Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 Menning Laugarásbíó - Dauðinn og stúlkan: ★★★ Dómur skal upp kveðinn Dauöinn og stúlkan (Death and the Maiden) er gerð eftir frægu leikriti Ariels Dorfman sem er frá Chile en býr nú í Bandaríkjunum. Leikrit þetta hefur fariö sigurför um heiminn og var sýnt hér á landi í Borgarleik- húsinu. Texti verksins er svo vel saminn og sterkur aö nánast er nóg að fá góða leikara og setja kvikmynda- vélina í gang og ekkert á aö geta farið úrskeiðis. Roman Polanski fer að mestu þá leið. Hann hefði varla getað valið betri leikkonu en Sigo- urney Weaver til að leika Paulina. Persónan er mjög sterk andlega og þaö er járnvilji hennar sem hefur fleytt henni lifandi í gegnum þær hörmungar sem hún hefur upplif- að. Enginn túlkar betur slíkar kon- ur en Sigoumey Weaver, það sýndi hún í Alien-myndunum og Gorillas in the Mist svo dæmi séu tekin. Ben Kingsley og Stuart Wilson komast einnig sérlega vel frá hlutverkum sínum þótt þeir falli aðeins í skuggann af stórleik Weaver. Dauðinn og stúlkan gerist í Suður-Ameríku og ekki þarf að leiða hug- ann lengi að því hvaða ríki er þar um að ræða. Paulina, sem nú er gift æskuunnusta sínum, sem hún kom aldrei upp um, hefur ekki getað aðlag- ast lífinu eftir þær hörmungar sem hún lenti í þegar hún var fangelsuð af herforinaastjórninni. Tilviljun ræður því að hún heyrir rödd manns- ins sem fór verst með hana í fangelsinu og í huga hennar kemst ekkert annað að en hefnd og það að niöurlægja hann á sama hátt og hann niður- Kvikmyndir Hilmar Karlsson lægði hana. í kjölfarið fylgir mikið tilfinningastríð aðalpersónanna þriggja og uppgjörið er kannski ekki á þann veg sem áhorfandinn býst við. Roman Polanski er leikstjóri sem hefur yfirleitt alltaf þorað að taka áhættu en hér þarf hann þess ekki; hann er, eins og fyrr segir, nánast með sjálfstýringu á efni og leikurum en sú litla útvíkkun sem hann gerir á leikritinu er fagmannlega og skynsamlega gerð og kvikmyndavélinni beitt hárrétt. Margir kvikmyndagerðarmenn heföu sjálfsagt freistast til að láta söguna ganga til baka til þess tíma þegar Paulina var fangi og læknirinn böðullinn en Polanski gerir sér grein fyrir að þaö er engin þörf á slíku, leikararnir túlka textann af tilfmningu og skilningi á viðfangsefn- inu þannig að auðvelt er að gera sér í hugarlund þær hremmingar sem Paulina lenti í. Leikstjóri: Roman Polanski. Aðalhlutverk: Sigourney Weaver, Ben Kingsley og Stuart Wilson. Regnboginn - Eitt sinn stríðsmenn: ★★★ '/2 Þegar fortíðin íýnist Áfengi er böl, segir gamalkunn upphrópun bindindismanna. Sjálfsagt má deila um sannleiksgildi hennar en þó er víst að þessi orð eiga einkar vel viö um Maóríana á Nýja-Sjálandi, þessa stoltu frumbyggja og eitt sinn stríösmenn sem rnyndin Eitt sinn stríðsmenn fjallar um. Nei, það er ekki par glæsilegt líf né eftirsóknarvert sem þau Ufa, hjónin Jake og Beth og bömin þeirra fimm. Þegar sagan hefst er nýbúið að reka hann úr vinnunni og því ekkert annað aö gera en að standa í stöðugu partíhaldi, í fyrstu með samþykki og fullri þátttöku eiginkonunnar, með tilheyrandi drykkju, slagsmálum, leiöinda- röfli, bömmerum og ofbeldi gagn- vart fjölskyldunni. Sérstakiega er það Beth sem fær að finna fyrir skapofsa eiginmanns síns og eitt kvöldið lemur hann hana í þvílíka klessu að annað eins hefur ekki sést lengi. Eins og nærri má geta kemur þetta heimilisástand misjafnlega niður á bömunum. Sum eiga erfiöara með að feta mjóa vegi dyggðarinnar en önnur. En Lee Tamahori leikstjóri er ekki bara að sýna okkur fólk sem er fang- ar brennivínsins og eigin ofbeldis þar sem hið fallega og viðkvæma fær ekki þrifist. Brennivínið er bara afleiöing rótleysisins. Þetta er fólk sem Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson er slitið úr tengslum við eigin sögu og fortíð, spilar bara og hlustar á slag- ara hvíta mannsins. Þaö er ekki fyrr en það áttar sig á þessu að vonin kviknar. Það er til ljós í svartnættinu en það þarf harmleik til aö persón- urnar komi auga á það. Eitt sinn stríðsmenn er með áhrifameiri kvikmyndum sem hér hafa verið sýndar í langan tíma. Tamahori er ekkert að hlífa áhorfandanum við óþægilegum orðum og athöfnum. Hann hefur einstaklega góða stjórn á því sem hann er að gera, er með gott handrit milli handanna, þótt þar komi svo sem fátt á óvart, og hefur á að skipa einvala leikaraliöi sem er mjög svo trúverðugt í hlutverkum þessa ógæfusama fólks. Maður trúir því að þetta fólk geti verið til. Ekki er hægt aö skilja viö myndina án þess að kvarta yfir því að hún skuli vera sýnd í B-sal Regnbogans, að minnsta kosti daginn sem undirrit- aður sá hana. Slíkur salur er langt frá því að vera boðlegur mynd