Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Síða 23
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 23 Fáni frá Hafsteinsstöðum er hæst dæmda kynbótahross ársins. Knapi er Skafti Steinbjörnsson. DV-mynd E.J. Hæsta einkimn Fána Sumarland BYKO garðvörur í ótrúlegri breidd Stóðhesturinn Fáni frá Hafsteins- stööum er hæst dæmdi stóðhestur ársins eftir dóma á Vindheimamel- um í Skagafirði þar sem hann fékk 8,41 í aðaleinkunn. Fáni, sem er undan Feyki frá Haf- steinsstöðum og Kylju frá Kjartans- stöðum, fékk 7,90 fyrir byggingu en 8,93 fyrir hæfileika, sem er með hærri hæfileikaeinkunnum undan- farin ár. Sjö hestar voru fulldæmdir í sex vetra flokknum og fengu þrír þeirra 8,00 eða meir og fjórir7,75 eða meir. Prúður frá Neðra-Ási, undan Her- vari frá Sauðárkróki og Þokkadís frá Neðra-Ási, kom næstur með 8,27 í aöaleinkunn. Prúður fékk 8,03 fyrir byggingu og 8,51 fyrir hæflleika. Gimsteinn frá Laufhóli fékk 8,03 og Rökkvi frá Álftagerði 7,97. Glaðssynir efstir fimm vetra Bassi frá Syðra-SkÖrðugili stóð efstur sjö fulldæmdra fimm vetra hesta með 8,07 í aðaleinkunn. Bassi er undan Glað frá Sauðárkróki og Fiðlu frá Syðra-Skörðugili og fékk 8,10 fyrir byggingu og 8,04 fyrir hæfl- leika. Fjalar frá Bjargshóli, undan Glað frá Sauðárkróki og Fenju frá Stó'ra- Hofi kom næstur með 7,99. Byggingin gaf 8,08 og hæfiieikarnir 7,90. Fáni frá Hvalsnesi fékk 7,89 og Fer- ill frá Hafsteinsstöðum 7,87. í fjögurra vetra flokknum voru fulldæmdir tveir stóðhestar. Kol- skeggur frá Garði, undan Baldri frá Bakka og Jörp frá Garði, fékk 7,81 í aðaleinkunn og gaf bygging 7,80 og hæfileikarnir 7,83. Hinn hesturinn fékk lakan dóm. Glaður afkvæmasýndur Þrír stóðhestanna sem fyrr eru nefndir eru undan Glað frá Sauðár- króki sem var sýndur með afkvæm- um og fékk 1. verðlaun. Það er ekki algengt orðið að stóðhestar séu sýnd- ir með afkvæmum á héraðssýning- um. Margir stóðhestar hafa náð þeim stigafjölda sem þarf um miðjan maí, til að eiga rétt á verðlaunum fyrir afkvæmi. Til 1. verðlauna þarf 125 stig, en einnig þarf að skrá stóðhest- inn til afkvæmasýningar og tilkynna sex afkvæmi sem á að sýna með hon- um ásamt varahrossum og tryggja að þau mæti á sýningu. Glaður er með 125 stig fyrir 28 dæmd afkvæmi og var sagt um hann í dómsorðum að hann gefi reist, geð- góð og rúm ganghross og hlýtur fyrir þau 1. verðlaun. Fleiri topp- hryssurvantaði Tvær af fjörtíu og fjórum full- dæmdum hryssum í elsta flokki fengu 8,00 eða meir í aðaleinkunn en tuttugu og sjö 7,50 eða meir. Þær tvær hryssur sem fengu yfir 8,00 eru Vaka frá Krithóli með 8,08 og Þerna frá Hofl með 8,06. Vaka er undan Tvisti frá Krithóli og Lipurtá frá Varmalæk og fékk 7,90 fyrir byggingu og 8,26 fyrir hæfileika. Þema er undan Dúdda frá Syðra- Sköröugili og Páls-Rauðku frá Hofi og fékk 8,13 fyrir byggingu og 8,00 fyrir hæfileika. Fulldæmdar voru tuttugu fimm vetra hryssur og náði helmingurinn 7,50 í aðaleinkunn eða meir. Freyja frá Þverá stóð efst með 7,89. Hún er undan Sóloni frá Hóli og Glóð tímarit fyrir alla A NÆSTA SÖLUSTAÐ SÍMA 563 2700 frá Þverá og fékk 7,98 fyrir byggingu og 7,80 fyrir hæfileika. Næstar komu: Rás frá Flugumýri II með 7,84 og Perla frá Sauöárkróki með 7,77. Tíu fjögurra vetra hryssur fengu fullnaðardóm. Sjö þeirra fengu 7,50 eða meir. Hrafnhildur III frá Akur- eyri stóð efst og lofar góðu með 7,85 í aðaleinkunn. Hún er undan Baldri frá Bakka og Dögg frá Akureyri og fékk 7,85 fyrir byggingu og 7,84 fyrir hæfileika. Næstar komu Jonna frá Lamb- leiksstöðum meö 7,72 og Drift frá Sauðárkróki með 7,69. -E.J. BYKÖ -byggir með þér Garðverkfæri, sláttuvélar, hekkklippur, sláttuorf, úðarar, slöngur, tengi, safnkassar, ruslagrindur, hjólbörur, sólpallaefni, undirstöður, áburður, fræ, garðplöntur, blómapottar, túnþökur, grill og fylgihlutir, útileikföng, kastalar, sandkassar, körfuboltaspjöld, reiðhjól, veiðivörur, viðlegubúnaður, garðhúsgögn, útisnúrur, fánar, fánastangir, skrautsteinar, gosbrunnar, styttur og ótal margt fleira. Við leitum til þln eftir slagorði fyrir Barbecook Grill-strompinn! Taktu þátt í þessari skemmtilegu leit meö því að hringja í síma 904-1750 og leggja inn þína tillögu. Þú getur lagt inn eins margar tillögur og þú vilt. Barbecook Grill-strompurinn er bylting á íslandi fyrir grilláhugamenn sem vilja fá hiö ómissandi kolagrillbragð af matnum. Grillið sameinar það besta úr kola- og gasgrillum því grillið nýtir kolin betur, gerir fólki kleift aö grilla í hvaða veðri sem er og gefur hið ekta grillbragð. Barbecook Grill-strompurinn er náttúruvænn því það þarf engin kemísk efni, eins ogt.d. grillolíu, til þess að kveikja upp í grillinu og grillið er tilbúið á innan við 15 mínútum. Verðlaun: Glæsileg verðlaun eru í boöi fyrir heppna þátttakendur. Meðal annars hlýtur eigandi besta slagorðsins 10 manna grillveislu sem Klúbbur matreiðslumeistara sér um. Matreitt verður á Barbecook Grill-strompinum sem síöan veröur skilinn eftir hjá vinningshafa. Þú getur lagt inn slagorð til 16. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.