Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 17
+ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 17 Iþróttir Heimsmeistarakeppnin í handknattleik: íslendingar búnir að kaupa þriðjung allra aðgöngumiða einsdóttir með sigurlaun sín á topp tólf mótinu ötennis: dur bestur ur leikjum. Þetta voru síðustu mót vetrar- ins og varð Guðmundur punktahæstur borðtennisspilara með 261 punkt. Ingólfur Ingólfsson varö annar með 166 punkta. Eva og Lilja unnu til skiptis í kvennaflokki sigraði Eva Jósteinsdóttir, Víkingi, í topp 12 mótinu en þar lagði hún félaga sinn úr Víkingi, Lilju Rós Jóhannes- dóttur, í úrslitum, 2-1. í stóra Víkingsmót- inu kom Lilja fram hefhdum og sigraði og Eva varð í öðru sæti. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég er sérstaklega ánægður með það hversu vel salan hér innanlands hefur tekið við sér síðustu dagana, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Á Akureyri hafa menn hins vegar hlustað með helst til of mikilli at- hygli á þær kjaftasögur að að- göngumiöaverðiö muni lækka síð- ustu dagana fyrir keppnina en það gerist að sjálfsögðu ekki," segir Hall- dór Jóhannesson sem sér um að- göngumiðasölu á leiki heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik. Halldór segir að íslendingar séu þegar búnir að kaupa á 25-30 þúsund aðgöngumiða á leiki keppninnar en nærri lætur að það sé um þriðjungur allra aðgöngumiðanna. „Það er alveg ljóst að það verður uppselt á alla leiki Islands og á alla leiki eftir að komið er að 16 liða úrslitunum," segir Hall- dór. Varöandi miðasölu erlendis segir Halldór að erfiðara sé að gera sér ðíhandknattleik: turinn brást ,ti íslendingum í mörg ár, unnu öruggan sigur ini 'ið Tl- tir rk rt- áð ir- ið- •ó- að lík •n- im Varnarleikurinn var hins vegar þokkalegur í heild þótt Svíarnir fengju nokkur ódýr mörk. Sigmar Þröstur stóð í markinu allan tímann og stóð sig vel í fyrri hálfleik en varði aðeins 3 skot í þeim síðari og það var furðulegt að Þorbergur skyldi ekki gefa Bergsveini tækifæri þá. Bestu menn íslenska liðsins voru Ól- afur Stefánsson og Geir Sveinsson. Ól- afur sýndi að óhætt er aö treysta honum fyrir skyttustöðunni hægra megin á HM, með Sigurö Sveinsson sem bak- hjarl. Geir var mjög ógnandi á línunni en aðrir voru mistækir. Patrekur lék afleitlega, náði sér aldrei á strik, og Valdimar var meö mjög lélega nýtingu. Hann gefst hins vegar aldrei upp og var drjúgur þegar ísland var að saxa á for- skotið. En í heildina er það dapurt- að hafa ekki náð betri útkomu en þetta gegn þunglamalegu liði Svía. Þetta var kjörið tækifæri til að klekkja á erkifjendun- um, tækifæri sem óvíst er hvenær býðst aftur. Peter Gentzel, hinn efnilegi mark- vörður Svía, var langbesti maður þeirra. Munurinn á liðunum lá fyrst og fremst í markvörslu hans. grein fyrir nákvæmri stöðu mála, ekki síst vegna þess að fjölmargir aðilar sjái um þá miöasölu. Hins veg- ar viti hann fyrir víst að talsvert á 6. hundrað erlendir blaöa- og frétta- menn muni fylgjast með keppninni. Varðandi miðasölu til áhugamanna í einstökum löndum segir Halldór að salan hafi gengið ágætlega í Þýska- landi, Frakklandi og Sviss, svo dæmi séu nefnd. Hann er hins vegar óánægður með staðfestingar