Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 26
26
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995
FERÐIR
///////////////////////////////
Aukablað
FERÐIR - INNANLANDS
Miðvikudaginn 28. júní mun aukablað um
ferðir innanlands fylgja DV.
I blaðinu verða upplýsingar um helstu valkosti sem
boðið er upp á í hverjum landsfjórðungi. Lesendur
fá því möguleika á að kynna sér ýmsa spennandi
ferðamöguleika um Island.
Ferðablaðið mun kynna alla helstu gististaði úti á
landi með nákvæmu korti í opnu.
Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í
þessu blaði vinsamlega hafi samband við Björk
Brynjólfsdóttur í síma 563 2723.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga
er fimmtudagurinn 22. júní.
Bréfasími okkar er 563 2727.
Með Kuklfélögum 1984.
Björk Guðmundsdóttir:
Var farin að syngja
lög sjö mánaða
Björk Guömundsdóttir var farin að
syngja lög sjö mánaða gömul, að því
að haft er eftir móður hennar, Hildi
ímarit fyrir alla
Hml : . ' V* rn- ~ »m ■ ~
HEFTI
Meðal efnis:
16. janúar 1995 gleymist Súðvíkingum aldrei. Pá
féllu þrjú snjóflóð á þetta 200 manna byggðarlag á
Vestfjörðum með þeim afleiðingum að 14 manns
létu lífið í einu þeirra. Stór hluti þorpsins var rústir
einar eftir hamfarimar.
FJÖLSKYLDAN
SEM SNJÓFLÓÐEÐ
GAT EKKI GRANDAÐ
Augu manna beinast að nýju að mætti snertingar■
innar
SNERTING
ER LÆKNANDI
MÁTTUR
Rannsóknir varpa nýju Ijósi á þöglan morðingja
sem nauðsynlegt er að vita sem mest um.
HÁR
BLÓÐPRÝSTINGUR
Tökum mark á draumum - bls. 44
160 blaðsíður - aðeins 485 kr.
á næsta sölustað - og ennþá
ódýrara í áskrift í síma 2700
Hauksdóttur, í tímaritinu Record
Collector. Björk hóf tónlistamám sex
ára gömul og lærði að leika á píanó
og flautu. Hún lýsti því eitt sinn yflr
að eiginlega hefði henni þótt
skemmtilegast í tónfræðitímunum
þegar hún fékk að fást við tónsmíðar.
Fyrsta hljómplatan 1977
Björk var ekki nema ellefu ára þeg-
ar fyrsta platan með söng hennar
kom út. Fósturfaðir Bjarkar, Sævar
Árnasort, var meðal hljómlistar-
mannanna sem léku undir með
Björk. Björgvin Gíslason, Pálmi
Gunnarsson og Sigurður Karlsson
tóku einnig þátt í gerð hljómplötunn-
ar sem kom út fyrir jólin 1977. Gagn-
rýnendur sögðu að þrátt fyrir ungan
aldur hefði persónuleiki Bjarkar
skiniö í gegn á plötunni.
Exodus 1979 til 1980
Björk var með þeim fyrstu sem til-
einkuðu sér pönkið þegar sú tónlist
kom til landsins seint á áttunda ára-
tugnum. Árið 1979 stofnaði Björk
fyrstu hljómsveitina sína, Exodus.
Tappi tíkarrass
1981 til 1983
Björk var fjórtán ára þegar hún
stofnaði hljómsveitina Tappa tíkar-
rass. Hljómsveitin gaf út nokkrar
plötur og var ein af þeim hljómsveit-
um sem komu fram í heimildar-
myndinni Rokk í Reykjavík sem gerð
var 1982.
Kukl 1984 til 1986
Eftir að hljómsveitin Tappi tíkar-
rass leystist upp gekk Björk til liðs
við Einar Örn Benediktsson og Sig-
trygg Baldursson. Saman stofnuðu
þau hljómsveitina Kukl sem þótti
talsvert ögrandi í flutningi sínum á
anarkísku pönki eins og fræðingarn-
ir skilgreindu tónlistina. Hljómsveit-
in vakti athygli erlendis og í Bret-
landi voru gefnar út tvær hljómplöt-
ur með henni.
Sykurmolamir
1986 til 1992
Björk, Einar og Sigtryggur stofn-
uðu nýja hljómsveit árið 1986, Sykur-
molana, sem varð heimsfræg. Lög
Sykurmolanna þóttu með þeim
frumlegustu sem fram komu á
níunda áratugnum. Björk lýsti því
yfir að Sykurmolarnir væru ööruvísi
en allir aðrir og þeir þóttu sanna það.
Eftir sex ár i Sykurmolunum þótti
Björk kominn tími til að stokka upp
og láta gamlan draum rætast. Hún
ákvað að yfirgefa Sykurmolana og
hefja sólóferil.
Sóló
Reyndar var Björk farin að starfa
með ýmsum öðrum aðilum áður en
Sykurmolarnir leystust upp. Hún
söng til dæmis jass á plötu með Tríói
Guðmundar Ingólfssonar 1990 og
eignaðist nýja aödáendur meðal
gamalla jassunnenda. Nokkru áður
hafði hún sungið á þremur plötum
með Megasi auk þess sem hún hafði
haft samstarf við ýmsa aðra tónlist-
armenn.
Það var svo 1992 sem Björk flutti
til London. Árið eftir kom breiðskífa
hennar, Debut, henni í fremstu röð
í tónlistarheiminum. Nafn Bjarkar
var komið á hvers manns varir. Við-
tökumar við breiðskífunni Post eru
ekki síðri.
Björk í sveiflu með Tappa tíkarrassi 1982.