þótt
sumum þyki hún í hrikalegra lagi
á köflum. Það sem einkum vekur
athygh þar eru hellar og neðan-
jarðargöng en leiðin að þeim liggur
um þröngan dal. í hæðunum beggja
vegna og reyndar allt upp að tind-
um þeirra má sjá gamlar húsarúst-
ir.
Ýmsir hafa komiö á þessar slóðir
til að skrifa um þær og í þeim hópi
var tuttugu og eins árs gamall há-
skólanemi frá Manchester, Susan
Renhard. Hún var að því komin að
ljúka fyrrihluta náms síns og var
að safna efni í BA-ritgerð. Hún var
með myndavél eins og flestir ferða-
menn sem í þessa sveit koma og
þann örlagaríka dag sem hér segir
frá var hún með hana í ól um öxl
sér í dalnum sem fariö er um á leið
að hellunum og neðanjarðar-
göngunum.
Síðasti dagurinn
Þessi dagur var sá síðasti sem
Susan ætlaði sér að dveljast í og
við Castleton. Hún var að ljúka at-
hugunum sínum en síðan ætlaði
hún að halda beina leið heim. En
dagurinn átti líka eftir að verða sá
síðasti í lífi hennar.
Nokkrum klukkustundum eftir
að hún hafði farið af hótelinu sem
hún bjó á fann ferðamaður hana
látna við inngang aö helli. Var þeim
sem að henni komu ljóst að hún
hafði verið kyrkt með óhnni á
myndavélarhylki hennar.
Ferðamaðurinn hraðaði sér til
Castleton og brátt kom lögreglan á
staðinn. Hún lokaði þegar útgöngu-
leiðum úr dalnum svo enginn
þeirra sem í hellunum og göngun-
um væri kæmist burt án þess að
hægt væri að ræða við hann eða
yfirheyra þætti þess nauðsyn.
Margir voru spurðir nærgöng-
ulla spuminga en enginn þótti lík-
legur til að vera morðinginn. Það
var sem jörðin hefði gleypt hann.
Ábending
Er langt var Uðið á dag sagði
maður einn að hann hefði séð ung-
an mann nærri morðstaðnum. Sá
hefði verið á hraðferð og horfið
yfir hæðardrag á harðahlaupum.
Hefði það gerst rétt áður en líkið
af Susan Renhard fannst. Hófst nú
mikU leit. Hún bar árangur. Ungi
maðurinn fannst en í ljós kom að
hann hafði ekkert af sér gert. Hann
var sendill í bakaru og gat gefið
fuUa skýringu á ferðum sínum.
Moröið varð fréttaefni blaða
strax næsta dag. Fékk það mikla
umfjöllun og meðal þeirra sem um
það lásu var ástralskur ferðamað-
ur, Barry Blair. Hann hafði verið í
héraöinu um hríð en var nú á leið
til heimalandsins. Hann taldi sig
hins vegar hafa ástæðu til að ræða
við lögregluna því verið gæti að
hann hefði í fórum sínum dálítið
sem varpað gæti ljósi á morðingi-
ann.
Frásögn Blairs
Blair skýrði svo frá að daginn
áður hefði hann verið á svipuðum
slóðum og Susan Renhard. Hann
hefði haft meðferðis myndbands-
tökuvél sína, enda hefði hann tekið
mikið á hana á ferðalagi sínu.
Kvaðst hann hafa tekið myndir af
flestum stöðum í dalnum og oft lát-
Frá Castleton.
ið vélina ganga lengi í einu. Bauð
hann lögreglunni aö skoða upptök-
urnar ef vera mætti að á þeim
kæmi eitthvaö það fram sem orðiö
gæti lögreglunni til hjálpar.
Boð hans var þegið og settust
rannsóknarlögreglumennimir nú
við sjónvarpsskjá. Mest sáu þeir
af fjallatindum, rústum og hellis-
munnum. Og lengi vel kom ekkert
fram sem virtist geta tengst morð-
inu. En svo sást allt í einu hvar
ungur maður kom hlaupandi úr
gili og stefndi aö rústum ofarlega í
hlíðinni. Því miður sást þó ekki
framan í hann því hann sneri baki
í myndavélina allt þar til hann
hvarf.
Skrámur
Lögreglan sendi þann hluta
myndbandsins, sem sýndi unga
manninn, til sérfræðinga sem
stækkuðu af honum myndimar
eins og hægt var. Kom þá í ljós vís-
bending sem átti eftir að verða til
þess að koma rannsóknarlögreglu-
mönnunum á rétta slóð.
Á baki jakkans, sem ungi maður-
inn á hlaupunum var í, var mynd
af stómm gulum emi. Þegar tekið
var að spyrjast fyrir um það í Cast-
leton hver gæti átt slíkan jakka
kom fljótlega fram að átján ára pilt-
ur, Norman Smith, gengi í svona
flík. Faðir hans var leiðsögumaður
í hellunum og gömlu rústunum.
