Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995
5
Fréttir
DV rekur aftur 28 ættliði Skarðsættarinnar:
Hef ur búið að
Skarði frá
landnámsöld
„Ættin hefur búiö hér að Skaröi
allt frá því á landnámsöld og ég neita
því ekki að þaö er mjög gaman aö
geta sagt frá því. Við vorum aö láta
skíra barnabam mitt, Kristin Helga
Bogason, nýlega. Viö teljum hann að
vísu 29. ættliðinn samkvæmt okkar
útreikninginn. Ingibjörg Dögg, næsti
ætthöur á undan, var fermd við sama
tækifæri. Hún hélt Kristni Helga
undir skírn,“ sagði Þórunn Hilmars-
dóttir, húsfreyja aö Skarði á Skarös-
strönd. DV rekur í dag Skarðsættina
aftur um 28 ætthði, allt til Húnboga
Þorghssonar en hann er líklega
fæddur á 11. öld. Ekki er vitað hverra
manna hann er en ein hugmyndin
er sú að hann sé bróðir Ara fróða
ÞorgUssonar.
Skarðsættin hefur aha tíð átt búið
að Skarði en svo virðist sem sumir
ættliðirnir hafi aldrei búið þar. Ólöf
ríka Loftsdóttir er hklega sú þekkt-
asta af Skarðsættinni og skal engan
undra þótt fólk sé almennt mjög for-
vitið um sögu staðarins og ættarinn-
ar.
„Hingað koma margir til þess að
skoða kirkjuna og þá langar yfirleitt
tU þess að heyra sögu ættarinnar um
leið. Ég hugsa að það sé einsdæmi,
að minnsta kosti hér á landi, að sama
ættin hafi búið á sama stað í þetta
Ingibjörg Dögg heldur hér Kristni Helga, yngsta Skarðsverjanum, undir
skírn. DV-mynd S
Dlangan tima. Ég vona bara að ætt- þrátt fyrir erfiöa tíma í landbúnaðin-
inni auðnist að halda búinu í byggð um,“ sagðiÞórunn. -SV
Bylting 1 sölum Stjömubíós:
Nýtt stafrænt hljóð-
kerfifráSony
- það fullkomnasta í heimi
Stjömubíó hefur tekið í notkun
nýtt og fullkomið stafrænt hljóðkerfi
frá Sony-fyrirtækinu sem nefnist
Sony Dynamic Digital Sound, SDDS.
Af því tílefni komu tíl landsins BUl
Mead, aðstoðarforstjóri alþjóðlegrar
viðskiptadeUdar Sony Intemational,
og Mary Jo Kuehne, framkvæmda-
stjóri stafrænnar deildar Sony, og
vígðu hljóðkerfið hjá Stjörnubíói sl.
föstudag að viðstöddum fjölda gesta.
SDDS verður í notkun í báðum bíó-
sölunum og fyrsta fmmsýning í A-sal
verður nk. föstudag með kvikmynd-
inni Higher Leaming í leikstjórn
John Singletons.
SDDS getur aðeins sýnt þær kvik-
myndir sem framleiddar vom fyrir
kerfið. Kvikmyndafyrirtækin Col-
umbia og Tri Star framleiða kvik-
myndir sínar með SDDS og að sögn
Karls Ottós Schiöth, framkvæmda-
stjóra Stjömubíós, stefnir Sony að
því að ná samningum við fleiri fram-
leiðendur. Þannig em samningar við
Buena Vista langt komnir og hluti
samnings hefur verið gerður við Fox.
SDDS verður tU að byija með aðeins
í Stjömubíói en svo gæti farið að
kerfið verði í fleiri kvikmyndahús-
um á íslandi.
SDDS er sex rása stafrænt kerfi og
tónjöfnuninni er stýrt í gegnum
Windows-tölvuforrit. Helstu kostir
kerfisins er að áhorfandinn heyrir
aldrei hmingar eða sht á meðan sýn-
ingu stendur og hvert einasta smá-
hljóðkemstveltUskUa. -bjb
Karl Ottó Schiöth, framkvæmdastjóri Stjörnubíós, lengst til hægri, ásamt Bill Mead og Mary Jo Kuehne frá Sony
fyrirtækinu sem framleióir SDDS-hljóðkerfið, það fullkomnasta í heimi. DV-mynd BG
Skarðsverjar
- eigendur Skarðs á Skarðsströnd í tuttugu og átta ættliði -
Kristinn Helgi Bogason
f. 17.5.1995
J
Bogi Kristinsson
f. 8.8.1970, trésmiðujjjtegkjv^
Kristinn Jónsson
f. 28.11.1944, bóndi á Skarði
Ingibjörg Kristrún Kristinsdóttir
f. 7.12.1924. húsfr. á Skarði
Elínborg Ingibjörg Bogadóttir
nungs-
veldinu koll-
aðí
Frakklandi
íslendingar undir-
einveldis-
bind nguna við
Friðrik III.
