Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 Fréttir Ný lög um þingfararkaup afgreidd í gærkvöldi: Gætu aukið tekjur þingmanna mikið - þingforsetifærráöherralaun,bílogbílstjóra Lög um breytingar á þingfarar- kaupi og þingfararkostnaöi voru af- greidd með forgangshraöi á Alþingi í gær. Þaö tók ekki nema 4 klukku- stundir frá því Geir H. Haarde, for- maður þingflokks Sjálfstæöisflokks- ins, mælti fyrir frumvarpinu þar til það var búiö aö fara í gegnum 3 umræður og orðið aö lögum. Frum- varpið var flutt af formönnum allra þingflokka nema Þjóövaka sem tók ekki þátt í flutningi þess og sat hjá viö afgreiðsluna. Hér er ekki um hinn beina launalið að ræða. Kjara- dómur ákveður hann. Það sem vekur mesta athygli í lög- unum er þrennt. í fyrsta lagi er það 9. grein laganna, þar sem segir að Alþingi leggi þingmanni til skrif- stofuaðstöðu, nauðsynlegan búnað og greiöi kostnað af því. Endurgreiða skal þingmanni símakostnað. En síð- an kemur málsgreinin sem er um- deild og vakti upp umræður á þing- inu í gær. Kvennalistakonur bentu á að þarna væri falin hætta á að hægt væri að misnota þetta til þess að hækka tekjur þingmanna svo lítið bæri á. Þessi málsgrein hljóðar svona. „Endurgreiða skal þingmanni ann- an starfskostnað samkvæmt reglum sem forsætisnefnd setur. Heimilt er að greiða starfskostnað samkvæmt í þinglokin i gærkvöldi: Guðni Ágústsson, alþingismaður, þakkar forseta þingsins, Óiafi G. Einarssyni, samstarfið á sumarþinginu. DV-mynd GVA þessari málsgrein sem fasta fjárhæö í stað endurgreiðslu samkvæmt reikningum." Þetta heitir almennur starfskostn- aður og er fyrir utan feröakostnað, húsnæðis- og dvalarkostnað. Samkvæmt þessum nýju lögum er nú forseti Alþingis kominn meö sömu laun og starfskjör og ráðherr- ar. Fyrir utan launahækkunina fær hann nú bifreiö og bifreiðarstjóra eins og ráöherrar. Varaforsetar fá 15 prósent álag á þingfararkaupið. Þá fær ráöherra, sem ekki er þingmað- ur, þingfararkaup. Þá er sú nýjung í lögunum að þing- menn fá nú fæðingarorlof þann tíma sem lög og kjarasamningar segja tii um. Tekur þá varamaður sæti á með- an en þingmaðurinn skal í engu missa af launum né föstum greiösl- um samkvæmt þingfararkaupslög- unum meðan á fæðingarorlofi stend- ur. Nýju lögin lagfæra ýmislegt sem var orðiö úrelt enda ein 30 ár síðan lögin um þingfararkaup voru sett. Meðal þess sem hverfur nú er það vafasama ákvæði að skylda þing- menn til að vera með lögheimili í kjördæminu til þess að njóta greiðslna sem þingmenn utan af landi hafa. Þá eru fæðispeningar þingmanna utan af landi afnumdir. Stuttar fréttir Chiracskrifar Davíð Davíð Oddssyni forsætisráð- herra hefur borist bréf frá Jacqu- es Chirac Frakklandsforseta þar sem skýrt er frá fyrirhuguðum kjamorkutilraunum Frakka. Við móttöku bréfsins lýsti Davíð yfir áhyggjum sínum vegna málsins. Prestarræðaófrið Ófriðurinn í kristilegu starfi verður ræddur á prestastefnu eft- ir helgi. Tíminn hefur eftir Ólafi Skúlasyni biskup aö kirkjan gjaldi fyrir innri væringar. Forseti í heimsókn Forseti Finnlands, Martti Ahtisaari, hefur þegið boð forseta íslands um að koma i opinbera heimsókn til íslands í haust. Hörður verðlaunaður Hörður Torfason trúbador fær í dag verðlaun frá menningar- samtökum samkynhneigðra á Norðurlöndum. Hörður fær verð- launin fyrir að hafa veriö óþreyt- andi í baráttu homma-og lesbía fyrir mannréttindum á íslandi. Háskólahátið 17. júní Brautskráning kandídata frá Háskóla íslands fer fram á morg- un, 17. júní. Athöfnin fer í fyrsta sinn fram í Laugardalshöllinni og hefst kl. 13. Alls verða 450 kandídatar brautskráðir og auk þess Ijúka 60 viðbótamámi. Vending í Reykholtsmáli Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra íhugar að færa Reyk- holtsskóla undir Fjölbrautaskóla Vesturlands og skilgreina skóla- starfið sem tilraun til tveggja ára. Ef af verður mun Ólafur Þ. Þórö- arson hætta sem skólastjóri. -kaa Vilhelmína Ragnarsdóttir sem þurfti að sofa í bíl sínum: Margir hringja til að bjóða hjálp - en hún er enn húsnæðislaus „Eg er voðalega þakklát fyrir það hversu margir hafa hringt til að bjóða fram hjálp sína. Það hringdi í mig kona frá Akureyri sem bauð mér að koma til sín og Guðrún Guðjoh- nsen hjá Hundaræktarfélaginu er búin að setja allt af stað hjá sér. Starfsmannastjórinn minn hefur sýnt góðan skilning á þessu. Ég er búin aö vera mikið frá vinnu vegna