Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Frönsk tímaskekkja Sú ákvörðun Jacques Chiracs, nýkjörins forseta Frakklands, að hefja á næstunni tilraunir með kjarn- orkuvopn á Mururoa eyju í Kyrrahafi, er stórhættuleg tímaskekkja. Hún var tekin einmitt þegar allt stefndi í samkomulag þjóða heims um allsherjarbann við tilraun- um með kjamorkuvopn. Charles de Gaulle, sem ól með sér mikilmennsku- drauma fyrir hönd þjóðar sinnar, hleypti kjamorku- vopnaáætlun Frakka af stokkunum á sínum tíma til að reyna að halda á lofti ímynd Frakklands sem stórveldis. Þessi franski monther de Gaulles hafði aldrei mikið gildi á alþjóðavettvangi, og því síður nú nokkmm árum eftir lok kalda stríðsins. Forveri Chiracs, Mitterrand, tók um það ákvörðun fyrir nokkmm ámm að hætta öllum frek- ari tilraunum með slík vopn. Þeirri samþykkt hefur Chirac nú hnekkt á fyrstu valdadögum sínum. Alþjóðleg barátta gegn tilraunum með gjöreyðingar- vopn af þessu tagi hefur staðið áratugum saman. Arið 1963 náðist verulegur áfangi í þá átt þegar risaveldin sömdu um bann við slíkum tilraunum í andrúmsloftinu og neðansjávar. Fyrir einum mánuði eða svo náðist sam- komulag um það á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að framlengja þennan samning til frambúðar. Samningurinn frá 1963 nær hins vegar ekki til kjam- orkutilrauna neðanjarðar. Fulltrúar nær fjörutíu ríkja, þar á meðal allra kjarnorkuveldanna, hafa rætt um bann við neðanjarðartilraunum á ráðstefnu 1 Genf. Gengið hefur verið út frá því að samkomulag næðist um bann við öllum tilraunum með kjamorkuvopn á næsta ári. Þótt kjamorkusprengingar neðanjarðar hafi ekki ver- ið bannaðar hafa stórveldin í reynd haldið að sér höndum þar til nú - Rússar frá árinu 1990, Bretar og Frakkar frá 1991 og Bandaríkin síðan 1992. Fimmta opinbera kjamorkuþjóðin, Kínverjar, varð hins vegar til að brjóta þetta óopinbera bann fyrir nokkr- um vikum og nú hafa Frakkar siglt í kjölfarið. í báðum tilvikum segjast ráðamenn einungis ætla að gera nokkr- ar tilraunir en síðan hætta alveg.Það minnir á forfallna reykingamenn sem segjast bara ætla að kveikja í einum vindhngi enn áður en þeir hætta - og er jafn ótrúverðugt. Kjarnorkuveldin fimm hafa lagt á það mikla áherslu síðustu misseri að knýja aðrar þjóðir til að halda að sér höndum í kjamorkumálum. Nægir þar að minna á að- gerðir gegn valdsmönnum í írak og Norður-Kóreu. Vitað er að nokkrar þjóðir til viðbótar hafa tæknilega kunn- áttu til að framleiða kjamorkusprengjur. Framferði Kín- verja og nú Frakka hlýtur að draga úr vilja stjómenda þessara ríkja til að sitja auðum höndum. Þá fullyrða sérfræðingar að af hálfu bandaríska vam- armálaráðuneytisins sé vaxandi þrýstingur á Clinton Bandaríkjaforseta að opna fyrir tilraunir með htlar kjamorkusprengjur neðanjarðar í viðræðunum í Genf. Enn sem komið er hefur forsetinn staðið gegn þessum óskum - en hversu lengi? Þetta ferh síðustu daga og vikna sýnir auðvitað að þrátt fyrir gjörbreyttar aðstæður í heimsmálum eftir fah kommúnismans og jámtjaldsins em vopnasmiðir stór- þjóðanna enn á fuhri ferð við að fullkomna kjamorku- vopn sín. Enda hafa fjárveitingar til þeirra lítið minnkað. Ákvörðun Frakklandsforseta