Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995
Spumingin
Ert þú farin(n) að hlakka
til jólanna?
Guðlaugur Þorsteinsson sölumaður:
Nei. Það er bara svo langt í þau.
Hrefna Ingvarsdóttir kennari: Nei.
Ég er bara ekki farin að hugsa það
langt.
Hiidur Grétarsdóttir nemi: Ekkert
rosalega. Það er langt í þau.
íris Grímsdóttir nemi: Nei. Ekkert
rosalega.
Gísli Freyr Svavarsson: Nei.
Rósa Ólafsdóttir skrifstofustjóri: Nei.
Þau eru nýbúin.
Lesendur
Ahugi á Asíuvið-
skiptum þverrandi
Bjarni Ólafsson skrifar:
Þaö er áreiðanlega réttmætt að
kanna til hlítar alla möguleika okkar
á viðskiptum og þá einkanlega við-
skiptum sem miða að því að selja
afurðir okkar og framleiðslu á sem
hæstu verði eða bestum kjörum, eins
og það er stundum orðað. Utanríkis-
viðskipti okkar eru ekki margþætt
og fremur lítil umfangs miðað við
aðrar þjóðir. Við þurfum því ekki
stóra eða margslungna markaði fyrir
okkar afurðir. Við þekkjum þær
þjóðir sem kaupa og sækjast eftir
hskinum, og önnur framleiðsla okk-
ar er ekki það sérhæfö að við þekkj-
um ekki væntanlega kaupendur.
Við höfum átt viðskipti við erlenda
aðila víða um heim og ekki alltaf
fengið greitt fyrir að fullu, og stund-
um lent í hremmingum eins og í Níg-
eríu. Hinar vestrænu þjóðir, ásamt
Japönum eru okkar bestu kaupend-
ur á meginhluta okkar afurða. Litlar
undirtektir fá tilraunir okkar til að
selja t.d. fisk annars staðar. Við get-
um svo gert okkur til gamans að leyfa
ráðherrum og öðrum áhugamönnum
að fara vítt og breitt um heiminn til
að gefa yfirlýsingar um eflingu við-
skipta milli íslands og hinna ýmsu
þjóða. En þar er bara um að ræða
fugla í skógi. Þar er ekkert fast í
hendi sem ekki er von.
Við höfum séð ráðherra okkar fara
til Kína, hvern á eftir öðrum með
fríðu föruneyti til að kíkja í lakkrís-
potta hjá draumóraprinsum, en á
þessar ferðir verður að líta sem
hreinar skemmtireisur og ekkert
annað. Sama er uppi á teningnum
þegar við tökum á móti kínverskum
sendinefndum hér. Þær skoða Gull-
foss, Geysi og Þingvelli (ef fært er
þangað) og þær skoða hausskuröar-
vélar og ormatínslu hjá iðnum flsk-
vinnslukonum og láta vel yfir. Ekk-
ert af þessu er til að auka viðskipti
okkar í Kína. Og verður aldrei. Við
stöndum eftir með okkar grónu við-
skiptalönd í bakhöndinni.
Og hverjum dettur í hug að við för-
um að senda afurðir til Kína, Víet-
nams eða annarra Asíulanda, um
slíka óraíjarlægðir? Um Japans-
markað einan gegnir öðru máli. Þar
er löng hefð fyrir flskneyslu og þar
er áhugi fyrir hendi og Japanir eru
menn til að greiða verð sem við sætt-
um okkur við. Áhugi fyrir Asíuvið-
skiptum þverr því óöum, og því meir
sem fleiri sendinefndir koma hingað
í boði okkar eða í gagnkvæmum
kurteisisheimsóknum fyrir flandur
ráðamanna okkar og fylgdarhð
þeirra.
Beðið í Leifsstöð. - Kinversk sendinefnd brátt í höfn.
