Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Qupperneq 36
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-8 LAUGAftDAGS-OG MANUDAGSMORGNA ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1995. Lausn grálúðudeilunnar: ' Mikilvæg nið* urstaða w— - segir Þorsteinn Pálsson „Ég tel að þetta sé mjög mikilvæg niðurstaða fyrir allar fiskveiðiþjóðir. Mikilvægast er aö sátt skuli verða um að það þurfi að stjórna veiðum úr stofnum sem ganga inn og út úr lögsögu og að Evrópusambandið skuli failast á virkt eftirlit með veið- unum,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra um samkomulag það sem náðist um páskahelgina milli Kanada og Evrópusambandsins í grálúðudeilunni. „Við höfum alltaf verið fylgjandi því að komið væri á stjórnun og haft yrði virkt eftirlit með henni. Sjálfir eigum við eftir að semja um mikil- væga hagsmuni sem eru okkur hér nær. Þá veltur á miklu að það verði viðurkennt virkt eftirlit með þeim veiðum." - sjá bls. 8 Jeppi valt IVíðidal Bílvelta varð í Víðidal skammt frá Blönduósi á fimmtudagsmorgun þeg- ar jeppi lenti í krapa á veginum og ' ökumaðurinn missti stjórn á honum. Ökumaðurinn, sem var fullorðinn maður, var fluttur á Landspítalann. Hann reyndist ekki mikið slasaður. Þrír farþegar voru í bílnum og slös- uðust þeir lítið. -GHS Jón Baldvin Hannibalsson kemur á fund Halldórs Ásgrímssonar i Alþingishúsinu seint í gærkvöld. Jón Baldvin, Ólafur Ragnar Grímsson og Kristín Ástgeirsdóttir óskuðu eftir fundinum eftir að tíðindin um væntanlega stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks spurðust út. Fundurinn var haldinn í þingflokksherbergi framsóknarmanna klukkan tíu í gærkvöld. Af hálfu Framsóknarflokksins mun hafa verið litið á fundinn sem tækifæri til að „hreinsa andrúmsloftið" milli flokkanna. Eftir fundinn sagði Ólafur Ragnar við DV að Halldór hefði sagt sig skuldbundinn Sjálfstæðisflokknum og væri ekki lengur tilbúinn í myndun vinstri stjórnar. DV-mynd JAK Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks fallin: Hálendið: Þyrlanfann jeppamanninn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Hjálprsveitlr á Akureyri hófu á sunnudagskvöld leit að manni sem farið haíði einn á jeppa sínum upp á hálendið sl. föstudagsmorgun. Mað- urinn var án allra fjarskiptatækja og ekkert haföi frést afhonum þegar leit hófst. Þó var ljóst að maðurinn hafði komið í skála við Laugafell og að þaðan hafði hann ætlað í Nýjadal. Þangað skilaði maðurinn sér ekki og leit 'var því hafin. Björgunarsveitarmenn frá Akur- eyri fóru beggja vegna Skjálfanda- fljóts og í gærmorgun fór þyrlan til leitar. Tæpum tveimur tímum eftir að þyrlan lagði af stað fannst maður- inn skammt frá Hofsjökli og hafði hann fest bíhnn þar. Ekkert amaði að manninum sem var fluttur til Reykjavíkur en það bíöur betri tíma að sækja bíl hans. Davíð hitftir Vigdísi í dag og biðst lausnar - ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks líklega mynduð seinna í vikunni Davíð Oddsson forsætisráðherra mun biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á fundi með forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, í dag. Sjálfstæðis- flokkur sleit viðræðum við Alþýðu- flokk í gærmorgun en þær höfðu staðið yfir frá kosningum. Fuhvíst er talið að Davíð fái fyrstur umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar og muni kalla Framsóknarflokk til við- ræðna. Reiknað er með að þær við- ræður beri fljótlega ávöxt og Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur myndi næstu ríkisstjórn. Ekki er talið ósennilegt að stjórnin verði til- búin síðar í vikunni. Fulltrúar stjórnarflokkanna hitt- ust á fundi á laugardagskvöld og í gærmorgun óskaði Jón Baldvin Hannibalsson eftir fundi meö Davíð Oddssyni þegar hann fregnaði að Davíð og Halldór hefðu hist að kvöldi páskadags. Á fundinum í gærmorg- un tilkynnti Davíð Jóni að Sjálfstæð- isflokkur hefði ákveðið að slíta við- ræðum við Alþýðuflokk og að hann myndi biðjast lausnar fyrir ríkis- stjórnina í dag. Þingflokkum stjórn- arflokkanna var síðan tilkynnt þessi ákvörðun í gær. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, staðfesti í samtali viö DV að hann heföi rætt viö Davíð um mögulega stjórnar- myndun. Þannig var meirihluta þingflokks Framsóknarflokks hóað saman á fund í gær þar sem Halldór tilkynnti honum tíðindin og fékk samþykki hans um viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Davíð Oddsson vildi ekkert ræða við fjölmiðla í gær, ekki fyrr en eftir fund með forseta íslands í dag. Gangi viðræðurnar eftir milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks verður ríkisstjórnin með 40 þingmanna meirihluta, þann mesta sem tveggja flokka stjórn býöur upp á eftir kosningarnar 8. apríl sl. Sjálf- stæðisflokkur fékk þá 37,1% atkvæða og 25 þingmenn kjörna og Framsókn- arflokkur 23,3% og 15 þingmenn. Þessir flokkar mynduðu síöast ríkis- stjórn 1983-1987 og þar áður 1974- 1978. ' - sjá nánar á bls. 2 LOKI Var það ekki þetta sem kjósendur vildu? Veðrið á morgun: Víðast frost Nokkuð hefur kólnað síðustu daga og á hádegi á morgun er gert ráð fyrir að hitinn veröi víðast hvar undir frostmarki. Á öllu landinu verður norðan- og norðaustan- kaldi, víða éljagangur, en léttskýj- að verður á Suður- og Vesturlandi. Heitast verður á suðvesturhorn- inu, um frostmark, en á Vestfjörð- um og'á Norðurlandi verður 6 til 7 stiga frost. Veðrið í dag er á bls. 36. PT-7000 Merkivél m/íslensku letri Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443 K I N G Ltm alltaf á Miövikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.