Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Qupperneq 36
52 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 Sviðsljós Sonur Clarks Gables: Ég er ekkert líkur pabba „Ég var átta eða níu ára þegar ég sá myndina Á hverfandi hveli. Ég varð fokreiður að sjá að pabbi var að kyssa ókunnugar konur. Þrátt fyrir það horfði ég með lotningu á þennan mann,“ segir John Clark Gable, 33ja ára, sonur leikarans fræga, Clarks Gables. John Clark Gable er ekki líkur föður sínum í útliti en margir segja að hann líkist honum í fari. Hann hefur aldrei hitt fóður sinn þar sem hann lést fjórum mánuöum áður en hann fæddist. Clark Gable hafði þó gert kröfu um að barnið, ef það yrði strákur, myndi bera hans nafn. Móðir Johns er Kay Williams Spreckels. Hún var íimmta og síðasta eiginkona leikarans og sú eina sem fæddi honum barn. „Ég hef lesið allt sem ég hef komist yfir um föður minn og séð allar myndirnar hans. Hann var frábær og ég er stoltur yfir að vera sonur hans. En ég líkist honum ekkert og þó ég sé líka leikari er ég allt önnur ~ týpa. Hann var konungur Hollywood John Clark Gable er sonur hins fræga leikara, Clarks Gables. vegna hæfileika sinna. Eg mun aldrei verða eins og hann. Það eru ekki áfengisflöskur í bar- skáp Johns Clarks Gable heldur þvert á móti appelsínusafi og vítam- índrykkir. „í pabba tíð var það gæja- legt útlit og útgeislun sem skipti máli. í dag er það hins vegar að vera í góðu formi. Ég geri æfingar þrisvar til fjórum sinnum á dag, ég syndi, fer á brimbretti og leik tennis," segir hann. John var kvæntur og á tvö börn en er nú skilinn. „Mér gengur illa með konur,“ viðurkennir hann og á því sviðinu líkist hann nú varla foður sínum sem var ávallt umvafinn kvenfólki. Þegar John fæddist sumarið 1961 var það á forsiðum allra heimsblaðanna. Sherilyn Fenn og Angus MacFadyen í hlutverkum sínum sem Elísabet Tayl- <V og Richard Burton þegar þau léku í hinni rándýru bíómynd um Cleópötru. Myndaflokkur um líf Elísabetar Taylor Elisabet Taylor, 63 ára, hefur gert allt sem hún getur, m.a. borgað dýr- um lögfræðingum, til að stoppa fram- leiðsluna á þáttaröð sem fjallar um líf hennar. Sjónvarpsmyndaflokkur- inn heitir Destiny og ganga upptökur vel. Nýlega var tekin upp senan um Liz og Richard Burton þegar þau léku í kvikmyndinni Cleopötru. Liz var þrítug þegar myndin var gerð árið 1962. Það er Twin Peaks drottningin Sherilyn Fenn sem leik- ur Liz og þykir sláandi lík henni. Það er hins vegar Angus MacFadyen sem leikur Burton. Myndaflokkurinn er byggður á sögu C. David Heymann um líf Elísa- betar Taylor. Þar munu vera að finna safaríkar lýsingar á ástarleikjum Liz og Burtons þegar slökkt hafði verið á kvikmyndatökuvélum. Sjálf mun leikkonan vera æf yfir myndaflokkn- um. Sherilyn Fenn er 160 sm há en El- ísabet Taylor er mjög lágvaxin kona. Sherilyn þykir frábær í hlutverkið um hina frægu leikkonu. Twin Peak leikkonan Sherilyn þykir taka sig vel út í hlutverki Liz Taylor. Ólyginn ... að Walt Disney fyrirtækið hefði boðið Karli prinsi 115 milij- ónir fyrir réttinn til að mynda ævintýrasögu sem hann skrifaði fyrir 25 árum. Karl sagði yngri bræðrum sínum söguna þegar þeir voru litlir og síðan endur- bætti hann hana fyrir syni sína. Disney-fyrirtækið hefur komist á snoðir um söguna sem er sögð ... að töframaðurinn David Copperfield, sem er kærasti Claudiu Schiffer, hefði búið til lista yfir kærustur sfnar undan- farin ár. Þar munu nú þrjú hundr- uð stúlkur vera skráðar. David gefur hverri og einni einkunn frá einum upp í tíu fyrir frammistöðu þeirra á hinu eróiíska sviði. ... að fyrir stuttu síðan hefði Björn Ulvaeus í ABBA fyllt fimm- tíu árin og hélt hann upp á það með miklum giæsibrag. Um hundrað og fimmtiu gestir fögn- uðu með ABBA-goðinu og þar á meðal mátti sjá fyrrverandi eig- ínkonu, Agnethu Faltskog, sem einnig er úr ABBA-flokknum. .. að Linda Robson, önnur að- alleikkvennanna i sjónvarps- myndaflokknum Sækjast sér um líkir, hefði misst fóstur nýlega. Linda og Mark, eiginmaður hennar, eiga þriggja ára son. Linda á einnig 12 ára dóttur af fyrra hjónabandi. sögur gengju um þaö i Hollywood að hjónaband Eliza- beth Taylor og Larrys Fortenskys gengi illa. Liz og Larry, sem hitt- ust fyrst á Betty Ford-stofnun- inni, þar sem bæði voru í með- ferð, hafa verið gift i fjögur ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.