Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRIL 1995 + Iþróttir Fimmhvfldu Víðir Sgurðssort, DV, Danmörku: Fimm leikmenn hvíldu í Svía- leiknum í gær, þeir Guðmundur Hrafnkelsson, Einar Gunnar Sig- urðsson, Gunnar Beinteinsson, Bjarki Sigurðsson og Róbert Sig- hvatsson. Þeir Sigurður Sveins- son og Gústaf Bjarnason voru í hópnum en spiluðu lítið og Berg- sveinn Bergsveinsson kom aldrei inn á. Sigurðursparaður Þorberg- ur lét Sig- urð spila lítið til aö hafa hann í góðu formi gegn Dön- um í kvöld. „Sigurður spilar yfir- leitt vel á móti Dönum," sagði landsliðsþjálfarinn. Leikið á Falstri Leikur íslands og Danmerkur fer fram klukkan 17.45 að íslensk- um tíma í dag, í bænum Nyköping á eynni Falstri, en þangað er hátt í tveggja tíma akstur frá Ishöj í úfjaðri Kaupmannahafnar, þar sem islenska liðið dvelur. Margir íslendingar Allmargir íslendingar voru á meðal áhorfenda á leiknum við Svía í Helsingör í gær, sennilega nokkrir tugir. Flestir þeirra eru búsettir í Danmörku, en nokkrir komu frá Svíþjóð, enda stutt yfir sundið með ferju frá Helsingborg. Hins vegar virtust fáir Svíar hafa haft áhuga á aö fylgja sínum mönnum þá stuttu leið. Bogdanerhættur Menn áttu von á því að sjá Bogdan Kow- alczyck, fyrrum landsliðs- þjálfara ís- lands, við stjórnvöhnn hjá Pólverjum á mótinu. í ljós kom að hann hætti í haust og tók við þjálfun félags- liðsins Slask, en Jacek Zglinicki er tekinn við pólska landsliðinu og teflir fram mörgum ungum leikmönnum á mótinu. Stórsigur Dana Danir unnu stórsigur á Pólverj- um, 34-23, í síðari leik mótsins í gær. Pólverjar komust þó í 3-0 og jafnt var framan af, en síðan stungu Danir af, og voru 15-10 yfir í hálfleik. Kim Keller Christ- ensen var markahæstur Dana með níu mörk. Þrjá sterka vantaði Þrír sterkir leikmenn frá GOG léku ekki með gegn Pólverjum í gærkvöldi. Það eru þeir Nikolaj Jakobsen, Klaus Jacob Jensen og René Boeriths sem allir voru aö leika með liði sínu í úrsUtum Evrópukeppninnar um helgina en reiknað er með að þeir allir leiki íneð gegn íslendingum í kvöld. Slökdómgæsla Dómgæslan í leik íslendinga og Svía var ekki upp á marga fiska og ótrúlegt að þarna skyldu vera alþjóölegir dómarar á ferð. Þeir dæmdu leik í úrslitakeppm' kvenna í Danmörku daginn áður og fengu líka afar slaka dóma fyrir hann. Frjálsaríþróttir: Guðrún náði lágmarki - fyrir HM í 100 m grindahlaupi íslenskt frjálsíþróttafólk stóö sig með ágætum á móti Tusca í Banda- ríkjunum um síðustu helgi. Hæst bar árangur Guðrúnar Arnardóttur í 100 metra grindahlaupi þar sem hún náði lágmarki fyrir heimsmeistara- mótið í Gautaborg í sumar. Guðrún hljóp á tímanum 13,40 sekúndum. Hún tók einnig þátt í 400 metra grindahlaupi og hljóp á 58,33 sekúnd- um sem er hennar besti tími á þess- ari vegalengd. Af öðrum árangri íslendinganna stökk Þórdís Gísladóttir 1,83 metra í hástökki og hljóp 100 metra hlaup á 13 sekúndum sléttum. Fríða Rún Þórðardóttir hljóp 3000 metra hlaup á 9:49,62 mínútum. Vésteinn Haf- steinsson kastaði kringlu 59,08 metra og Pétur Guðmundsson, sem kunn- ari er fyrir afrek sín með kúluna, kastaði kringlunni 50,58 metra. Guðrún, Þórdís, Fríöa Rún og Vé- steinn sigruðu öll í sínum greinum. Sigurður Einarsson, Einar Vil- hjálmsson og Jón Arnar Magnússon dvelja allir einnig í Bandaríkjunum við æfingar um þessar mundir en kepptu ekki á þessu móti Tusca. Jóhann