Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 Fréttir Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins í Kópavogi: Prestar labba yf ir valdalausan biskup - skammarleg hegðun, segir Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir 1 Vestmannaeyj um „Mér finnst þetta sorglegt. Prest- arnir eiga að vera fyrirmynd hjarð- arinnar og berjast gegn synd og rang- læti en miðað við það sem hefur ver- ið að gerast innan kirkjunnar með framhjáhaldi, hjónaskiínaði og í ýmiss konar siðleysi er eðlilegt að kirkjan fái ávöxt sundrungar. Þetta er skammarlegt og ekki kristileg hegðun hjá prestunum. Hið postul- lega kennivald þarf að fá meiri virð- ingu innan kirkjunnar og organisti, kirkjukór og sóknarnefnd í Lang- holtskirkju ættu að beygja sig undir kennivald prestsins," segir Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir Betel- safnaðarins í Vestmannaeyjum. DV hefur greint frá því að borið hafi á ágreiningi innan þjóðkirkj- unnar á prestastefnu í Háteigskirkju og að samskiptaerfiðleika milli bisk- ups og presta varðandi skipun prests í Hveragerði og samskiptaerfiðleika sóknarprests, organista og sóknar- nefndar í Langholtskirkju hafi borið á góma. Ástandið innan þjóðkirkj- unnar var borið undir forstööumenn nokkurra safnaða utan þjóðkirkj- unnar. „Ég held að þjóðkirkjan geti ekki náð friöi í störfum sínum fyrr en biskup fær meira vald til að skipa presta. Prestar bera ekki virðingu fyrir biskupi því að hann hefur ekki valdið. Þeir geta labbað yfir hann eins og þeim sýnist. Margar sóknar- nefndir hafa tekið sér of mikið vald og því er biskupsembættið rýrara en það hefur verið lengi," segir Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Kross- ins. - Er þetta kristileg hegðun? „Nei, þetta er ekki kristilegt. Þetta er klaufalegt. Menn eru kristnir og vilja vel en hafa ekki nægan þroska til að vinna þessi mál á réttum vett- vangi,“ segir Gunnar. „Óeiningin innan þjóðkirkjunnar er ekkert meiri en áöur hefur verið. Skiptar skoðanir eru um starfsað- ferðir og skipulag og það er ekkert skrítið en mér finnst þetta kannski einum of mikill órói,“ segir Eiður Einarsson, forstöðumaður Vegarins. -GHS Séra Flóki Kristinsson og herra Ólafur Skúlason biskup ræóast við á prestastefnu. Séra Flóki Kristinsson: Biskup missti sijórnásér „Ég held að biskup hafi misst stjóm á sér þegar hann fór að tíma- setja fundinn þvi að það var náttúr- lega kjánalegt. Það var einmitt talað um það í einni ræðunni á presta- stefnunni að menn ættu ekki að flýta sér í safnaðardeilum en biskup varð svo reiður viö mig og annan prest aö hann gjörsamlega missti stjórn á sér. Á fundi réðst hann að mér og heimtaði að fá að vita hvort ég væri heimildarmaður að frétt Stöðvar 2,“ segir séra Flóki Kristinsson, sóknar- prestur í Langholtskirkju, um ágreininginn innan kirkjunnar. DV hafði símasamband við séra Flóka til að bera undir hann efnisatr- iði fréttaljóss í blaðinu í síðustu viku þar sem greint var frá ágreiningnum innan Langholtskirkju og kraum- andi hita á prestastefnu út af Lang- holtskirkjumálinu og skipan prests í Hveragerði og kom þá nýleg frétt Stöðvar 2 um óróleikann innan þjóð- kirkjunnar til umræöu. Séra Flóki vildi ekkert láta hafa eftir sér um þessi mál en sagði að ágreiningurinn innan Langholtskirkju væri að leys- ast en ekkert lægi á með að halda síðasta sáttafund með deiluaðilum. „Séra Ragnar Fjalar er búinn að ganga frá þessu í meginatriðum. Samkomulagið felst fyrst og fremst í því að við erum að koma okkur inn á verklag með hreinni verkaskipt- ingu milli mín