Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 Neytendur Helsjta^hiutverk vítamína B-12 Kóbalamín Taugakerfi, rauðu blóðkornin Helsta hlutverk: nauðsynleg við myndun rauðra blóðkorna og starfsemi taugakerfis. Uppspretta: mjólk, ostur, kjöt, fiskur og egg. [PV formi aftur í rödd þess sem talaði. Þannig geta menn talað saman rétt eins og í gegnum síma. Hvað þarftil? Til þess að hægt sé að nota þessa tækni þarf að eiga tölvu og vera með tengingu við Internetið í gegnum ,,móthald“(modem), lítið tæki sem fæst í öllum tölvuverslunum og kost- ar undir 20 þúsund kr. Samband við netið fæst svo í gegnum sérhæfð fyr- irtæki sem sjá um það, til dæmis ís- lenska menntanetið. Til þess að geta notað netið eins og síma þarf ekki mikinn viðbótarbún- aö. Nauösynlegt er að í tölvunni sé hljóðkort, en það er í nánast öllum tölvum sem nú eru á markaðnum. Hljóðnema og heyrnartólum er stungiö í samband við tölvuna og þar með er búnaðurinn kominn. Inn á Internetinu er forritið sem flytur röddina á milli. Það heitir Internet- phone og heimasíða þess er http: //www.vocaltec.com/. Síbería-netkaffi „Okkar markmið er fyrst og fremst að kynna þessa nýju möguleika fyrir fólki. Menn eru nú þegar komnir út á þessa upplýsingahraðbraut og ef við ætlum ekki að láta keyra okkur niður verðum við að taka þátt og læra,“ segir Einar Örn Benediktsson, einn af aðstandendum Síberíu en sá staður býður fólki að koma og fá sér kaffibolla, prófa sig áfram á Internet- inu og fá ókeypis leiðsögn. Klukku- tími í tölvunum á Síberíu kostar 500 kr., hvort sem menn nota hann til þess að „hringja" til Ástralíu eða lesa sér til íróðleiks á netinu. Kaffihús eins og Síbería spretta nú upp víða um heim og séu menn ekki tengdir netinu heima hjá sér geta menn mælt sér mót á netinu og talað svo saman á milli kaffihúsa. Intemetið: Símtal til Ástralíu fyrir 8,3 krónur mínútan Það má með sanni segja að Internet- ið haíi haldið innreið sína á tölvu- markað heimsins á síðustu misser- um. Þessi samtenging tölva, sem ger- ir fólki kleift að miðla upplýsingum, skiptast á skoðunum eða kynnast öðru fólki heimshlutanna á milli, er oröin órjúfanlegur hluti af daglegu lífi fjölda fólks. Símtöl á Internetinu Stööugt fleiri möguleikar bjóðast þeim sem nota Internetið. í nokkurn tíma hafa notendur netsins getað skrifast á við kunningja sína, hér- lendis sem erlendis, á þann hátt að einstakar setningar eða orð eru send á milli tölva jafnóðum og þau eru skrifuð. Á þennan hátt hefur fólk getað „talað sarnan" nánast eins og í síma, nema hvað ekkert hljóð heyr- ist. Þetta er að sjálfsögðu háð því að báðir aðilar séu tengdir Internetinu og sitji við tölvuna á sama tíma. Kost- urinn við þetta umfram hefðbundinn síma er fyrst og fremst sá að öll sam- skipti í þessu formi kosta það sama og innanbæjarsímtal, hvort sem „viðmælandinn" er í Súdan eða Grímsnesinu. Með nýjustu tækni á netinu hefur sá möguleiki hins vegar opnast að menn þurfa ekki lengur að skrifa það sem þeir vilja koma á framfæri held- ur geta einfaldlega talað, rétt eins og í síma. Tölvan breytir þá röddinni í form sem hún ræður við að senda í aðra tölvu og sú tölva breytir því Guðlaugur Ottarsson, einn af aðstandendum Síberíu-netkaffis, „hringir" í gegnum Internetið. La Baguette f lytur sig umset Verslunin „La Baguette" er flutt í Skeifuna 7 en hún var áður til húsa á Laugaveginum. Versl- unin selur margs konar franskan bakarísmat, svo sem „croissants" (smjördeigshorn), „baguette“- brauð og fleira. Á staðnum er lítil kaffistofa þar sem hægt er að setjast niður og renna veitingunum niður með kaffisopa. Olís f agnar árangri Olíuverzlun íslands hf. hefur nú selt bensínið Hreint System 3 síðan í ágúst á síðasta ári. Tals- menn fyrirtækisins fullyrða að á þessum tíma hafl komið mjög góð reynsla á bensínið og að við- skiptavinirnir hafi lækkaö bens- ínkostnað sinn með notkun þessa bensíns. „03“ ókeyp- is úr tíkalla- símum Innan fárra vikna verður sú nýbreytni tekin upp hjá Pósti og síma að símtöl í upplýsingaþjón- ustuna, 03, verða gjaldfrjáls ef hringt er úr símasjálfsala. Eins og bent hefur verið á hér á síð- unni kosta símtöl í 03 kr. 28,25 á mínútuna og auk þess er almennt dýrara að hringja úr sjálfsala. Það er því mikið fagnaöarefni að Póstur og sími skuli veita notend- um þessa þjónustu. Að sögn Guð- bjargar Gunnarsdóttur, hjá ifþp- lýsingadeild Pósts og síma, er aðeins eftir að ganga frá tækni- legum atriðum áður en þessi þjónusta kemst í gagnið. Aukin út- breiðsla GSM Stöðugt stækka þau svæði þar sem hægt er að nota GSM-far- síma. í vor hefur verið unnið að því að koma sumarbústaðasvæð- um inn í GSM-kerfið og mun sú þróun halda áfram. Þaö er hins vegar fagnaðarefni fyrir GSM- farsímaeigendur sem þurfa mikið að ferðast að þrjú Evrópulönd hafa nú bæst við þau sem hafa virkt GSM-símakerfi. Þau eru Belgía, Lúxemborg og írland. myndbandstœki VCA - 239 Frábært tæki á frábæru verði. Raðgrelðslur til all't að 24 rnanaða LEMfl TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.