Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 Menring Fjölbreytileiki frumkvöðuls 1 bók um LeifBreiðfjörð eftir Aðalstein Ingólfsson Leifur Breiðfjörð. Ferskur Andblær í upphafi umfjöUunar sinnar um líf og list Leifs Breiö- fjörðs í þessari bók getur Aðalsteinn Ingólfsson þess að Dagblaðið Vísir hafi fagnað hans fyrstu einkasýn- ingu 1969 með stríðsfyrirsögn á forsíðu: „Glermynda- hstin eignast frumkvöðul á Islandi". Öðruvísi mér áöur brá og í dag mega listspírur teljast heppnar aö sýninga þeirra sé yfirleitt getið. Þó verður ekki fram hjá því htiö að vissulega hefur Leifur rutt brautina fyrir gler- hstina hér á landi og hann telst fyrstur íslendinga hafa sérhæft sig í glerlist. Áður höfðu hstakonumar Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir þó gert nokkra stein- glersglugga og að mati Aðalsteins má telja glugga Gerð- ar í kapellu Ehiheimihsins í Reykjavík upphaf íslenskr- ar glerhstar í nútíð. Þetta upphaf er þó ekki rakið ítar- lega heldur kastljósinu beint að því frumkvæöi Kurts Ziers, skólastjóra Myndhsta- og handíðaskólans, að fá til landsins skoskan glermyndasmið sérstaklega th að kenna nemandanum Leifi Breiðfjörð. Kennslan bar þann árangur að Leifur hélt til Edinborgar til fram- haldsnáms í glermyndagerð. Samspil og samruni Aðalsteinn getur tveggja sterkra áhrifavalda á list Leifs á mótunarárum hans sem hstamanns. Annars vegar áherslunnar á hinn arkitektóníska þátt glerlist- arinnar, þ.e. á samspil glerlistar og bygginga, sem var í námi hans í Skotlandi. Hins vegar þeirrar málamiðl- unar á milli flatra figúra og óhlutlægra forma sem fólst í því afbrigði popphstar er réö lögum og lofum fyrir og eftir 1970. List Leifs hefur aha tíð dregið dám af báðum þessum áherslum. Hann hefur jafnan lagt mikla vinnu í að rannsaka sögu þeirra bygginga sem hann skreytir meö gleri, sem og hiutverk þeirra í sam- félaginu og hvernig birtu nýtur í þeim á öllum tímum sólarhringsins. Einnig eru glermyndir Leifs enn sem fyrr samruni og sáttargjörð flatra fígúra og óhlutlægra forma. Aðalsteinn tekur ítarlega fyrir nokkur stærstu glerverk Leifs, þ. á m. gluggana í flugstöð Leifs Eiríks- sonar og í St. Giles kirkjunni í Edinborg. Þeir síðar- nefndu hljóta enn að teljast mesta stórvirki Leifs, en það vann hann árið 1983 og hafði tillaga hans þá verið valin til útfærslu eftir að tihögum fimmtíu glerhsta- manna, margra heimsþekktra, hafði verið hafnað. ítarlegar upplýsingar og fagleg vinna Bók þessi er gefin út öðrum þræði í tilefni af fimm- tíu ára afmæh hstamannsins um þessar mundir, en sé mið tekið af því að hér er um hstamann í fullu fjöri Bókmenntir Ólafur J. Engilbertsson að ræða, sem er varla hálfnaður með ævistarf sitt, hlýtur útkoman að teljast fjölskrúðug og áhugavekj- andi. Kapp er lagt á að koma einnig að teikningum, lágmyndum og skúlptúrum hstamannsins. Ljósmynd- ir eru margar í bókinni, alls 68 talsins á jafn mörgum blaðsíðum. Listamaðurinn hannaði útht bókarinnar sjálfur og á flestar myndirnar, en margar hefur nafni hans Þorsteinsson einnig tekið. Bókin er faglega unn- in í Prentsmiðjunni Odda og hefur htgreining tekist með ágætum. Bókin er á þýsku og ensku auk íslensku og upplýsingar um hstamanninn eru óvenju ítarlegar og mættu aðrir útgefendur hstaverkabóka taka þær til fyrirmyndar. Það er helst að maður sakni einhverr- ar persónlegri nándar við listamanninn í bókinni. T.a.m. er þar engin ljósmynd úr vinnustofu hans eða heimili eða útskýring á verktækni eða þvíumlíku sem forvitnilegt hefði verið fyrir áhugafólk um glerlist. Höfundur: Aðalsteinn Ingólfsson. Útgefandi: Mál og menning í samvinnu við Schanbacher 1995. 68 blaðsíður i stóru broti. Annað hefti tímaritsins Andblæs birtir eins og heftið í fyrra ljóð, leik- rit og sögur úr veruleika og draumi. Höfundar eru 22 og þeirra á meðal bæði þekkt skáld og htt þekkt. Auk þess á Sigurður A. Magnússon síðbú- inn ritdóm um skáldsöguna Hreiðriö eftir Olaf Jóhann Sigurðsson sem kom út 1972. Síðbúinn ritdómur Meðal þekktra skálda í heftinu er Þórður Helgason sem þar á þrjú ágæt ljóð. Þórði er einstaklega lagið að bregöa upp skörpum mannlífsmyndum í stuttum texta. í „Einni stund“ verður nútímamaður á hraðferð bensínlaus fjarri mannabyggð. Hann sest við veginn og kveikir sér í sígarettu meðan hann bíöur eftir næsta bíl sem fer um heiðina. En það kemur enginn. Loks lítur hann í kringum sig og sér undrið: Alveg furðulegt, hugsaði maðurinn, að svo hittist á þegar ég verð bensín- laus uppi á miðri heiði að þá skuli ég hitta fyrir mosaþúfu, fjöll, ár, gamla brú og fossa og auk þess stöðuvatn þar sem synda endur og svanir. Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir ísland, sækjum það heim Stefán Snævarr á tvö skemmtileg ljóð um hamskipti. Birgir Svan Símon- arson yrkir „Næturljóð" um drauma alls sem er um annað hlutskipti, drauma kviksettra manna um flug, laglausra manna um söng, heimaln- ingsins um fjarlæg fjöll, hafsins um að ganga á land. Hann á einnig „Ást- arljóð“ um allt sem maðurinn myndi gera, væri hann lifandi. Það endar svona: Ef væri ég lifandi mundi ég feta í logandi fótspor brennuvarga og tendra bál í líkama þínum. Og í stað þess að hverfa af vettvangi leggði ég að fótum þínum skærustu kvöldstjömuna. Gott er að sjá í heftinu bæði ljóð og örleikrit eftir Kjartan Árnason sem lítið hefur heyrst frá undanfarin ár. Sömuleiðis Ágúst Borgþór Sverrisson sem á smásöguna „Flugeldar". Líklega hefur hann líka þýtt erótísk prósa- ljóð (eða örsögur?) Ute Kandulski, sérkennilega aðlaðandi texta. Ólöf Ýrr Atladóttir á sögu um hinn dæmigerða þríhyrning, fráskilin hjón og barn þeirra, vel sagöa frá sjónarhóh bamsins. Birgitta Jónsdóttir á langt ljóö í bókmenntahluta heftisins um líf kon- unnar og bæði ljóð og ævintýri í draumbókmenntahlutanum. í ævintýr- inu segir frá Hring, syni dæmigerðra vinnuþjarka í glæsilegu raðhúsi, sem dreymir. í einum draumi hittir hann huldufólk sem fagnar honum vel. í þós kemur að með draumum sínum hefur hann lengt líf þess, því það nærist á draumum og mennina er hætt aö dreyma: „Óskir þeirra urðu að einhveiju sem okkur var aldrei ætlað að uppfylla. Óskir um tíma.“ Mennimir hafa engan tíma til að láta sig dreyma og þess vegna er huldufólkið að deyja út. Athyglisverð hugmynd. Það er frísklegur bragur á þessu tímariti. Ohátíðleikinn er stærsti kost- urinn við sjálfsprottnu tímaritin sem lifa því miður aðeins svo lengi sem útgefendur þeirra orka að vinna við þau í sjálíboðavinnu. Þau era nauö- synleg í bókmenntaíífinu vegna þess að þau gefa nýjum höfundum tæki- færi og veita gömlu tímaritunum aðhald. Þegar þau hætta söknum við þeirra sárt. Svart á hvítu, Teningur, Ský. Blessuð sé minning þeirra. Andblær lifi! Andblœr. Bókmennlir og draumbókmenntir. 2. tbl. 1995. Biluð klukka ogfleira Hvítur himinn úr glugga heitir nýjasta ljóðabók Ara Gísla Bragasonar og sækir höfundur titilinn í eftirfar- andi ljóð: Orð þagnarinnar eru engum viðkomandi Nóttin er fol, dagamir andht Það birti fallega Göngustígurinn var greiðfær engin sól, aðeins hvítur himinn iðandi mannhf, séð úr glugga Klukkan biluð Þetta er eitt af betri ljóöum bókarinnar, myndrænt og vel upp byggt. Augnablikið er fryst í kyrrlátri nátt- úrulýsingu, síðan kemst hreyfing á sviðið meö fólkinu sem þyrpist út í morguninn og lífið og að lokum bein- ist sýnin að manni sem horfir á heiminn í gegnum gler og er ekki þátttakandi í því sem augað nemur. Hann er innikróaður í þögninni, klukkan biluö, tíminn stopp. Þessa einmanalegu og dapurlegu sýn dregur Ari Gísh viðar upp, þó ekki alltaf á jafn áhrifaríkan hátt og hér. Ljóðin Hvað vantar, Brennimark raun- veruleikans og Draumur eru skreytt með orðum eins og vonbrigði og ótti, tómleiki og tilgangsleysi án þess þó að tilfinningarnar sem vísað er til skih sér fyllilega til lesandans. Eins eru tvö lengstu ljóð bókarinnar, Frambjóðandi á ferð og flugi og Manstu í misheppn- aðri kantinum. Manstu er ljúfsár ástaróður sem drukknar í tilgerð og í Frambjóðandanum er gerð til- raun til að hæðast að innihaldshtlum kosningaloforð- um póhtíkusa: Ljóðið hefst svona: Komiði öh blessuð og sæl jú ég stend með þeim málaflokki ég átti eitt sinn kött jú jú betri aðbúnað jú jú ... Þannig heldur ljóðið áfram með endalausum loforða- flaumi skreytt með jú-jú-um og ha-i, þreytandi lesn- ing, sneydd þeim broddi sem nauðsynlegur er í ljóðum í þessum anda. Kaldhæðni og kímni beitir Ari Gísli hins vegar með ágætum árangri í Handabandi götu- manna og Utangarðsmönnum eins og eftirfarandi er- indi úr Handabandi gefur til kynna: „Hann var ekki fæddur / í þennan heim til að tala / en / allt annað / fór honum fjandi vel“. í þessum ljóðum er, eins og titl- arnir gefa til kynna, fjallað um líf utangarðsmanna og í stað þess að lýsa tilfinningum með orðum bregður höfundur sér í hlutverk hlutlauss skoðanda sem er Ari Gísli Bragason. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir þó greinilega langt frá því að standa á sama um örlög þeirra sem um er ort. Hann lýsir því sem hann sér af skilningi og næmi og í gegnum þær myndir skha sér þær kenndir sem lýst var eftir hér að framan. Svipuðum áhrifum nær höfundur í ljóðinu New York en þar er hann á göturölti og dregur í líflegu ljóði upp fimm orðfáar, einfaldar en eftirminmlegar myndir af litríku mannlífi stórborgarinnar. Hér heldur höfund- urinn vissri fjarlægö, er afslappaður og kæralaus en þó ekki skeytingarlaus og þaö er í slíkum ljóöum sem honum tekst best upp. Hvitur himinn úr glugga Ari Gísli Bragason. Bókavaröan 1995.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.