veikinda og svo bætist þetta ofan á,“ segir Vilhelmína Ragnarsdóttir krabbameinssjúklingur sem hefur ásamt syni sínum og varðhundi sofið á gólfi bíls síns í Heiðmörk undan- farna viku vegna húsnæðisleysis. Frásögn DV af húsnæðisleysi Vil- helmínu Ragnarsdóttur á miðviku- dag vakti mikinn áhuga og höfðu fjöl- margir samband til að bjóða fram hjálp sína. Starfsmannastjóri Vil- helmínu hjá hinu opinbera hafði samband við Láru Bjömsdóttur, fé- lagsmálastjóra hjá borginni, til að athuga hvort hægt væri að hjálpa Vilhelmínu. Félagsmálastofnun hef- ur boðið Vilhelmínu að fara á hótel og setja hundinn á hundahótel en hún segist ekki geta hugsað sér aö skilja við hann. Lífið snúist um son sinn og hundinn. „Ég vil fá húsnæði um óákveöinn tíma en ekki flakka úr herbergi í herbergi. Ég er búin að gera þaö síð- astliðið ár og get ekki lagt þaö á okk- ur aö fara úr einum stað í annan. Félagsmálastofnun hefur bara íbúðir í blokkum og þar get ég ekki haft hundinn. Ég er búin aö fá tilboð um íbúð í Seljahverfi en það er of dýrt. Ég ræð ekki við það fjárhagslega,“ segir Vilhelmína. DV hefur rætt við Sigurö R. Blomst- erberg, fyrrverandi sambýlismann Vilhelmínu, í tvígang og óskað eftir viðtali við hann til að hans sjónarmið- um verði komið á framfæri. Sigurður hefuralfariðhafnaöviðtali. -GHS Eldur í íbúðarhúsi: Miklar skemmdir Miklar skemmdir urðu af völdum elds, vatns og reyks á rishæð húss viö Njálsgötu síödegis í gær. Eldur kom upp í fataherbergi hússins sem er forskalað timburhús, hæð og ris. Neðri hæð hússins slapp að mestu. óskemmd. Grunur leikur á að eldurinn hafi kvikrtað út frá rafmagni en skemmd- ir voru mestar við perustæði í fata- herberginu. Slökkvistarf gekk mjög vel og var húsið mannlaust þegar eldurinnkomupp. -pp Alþmgi: Tveir kjörnir í bankaráð Landsbanka í gær var kosið á Alþingi í margar stjórnir og ráð á vegum ríkisins. í bankaráö Landsbank- ans voru kjörnir þeir Helgi S. Guðmundsson, starfsmaður VÍS og Jóhann Ársælsson, fyrrum alþingismaður. Þeir koma í stað Steingríms Hermannssonar Seðlabankastjóra og Lúðvíks heitins Jósepssonar. Varamenn voru kiörin Haukur Halldórsson bændaforingi og Sigríður Stef- ánsdóttir frá Akureyri. í stjórn Landsvirkjunar voru kjörnir Árni Grétar Fínnsson hæstaréttarlögmaður, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi alþingismaður, og þingmennirnir Sturla Böðvarsson og Svavar Gestsson. í Þingvallanefnd voru kjörnir Björn Bjamason menntamála- ráöherra, Gísli Ágústsson og Öss- ur Skarphéðinsson alþingismaö- ur. í stjóm Byggðastofnunar vom kjömir Egill Jónsson alþingis- maður, Stefán Guðmundsson al- þingismaður, Einar K. Guðfinns- son alþingismaður, Guðjón Guð- mundsson alþingismaður, Krist- inn H. Gunnarsson alþingismað- ur og Sigbjöm Gunnarsson, fyrr- verandi alþingismaður. Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður var kjörinn í flug- ráð í stað Sigbjöms Gunnarsson- ar. Landsbankinn: 17 milljón krónakröfu Hæstiréttur sýknaði í gær Landsbanka íslands (LÍ) af rúm- lega 17 milljóna króna kröfu Tryggingar hf. Krafan var til komin annars vegar vegna ásak- ana á hendur LÍ um vanefndir á samningum um skil og skiptingu á söluandvirði eldisfisks í eigu Hafeldis og hins vegar fyrir þá sök að óseldur eldisfiskur hefði tapast óvátryggöur eftir að hann komst í vörslu LÍ. Fiskurinn, sem verið haíði í kvíum í Straumsvík- urhöfn, glataðist í ofviðri. Taldi rétturinn LÍ ekki hafa skuldbundið sig til annars gagn- vart Tryggingu en að hafa milli- göngu um greiöslur til hans. Ekk- ert hafi komiö fram að greiðslur hafi borist LÍ. Kröfumar vom upphaflega reistar á skuidabréfi, með veði í laxinum, sem útgefið var af fisk- eldisstöðinni til handa skipafé- lagi en sami forsvarsmaöur var aö báðum félögum. í Ijósi þess að skipfélagi er ekki heimilt að taka hluti vörsluveði var veðsetning dæmd ólögmæt. -pp Lágheiðin opnuð? „Það er mikill þrýstingur á okk- ur að opna Lágheiðina og maður frá okkur er þar uppi núna til að kanna aðstæður. Eg held að það sé fullmikill snjór þarna núna og er hræddur við hallann upp á heiöina. Ef þar er mikill snjór og þiöna fer ofan í göngin er hætt við að vegurinn geíi rofnað. Við reynum auðvitað að sleppa sem ódýrast frá þessu,“ sagði talsmaö- ur Vegagerðarinnar á Sauðár- króki viö DV. Hann sagði aö heiðin hefði opn- astlO.júníífyrra. *sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.