sem þessari. Leikstjóri: Lee Tamahori. Handrit: Riwia Brown, eftir skáldsögu Alans Duffs. Kvikmyndataka: Stuart Dryburgh. Leikendur: Rena Owen, Temuera Morrison, Mamaegaroa Kerr-Bell. Matgæðingur vikuimar Pastasalat - og zucchini a la Gunna Guðrún Björg Kristinsdóttir á Eskifirði er matgæð- ingur vikunnar að þessu sinni. Guðrún hefur verið grænmetisæta undanfarin sjö ár og hefur farið á matreiðslunámskeið bæði í Bandaríkjunum og Bret- landi til að læra að matbúa grænmetisrétti. „Ég var au pair í Bandaríkjunum og fjölskyldan sem ég vann hjá neytti makróbíótísks fæöis. Ég lærði talsvert í sambandi við grænmetisfæði hjá íjölskyld- unni og fór auk þess á nokkur námskeið," segir Guðrún sem býður upp á einfalda og ljúffenga græn- metisrétti. Gulrótasúpa 1/2 kg gulrætur 1 meðalstór laukur 2 tsk. olía 6 bollar vatn 1/2 tsk. salt Gulræturnar og laukurinn skorið í bita. Laukurinn er steiktur í olíunni í potti i smástund. Gulrótum, vatni og salti bætt út í. Suðan látin koma upp. Látið krauma við vægan hita í tuttugu mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar. Allt sett í bland- ara. Súpan er síðan hituð upp í pottinum aftur áður en hún er borin fram. Zucchini a la Gunna 1 zucchini 1 egg hveiti salt pipar sojasósa olía Zucchini er skorið í sneiðar. Hveiti, salti og pipar blandað saman í skál. Eggið þeytt og sojasósunni bætt út í. Sneiöunum er fyrst velt upp úr eggjablönd- unni og síðan hveitiblöndunni áður en þær eru steikt- ar á pönnu. Með þessu er gott að bera fram hrísgrjón og salat og jafnvel annan grænmetisrétt. Pastasalat 225 g pastaslaufur Guðrún Björg Kristinsdóttir. 1 rauð paprika 1/2 agúrka 50 g svartar ólífur 175 g fetaostur 100 g furuhnetur olía salt Dressing 3 msk. ólífuolía 2 tsk. edik (rauðvíns eða annað eftir smekk) 1 tsk. salt pipar á hnífsoddi Pastaö er soöið í um átta mínútur með dálítilli ólífuolíu og salti og látiö kólna. Paprikan er hreinsuð og skorin í teninga ásamt agúrkunni. Pastað, paprik- an, agúrkan, ólífurnar, fetaosturinn og hneturnar sett í skál og öllu blandað saman. Síðan er dressing hellt yfir. Guðrún mælir með nýbökuðu brauði með pastasalatinu. Hún skorar á Guðnýju Önnu Ríkharösdóttur á Reyðarfiröi að vera næsti matgæðingur. Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Símanúmerið er 904-1700. Hinhliðin Ég aetla að gifta mig í sumarfríinu - segir Bima Bjömsdóttir sundkona Birna Björnsdóttir sundkona hlaut sérstök verðlaun fyrir drengilega keppni á smáþjóðaleik- unum í Lúxemborg á dögunum. í keppninni bætti Birna viö safn sitt af verðlaunapeningum sem nú eru orðnir nær 250 talsins eftir langan keppnisferil í ýmsum íþróttum. „Eg er búin að æfa sund í tólf ár. Ég hef einnig æft fótbolta og hlaup en sundiö varð fljótlega ofan á,“ greinir Birna frá. Fullt nafn: Birna Björnsdóttir. Fæðingardagur og ár: 2. júní 1973. Maki: Egill Ingi Jónsson. Börn: Engin. Bifreið: Fiat Uno ’87. Starf: Afgreiðslumaður. Laun: Mjög góð. Áhugamál: íþróttirnar og útivera. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Aldrei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að fara í útilegu og njóta náttúrunnar með kærastanum og hundinum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vaska upp. Uppáhaldsmatur: Pitsa með skinku og banönum. Uppáhaldsdrykkur: Epladjús. Hvaða iþróttamaður stendur Birna Björnsdóttir. fremstur í dag? Jón Arnar Magnús- son frjálsíþróttamaður. Uppáhaldstímarit: Ég les eiginlega ekkert af tímaritum. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Kevin Costn- er. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Ég er ekki mikið inni í pólitík. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Sylvester Stallone. Uppáhaldsleikari: Tom Hanks. Uppáhaldsleikkona: Jodie Foster. Uppáhaldssöngvari: Enginn sér- stakur. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Hall- dór Ásgrímsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Spennu- myndir. Uppáhaldsmatsölustaður: Argent- ína. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég veit ekki hvaða bækur eru á markaðnum því ég les eiginlega aldrei bækur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eiríkur. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið, ég er ekki áskrifandi að Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ég man ekki eftir neinum sérstökum. Uppáhaldsskemmtistaður: Ing- ólfscafé. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Stjarn- an. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni: Að koma mér vel fyr- ir, eignast börn og verða rík. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég ætla að gifta mig og fara í brúðkaupsferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.