Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 63 Afmæli Björgvin Bjömsson Björgvin Björnsson verslunarmaö- ur, Digranesheiöi 45, Kópavogi, er sjötugurídag. Starfsferill Björgvin fæddist á Neðra-Núpi í Fremri-Torfustaðahreppi í Húna- vatnssýslu en ólst upp á Reynhólum í Ytri-Torfustaöahreppi. Hann stundaði nám viö Gagnfræöaskóla Akureyrar. Eftir að Björgvin flutti til Reykja- víkur hóf hann verslunarstörf hjá verslun 0. Ellingsen en þar starfaöi hann í fjörutíu og sex ár eöa til árs- loka 1993 er hann hætti störfum fyr- ir aldurs sakir. Þá hafði hann verið . sölustjórihjáEllingsenumárabil. Fjölskylda Eiginkona Björgvins var Hulda Einarsdóttir, f. 7.8.1928, d. 1987, gangavöröur við Digranesskóla. Hún var dóttir Einars Magnússon- ar, trésmiös á Akureyri, og Sigrúnar Jónasdóttur, húsmóöur í Reykjavík. Sonur Björgvins frá því áður var Guðjón Broddi Björgvinsson, f. 16.8. 1950, d. 1963. Sonur Björgvins og Huldu er Björn Birgir Björgvinsson, f. 3.10. 1953, yfirkokkur í Straumsvík, kvæntur Agnesi Sigurðardóttur skrifstofumanni og eiga þau þrjú börn. Fóstursonur Björgvins er Einar Magni Sigmundsson, f. 27.10.1949, byggingameistari á Laugarbakka í Miöfirði, kvæntur Vilborgu Valdi- marsdóttur og eiga þau eina dóttur, auk þess sem hann á þrjú börn frá fyrrahjónabandi. Systkini Björgvins: Hólmfríður, f. 5.9.1917, húsmóöir í Sandgerði; Jó- hanna, f. 27.1.1919, húsfreyja á Skarfhóli í Miðfirði; Guðmundur, f. 28.8.1920, b. í Tjarnarkoti í Mið- firði; Ólöf, f. 14.12.1926, húsfreyja á Kollsá í Hrútafirði; Jóhannes, f. 1.1. 1930, hreppstjóri á Laugabakka í Miðfirði; Elís, f. 14.7.1932, starfs- maður Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Foreldrar Björgvins voru Björn Guðmundsson, f. 23.2.1885, d. 1985, b. á Reynhólum í Miðfirði, og k.h., Ingibjörg Jónsdóttir, f. 5.12.1891, d. 1973, húsfreyja. Ætt Björn var sonur Guðmundar, b. á Reynhólum, Jóhannessonar, b. á Dalgeirsstöðum, Ólafssonar. Móðir Guðmundar var Agnes Eiríksdóttir, b. á Efri-Núpi, Eiríkssonar, prests á Staðarbakka, Ólafssonar, b. á Kjörs- eyri, bróður Þórðar, afa Helga Thordarsen biskups. Ólafur var sonur Þórðar, b. á Kjörseyri, Ólafs- sonar, bróður Guðrúnar, langömmu Björns Gunnlaugssonar stærðfræð- ings, langafa Ólafar, móður Jóhann- esarNordals. Móðir Björns var Þorbjörg, systir Sigurðar, afa Skúla Guðmundsson- ar alþingismanns. Bróðir Þorbjarg- ar var Stefán á Hallgilsstöðum, faðir slökkviliðsstjóranna Eggerts Melsteds á Akureyri og Egils á Siglufirði og afi Péturs og Valdimars Jónassona sem voru með vöruflutn- inga milli Reykjavíkur og Akur- eyrar. Þriðji bróðir Þorbjargar var Jónas, faðir Guðmundar Hlíðdals póst- og símamálastjóra. Þorbjörg var dóttir Jónasar, b. á Tittlinga- stöðum, Sigurðssonar. Móðir Jónas- ar var Sigurlaug Bjarnadóttir, b. á Brekkum, Sigurðssonar, og k.h., Rósu Sigfúsdóttur, prests á Felli í Sléttuhlíð, Sigurðssonar, föður Sigf- úsar Bergmann á Þorkelshóli, ætt- föður Bergmannsættarinnar. Móðir Þorbjargar var Ragnhildur Aradótt- ur, b. á Neðri-Þverá, Eiríkssonar. Móðurbróðir Björgvins var Helgi, faðir Marinós, fyrrv. kaupmanns í Brynju. Annar móðurbróðir Björg- vins var Jóhannes, faðir Ólafs, aðal- umsjónarmanns Happdrættis SÍBS. Björgvin Björnsson. