Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995
3
Fréttir
Sendill hjá Vátryggingafélagi Islands hefur kært yfirmann tjónaskoðimarstöðvar félagsins:
Sló mig skyndilega í
andlitið með mðppu
- forráðamenn VÍ S líta málið alvarlegum augum
„Eg kom til aö sækja gögn til aö
keyra út. Þá kom yfirmaður stöðv-
arinnar og spuröi hvaö orðið heföi
af ábyrgðarbréfinu sem ég fór meö
til sýslumannsins í Reykjavik í
byijun mánaðarins en bréfið hefur
einhverra hluta vegna ekki komið
fram. Hann vildi að ég færi til
sýslumanns og lýsti því nákvæm-
lega þegar ég fór með bréfið. Ég
sagðist ekki þurfa að fara þangað,
þetta væri ekki mín sök, en hann
sagði að ég ætti að hlýða hans skip-
unum í einu og öllu. Ég sagðist
vera mannlegur og vera með mínar
skoðanir og vinnubrögð. Hann var
orðinn svolítið æstur og ég sagði
honum að slaka á. Þá sló hann mig
skyndilega í andlitið með möppu
sem hann hélt á,“ sagði Guðmund-
ur Hrafnkelsson, sendill hjá Vá-
tryggingafélagi íslands, VÍS, í sam-
tali við DV en hann hefur kært yfir-
mann tjónaskoðunarstöðvar VÍS í
Kópavogi til lögreglunnar í Kópa-
vogi fyrir líkamsárás sem á að hafa
átt sér stað í gærmorgun. Áverka
hlaut Guðmundur ekki en var
aumur í kinnbeini fram eftir degi.
Óttast uppsögn
Eftir að hafa lagt fram kæru fór
Guðmundur í höfuðstöðvar VÍS í
Ármúlanum og hitti að máli yfir-
mann sinn þar. Guðmundur segir
hann ekki hafa sýnt málinu neinn
áhuga. í ljósi þeirra viðbragða seg-
ist Guðmundur óttast að honum
verði sagt upp hjá VÍS en ætlar þó
„Þetta högg kom mér í opna
skjöldu en ég veitti enga mót-
spyrnu,“ segir Guðmundur Hrafn-
kelsson, sendill hjá VÍS, m.a. við
DV. DV-mynd GVA
að mæta ósmeykur til vinnu sinnar
í dag.
Guðmundur hefur verið sendill
hjá VÍS frá 1989 og er m.a. í föstum
ferðum til tjónaskoðunarstöðvar-
innar í Kópavogi.
Kom mér í
opna skjöldu
„Þetta högg kom mér í opna
skjöldu en ég veitti enga mót-
spymu. Mér finnst að maður í þess-
ari stöðu eigi að'sýna fordæmi með
góðri framkomu en ekki með svona
vinnubrögðum. Ég segi bara að
sem betur fer var ég ekki viðskipta-
vinur fyrirtækisins," segir Guð-
mundur.
Kristján Tryggvason, yfirmaður
tjónaskoðunarstöðvarinnar í
Kópavogi, vildi ekkert láta hafa eft-
ir sér um málið þegar DV hafði
samband við hann.
VÍS vill komast til botns
Benedikt Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs VÍS,
sem Guðmundur leitaði til, sagði
við DV að fyrirtækið liti málið al-
varlegum augum. Komast þyrfti til
botns í því hvað gerst hefði milli
Guðmundar og Kristjáns og fylgst
yrði með rannsókn og niðurstöðu
lögreglu.
„Ég hef rætt við yfirmenn Krist-
jáns og hann hefur sagt öðruvísi frá
samskiptum sínum við Guðmund
en Guðmundur sagði mér sjálfur,"
sagðiBenedikt. -bjb
Smuguveiðamar:
Fjórir togarar
í ördeyðu
- faraekkiáSvalbarðasvæðið
„Það er nánast ördeyða í Smugunni
um þessar mundir. í fyrra fóru menn
ekki að veiða þar að neinu ráði fyrr
en 12. júlí. Um þetta leyti þá voru
skipin að veiða á Svalbarðasvæðinu.
Þangað fara þau ekki nú til þorsk-
veiða vegna óvissunar sem ríkir eftir
að skipin voru tekin þar í fyrra og
dóma sem Norðmenn létu ganga,“
sagði Sævaldur Gunnarsson, hjá
Hraðfrystistöð Þórshafnar, í samtali
viðDV.
Hann sagði að nú væru bara fjögur
skip að leita og reyna veiðar í Smug-
unni, Hólmanesið væri farið heim.
Stakfelhð er með rækjutroll og hef-
ur verið að reyna rækjuveiðar á
Svalbarðasvæðinu, sem er heimilt
þar sem rækjan er ekki kvótasett
þar. Að sögn Sævalds hefur veiðin
verið heldur dræm.
Hann segir að það komi mönnum
ekki á óvart þótt veiðin sé dræm nú.
Það sé ekki búist við að veiðin glæð-
is fyrr en upp úr miðjum júlí.
Tálknafjörður:
Sjómanna-
samningarnir
voru felldftr
- reynaaðsemjaíhéraði
„Það er nú ekki stór hópur sjó-
manna hér á Tálknafirði en þeir
mættu átta á fundinn á laugardaginn
og 5 höfnuðu sjómannasamningun-
um en 3 voru með. Ástæðan fyrir því
að þeir felldu samninga er sú að í
þeim er gert ráð fyrir að skiptapró-
senta á línuveiðum lækki ef beitt er
með beitningavél. Og þannig er það
á línubátnum hér sem þessir menn
eru á. Þetta sætta þeir sig ekki við
og felldu samningana," sagði Kristín
Ólafsdóttir, formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Tálknafiarðar, í
samtali við DV.
Hún sagði að nú yrði bara farið í
samninga um þetta mál heima í hér-
aði. Það væri ekkert verkfall vegna
þessa og hún sagðist sannfærð um
að samningar tækjust fljótlega.
DAGANA 26.-3D. JUNI
WM22PE 1 □□□ SNÚNINGA ÞVDTTAVÉL, TEKUR 5 KG. WM32PE 1 200 SNÚNINGA ÞVCTTTAVÉL, TEKUR 5 KG
Söluaöilar: REYKJAVÍK:Hekla, Innkaupadeild
HAFNARF JÖRÐUR: Rafmætti,
KEFLAVÍK:Stapafell,
BORGARIMES:k aupfélag Borgfíröinga,
AKRAIMES:Rafþjónusta Sigurdórs,
HVAMMSTAIMGI:Kaupfélag Húnvetninga,
AKUREYRhVerkfærabúöin
dótturfyrirtæki General Electric
HEKLA
5 ÁRA ÁBYRGÐ Á VARAHLUTUM
SELFOSS:Kaupfélag Árnesinga
j
-fivÍFvfett- !“: «•. “jzj *••■“** ■y'
i '
Hapwt * V J V y