Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Side 35
LAUGARDAGUR 25. MARS 1995
43
Enginn breytir
sjálfum sér / svo
að heitið geti
Einu sinni endur fyrir löngu
voru froskur og sporödreki staddir
viö straumþunga á. Sporðdrekann
langaöi yfir en sá ekki hvernig þaö
ætti aö takast. Eftir nokkra um-
hugsun sagöi hann loks. „Getur þú
ekki synt með mig yfir ána á bak-
inu, froskur minn góöur?“ Froskn-
um leist ekki of vel á þessa áætlun.
„Ég þori ekki að eiga neitt saman
viö þig að sælda, sporðdreki," sagöi
hann. „Þú gætir tekið upp á því að
bíta mig úti í miðri á!“ En sporð-
drekinn sagði það af og frá. „Ef ég
bít þig úti í ánni sökkvum við báð-
ir,“ sagði hann, „og ég drukkna."
Froskurinn féllst á þetta og saman
lögðu þeir af stað. Úti í miðri ánni
stakk sporðdrekinn froskinn. Deyj-
andi og drukknandi leit hann á
sporðdrekann og sagði furðu lost-
inn: „Af hverju?" En sporðdrekinn
gat engu svarað og sagði: „Af því
að ég er sporðdreki. Persónuleika-
einkennum mínum verður aldrei
breytt." Að þeim orðum sögðum
sukku þeir báðir í öldumar og dóu.
Allarbreytingar
eru erfiðar
Mér dettur þessi saga oft í hug.
Margir eru þeir sem halda að per-
sónuleika og atferli fólks sé hægt
að breyta með einföldum aðferð-
um. Það sé í raun ekkert mál að
hætta að reykja, hætta að drekka,
megra sig, fara út að hlaupa og
gjörbreyta um lífsstíl. En svo er
alls ekki. Flesta skortir úthald til
að fylgja áformum sínum eftir og
breyta lífsstíl sínum til langframa.
Loforð áramóta eru fokin íjandans
til um miðjan janúar. Mikill fjöldi
loddara og spákaupmanna selur
alls kyns töfraráð eins og plástra,
dáleiðslu, nálarstungur, íhugun,
nudd, og megrunarduft til að hætta
að reykja eða megra sig en lang
Á lasknavaktLniú
tímaárangurinn er oft næsta lítill.
Örvinglan fólks gagnvart viðjum
vanans lýsir sér best í öllu því fé
sem rennur til að kaupa þessar
gagnshtlu töfralausnir dým verði.
Rannsókn á
hjartasjúklingum
Nýlega birtist rannsókn í Lækna-
blaöinu sem gerð hefur veriö á af-
drifum íslendinga undir fertugu
sem fengu hjartadrep eða krans-
æðastíflu á árunum 1980-1984. í
langflestum þessara tilvika mátti.
rekja sjúkdóminn til óhollra lifnað-
arhátta, reykinga, hreyfingarleys-
is, offitu, hækkaðrar blóðfitu og
hás blóðþrýstings. Um var að ræða
38 karlmenn og hefur 22 þeirra ver-
ið fylgt eftir í 10 ár. Líkamlegt
ástand þessara manna er ærið mis-
munandi en hjartaáfaUið leiddi til
lifsháttabreytinga einungis hjá Utl-
um hluta hópsins. Fáir breyttu
mataræði eða tóku upp reglulega
líkamsrækt. Þó hætti tæplega
helmingur að reykja og flestir
þeirra sem áttu við áfengisvanda
að stríða hættu að drekka. Helm-
ingur hópsins finnur enn fyrir ein-
kennum sjúkdómsins en hefur
þrátt fyrir það ekki breytt fyrri lífs-
háttum. Margir reykja enn þrátt -
fyrir augljósa skaðsemi þess. Jafn-
vel þótt heilsan sé í húfi veitist
mönnum erfitt að gera breytingar
til langframa á Ufnaðarháttum sín-
um. Sagt er að helsti gróðavegur
allra líkamsræktarstöðva sé að
selja fólki þriggja mánaða að-
göngukort sem einungis eru notuð
í örfá skipti áður en gefist er upp.
Enginn breytir
Þetta er þó alls ekki vonlaust en
enginn skyldi gera Utið úr þeim
erfiðleikum sem fylgja því að gera
einhverjar breytingar. Engar
skyndilausnir eru til heldur verður
einstakUngurinn sjálfur að vilja
breyta Ufi sínu og takast á við öU
þau óþægindi sem því eru samfara.
Þaö er hörkupuö að hætta að
reykja, megra sig, hætta að drekka,
fara út að hlaupa og bylta gömlu
lífsmynstri. En árangurinn er stór-
fenglegur þegar vel tekst til og fólk
bæði lengir líf sitt og eykur lífs-
nautn og velUðan. Þetta minnir mig
oftar en ekki á gamla vísu sem ég
lærði einusinni:
Alltaf veitast mj ög að mér
mæða, þreytaogleti.
Enginn breytir sjálfum sér
svoaðheitiðgeti.
S.
Styrkir til náms á Ítalíu og
í Finnlandi námsárið 1995-96.
ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingum
til náms á Ítalíu. Styrkurinn er einkum ætlaður til
framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu
háskólaprófi eða til náms við listaháskóla. Styrkfjár-
hæðin nemur 1.000.000 lírum á mánuði. Frestur til
að skila inn umsóknum er hér með framlengdur til
31. mars nk.
Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islending-
um til háskólanáms og rannsóknarstarfa í Finnlandi.
Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar og styrk-
fjárhæðin er 4.000 finnsk mörk á mánuði. Umsóknar-
frestur er til 25. apríl nk.
Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum
prófskírteina og meðmælum, skulu sendar mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið,
24. mars 1995.
SOLU «««
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn
28. mars 1995 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7
og víðar.
1 stk. Ford Explorer 4x4 1991
1 stk. Subaru Legacy GLstation 4x4 1990
4 stk. Subaru 1800 station 4x4 1988-91
1 stk. Toyota Corolla station 4x4 1990
1 stk. Toyota Tercel station 4x4 1988
1 stk. Mazda 323 station 4x4 (skemmdureftir umfóh.) 1993
1 stk.Toyota HiLuxdoublecab 4x4 1990
2stk. Toyota HiLux 4x4 1985-87
1 stk. Saab900fólksbtfreið 1988
1 stk. Voivo240fólksbifreið 1989
1 stk. Volvo440 1989
1 stk. Toyota Corolla 1988
1 stk. Chevrolet Monza 1988
1 stk. Mercedes Benz 1719 vörubifreið m/krana 1978 •
Til sýnis í birgðastöð Vegagerðarinnar í Grafarvogi, Rvik: 1 stk. rafstöð, Dawson-K, 30 kW, ískúrá hjólum 1973
Til sýnis hjá Vegagerðinni I Vík í Mýrdal:
1 stk. vatnstankur, 10.0001, með 3" ' dælu 1980
Til sýnis hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki:
1 stk. dráttarvél, Massey Ferguson 699 4x4 1984
með ámoksturstækjum
Til sýnis hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, steypudeild - Keldna-
holti:
1 stk. hita/rakaskápur, blikkklæddur, einangraður með steinull. Innanmál
3,5 m með opnun 0,8x3,0 m.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum
bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðun-
andi.
BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 9I-2Ó8A4
BRÉFASÍMI 91-626739