Annmarkar á Þjóðskjalasaf ni
Andrés Guðnason skrifar:
Þjóðskjalasafnið hefur nú fengið til
afnota lestarsal Landsbókasafnsins,
og er rými miklu meira en áður fyrir
þá sem þurfa að glugga í þjóðskjöl.
En gestir reka sig fljött á annmarka
viö að vinna þarna vegna atgangs
ráðskonu þeirrar er telur sig ráða
húsum.
Á því bar reyndar áður en plássið '
stækkaði að ráðskona var með að-
fmnslur við fólk ef þaö fór ekki í öllu
að hennar ráðum í meðferð bóka eða
sinnti ekki þeim reglugerðum sem
hún haföi sett, og voru hinar fárán-
legustu.
#
Nú hefur ráðskona þessi bætt um
betur og viU fá að vita hvað maður
skrifar hjá sér, og skal manni ekki
detta í hug að skrifa meö eigjn penna.
Safniö skaffar iUa yddaöan blýant
sem skriffæri. Og vissara er að gæta
að hvað þú ert með í fórum þínum
af pappírum, prentuðum eða skrifuð-
um.
Ef fræðimenn verða hraktir burt
af safninu vegna sérvisku eða frekju
safnvarða er Ula farið. Og er þá raun-
ar ekki annað að gera en að kvarta
til menntamálaráðuneytis. Safnið er
jú fyrir þá sem fræðistörf stunda en
ekki séreign einhverrar umsjónar-
eða ráðskonu sem ekki umgengst
fólk eins og þjóni almennings ber að
gera.
Uppörvandi hugmyndir hjá Af Ivaka
Gunnsteinn skrifar:
Fróðlegt var að lesa um starfsemi
Aflvaka Reykjavíkur hf. sem starfað
hefur nú um árabil. AthygUsvert er
að heyra um þær hugmyndir sem
borist hafa til félagsins frá ýmsum
aðilum og sýnir það að af mörgum
verkefnum er að taka þegar og ef
einhver skilningur verður sýndur
æim sem þama em að baki. Ekki
ŒMHHMþjónusta
allan sólarhringinn
Aöeins 39,90 mínútan
— eða hringið í síma
563 2700
vnttli kl. 14 og 16
Endurvinnsla neta er eitt þeirra
verkefna sem bréfritari nefnir sem
atvinnuskapandi verkefni hér á
landi.
er t.d. hægt að ætlast til að menn
komist hjá því að æskja lánafyrir-
greiðslu við þessi verkefni.
Þetta minnir mig líka á það sem
Jón Erlendsson í Upplýsingaþjón-
ustu Háskólans hefur veriö að skrifa
um, að það vantar kannski síst hug-
myndir en frumkvæði skortir hjá
einstaklingum tU að koma þeim í
framkvæmd. Þama kemur einmitt
félag eins og Aflvaki Reykjavíkur
sterklega inn í myndina með stuðn-
ingi sínum við einstaklinga og fyrir-
tæki að útfæra þær hugmyndir sem
helstar má telja að skili árangri og
atvinnutækifæram.
Það er ekki ónýtt ef sumar þessar
hugmyndir gætu orðið að veruleika.
Ég nefni t.d. endurvinnslu neta, vél-
menni eða róbóta í umferðarstjóm-
un, stúdíó-íbúðir fyrir ferðamenn,
gæludýragæslu, nýja gerð nagla-
dekkja (sem áður hefur þó verið til
umræðu hér á landi), heilsumiöstöð
fyrir útlendinga, framleiðslu garð-
húsgagna og margt margt fleira.,
Hér eru uppörvandi hugmyndir
sem gætu, ef vel er að verki staðið,
orðið stór viðbótarþáttur í iðnaði,
smáum eða stórum eftir atvikum.
Og þama er ekki verið að byggja á
að útlendingar þurfi að koma hingað
sérstaklega til fjárfestingar. Þetta
ættu enda að vera heimaverkefni ís-
lendinga sjálfra.