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. í Huppa- hlíð í Miðfirði, Jónssonar, b. í Kollu- fossi, Jónssonar. Móðir Ingibjargar var Ólöf Helgadóttur, b. í Huppa- hlíð, Jónssonar, frá Tannastöðum í Hrútafirði. Móðir Ólafar var Jó- hanna Jóhannesdóttir frá Nýjabæ í RifiáSnæfellsnesi. Björgvin tekur á móti gestum í Síðumúla 25 í sal Múrarafélags Reykjavíkur kl. 17.00-20.00 á afmæl- isdaginn. Til hamingju með afmælið 17. júní 95 ára 50ára Bótólfur Sveinsson, Snorrabraut 58, Reykjavík. Sverrir Sæmundsson, Akurholti 16, Mosfellsbæ. Sigurður Sigurðsson, Yrsiifelli 5 Þpykiavik 80 ára ÓskarSigurbjörnsson, Túngötu 13, Ólafsfirði. Siguijón Ólafsson, Skúlagötu 54, Reykjavík. Hanneraðheiman. Bjarni Njálsson, KögurseÚ 19, Reykjavik. Kona hans er Steinunn Bjarnar- son. 75 ára Þau verða að heiman á afmælisdag- inm Bóas Emilsson, Reynivöllum 6, Selfossi. Jón Haukur Aðalstemsson, Sólhaga, Vatnsleysustrandar- hreppi. 70ára 40 ara Halidóra Márusdóttir, Túngötu 2, Hofshreppi. Björg Sumarliðadóttir, Hafhargötu 103, Bolungarvík. Anna Bergþórsdóttir, Lindasíðu 4, Akureyri. Sigurgeir Gíslason, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sigurður Petur Harðarson, Dalshrauni 13, Hafnarflrði. Birgir Rúnar Eyþórsson, Brautarási 11, Reykjavík. Ásta Ilse Haesler, Ránargötu 4 A, Reykjavlk. Jón Diðriksson, Helgavatni I, Þverárhlíðarhreppi. Inga Maria Ingadóttir, Skálanesgötu 4, Vopnafirði. Til hamingju meö afmælið 18. júní 80 ára Stefanía Sigurbergsdóttir, Hrmgbraut 50, Reykjavík. 75 ára Guðrún Kristinsdóttir, Fífilbrekku, AkureyrL Stefanía Sigurjónsdóttir, Fannafelli8, Reykjavík, verðursjötíu ogfimmáraá mánudaginn. Maðurhennar erRafnkell 01- geirssson. Þau taka á móti gestum í Langagerði 1, Reykjavík, eftir kl. 16.00 þann 17,6. 70 ára Jóhanna Þorláksdóttir, Kirkiuvegi 10, Keflavík. 60 ára Helga Jónsdóttir, Rauðalæk 21, Reykjavík, Kristín Hróbjartsdóttir, Vesturgötu 17, Reykjavík. 50ára_________________________ Kjartan Reynir Ólafsson, Þórunnarstræti 110, Akureyri. Sigríður Karlsdóttir, Garðavegi 15, Hvammstanga. Margrét Pálfríður Magnúsdóttir, Amarheiði 25, Hveragerði. Haraldur Erlendsson, Hvannhólma 22, Kópavogi. 40ára Guðrún Indriðadóttir, Jöklafold 29, Reykjavfk. Birgir Ingibergsson, Norðurvöllum 48, Keflavík. Ingibjörg Einarsdóttir, Stigahlíð 28, Reykjavík. Sigrún Kjartansdóttir, Skálabrekku 9, Húsavík. Matthias Kjartansson, Kársnesbraut 125, Kópavogi. Þorlákur Sigtryggsson, Svalbarði, Svalbarðshreppi. Elisa Jóhanna Stefánsdóttir, Hjalteyrargötul, Akureyri. Kristín Bergþóra Torfadóttir, Neðri-Tungu, Vesturbyggð. Valgerður Kristín Olgeirsdóttir, Huldubraut 40, Kópavogi. Sighvatur Jón Gíslason Sighvatur Jón Gíslason, Suðurgötu 49, Keflavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sighvatur fæddist á Sólbakka í • Garði í Gerðahreppi og ólst þar upp. Hann stundaði ýmis almenn störf til sjós og lands en starfaði þó lengst af hjá Olíufélaginu Essó á Keflavík- urflugvelli. Fjölskylda Sighvatur kvæntist 21.8.1943 Ing- veldi Hafdísi Guömundsdóttur, f. 23.12.1923, húsmóður og sjúkraliða. Hún er dóttir Guðmundar J. Magn- ússonar, f. 1897, d. 1975, vélstjóra í Keflavík, og Sigurðínu Jóramsdótt- ur, f. 1903, d. 1975, húsmóður. Börn Sighvats og Ingveldar Haf- dísar eru Gísli Steinar Sighvatsson, f. 29.11.1943, skólastjóri í Neskaup- stað, kvæntur Ólöfu Steinunni Ól- afsdóttur og eiga þau þrj ú börn og tvö barnabörn; Sigrún Sighvatsdótt- ir, f. 23.3.1945, húsmóðir og skrif- stofumaður í Njarðvík, gift Karli Georg Magnússyni og eiga þau þrjú börn; Steinunn Sighvatsdóttir, f. 11.11.1950, húsmóðir og skrifstofu- maður, gift Gunnari Þórarinssyni