Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Page 15
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 15 Auðlindaskattur „Ein veigamestu rökin fyrir auðlinda- skatti á fiskveiðar eru þó þau, að hann er miklu hagkvæmari sem tekjulind fyrir ríkis- og sveitarsjóði heldur en skattar á vinnuafl og framleiðslutæki.“ „Bábilja er að halda þvi fram að auðlindaskattur á sjávarútveg sé skatt- ur á hinar dreifðu byggðir landsins ...segir Kristjón m.a. í greininni. í kjallaragrein í DV fyrir nokkru varpaði Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, fyrrverandi þingkona, fram þeirri spurningu hvers vegna frek- ar skyldi lagður auðlindaskattur á sjávarútveg en orku í iðrum jarðar. Því er til að svara að auðlindir sjáv- ar hafa á ýmsan hátt sérstööu sem veldur því að rík tilhneiging er til að sóa þeim mögulega arði sem þær geta gefið af sér með skynsamlegri nýtingu þar eð þær eru sameigin- legar, takmarkaðar, og endumýj- anlegar. Sama verður reyndar að nokkru leyti sagt um jarðvarma sem gefur til kynna að full ástæða sé að beita verðlagningu til að takmarka notk- un hans ef hætta er á að jarðhita- svæði þorni vegna ofnýtingar. Hagkvæmari sem tekjuöflun Ein veigamestu rökin fyrir auö- lindaskatti á fiskveiðar eru þó þau að hann er miklu hagkvæmari sem tekjuöflun fyrir ríkis- og sveitar- sjóði heldur en skattar á vinnuafl og framleiðslutæki þar eð hann veldur ekki sama óhagræði við notkun framleiðsluþátta og þeir skattar. Alkunn eru letjandi áhrif hárra tekjuskatta á framboð vinnu- afls. Hrein bábilja er því að halda fram, eins og oft hefir sést í ræöi og riti, að auðhndaskattur á sjávar- útveg sé skattur á hinar dreifðu byggðir landsins og á greinina sem hún þurfi að velta af sér á einhvern hátt vegna bágrar stöðu og erlendr- ar samkeppni. Átakanlegt er þegar fluggáfaðir ungir menn viður- kenna þessar staðreyndir í einka- Kjállarim viðskiptafræðingur samtölum en halda síðan öðru fram opinberlega. Dæmi um aðra skatta Gjöld hafa almennt þau áhrif aö draga úr sókn í ákveðin gæði. Þannig þykir full ástaða til að leggja sérstakt skilagjald á einnota umbúðir og gjöld á áfengi og tóbak. Ekki einvörðungu til að minnka kostnað við sorphirðu í fyrsta dæminu og afla fjár fyrir ríkissjóð í hinum síðari heldur einnig til aö takmarka neyslu vímuefna. Virðisaukaskattur á íslensku lestrarefni hefir haft svipuð áhrif á eftirspurn eftir íslenskum bókum og blöðum enda talinn orka tví- mælis út frá menningarsjónarmið- um. Á hinn bóginn eru engin haldbær rök sem mæla með því að lagt sé sérstakt veggjald á göng undir Botns- og Breiðadalsheiðar því úr því að göngin eru komin og anna fyllilegra þeirri umferð sem vænta má um þau um ókomin ár og vart nokkur kostnaðar samfara hveij- um vegfaranda ber að hvetja sem flesta til að nota þau í stað þess að klöngrast yfir fyrrnefnda íjallvegi. Afköst og afrakstur Fyrir áratugum var ljóst að sókn í helstu nytjastofna okkar var margfóld kjörsókn. Ná hefði mátt sama afla með mun afkastaminni skipakosti. Á því stigi málsins hefði verið rétt aö beita markaðslausn- um við aðlögun afkastagetu flota aö afrakstursgetu fiskistofna. Þar sem íslendingar eru yfirburöa- menna á flestum sviðum sýndu þeir hvernig markaðslausnum skyldi beitt við slík skilyrði. Talin var ástæða til að hvetja til aukinnar fjárfestingar í fiskiskip- um og íslenska fjárfestingarlána- sjóði skyldi nota til aö fjármagna niðurgreidda erlenda skipasmíði við lítinn