hefur verið fordæmd víða um heim. Það er orðið deginum ljósara að kjamorku- sprengingamar á Mumroa munu ahs ekki efla stöðu fYakka á alþjóðavettvangi, eins og th stóð. Þvert á móti. Elías Snæland Jónsson Enn á ný er bandarískt þjóöfélag undirlagt af kosningabaráttu, nú fyrir forsetakosningar næsta ár. Af þessu mótast öll pólitísk um- ræöa. Enginn pólitíkus þorir að ganga í berhögg við yfirlýst al- menningsálit í einu eöa neinu. í þessu er stjórnviska Clintons fyrst og fremst fólgin. Hann hefur snúist marga hringi um sjálfan sig í flest- öllum málum, allt eftir því hvaðan vindurinn blæs. Enginn les betur en Clinton úr skoðanakönnunum. Hann hefur ekki tekið af skarið í neinu máli, heldur oftast annað hvort geflst upp eða fallist á málamiðlun gegn sjálfum sér. Af þessu leiðir að hann hefur móðgað tiltölulega fáa, sem er einmitt tilgangurinn með öllu saman, því að vitaskuld er það hans fyrsta forgangsmál að ná endur- kjöri næsta ár. Nú má fullyrða að fyrra kjörtíma- bili Clintons sé lokið, allt sem hann segir og gerir framvgis hlýtur að skoðast sem innlegg í kosningabar- áttuna, sem hefst venjulega ekki fyrr en í janúar á kosningaári. „Eins og nú horfir lítur út fyrir að Dole verði frambjóðandinn og Clinton vinni,“ segir Gunnar m.a. í greininni. Robert Dole og Bill Clinton forseti. Offramboð af kandídötum Það er óhætt að afskrifa með öllu þátttöku Bandaríkjanna í Balkan- stríðunum og einskis frumkvæðis er að vænta í utanríkismálum, enda er umheimurinn það síðasta sem bandarískur almenningur læt- ur sig nokkru varða eftir hrun kommúnismans. Helst er að bóli á óvild í garð Japana sem Clinton hefur komiö til móts við með því að hóta japönskum lúxusbílafram- leiðendum ofurtollum. Kandídatar Kapphlaupið meðal repúblíkana um að komast í framboð er löngu haflð og kennir þar margra grasa. Þegar eru komnir fram fimm fram- bjóðendur: Bob Dole, Phil Gramm, Pete Wilson, Pat Buchanan og Lamar Alexander, en fleiri bíða átekta, þeirra á meðal Ross Perot og Jesse Jackson. Clinton er öruggur með framboð síns flokks en flestir eru á því aö Dole verði mótframbjóðandi hans. En ekki eru allir ánægðir með þetta. Dole hefur tvisvar áöur sóst eftir útnefningu en sökkti sjálfum sér í bæði skiptin. Hann er mein- yrtur og hvass í tilsvörum sem kemur að góðu haldi í starfi leið- toga meirihlutans í öldungadeild- inni en þessi sama hvatvísi kom honum í koll 1976 og 1980 og gætir hennar enn. Hann er líka oröinn 71 árs en mörgum finnst að flokk- urinn skuldi honum útnefningu að þessu sinni. Phil Gramm, öldungadeildar- maður frá Texas, þykir heldur óaðlaðandi persóna og enda þótt hann hafi meiri peninga en nokkur annar og hafi fyrstur allra farið af stað hefur honum tiltölulega lítið orðið ágengt. Pete Wilson er ríkisstjóri Kalifor- níu og sú er eina ástæðan fyrir því KjaUariim Gunnar Eyþórsson blaðamaður að hann kemur til greina. Ljóst Newt og Powell En sá maður sem nú er trúlega þykir að kjörmannaatkvæði Kali- forníu ráði úrslitum í næstu kosn- ingum og Wilson á þau vís. Lamar Alexander er auðkýfingur sem hefur fátt annað fram að færa en eigin metnað. Pat Buchanan er óraleið til hægri, einangrunarsinni og fulltrúi þeirra sem hafa