Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 5
ÞRIDJUDAGUR 25. APRIL 1995 Fréttir í > Karlmaður á sextugsaldri sem haföi unniö sér traust tveggja stúlkna: Tvö ár í f angelsi fyrir að misnota börn - neitaði sakargiftum en framburðir barnanna þóttu trúverðugir og stöðugir Karlmaöur á sextugsaldri hefur verði dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða tveimur ungum stúlk- um eina milljón króna í skaða- og miskabætur fyrir að hafa misnotað þær kynferðislega með ýmsum hætti um talsvert skeið og fram til hausts- ins 1993. Maðurinn er venslaður stúlkunum og hafði unnið sér traust þeirra þegar hann gerðist sekur um brotin. Hann var yfirleitt einsamall með hvorri stúlkunni fyrir sig þegar þau voru framin. Héraðsdómur Reykjavíkur sak- felldi manninn fyrir allt sem honum var gefið að sök í ákæru. Sakborning- urinn neitaði hins vegar ávallt sök. Stuðst var við framburð stúlknanna sjálfra, matbarnasálfræðings, starfs- menn barnaverndaryfirvalda og fleiri aðila sem eru tengdir stúlkun- um. Sérstaklega var tekið til þess að framburðir beggja stúlknanna fyrir mæðrum sínum og starfsmönnum barnaverndaryfirvalda hafi verið stöðugir og trúverðugir. í dómi héraðsdóms kemur fram að mat barnasálfræðingsins var m.a. að brot sem þessi hafi neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna og sérstaka við- kvæmni þeirra við að gengið sé. yfir persónuleg mörk. Einnig gæti tor- tryggni gagnvart öðrum samfara mikilli reiði. Blygðunarkennd ein- staklinga verður einnig verulega særð auk þess sem kvíði verður áber- andi. í' niðurstöðu héraðsdóms segir: „Með ólögmætum og refsiverðum meingerðum sínum braut ákærði gegn persónu stúlknanna og mann- helgi. Liggur fyrir að athafnir hans hafa valdið þeim miklum þjáningum og eru líklegar til þess að setja á þær varanlegt mark." Skaðabætur þóttu hæfilegar 500 þúsund krónur til hvorrar stúlkunnar. -Ótt Seyðisfjörður: Ibúum fækkar um 10 prósent Ibúum í sumum sveitarfélögum á landinu hefur fækkað verulega síð- ustu ár. Þannig hefur íbúum á Seyð- isfirði fækkað mest, eða um 10,4 pró- sent á tímabilinu 1990 til 1993, og íbú- um í Snæfellsbæ og þar áður Olafs- vík hefur líka fækkað verulega eða um tæplega átta prósent á sama tíma. íbúar í Neskaupstað fylgja fast á eft- ir með tæplega sjö prósenta fækkun og íbúum á Blönduósi, í Bolungarvík, á Patreksfirði og í Vesturbyggð eftir sameininguna á þeim slóðum í fyrra og Sigflufirði hefur einnig fækkað talsvert. „Þetta er því miður staðreynd. Við höfum orðið fyrir geysilegum áfóll- um í atvinnulegu tilliti og störfum hefur fækkað hér. Tvö mjög stór fyr- irtæki hafa orðið gjaldþrota og hætt rekstri. Vegasamband inn til lands- ins er okkur mjög erfitt og Fjarðar- heiðin er okkur ákaflega mótdræg. Mönnum finnst bara staðurinn vera einangraður," segir Þorvaldur Jó- hannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Seyðisfjörður var eitt skuld- minnsta sveitarfélag á landinu á ár- unum 1989-1990'en er nú í hópi skuld- ugustu sveitarfélaga í landinu. Bæj- arsjóður Seyðisfjarðar hefur lagt um 150 milljónir tíl atvinnulífsins á staðnum, til dæmis með uppbygg- ingu