DV
Rétturviðríkis-
ráðningu
H.P. skrifar:
Ég vann hjá fyrirtæki einu í 15
ár og fékk síðan vinnu hjá ríkis-
stofnun. Ég þurfti að skila vott-
orði sem staöfesti þessi 15 ára
störf hjá viðkomandi fyrirtæki.
Síðan var mér ijáð að reglumar
hjá ríkinu viöurkenndu sjö og
hálft ár af þessum 15. Gott og
vel. Síðar frétti ég aö maður einn
sem haföi unnið i 12 ár hjá öðru
fyrirtæki heföi fengið 6 ár, en
hafði þó aðeins verið í hálfs dags
starfi híá fyrrverandi vinnuveit-
anda. Þarna fmnst mér mismun-
að og það meira en lítið. Nú ættu
þeir hjá BSRB og ASÍ að taka sig
til og samræma þessar reglur og
kynna síöan opinberlega.
Konaáframsem
forseti
Pétur Kristjánsson skrifar:
Ég vil lýsa stuöningj við hug-
mynd varðandi forsetaembættið
og hver situr það næsta kjörtíma-
bil. Ég lýsi fyrst eindregnum
stuðningi viö frú Vigdísi gefi hún
kost á sér áfram. Og svo hitt að
verði hún ekki áfram í embætti
verði reynt að fá aðra hæfa ein-
hleypa konu. Þaö er ekki til fagn-
aðar fyrir neinn karlmann að
verða forsetamaður á Bessastöð-
um, svo miklir smámunaseggir
og öfundarmenn sem við íslend-
ingar eram. Honum yrði einfald-
lega ekki vært sem eiginmanni
kvenforseta. Að þessu skulum viö
gæta.
Brunamála-
stjórnin situr
Ari hringdi:
Það var gert mikið veður út af
því að stjórn Brunamálstofhunar
heföi hótað að segja af sér vegna
ósamkomulags viö brunamála-
stjóra. Ég var alltaf vantrúaður á
að þar fylgdu athafnir orðum. Og
branamálastjómin situr enn.
Hver vill lika missa af launum
fyrir stjórnarsetu? Þetta era nú
einu sinni eftirsóttustu opinberu
bitlingamir. Ég á eftir að sjá
menn hlaupa langL
Kínverskaðvör-
untilokkar
Gunnar Guðjónsson skrifar:
Kínverskir fyrirmenn era hér í
heimsókn. Allt gott um það. Ekki
verö ég var viö mótmæli vinstri
mannanna nú, líkt og þegar þeir
hötuðust viö Peres utanríkisráð-
herra ísraels hér, og þó eru Kín-
verjar þekktari fyrir pyntingar á
eigin fólki en flestir aðrir. Við
faum líka aðvörun frá kínverska
aðstoðarforsætisráðherranum:
Ekki taka of mikið mark á alþjóö-
legum fréttaflutningi af mann-
réttindum í Kina. Nei, nei, við
skulum ekki gera það, íslending-
ar. Við skulum bara rjátla við
hrosshárið okkar.
Erna skrifar:
Menn undrast lélega niður-
stöðu í íslenskuprófum unglinga
á meöan enskukimnáttan fer
hraövaxandi og hærri einkunnir
í þessu heimsmáli en íslensku.
En þarf nokkum að undra? Ég á
ekki við kvikmyndir hins ensku-
mælandi heims, sem eru þýddar,
mismunandi vel að vísu en þó á
mælt mál. Ég gagnrýni hins veg-
ar að halda aö óvitum á leikskól-
um bjöguðu bamamáli og ensku-
slettum eins og sjónvarpsfrétt bar
með sér nýlega frá bamahátíð í
Kópavogi. Þar var ungviöiö látið
syngja þennan lika frábæra texta:
Hér er ég, hér er ég, vulli, vulli,
vuili hobsa sa!