bók- stafsskilning á biblíunni að leiðar- ljósi. Sá hópur hefur furðumikil áhrif, eins og sást í síðustu þing- kosningum. valdamestur stjórnmálamanna vestanhafs og sem margir repú- blíkana vildu fá í framboð, mun lík- lega ekki gefa kost á sér. Hann er Newt Gingerich, forseti fulltrúa- deildarinnar og leiðtogi repúblík- ana, höfundur stefnuskrár flokks- ins, sem hann hefur komið að mestu í gegnum þingið, og aðalsig- urvegari þingkosninganna síðasta haust. Gingrich er væntanlegur frambjóðandi en tæpast í þetta sinn, hann mun vilja festa sig í sessi fyrst. Samt er aldrei að vita og víst er að ef Gingerich færi fram yrði mikið neistaflug. Annar frambjóðandi, sem repú- blíkanar vilja fá, er Colin Powell, fyrrum æðsti hershöfðingi banda- ríska herráðsins á tímum Persa- flóastríðsins. Hann er blökkumað- ur og nýtur mikillar virðingar en sá er gallinn á að hann er ekki repbúlíkani né heldur flokksbund- inn demókrati. Repúblíkanar gæla samt við að fá hann að minnsta kosti í varaforsetaframboð. Færi svo mætti Clinton fara að vara sig. Eins og nú horfir lítur út fyrir að Dole verði frambjóðandinn og Clinton vinni. En enn er hálft ann- að ár til stefnu og allt á eftir að breytast. Það sem ekki breytist er sú staðreynd að kosningabaráttan er hafm og þar með er Clinton að vissu leyti sviptur sjálfræði. Gunnar Eyþórsson „Það er óhætt að afskrifa með öllu þátt- töku Bandaríkjanna 1 Balkanstríðun- um og einskis frumkvæðis er að vænta í utanríkismálum.“ Skoðanir annarra Tvítóna tónninn kratíski „GATT-frumvarp ríkisstjórnarinnar er nú komið í gegnum þingið, við litla hrifningu stjórnarandstöð- unnar... Óneitanlega er það þó gagnrýni kratanna sem hljómar líkast söng Garðars (Hólm). Þeir hafa hæst og nota svæsnustu orðin, tala um svik við neyt- endur og samsæri framsóknarmanna til að útiloka innflutning og tryggja einokun landbúnaðar þvert á yfirlýst markmið samningsins... Hinmkratíski tónn er því hvorki einn né hreinn. Hann er tvítóna og hljómar ekki þegar báðir eru slegnir í einu.“ Garri í Tímanum 15. júní. Þeir leysi deiluna sjálfir „Neyðarástand er að skapast víða um land í at- vinnumálum, þar sem fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki hráefni til vinnslu og flskvinnslufólk er af þeim sökum verkefnalítið eða verkefnalaust... Endurtek- in verkföll sjómanna ár eftir ár vegna deilu um verð- myndun á sjávarfangi undirstrika nauðsyn þess að leysa þetta vandamál til einhverrar frambúð- ar... Að þessu sinni á ekki að leysa kjaradeiluna fyrir deiluaðila, heldur ætlast til að þeir geri það sjálfir." Ur forystugrein Mbl. 14. júní. Banndagar - róðrardagar „Röksemdirnar gegn banndögum Þorsteins Páls- sonar eru augljósar. Trillusjómönnum er þannig bannað að sækja sjó frá 21. nóvember til 12. febrúar. Þar með er fjöldi fiölskyldna sviptur lífsbjörg sinni .. Nú vill svo til, að í sjávarútvegsnefnd Al- þingis var meirihluti nefndarmanna hlynntur því að komið yrði til móts við trillukarla, og tekið upp róðrardagakerfi. Það var hins vegar að kröfu Þor- steins Pálssonar sem stjórnarliðar í nefndinni lögðu blessun sína yfir banndagana." Úr forystugrein Tímans 15. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.