fögnuð málmiðnaðar- manna og fiskifræðinga. Vitsmunaleg ofurmenni hlýtur að þurfa til að bregðast þannig við fréttum af ósamræmi afkastagetu og afrakstursgetu nema upplýs- ingar hafi einhvers staðar brengl- ast eins og hjá frúnni hans Rogers Bannisters, sem mundi aldrei hvort bóndi hennar varð fyrstur til að hlaupa mílu á fjórum mínútum eða fjórar mílur á einni mínútu. Kristjón Kolbeins Kvennahlaup í Garðabæ Kvennahlaup ÍSÍ fer fram sunnu- daginn 18. júní nk. Hlaupið verður á um 80 stöðum um land allt. Hlaupið á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Garðabæ, líkt og veriö hefur síðustu fimm árin, og hefst kl. 14 við Flataskóla. Sl. sumar tóku rúm- lega 6000 konur þátt í kvenna- hlaupinu í Garðabæ. Markmið þess er að undirstrika mikilvægi hollrar hreyfingar og útiveru og benda á gildi almenningsíþrótta. Framkvæmdanefnd á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Garða- bæjar sér um undirbúning og fram- kvæmd hlaupsins í Garðabæ í sam- vinnu við samtökin íþróttir fyrir alla. í framkvæmdanefndinni sitja eingöngu konur. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa stutt vel við kvenna- hlaupið og er það liður í að efla og auka áhuga almennings á almenn- ingsíþróttum. Breytt staða kvenna Þátttaka kvenna 1 íþróttum hefur aukist jafnt og þétt, jafnt í keppnis- íþróttum sem almenningsíþrótt- um. Til foma áttu konur á hættu að vera drepnar ef þær sáust á kappleikjum eða voru með tilburði til iökunar íþrótta. Nú er öldin sem betur fer önnur. Áhugi fólks á íþróttaviðburðum þar sem konur em þátttakendur hefur aukist og á eftir að verða meiri. Það helgast ekki eingöngu af aukinni þátttöku kvenna í íþróttum heldur því sem konur hafa fram að færa. Leikni, leikskilningur, fimi og KjaUaiinn Gunnar Einarsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs i Garðabæ fágun eru eiginleikar sem konur hafa jafnvel fremur til að bera en karlar. Þolinmæði, þrautseigja, háttvísi og staðfesta eru þættir sem hverjum sönnum íþróttamanni er nauðsynlegur ef árangur á að nást. Konur hafa síst minna af þessum þáttum. Með auknu jafnrétti, sjálfstrausti og trú á eigin getu munu konur hafa meiri áhrif innan íþróttahreyfingarinnar í framtíð- inni. Gildi almenningsíþrótta Almenningsíþróttum er oft stillt upp sem andstaeöu við keppnis- eöa afreksíþróttir. í almenningsíþrótt- um er megináhersla lögð á uppeld- islegt og heilsusamlegt gildi. Rann- sóknir hafa sýnt að skipulögð og markviss hreyfing og þátttaka í íþróttum hefur áhrif á hegðun fólks. Bætt sjálfsmynd, minni reyk- ingar og áfengisneysla, bætt matar- æði og aukin umhugsun um heil- brigða lífshætti fylgir reglubund- inni hreyfingu. Konur, ekki síður en karlar, sem gegna mörgum hlut- verkum eiga oft við streituvanda- mál að stríða, s.s. stöðuga þreytu, höfuðverk og svefntruflanir. Eitt af því sem unnt er að gera til þess að forðast að lenda í víta- hring streitu og vanlíðan er að fara út að ganga eða skokka, þó ekki sé nema 15-20 mínútur í hvert sinn. Margar konur hafa byrjaö reglu- bundna hreyfmgu með þátttöku í kvennahlaupinu. Það er kjörinn vettvangur til aö byija. í kvenna- hlaupinu er hægt að ganga eða skokka 2,5 eða 7 km, hver með sin- um hraða. Konur sem fyrirmynd í nýlegri könnun, sem gerð var á vegum ISÍ á brottfalh stúlkna úr íþróttum, kom fram að hvatning móður hafði mest á segja um hvort stúlkur hófu ástundun íþrótta eða héldu áfram iðkun þeirra. Konur hafa ávallt tekið mikla ábyrgð