Ingi aðstoðar landsliðið: Fyrirliðinn mjög ánægður Víðir Sigurðsson, DV, Helsingör: Jóhann Ingi Gunnarsson er Þor- bergi Aðalsteinssyni landsliðsþjálf- ara til aðstoðar á Bikuben-mótinu, eins og hann veröur síðan á HM. Jóhann Ingi ræddi við íslensku leik- mennina fyrir Svíaleikinn í gær, eftir að Þorbergur hafði lagt línurnar. Geir Sveinsson, fyrirliði íslands, lýsti yfir ánægju með þetta fyrir- komulag: „Hann sér þetta kannski frá öðru horni en þjálfararnir og við, því við erum kannski orðnir nokkuö nánir. Hann bendir okkur á punkta sem hann sér utan frá sem betur mættu fara. Það er kannski ekki komin mikil reynsla á þetta en mér líst mjög vel á það sem hann er að gera, og það hefur verið mjög já- kvætt," sagði Geir Sveinsson. Svíþjóð - Island (12-7) 25-19 2-0,2-3,7-4,8-6,12-6,(12-7)12-6,15-8,15-11,16-13,18-14,21-17,21-19,25-19. Mörk Svíþjóðar: Staffan Olsson 4, Per Carlén 4, Magnus Andersson 4, Johan Pettersson 4, Pierre Thorsson 3, Ola Lindgren 3, Magnus Wislander 1, Erik Hajas 1, Robert Hedin 1. Varin skot: Peter Gentzel 15/2. Mörk íslands: Ólafur Stefánsson 5/2, Valdimar Grímsson 4, Geir Sveinsson 3, Patrekur Jóhannesson 2, Júlíus Jónasson 2, Konráð Olavsson 2, Dagur Sigurðsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 9. Brottvísanir: Svíþjóð 12 mín., ísland 10 mín. Dómarar: Finn Österballe og Charles R. Pedersen, Danmörku. Afar slakir en það bitnaði svipað á báðum. Áhorfendur: Um 700. Maður leiksins: Peter Gentzel, Svíþjóð. Sagt eftir leiMnn: Fym hálf leikurinn var algjör hörmung Viöir SJgurðsson, DV, Helsingör: „ Við hefðum getað verið sáttir við að vinna seinni hálfleikinn og það var óþarfi að tapa honum með eins marks mun. Fyrri hálfleikurinn var algjör.hörmung, sóknarnýting- in hreinn skandali pg það verður að segjast eins og er að Svíar voru langt frá því að vera að spila ein- hvem gæðaharidboltá. Þaö er íangt síðan ég hef séð þá svona slaka og; það var sorglegt að nýta þaö ekki," sagöi Geir Sveinsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins, við ÐV eftir ósigurínn í gær. Þorbergur Aðalsteinsson „Við komumst aldrei inn í leíkinn í fýrri hálfleik, sóknarlega, en í seinni hálfleík var boltinn farinn að ganga betur. Fyrir leikinn lögð- um víð fyrst og fremst upp með að sýna þohnmæði en án hennar nálg- umst við éktó svona rið. Hún brást, en um leið og við förum að læra á hana kemur þetta. Vj$ ætlum okk- ur að vera í riópi liða á borð við Svía, ektó með öörum," sagði Þor- bergur Aðalsteinsson landsliös* þjálfari. „Svíarnir höfðu lika heppnina með sér í lokin. Þeir ferigu frákast þegar þeir skoruðu 22. markið og eftir það héldum við ekki haus." - Af hverju skíptir þú ektó um markvörð í seinni rialfleik þegar : Sigmar fann sig ekki? „Það er Jjóst að í syona leik þurf- um við að hafa 15 varin skot en við vorum alltaf að vinna upp muninn og maður er ragur við að skipta ummarkvörð ámeöan. Markvarsl- an hjá Gentzel réð úrslitum. Hann er besti markvörður Svía í dag, að Svensson undanskildum. Það sem er jákvætt í þessu er að núna vorum við að skapa færin, fengum mitóð af þeira, ög þá er ein þraut eftir, að nýta þau," sagöi Þor- bergur. PerCarlén „Ég er ekki ánægður með leikinn, við þurfum að spila hraðar og bæta við okkur 25-30 prósentum fyrir heimsmeistarakeppnina á íslandi en ég er viss um að vxð getum það. Annars er þetta lítill undirbitoing- ur