Norman var kallaður til yfir-
heyrslu. í fyrstu kannaðist hann
ekkert við að hafa unnið Susan
Renhard mein en eitt gerði yfirlýs-
ingu hans ótrúverðuga, skrámur
sem hann var með í andlitinu. Voru
þær nú rannsakaðar sérstaklega
og kom þá í ljós að þær gátu skýrt
blóð sem fundist hafði undir nögl-
um myrtu stúlkunnar. Var tekiö
blóðsýni úr Norman og honum gef-
ið til kynna að niðurstöður saman-
burðar kynnu aö verða honum að
falli.
Jakkinn
Norman var haldið í gæslu og
leit gerð að jakka hans sem hafði
ekki komið í leitimar. Hann fannst
efst í öskutunnu við heimili for-
eldra hans. Var jakkinn sendur til
tæknideildar rannsóknarlögregl-
unnar. Hann var grandskoðaður
og fundust á honum trefjar sem
teknar voru til smásjárrannsókn-
ar. Reyndust þær vera úr ullar-
peysu sem Susan Renhard haföi
verið í. Það sem sýndi hins vegar
svo ekki varö um vilfst að Norman
hafði myrt hana voru fingrafor
hans á ólinni sem hún hafði veriö
kyrkt með.
Norman brotnaði saman og gerði
játningu sína þegar honum var
gerð grein fyrir því að fingrafór
hans höfðu fundist á ólinni. Var
hann nú beðinn að gera grein fyrir
því sem gerst hafði.
Frásögnin
Daginn sem morðið var framið
haföi Norman Smith verið á ferð í
dalnum við hellana og rústimar
eins og venja hans var flesta daga
að sumrinu. Tilgangurinn var þó
ekki sá að njóta útivistarinnar eða
hins venjulega útsýnis. Hann var
sá að huga að því hvort elskendur
væru á ferð í dalnum og hygðu á
ástarleiki í helli eða gömlum
rústum. Hafði Norman meðferðis
sjónauka og kom í ljós að þetta var
ekki fyrsta slík ferð „gægisins".
Hafði hann haft þennan sið um
hríð. Kom honum að miklu gagni
sú þekking sem hann hafði fengið
frá föður sínum, leiðsögumannin-
um, því hún gerði honum kleift að
fela sig á stöðum sem fáir þekktu.
Ekki sá Norman til neinna elsk-
enda þennan dag en engu aö síður
greip hann oft til sjónaukans og það
var þannig sem hann kom auga á
ungu konuna frá Manchester sem
var að safna efni í ritgerðina sína.
íhelli
Norman hafði komið sér fyrir í
helli. Þar sat hann þegar Susan
gekk að hellismunnanum til að
taka myndir. Var það hrein tilvilj-
un að hún valdi einmitt hellinn sem
hann hafði valið til að fela sig í.
Þegar hún hafði tekið nokkrar
myndir í birtunni fremst í helhnum
gekk hpii innar í hann til að svip-
ast um. Þá kom hún auga á Nor-
man þar sem hann sat með sjón-
aukann sinn.
Susan brá. Henni fannst eitthvaö
grunsamlegt við unga manninn og
tók á rás út úr hellinum. Norman
var ljóst að hún haföi séð hann
nægilega vel til að geta gefið lýs-
ingu á honum og óttaðist að hún
myndi segja frá því að hann aðhefð-
ist eitthvað óvenjulegt eða rangt.
Hann ákvað því að þagga niður í
henni. Hann tók á rás, náði Susan
og felldi hana. Skipti það síðan eng-
um togum að hann brá ólinni á
myndavélarhylkinu um háls henn-
ar. Hún barðist um á hæl og
hnakka, reyndi að særa hann í
framan og komast þannig frá hon-
um en allt kom fyrir ekki. Norman
hafði betur og rétt á eftir var hún
öll.
Áhlaupum
Þegar Norman hafð virt líkiö fyr-
ir sér um stund varð honum ljóst
að hann yrði að koma sér burt sem
fyrst. En hann vissi að hann mætti
ekki fara neina af þeim leiðum sem
ferðamenn fóru venjulega. Hann
yrði að koma í veg fyrir að nokkur
gæti sagt að hann hefði verið þarna
í dalnum á þessum tíma.
Á ferðum með fóður sínum hafði
Norman kynnst nær öllum hellun-
um og rústunum í dalnum. Hann
vissi því um leynileg göng sem lágu
frá einum rústanna og út úr daln-
um, fram hjá alfaraleiö. Með því
að fara um þau gæti hann verið
viss um aö enginn sæi hann fara
úr dalnum. En til að komast að
rústunum þar sem upphaf gang-
anna var þurfti hann að hlaupa frá
hellismunnanum og upp hlíð. Og
það var einmitt þá sem ástralski
ferðamaðurinn Barfy Blair lét
myndbandstökuvél sína ganga.
Dómurinn
Mál Normans Smiths var tekiö
fyrir í sakadómi í Nottingham. Þar
kom fram að líklega heföi hann
aldrei náðst hefði guli öminn á
jakka hans ekki komið fram á
myndunum sem teknar voru af
myndbandinu og stækkaðar.
Sakbomingurinn gat lítið sagt sér
til varnar. Hann þótti hafa framið
morðið af ásetningi en litlu tilefni
og þegar kviðdómendur höfðu
fundið hann sekan kvað dómarinn
upp lífstíðardóm.