frá löndum eins og Svíþjóð og Dan- mörku enn sem komið er en segir að þar eigi hlutirnir án efa eftir að gerast hratt á næstu dögum. Hótel á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri eru nú fullbókuð þann tíma sem keppnin mun standa yfir og Halldór segir að undanfarna daga hafi mönnum erlendis verið bent á það ástand. Talsvert mun um að gistiheimili séu farin að taka á móti pöntunum þann tíma sem keppnin stendur yfir. Þegar á heildina er litið lítur aðgöngumiðasalan ekki svo illa út en á næstu dögum mun það ráð- ast að verulegu leyti hversu margir erlendir ferðamenn koma til lands- ins til að fylgjast með keppninni. Willum þjálfar lið KR-inga - leitar fyrir sér með erlendan leikmann Frágengið er að Willum Þór Þórs- son verður næsti þjálfari 1. deildar hðs KR í handknattleik og tekur hann við af Ólafi Lárussyni sem þjálfað hefur vesturbæjarliðið und- anfarin fjögur ár. Willum sagði í samtali við DV að þetta væri mjög verðugt verkefni. Efniviðurinn hjá félaginu væri mik- ill og ef vel yrði á málum haldið gætu KR-ingar blandað sér í hóp bestu liöa á komandi árum. Willum vonaðist til að geta haldiö öllum þeim mannskap sem lék með liðinu á ný- liðnu keppnistímabili og stefnt væri aö því að fá örvhenta skyttu í liðið, væntanlega erlendis frá. Ásmundurtilbaka Þá eru allar líkur á að Ásmundur Einarsson markvörður, sem lék með Aftureldingu í vetur og var í mótslok kjörinn efnilegasti leikmaður ís- landsmótsins, gangi aftur í sitt gamla félag. NBA-körfuboltinn: Denverslappí úrslitakeppnina Svium i fyrsta leik liðsins á Bikuben-mótinu í handknattleik sem hófst i gær. Hér á Geir is Wislander. Denver Nuggets varð síðasta liðið til aö tryggja sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Úrslitin í leikjunum, sem náðist ekki að greina frá áður en DV fór í prentun á sunnudag- kvöldið, urðu þannig: Denver-Sacramento.................102-89 Minnesota-SASpurs..................91-97 Portland-GoldenState..............116-83 Charlotte-Cleveland...................97-72 Indiana-Atlanta........................103-87 Houston-UtahJazz...................97-103 LAClippers-Dallas.................124-102 NJNets-Boston.........................102-99 MiamiHeat-Detroit................129-105 • Reggie Williams skoraði 23 stig fyrir Denver gegn Sacramento og lið- ið mætir SA Spurs í 16-liða úrsUtun- um. Almennt er talið að Denver eigi þar htla möguleika þrátt fyrir að hafa tekist að sigra í einum leik lið- anna af fjórum í vetur. Mitch Ric- hmond skoraði 32 stig fyrir Sacra- mento sem hefur ekki komist í úrslit- in síðan á tímabihnu 1985-1986. • Chuck Person skoraði 20 stig fyrir Minnesota gegn SA Spurs sem vann sjötta sigur sinn í röð. Þar með lauk hræðilegu tímabili hjá Minne- sota sem varð fyrst NBA-liða til að tapa 60 leikjum eða meira á einu og sama tímabilinu. • Clifford Robinson skoraði 17 stig fyrir Portland er liðið gersigraði Golden State. • Leikmenn Charlotte skoruðu 26 stig í röð í þriðja leikhluta gegn Cleveland og sá kafli tryggði sigur- inn. Alonzo Mourning skoraði 26 og tók 12 fráköst fyrir Charlotte sem náði 50 sigurleikja markinu í fyrsta skipti í sjö ára sögu félagsins. • Indiana og Atlanta mætast í úr- slitunum