jlfipgl
Bogi Magnúsen
f. 21.8.1851, d. 16.2.1937, b. og trésm. á Skarði |
Kristján Magnúsen
f. 5.12.1801, d. 3.7.1871, sýslum. á Skatði 8
Skúli Magnússon
f. 6.4.1768, d. 14.6.1837, b., sýslum. og kammerr. á Skarði |
Ragnhildur Eggertsdóttir
Eggert Bjarnason
^^^^tlTOSjdSAJ^bárrfáStarði^^^^R
Elín Þorsteinsdóttir
f. 1678, d. 14.3.1746, húsfr. á Skarði
m
Arnfríður Eggertsdóttir |
f. 1648, d. 29.8.1726, húsfr. á Skaiði 1
Eggert Björnsson ríki
Sigriöur Daðadóttir
eigandi Skarðs, kona Bjöms Magnússonar, sýslum. á Ba 1
Daöi Bjarnason
f. 1565, d. 1633, bóndi á Skaiði
Sigríöur Þorleifsdóttir
aðrikja-
samband Dan-
merk r, Noregs
og Svíþjóðar
Þorleifur Pálsson
d. um 1560, jögm. norðan og austan, bjó á Skarði
Sólveig Eggertsdóttir
d. 1495, húsf. á Skarði, kona Páls Jónssonar sýslum.
... » " yiM—iiii
Ólöf Loptsdóttir
húsfr. á Skarði, kona Bjöms Þorleifssonar ríka, hii
*' **——* ■
Loptur Guttormsson ríki
dJ432Jhjr^jjioiðan og austan, riddarijjjójjíödnivojlum^
Guttormur Ormsson
bóndi í Pykkvaskógi
mmmmmmmBm
Ormur Snorrason hiröstjóri
lögm. sunnan og austan á 14. og 15. öld, bjó á Skarði
wmmmmimmsmmmsmmmm....................
Snorri Narfason
d. 9.3.1332, lögm. sunnan og austan, síðar norðan
Narfi Snorrason
d. 1284, bjó á Kolbeinsstöðum
Skarös-Snorri Narfason
d. 13.9.1260, prestur á Skarði
-------agjg------------
mmm
Narfi Snorrason
d. 1202, prestur á Skarði
Snorri Húnbogason
d. 1170, lögsögum. og prestur á Skarði
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir:
Vil breyta nýrri
þýðingu Biblíunnar
- konur verði einnig ávarpaðar
„Ég vil aö í nýrri þýðingu Bibl-
íunnar verði konur líka ávarpaðar.
Núna er allt í karlkyni, jafnvel þótt
augljóst sé að konur séu viðstaddar.
Ég tel að t.d. í Pálsbréfum hafi verið
skrifað bæði til karla og kvenna.
Sums staðar er þetta mjög flókiö og
í mörgum tilvikum er alls ekki ljóst
hvort konur kunni að hafa verið við-
staddar," sagði séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir en hún hefur sent fyrir-
spurn til þýðingamefndar á vegum
kirkjunnar þess efnis hvort ekki sé
hægt að breyta ýmsum atriðum
varðandi kyn í nýrri þýðingu Bibl-
íunnar sem unnið er að þessa dag-
ana.
„Ég geri mér vel grein fyrir því að
þetta krefst mikihar vinnu og um-
hugsunar og að þetta muni mæta
andstöðu margra sem finnst texti
Biblíunnar ekki leyfa breytingar,"
sagði Auður. Hún sagði að þegar
hafi verið gerðar breytingar í þessa
átt þar sem annars vegar sé t.d. talað
mn böm Guðs en ekki syni og hins
vegar um systkini en ekki bræðir.
Búið sé að stíga skref en hún vilji
hafa þau miklu stærri.
Ekki náðist á neinum þýðingar-
nefndarmanna vegna þessa máls en
starfi þeirra þarf að vera lokiö fyrir
aldamót. Þá er stefnt aö útgáfu nýrr-
ar þýðingar á Bibhunni í tilefni af
því að 1000 ár verða hðin frá kristni-
tökunni. -sv/bjb