á dráttarbraut og stofnun út- gerðarfyrirtækis. íbúar á Seyðisfirði eru ríflega 800 talsins. -GHS Sjóbirtingsveiðin tekur kipp: Veiddu 30 f iska á tveimur dögum Vorveiðin hefur heldur betur tekið kipp eftir að það hlýnaði verulega í veðri síðustu dagana. Þetta á bæði við um veiðina í Þorleifslæknum og austur í Geirlandsá. Ekki hefur verið hægt að hefja veiði ennþá í Vatna- mótunum en það stendur allt til bóta. „Veiðin gekk feiknavel hjá okkur í Geirlandsánni, við fengum 30 fiska á tveimur dögum og sá stærsti var 10 punda. Þeir sem opnuðu ána veiddu 4 fiska og einn þeirra var 11 punda," sagði Óskar Færseth en hann var að koma úr Geirlandsá með þeim Ásdísi Guðbrandsdóttur, Vilberg Þorgeirs- syni og Guðrúnu Jóhannesdóttur fyrir fáum dögum. „Allir fiskarnir voru yfir 4 pund en sá stærsti á fluguna var 8 punda og tók Nobbler. Við fengum frábærar tökur í Ármótunum. Hollið á eftir okkur veiddi 8 fiska og það næsta fékk 12 fiska. í því holli veiddist 11 punda fiskur. Það eru komnir tveir 11 punda," sagði Óskar ennfremur. í Þorleifslæknum hefur verið ágæt veiði og eru liklega komir á milli 300 og 350 fiskar á land. : ~:*~-,.... ¦*»¦¦¦*' - M ;.-IÍ$ffll6fcÍír • • Asdís Guðbrandsdóttir og Oskar Færseth með 30 fiska veiði úr Geir- landsá fyrir fáum dögum. Áin hafði gefið 50 fiska í gærkveldi. DV-mynd Vilberg LrS3kkLLLi ílaila 2lSS\3klSS3 Ð eo/angarv/k _ SigMjöröur -2,0% ^q Blönduós Seyðisfjörður Neskaupstaður _ -2,7% Vesturbyggð/ .—.„.. Patrekshreppur^Blor -3,0% Snæfellsbær/ Ólafsvík -7,9% -6,8% -10,4% ?ay Keflavík: Erillogdrykkja TölvuverÖur erill var hja lög- reglunni í Keöavik um helgina. Snemma á laugardagsraorgun þurftu lögregluraenn að þvinga ökumann bifreíðar, sera ekki sinnö stöðvunarmerkjum lög- reglu, út af Reykjanesbraut á Vogastapa. Engar skemmdir urðu á ökutækjum en í Ijós kom að ökumaðurinn var verulega ölvaður og réttindalaus. Hann veitö mótspyrnu við handtöku og gisti fangageyraslur þar tíl af honura rann áfengisvíman. Þá var nýjum jeppa stolið fyrir utan hús í Keflavik á laugardag. Eigandi bflsins haföi skilið eftir lyklana í kveikjulásnum og ung- ur ölvaður vegfarandi sá sér leik á borði að spara sér sporin. Stal hann bílnura og ók honura m.a. út af Reykjanesbraut þar sem sprakk á framdekki hans. För hans endaöi ekki fyrr en nokkru séinna þegar lögreglan stöðvaði piltinn hálægt Hðfnum og var bíllinn þá nokkuð skemmdur. -PP Hettupeysur frá kr. 4.990 Síðar buxur frá kr. 3.990 Bermudabuxur frá kr. 2.990 Derhúfur frá kr. 1.400 Barnabuxur frá kr. 1.990 Bamapeysur frá kr. 2.990 Útsölustaðir Reykjavík: Frísport, Laugavegi 6, Sportkringlan, Kringlunni, Útilíf, Glæsibæ, íþróttabúðin, Borgartúni 20 Hafnarfjörður: Fjölsport, Miðbæ Kópavogur: Sportbúð Kópavogs Keflavík: K-Sport Selfoss: Sportbær Akureyri: Sportver, Glerárgötu Egilsstaðir: Táp og fjör ísafj'örður: Sporthlaðan Sauðárkrókur: Skagfirðingabúð Húsavík: Skóbúð Húsavíkur Akranes: Akrasport Borgarnes: Borgatsport Flúðir: Sportvðrur Hvolsvöllur: Apótek Ath. Óvíst er að allar tegundir fáist á hverjum útsölustað á tíma auglýsingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.