og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Ómar Sighvatsson, f. 30.5.1958, lög- regluþjónn í Keflavík, kvæntur Kristínu Haraldsdóttur og eiga þau þrjúbörn. Systkini Sighvats: Guðrún Gísla- dóttir, f. 25.2.1916, húsmóðir í Kefla- vík; Þorsteinn Gíslason, f. 7.10.1917, d. 25.8.1939; Ingibjörg Gísladóttir, f. 4.8.1926, húsmóðir í Keflavík. Hálfbróðir Sighvats er Höröur Gíslason, f. 11.6.1948, skrifstofu- stjóri í Reykjavík. Foreldrar Sighvats voru Gísh Sig- hvatsson, f. 4.5.1889, d. 19.9.1981, útgerðarmaður í Garði í Gerða- hreppi, og Steinunn Stefanía Steins- dóttir Knudsen, f. 18.10.1895, d. 31.1. 1944, húsmóðir. Ætt Gísli var sonur Sighvats Jóns, kaupmanns í Garði, Gunnlaugsson- ar og Ingibjargar Gísladóttur. Steinunn Stefanía var dóttir Steins Lárussonar Knudsens, út- vegsb. og formanns í Garði, Lauritz- sonar Michaels Knudsen, verslun- Sighvatur Jón Gíslason. armanns og bókara í Reykjavík, sem var sonur Lauritz Michaels Knud- sens, ættföður Knudsenættarinnar. Móðir Steins var Jóhanna Carlotta Johnsen. Móðir Steinunnar var Guðrún Þórðardóttir, skipasmiðs ogfor- manns í Gróttu og b. í Engey, Jóns- sonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Guðmundsdóttir. Friðgeir Sigurgeirsson Friögeir Sigurgeirsson bátsmaöur, Bugðutanga 13, Mosfellsbæ, verður sextugur á sunnudaginn. Starfsferill Friðgeir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til sex ára aldurs. Skömmu fyrir andlát foreldra hans var hann sendur í fóstur til Björns Markússonar að Gafli í Villinga- holtshreppi í Árnessýslu. Þar dvaldi hann til sextán ára aldurs en flutti þá aftur til Reykjavíkur þar sem hann stundaði ýmis almenn störf til sjósoglands. Hann hóf störf hjá Ríkisskipum 1964 og var þar bátsmaður frá 1971. Þá hóf hann störf hjá Eimskipafé- lagi íslands 1980 þar sem hann hefur starfað síðan, lengst af sem báts- maður. Fjölskylda Friðgeir kvæntist 21.10.1961 Sig- urrós Jóhannsdóttur, f. 28.9.1941, húsmóður. Hún er dóttir Jóhanns Kristjáns Hannessonár, f. 1916, pósts í Reykjavík, og íngibjargar S. Björnsdóttur, f. 1918, d. 1980, hús- móður. Börn Friðgeirs og Sigurrósar eru Jóhann Friðgeirsson, f. 27.1.1961, bílstjóri í Reykjavík, kvæntur Margréti Gunnarsdóttur húsmóður og eru börn þeirra Brynjar Sigurðs- son og Sigurrós Jóhannsdóttir; Magnea Margrét Friðgeirsdóttir, f. 20.11.1965, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Sindra Skúlasyni þjóðfélags- fræöingi og er dóttir þeirra Tinna Sif Sindradóttir; Jónbjöm Frið- geirsdóttir, f. 24.1.1968, sölumaður í Mosfellsbæ. Systkini Friðgeirs: Guðrún Guð- laug Sigurgeirsdóttir, f. 26.8.1926, húsmóðir í Reykjavík; Rósa María Sigurgeirsdóttir, f. 23.7.1928, hús- freyja á Bakka í Leirársveit; Benný Sigurgeirsdóttir, f. 9.9.1929, hús- móðir á Akranesi, Jónbjörn Sigur- geirsson, f. 2.3.1931, d. 5.8.1951; Fanney Sigurgeirsdóttir, f. 29.5. 1932, ræstingakona í Reykjavík; María Sigurgeirsdóttir, f. 30.8.1933, húsmóðir í Reykjavík; Margrét Sig- urbjörg Sigurgeirsdóttir, f. 1.9.1936, starfsmaður hjá Pósti og síma á Sel- fossi; Sigvaldi Friögeirsson, f. 16.2. Friðgeir Sigurgeirsson. 1939, starfsmaður hjá tollstjóraemb- ættinuíReykjavík. Foreldrar Friðgeirs vom Sigur- geir Björnsson, f. 25.10.1899, d. 18.11. 1943, símritari og síðar bakari í Reykjavík, og Fanney Jónsdóttir, f. 7.3.1909, d. 26.10.1943, húsmóðir. Friðgeir verður að heiman á af- mæhsdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.