hjá okkur fyrir þessa keppni, það hefur ekki verið tlmi fyrir hann en við förum riéðan til Frakklands og sþilum við heimamenn og Sþán- verja og eitt lið enn, og það yerður að duga," sagði Per Carlén, línu- maðurinn öflugi. Carlén er orðinn 34 ára og nálg- ast 3001andsleifci og 1000 mórk fyr- ir Svíþjóð. Hann hefur áft við mexðsl í hásin að stríða í vetur og toætta var talin;á að hann myndi missa af HM á íslandi. „Ég byrjaöi aö æfa aftur fyrir fjórum vikura og held að ég sé bu- inn að ná méralveg, vona það alla- yega, og ætti að geta verið með á fsíaridi, Maður getur þó aldrei ver- iö viss," sagði Per Carlén. HM 12 dagar til stefnu Austwríkismenn koma Siðasta verkefrii íslenska landsliðsins fyrir HM eru tveir landsleikir gegn Austurríkis- mönnum. Sá fyrri fer frara í Kaplakrika á fóstudagskvöldlð og sá síðari í Laugardalshöll klukk- an 16 á laugardaginn. SáfyrstiiHöElinni Þetta verður fyrsti leikurinn í Höllinni eftir endurbætur og verður fróðlegt að sjá hvernig strákunum okkar kemur til með að ganga á nýja gólfinu. Fríttáleíkinn Mókollur, sem er lukkudýr keppninnar, hefur ákveðið að bjóða frítt á leikinn og leggur framkvæmdanefnd HM og HSÍ mikla áherslu aö góð mæting verði á leikinn því þetta er gott tætófæri til að máta Höllina. Guömundur E. Stephensen og Eva Jósteinsdi í borðtennis. Boröte] Guðmund Guðmundur E. Stephensen, Vítóngi, ís- landsmeistari í borðtennis, sannaði enn einu sinni að hann er besti borðtennisleik- ari landsins. Guðmundur sigraði á tveim- ur mótum um helgina. Það fyrra var topp 12 mótið þar sem tólf bestu borðtennisspil- arar landsins kepptu. Til úrslita léku Guö- mundur og Kjartan Briem, KR, og sigraði Guðmundur, 21-16 og 26-24. í þriðja sæti varð Ingólfur Ingólfsson, Vítóngi. í stóra borðtennismóti Víkings léku Guðmundur og Kjartan öðru sinni til úrslita og aftur hafði Guðmundur betur og sigraði í tveim- f i • >c / • Bikuben-mótið 1 Sóknarleiki - og Svíar, sem léku sinn slakasta leik gegn ís Víðir Sigurðsson, DV, Helsingör: Gegn Svíum er engan veginn nóg að spila vel í 20 mínútur. Svíar léku senni- lega slakasta leik sinn gegn íslending- um í mörg ár þegar þjóðirnar hófu Bikuben-mótið í gær en samt unnu þeir tiltölulega öruggan sigur, 25-19. Sá sig- ur var hins vegar óþarflega stór því ís- lenska liðið var búið að minnka muninn í 21-19, en Svíar röðuðu inn mörkum í lokin. Það var seinni hluti fyrri hálfleiks sem gerði útslagið. ísland var yfir, 4-3, eftir afspyrnuslakan stundarfiórðung af beggja hálfu, en Svíar breyttu stöð- unni í l2-€ og voru komnir í 15-8 í seinni hálfleiknum. Þá tók íslenska liöið við sér, kom vel út á móti Svíunum í vörn- inni og vann boltann þannig hvað eftir annað. Munurinn fór niður í tvö mörk þegar 4 mínútur voru eftir og allt virt- ist geta gerst, en Svíar fengu 22. markið ódýrt og það réð úrslitum. í fyrri hálfleik var"það sóknarleikur- inn sem brást algerlega hjá íslenska liö- inu og nýtingin þá var aöeins 25 pró- sent. Ekki eitt einasta mark var skorað með langskoti og það var varla að slík skot kæmust í gegnum sænsku vörn- ina. Einnig var léleg nýting á opnum færum, sérstaklega úr hornunum. Geir Sveinsson var besti maður íslenska liðsins ásamt Olafi Stefánssyni gegn Svíum í höggi við sænsku landsliðsmennina Ola Lindgren, Robert Hedin og Magnus Wis 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.