á heilbrigði sinna nánustu. Þær hafa séð til þess að börnin fái holla fæðu og frætt þau um hollustuhætti í meira mæh en við karlarnir. Það er sérstakt vandamál okkar karl- anna sem ekki verður rakið hér. Með því að stunda reglubundið göngu, skokk eða hvers konar úti- vist og hvetja börnin til að taka þátt stuðla foreldrar að heilbrigð- um lífsháttum hjá börnum sínum. Fyrir hönd íþrótta- og tómstunda- ráðs Garðabæjar býð ég allar kon- ur - ömmur, frænkur, mæður, dætur, systur, vinkonur - vel- komnar í Garðabæ í kvennahlaup ÍSÍ sunnudaginn 18. júní kl. 14. Gunnar Einarsson „Sl. sumar tóku rúmlega 6000 konur þátt 1 kvennahlaupinu 1 Garðabæ. Markmið þess er að undirstrika mikil- vægi hollrar hreyfingar og útiveru og benda á gildi almenningsíþrótta.“ Meðog Fjárupprekstur Mývetninga Bændur beittir fantabrögðum „Land- græðslustjóri hefur láfiö út úr sér hvað eftir annað aö mellöndin séu ekki beitar- hæf og veröí það aldrei. Þetta er einn Slarri B)örg. llöunnn l pví Vinsson, bóndi \ Garói. að ræna okk- ur öllu sjálfstæði og flæma okkur af jörðunum. Það er búið að stela af okkur sauöfé með framleiðslu- stýringu og skertum kvóta og nú á að ræna jörðunum af okkur. Við erum beittir fantabrögöum og bókstaflega lagðir í einelti. Að okkar mati var ekki um annað að ræða en að sleppa fénu á austurafrétiinn núna enda ágætlega gróið. Sandlendið er forsenda þess að hægt sé að stunda búskap héma. Hófleg beit skaöar ekki. Melgresið jafnar sig fljótt eftir að sauöféð færir sig yfir í mólendið þegar það nær sér á strik. Nú vorar vel og það stytt- ist óðum í að þar blómgist gróð- ur. Fram að þeim tíma er sauðféð vaktað til að verja mólendið, auk þess sem einungis þriðjungur fjárins er rekinn á afréttinn i ugphafl. i raun og veru eigum við engra kosta völ en að nýta austurafrétt- inn ef við ætlum að stunda bú- skap áfram. Löggjafinn hefur meira að segja séð fyrir því að þau litlu tún sem við eigum eru fullsetin til beitar af gæsum. Við getum ekki einu sinni stuggað við gæsunum þvi að lögreglan vaktar þær. Þessar gæsir eru verri en nokkur grasbítur og koma í flokkum svo þúsundum skiptir og breyta hverju túni í flag. Tjón- ið skiptir milljónum króna." Á móti mis- notkun lands „Ég er ekki á móti nýt- ingu landsins. Raunar er ég að vinna að tillögum um aukin áhrif heimamanna á nýtingu og friðun lands og landsgæða. En ég er á móti misnotkun lands og landsins gæða og um þaö snýst máliö. Á sama tima og bændur ætla að kynna kjötframleiðslu sína sem vistvæna gengur ekki að þraut- beita nástrá móöur jarðar á mesta foksvæði landsins. Ef bændur í Mývatnssveit þylg- ast vita og sjá allt þetta betur en allir aðrir eiga þeir líka að fá að fást við afleiðingamar sjálfir. Ég sé enga ástæðu til þess að Land- græðsla ríkisins sé með rándýrar aðgerðir í Mývatnssveit, aðgerðir sem aldrei verða annað en fyrsta hjálp, á meðan nokkrir valin- kunnir og sómakærir bændur beita á viðkvæman gróður í 300 metra hæð yfir sjávarmáli án nokkurrar tilfinningar og að nauðsynjalausu. Mývetningar geta sjálfsagt lifað góðu lífi skólastjóralausir, Kísil- iðjulausir og friölausir innan sveitar en æöi það fari ekki um þá þegar gróðurinn hvorfur í sandinn. Ég er á móti misnotkun lands. Skiptum því við bændur sem eru að koma til móts við nýja tíma! Merkjum viö vistvænt kjöt sérstaklega og sandbragð- bættakjötiðlíka!" -kaa Sigurjón Benediktsson, formaóur Húsgulis-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.