Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Page 26
26
LAUGARDAGUR 25. MARS 1995
R.E.M. frestai
tónleikum
Öllu tónlelkahaldi hljómsveit-
arinnar R.E.M. næstu mánuðina
hefur verið frestað vegna veik-
inda trommuleikarans Bill
Berry. Vonir voru bundnar við
að hann myndi ná sér af blæðing-
um við heila, sem hann fékk
skyndiiega á tónleikum í Sviss á
dögunum, en nú þykir ljóst að
hann verður mun lengur að ná
sér. Læknar í Sviss segja að hann
muni ná sér að fúllu.
Popparar
standa í
strönígu
Nokkrir liðsmenn hljómsveit-
anna Menswear og Pulp, ásamt
annarri söngkonunni úr hljóm-
sveitinni Shampoo, lentu í hörku-
slagsmálum á bar í London á dög-
unum eftir tónleika. Þetta ágæta
fólk slóst þó ekki innbyrðis held-
ur sneri bökum saman eftir að
einhver leiðindagaur hafði heils-
að söngvara Menswear að sjó-
mannasið. Eftir mikil slagsmál
með tilheyrandi brauki og bramli
tókst dyravörðum að stilla til frið-
ar og var ölium ólátabelgjunum
fleygt á dyr. Sem betur fer slas-
aðist enginn alvarlega í átökun-
um en vitni telja að söngvari
Menswear muni ekki syngja mik-
ið á næstunni.
Batnandi
mönnum...
Sú var tíðin að popparar tóku
ekki í mál að koma fram á tón-
leikum öðruvísi en að búnings-
herbergi þeirra væru sneisafúil
af bjór og brennivíni og öðrum
óþverra. Sumir gengu jafiivel svo
langt að heimta að léttkiæddar
stúlkur yrðu til taks ef á þyrfti að
halda. En nú er öldin önnur að
sögn popptímarita. Heilsubylgj-
an hefur náð inn í raðir poppar-
anna sem sést best á eftirfarandi
lista yfir óskir tiltekinna poppara
um viðbit á tónleikum: Kylie
Minogue vill bara vatn og það
mikið af því. Liðmenn M People
heimta kajnillute. Liðsmenn
Smashing Pumpkins krefjast
þess að fá Cheerios og liðsmenn
Eternal eru svo ósvífnir að
heimta að heitt kakó sé tO taks
fyrir og eftir tónleika.
Plötufréttir
Thurston Moore, gítarleikari
hljómsveitarinnar Sonic Youth,
er með sólóplötu í smíðum, þá
fyrstu á 15 ára ferli með hljóm-
sveitinni.... Hin rómaða hljóm-
sveit Boo Radleys eru að leggja
síðustu hönd á aðra plötu sína og
hefur útgáfudagurinn verið
ákveðinn 27. mars, á mánudag-
inn kemur. . . . Og fregnir hafa
borist af því að gamli „Jam“ar-
inn Paul Weller sé kominn í hljóð-
ver en síðasta plata hans fékk
mjög góða dóma...
BsL
(I I * I í-11
1;\l f ‘ví Ai
í BODI Qggjfáfefg Á ItYMi.H AM i DAG KL. 16.00
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaöa skoðanakönnunar sem er framkvæmdaf markaðsdeild DVi hverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á íslenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
á hverjum laugardegi í DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 16.00 sama dag. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur
þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er afRadio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrifá Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem
er rekið af bandaríska tónlistarblaðinu Billboard.
B70%E
Quireboys
einu sinni
enn
Hljómsveitin Quireboys, sem
tróð upp í Reiðhöllinni hér um
árið sællar minningar, hefur
ákveðið að sameinast á ný fyrir
eina tónleika. Hljómsveitin hætti
fyrir nokkru og liðsmennirnir
fóru i sína áttina hver. Tilefni
þess að hljómsveitin tekur sam-
an á ný er ósk söngvarans Spike
en faðir hans lést á dögunum og
vill Spike heiðra minningu hans
með því að halda tónleika á af-
mælisdaginn hans. Skýrt hefur
verið tekið fram að Quireboys
muni aðeins koma saman í þetta
eina sinn enn.
Aukatónleik-
ar Stones
Vegna óhemju eftirspumar eft-
ir miðum á tónleika The Rolling
Stones á Wembley í sumar hefur
verið ákveðið að bæta við tónleik-
um þann 16. júlí. Miðaverð er ca
3000 krónur fýrir miða í númeruð
sæti en ca 2500 krónur annars.
-SþS-
Á toppnum
Strákamir í írsku hljómsveit-
inni U2 verma enn toppsæti ís-
lenska listans. Bono og félagar
hafa nú setið sem fastast í þessu
sæti í einar sex vikur og er greini-
legt að þeir drengir kunna vel við
sig á toppnum. Lagið er annars
eftir hana Patti Smith en hún
samdi og gaf það út fyrir hálfúm
öðrum áratug. Varla þarf lengur
að taka það fram að topplagið
heitir Dancing Barefoot en við
gerum það nú samt. Því má svo
bæta við að það má heyra í kvik-
myndinni Threesome.
Nýtt
Söngkonan Sigríður Beinteins-
dóttir á hæsta nýja lagið í þess-
ari viku. Lagið hennar heitir
Þakklæti en Sigga stekkur með
það beint í 19. sæti á íslenska list-
anum og verður athyglisvert að
fylgjast með framhaldinu en þess-
ar vikumar fer ekki mikið fyrir
íslenskum flytjendum. Hæsta
nýja lagið í síðustu viku átti
Cranberries með I’Cant Be with
You sem þessa vikuna gerir al-
varlega atiögu að toppsætinu en
vantar þó herslumuninn.
Kannski verður það komið á
toppinn eftir viku, hver veit?
Hástökkið
Yaki-Da er hástökkvari ís-
lenska listans þessa vikuna með
lagið I Saw You Dancing sem nú
er komið í 15. sætið. Morrisey, há-
stökkvari síðustu viku, heldur
áfram að klifra upp listann en nú
aðeins um tvö sæti í það ellefta.
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhíldur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og (var Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Heðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson