Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Síða 9
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995
9
i>v Stuttar fréttir
Útlönd
KapphlaupíBosníu
Sameinuðu þjóðirnar voru í
kapphlaupi við að afstýra árásum
sljórnarhers Bosniu sem gætu
haft gífurlegt mannfall í för meö
sér og gerí friðargæsluhlutverk
SÞ í landinu að engu.
Bíladeila ihnút
Deila Bandaríkjamanna og Jap-
ana um bílaviðskipti er enn í
hnút þrátt fyrir viðræður aðil-
anna á fundi leiötoga sjö stærstu
iðnríkja heims í Kanada.
Aðförkæfð
Uppreisnar-
tilraun gegn
Saddam Huss-
ein íraksfor-
seta hefur ver-
ið kæfö, Útlæg-
ir andstæðing-
ar Saddams
segja borgara
nærri Bagdad hafa tekið þátt í
tilrauninni.
Óánægja með einkarétt
Grænlensk stjórnvöld vilja taka
upp viðræður við danska sam-
gönguráðherrann um einkarétt
SAS-fiugfélagsins á flugi til
Grænlands. Verkföll öugmanna
SAS hafa lamað allt flug til lands-
ins.
Refsað fyrir hempuna
Biskup í Danmörku hefur kraf-
ist þess að einum prestanna, sem
mótmæltu frjálsum fóstureyðing-
um klæddur hempunni, verði
refsaö samkvæmt lögum um op-
inbera starfsmenn. Hann segir
prest ekki vera fulltrúa allrar
þjóðarinnar í mótmælagöngu og
geti þá ekki klæöst hempunni.
Segirafsér
Yfirmaður
leyniþjónustu
spænska liers-
ins hefur sagt
af sér í kjölfar
hlerunar-
hneykslis þar
sem símtöl::
Öölda hátt-
settra manna, þar á meðal kon-
ungsins, Juans Carlosar, hafa
verið hleruö. Er þetta versta
hneyksli sem Felipe Conzalez for-
sætisráðherra hefur lent í á 12
ára valdatlð.
Meðgúmmíhanska
Hommar í Bandaríkjunum eru
æfir vegna móttöku sem 40 full-
trúar þeirra fengu af öryggis-
vörðum Hvíta hussins þegar þeir
heímsóttu Chnton forseta. Settu
öryggisverðimir upp gúmmí-
hanska við líkamsleit.
Átak gegn dópsölum
í kjölfar
handtöku
kókaínbaróns-
ins Orejuelas
hafa kólumb-
ísk stjórnvöld
sent enn fieiri
lögeglu-ogher-
sveitir til bar-
áttu gegn eiturlyfjahringjunum.
Skautsigíhöfuðið
Breskur heimilisfaðir skaut sig
til bana í örvæntingu yfir að hafa
misst af 300 milljóna króna lottó-
vinningi vegna gleymsku sinnar.
En þegar málið var athugað haföi
gleymskan ekki kostað hann
nema 4.300 krónur.
Línafimmtug
Fyrsta bókin um Línu langsokk
kom út fyrir fimmtíu árum og er
því fagnað í bænum Vimmerby á
Skáni í Svíþjóð, heimabæ höfund-
arins, Astridar Lindgren.
Rcuttr/Hitzau/TT
Tsjetsjenskir vígamenn halda óbreyttum borgurum í gísbngu í Rússlandi:
Það skiptir ekki máli
hvenær við deyjum
segir leiötogi þeirra og hótar að drepa gíslana ef þörf krefur
Sjálfsmorðssveit tsjetsjenskra
vígamanna hélt hundruðum ef ekki
þúsundum óbreyttra borgara í gísl-
ingu á sjúkrahúsi í bænum Búd-
ennovsk í suðurhluta Rússlands í
morgun og hótar að taka þá af lífi
ef ekki verður gengið að kröfum
þeirra.
Vígamennirnir, undir forustu
Sjamíls Basajevs, komu til Búd-
ennovsk á miðvikudag. Þeir drápu
að minnsta kosti fjörutíu manns þeg-
ar þeir hertóku byggingar í borg-
inni. Þeir skutu síðan fimm gísla til
bana í gær til að leggja áherslu á
kröfur sínar áður en þeir héldu fund
með fréttamönnum.
Tsjetsjenarnir krefjast þess að
rússneskar hersveitir verði kallaðar
heim frá Tsjetsjeníu og sögöust
reiðubúnir að láta lífið fyrir málstað-
inn.
„Það skiptir okkur engu máh hve-
nær við deyjum, það sem skiptir
máli er hvernig við deyjum. Við verð-
um að deyja með sæmd,“ sagði
Basajev á fundi með fréttamönnum
þar sem staöa vígamannanna var
skýrð. „Við munum skjóta gíslana
ef þörf krefur."
Itar-Tass fréttastofan skýrði frá því
í morgun að tvær konur hefðu verið
látnar lausar í nótt.
Ekki verður þverfótað í bænum
fyrir sérsveitum rússneska hersins
svo og öðrum hersveitum. Þá hafa
íbúar bæjarins myndaö vopnaðar
sveitir og tekiö sér stöðu á gatnamót-
um til að hafa eftirlit með hverjir
fari þar um.
„Við gripum til vopna tfi að verja
okkur,“ sagði einn varðliðanna.
Leyniskyttur voru komnar á kreik
og Tsjetsjenarnir skutu á alla sem
nálguðust sjúkrahúsið sem þeir
lögðu undir sig á miðvikudag. Samn-
ingaviðræður við þá lágu niðri í nótt.
Basajev virtist afslappaður í felu-
búningnum sínum og með kakíhatt-
inn á höföinu þegar hann ræddi viö
fréftamenn. Hann sagðist hafa fimm
þúsund karla, konur og börn í haldi
á sjúkrahúsinu.
Gíslarnir sátu örvæntingarfullir
inni á deildum og á göngum sjúkra-
hússins á öllum íjórum hæðum þess.
„Gerið það, hjálpið okkur,“ hrópaði
ein kona örvæntingarfull aö blaða-
mönnum sem gengu hjá.
„Við erum ekki bófar, við höfum
neyðst til að vígbúast til að verja land
okkar, fjölskyldur og frelsi," sagði
Basajev.
Reuter
. - .
Alþjófetollgasslustofnunin
segir meginhluta eiturlytja lara um Rúmeniu
og Búlgaríu á leii sinni til Veslur-Evrópu.
NYJAR SMYGLLEIÐIR EITURLYFJAHRINGJA
Eitrið fer nýjar leiðir
Búlgaría, Rúmenía og Ungverja-
land hafa tekið við af löndunum á
Balkanskaga sem helstu miöstöðvar
eiturlyfjasmygls til Vestur-Evrópu.
Ástæðan er stríðsáttökin í Bosníu og
sundurlimun Júgóslavíu en hafnar-
borgir á Ítalíu og Grikklandi eru
mikilvægar miðstöðvar fyrir smygl
til suðurhluta Evrópu.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
Alþjóða tollgæslustofnunin sendi frá
sér í gær.
REUTER
Stríðið í Bosnfu hefur neytt eiturlyfjasmyglara til að finna nýjar
smyglleiðir Inn f Vestur-Evrópu.
Kólumbískir kókalnframleiðendur tengjast glæpasamtökum I
Rússlandi, Búlgaríu og Eystrasaltslöndunum.
Sautján látnlr eftir jarðskjálftann:
Frakkar senda leit-
arsveit til Egion
Frönsk leitarsveit og grískir björg-
unarliðar leituöu í alla nótt í húsa-
rústum að fimm frönskum ferða-
mönnum sem enn er saknað eftir
jarðskjálftann í borginni Egion í
Grikklandi í fyrrinótt. Aö minnsta
kosti sautján manns týndu lífi. Emb-
ættismenn sögðu að átta borgarbúa
væri enn saknað.
„Það er enn of snemmt að segja til
um hvort einhverjir eru á lífi undir
rústunum en ef fórnarlömbin eru
ekki kramin geta þau lifað í allt að
átta daga,“ sagði David Komes, einn
frönsku björgunarmannanna.
Franska sveitin kom með tvo leit-
arhunda með sér og snuðruðu þeir
um rústir Eliki-hótelsins þar sem um
150 ferðamenn dvöldu þegar skjálft-
inn reið yfir. Hótehð hrundi í skjálft-
anum sem mældist 6,1 stig á Richter.
„Við vitum að fimm manns eru
undir rústunum og við lítum svo á
að þau séu öll á lífi. Þannig lítum við
á það þar til annað kemur í ljós,“
sagði John Fred Grouzillard, blaða-
fulltrúi björgunarsveitarinnar.
Georg Taxiarhis, slökkviliðsstjóri í
nágrannabænum Patras, sagðist
ekki geta verið jafn bjartsýnn og
Frakkarnir.
„Það er útilokað að nokkur geti lif-
að undir þessari hrúgu eftir allan
þennan tíma,“ sagði hann.
Grískir björgunarsveitamenn
björguðu fimm Frökkum lifandi úr
rústunum en fimm aðrir, þar á með-
al fimm ára gömul stúlka, fundust
látnir.
Reuter
Öf lug sprenging skók þinghúsið
Öflug sprengja sprakk í geymslu-
herbergi í kólumhíska þinghúsinu
seint í gær og olli þó nokkrum
skemmdum. Gluggar brotnuðu og
veggir sprungu.
Umræður voru í fullum gangi í
þingsalnum og þustu óttaslegnir
þingmenn í allar áttir í leit að skjóh
meðan drunurnar gengu yfir. Engan
sakaði. Enginn hefur lýst ábyrgð á
hendur sér.
Reuter
Leyniskýrslur upplýsa um þátt Serbíuforseta í stríðsrekstri Bosníu-Serba:
Slobodan Milosevic er lykil-
maður í lausn átakanna í Bosníu
Slobodan Milosevic Serbíuforseti
lokaði landmærunum að Bosníu í
fyrra gegn tilslökunum á viðskipta-
banni Sameinuðu þjóðanna og hann
lýsti því jafnframt yfir að Bosníu-
Serbar fengju enga hernaðaraðstoð
frá bræðrum sínum í Serbíu. Annað
hefur komið á daginn.
í leyniskýrslum vestrænna leyni-
þjónusta kemur fram að júgóslav-
neski sambandsherinn, þar sem Ser-
bar hafa tögl og haldir, borgar laun
margra hershöfðingja Bosníu-Serba,
auk þess sem hann sér þeim fyrir
skotfærum, eldsneyti, þjálfun og
varahlutum. Bandaríska leymþjón-
ustan hefur m.a. beitt hlerunum á
íjarskipti Serba allt frá því þeir hófu
stríðsreksturinn í Bosníu fyrir þrem-
ur árum.
Slobodan Milosevic Serbíuforseti
Símamynd Reuter
Fjölmargir bandarískir sérfræö-
ingar halda því til dæmis fram að
júgóslavneski herinn hafi séð Bos-
níu-Serbum fyrir varahlutum og
tæknimönnum til að annast viðhald
á loftvarnakerfinu sem á dögunum
grandaði flugvélinni sem bandaríski
orrustuflugmaöurinn Scott O’Grady
flaug.
Skiptar skoðanir eru um hversu
mikil aðstoð júgóslavneska sam-
bandshersins er við hersveitir Bos-
níu-Serba. Bandarískir sérfræðingar
segja að aðstoðin hafi gert Bosníu-
Serbum kleift að halda uppi stríðs-
rekstri sínum. Jafnvel þeir sem eru
tortryggnir á leyniskýrslurnar við-
urkenna að ekki hafi alfarið verið
klippt á birgðaflutningana.
Ymsir leyniþjónustumenn halda
því fram að þáttur Milosevic Serbíu-
forseta felist fremur í því að hreyfa
ekki andmælum við stuðningi her-
foringja sinna við Bosníu-Serba en
að hann stjórni honum beint.
Vesturlönd reyna -um þessar
mundir að fá Milosevic í lið með sér
til aö binda enda á átökin í Bosníu
með því að viðurkenna landamæri
lýðveldisins gegn því að viðskipta-
banni SÞ verði aflétt. Leyniþjónustu-
skýrslurnar um áframhaldandi þátt
hans í Bosníustríðinu vekja því upp
erfiðar spurningar fyrir leiðtoga
Vesturlanda. „Þessi náungi er lykil-
maður í lausn deilunnar," segir
bandarískur embættismaöur. „Við
verðum að semja við hann, hvort
sem okkur líkar betur eða verr.“