og Indiana sigraði í lokaleik liðanna í deildinni. Reggie Miller skoraði 22 stig fyrir Indiana. • Utlitið er ekki gott hjá meistur- um Houstons. Clyde Drexler meidd- ist á ökkla gegn Utah Jazz og liðið tapaði síðustu þremur leikjunum í deildinni. Karl Malone var með 23 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir Utah Jazz. Hakeem Olajuwon lék ekki með Houston. • Botnlið NBA-deildarinnar, LA Clippers, kvaddi tímabilið með góð- um sigri gegn Dallas, botnhðinu í fyrra. Loy Vaught skoraði 26 stig og tók 21 frákast fyrir Clippers. Shaq stigahæstur Shaquille O'Neal, Orlando, varð stigahæsti leikmaður NBA-deildar- keppninnar sem lauk í fyrrinótt. Shaq skoraði að jafnaði 29,3 í leik. Næstur kom Hakeem Olajuwon, Houston, sem skoraði að meðaltali 27,9 stig og í þriðja sæti David Robin- son, SA Spurs, með 27,6 stig að með- altali í leik. • Dennis Rodman, SA Spurs, varð frákastakóngurinn fjórða árið í röð en hann tók að meðaltali 16,8 frákóst í leik. • John Stockton hjá Utah átti flestu stoösendingarnar en hann átti aö jafnaði 12,3 í hverjum leik. Skylmingamenn ífyrstasæti A-liö íslendinga í skylmingum varð í fyrsta sæti í liðakeppni á - Eystrasaltsmótinu í Helsinki. A- lið Finna varð í öðru sæti og A- lið Dana í því þriðja. í íslenska liðinu voru Ólafur Bjarnason, Kári Freyr Björnsson og Ragnar Ingi Sigurðsson. ÓiafurogKárí íbronssætinu Ólafur Bjarnasori og Kári Freyr Björnssori urðu í 3.-4. sæti í éin- staklingskeppni með höggsverði. Ðanir skipuöu sér í tvö efstu sæt- in. Skylmingamenn taka um næstu helgi þátt í opna Norður- landamótinu í Kaupmannahöfn. KeflavíkogHK gerðujafntefli Keflavík og HKskildu jöfn, 1-1, í litlu bikarkeppninni í knatt- spyrnu í gærkvöld. Marco Tana- sic skoraði fyrir Keflvíkinga en Pétur Arason jafhaði fyrir HK undir lokin. KR-íngarmeð fullthússtíga KR sigraði ÍR, 2-0, í A-deild Reykjavíkurmótsins í knatt- spyrnu í gær. Heimir Guðjónsson og Heimir Porca skoruðu mörk KR hvor í sínum hálfleik. Staðan í A-deildinni er þannig: KR...................3 3 0 0 8-2 9 Þróttur...........4 3 0 1 12-9 9 Fylkir..............4 112 10-11 4 ÍR....................3 1 1 1 4-4 4 Fram...............2 0 2 0 5-5 2 Víkingur.........3 0 0 3 1-7 0 Ragnaráfullt eftir2vikur Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjunu Ragnar Margeirsson, knatt- spyrnumaður úr Kéflavik sem a dögunum gekkst uncfír uppskurð á hné, reiknar með að vera kom- inn á fulla ferð eftir hálfan mán- uð. Hann segir að aögerðin hafl tekist mjög vel og batahorfur séu góðar. Jakobferí bakuppskurð Sömu sögu er ekki að segja af Jakob Jónharðssyni, varnarjaxl- inum sterka úr Keflavíkurliðinu, Hann missti af mestöUu tímabil- inu í fyrra vegna meiðsla og nú þarf hann að gangast undir bak- uppskurð sem þýöir að hann vérður aö öflum líídndum ekkert með Keflayíkurliðinu i sumar. Kanadamenn sigruðu Þrfr leikir fóru fram á heims- meistaramótinu í íshokkí í gær. Heimsmeistarar Kanadamanna unnu 5-3 sigur á Sví sslendlngum. Bándaríkjamenn lögðu Austur- rikismenn, 5-2, og ítalir sigruðu Þjóðverja, 2-1. Reykiavíkurmótið EIS 1995 ^ Þriðjudaginn 25. apríl Fram - Víkingur kl. 20 Gervigrasið Laugardal 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.