og organistans. Svo fæ ég ákveðna umræðu í gang um orgelið innan sóknarnefndarinnar og hvernig verður búið að því í söng- húsinu. Þetta er það sem þurfti að gerast þannig að ég fer sáttur frá borði,“ segir séra Flóki. Búist er við að sáttafundurinn verðihaldinnívikunni. -GHS í dag mælir Dagfari_______________ Utanaðkomandi þrýstingur Deilan í álverinu virðist ætla að leysast á friðsamlegan hátt. Að vísu eiga starfsmenn enn eftir aö greiöa atkvæði um samkomulagið sem viðsemjendur þeirra gerðu á loka- sprettinum þegar aðeins fáar klukkustundir voru eftir þangað til allt stöðvaðist í álverinu. Það verður hins vegar að heita ólíklegt að samningurinn verði felldur, vegna þess að starfsmenn fengu nokkurn veginn þaö sem þeir höfðu beðið um og eiga heldur ekki annars úrkosti en taka viö því sem að þeim er rétt. Ríkisstjómin beið nefnilega tilbúin með bráöa- birgðalög í handraðanum sem bönnuðu verkfallið og Alusuisse beið með tilkynninguna um að ál- verinu yrði lokað fyrir fullt og allt, ef verkfall stöðvaði reksturinn. Þegar fulltrúi Vinnuveitenda- sambandins gleðst yfir því að sam- ið hafi verið án „utanaðkomandi þrýstings" á hann einmitt við það að ríkisstjómin þurfti ekki að grípa til bráöbirgðalaganna og Alusuisse þurfti ekki aö loka fyrir fullt og allt. Það er að sjálfsögöu voða gaman aö vera í verkfalli og leika verka- lýðsleiðtoga og standa í samninga- þjarki í karphúsinu í nokkrar vik- ur. Þetta er átaksverkefni sem mennirnir sem em í forystu verka- lýðsfélaganna fá borgað fyrir og þeir verða vitaskuld aö vinna fyrir kaupinu sínu við og við og boöa til verkfalla til að menn skilji að þeir sinni starfinu. Það er að sjálfsögðu ágætt hjá forstjórum álversins að semja um það í einum samningum að starfs- menn fái hlutdeild í hagræðingu og arði án þess að standa við það, meðan hægt er að komast upp með það. Þeir sýna þá gagnvart eigend- unum út í Sviss og annars staðar í heiminum að álverið á íslandi er rekið af hörku og starfsmönnum gefið langt nef. Það er þeirra hlut- verk að þráast við þegar starfs- menn heimta hærri laun og meiri útgjöld af hálfu verksmiðjunnar og þaö er ekkert sem segir að starfs- menn eigi rétt á því að staðið sé við samninga, meðan þeir heimta nýja samninga um að eldri samn- ingar séu efndir. Nýir samningar eru nýir samn- ingar og hafa ekkert með eldri samninga aö gera og meðan menn eru með hótanir um verkfóll og vinnustöðvanir og einblína stöðugt á hagræðingu geta þeir ekki farið fram á samningsvilja af hálfu viö- semjenda, sem sjá sömuleiðis fram á að hagræðingin fer fyrir bí ef verkfall skellur á. Svo má heldur ekki gleyma því að álversmenn og starfsmenn þeirra hafa hagað því svo að verk- fall skellur ekki á þegar verkfall á að hefjast, heldur hafa menn nokkrar vikur upp á aö hlaupa þangað til slökkt er undir kerun- um. Samningaviðræður í álverinu eru þess vegna eðlilegar og skiljan- legar í ljósi þeirra hlutverka sem viðsemjendur leika og allir geta unað glaðir við sitt í trausti þess að ekki komi til verkfalls. Annars grípur ríkisstjómin í taumana með bráðbirgðalögum og verksmiðj- unni verður lokaö og það hentar engum og allir vita aö ekki kemur til verkfalls. Þess vegna semja menn aldrei fyrr en á síðustu stundu til að nýta tímann og sanna fyrir öðrum að þeir vinni fyrir kaupinu sínu. Þetta er ekki utanaðkomandi þrýstingur, af því aö þrýstingurinn er enginn meðan á samningaviö- ræðum stendur. Það vita allir að ekkert gerist fyrr en á síðustu stundu og það er engin þrýstingur að semja fyrr en á síðustu stundu, þegar viðsemjendur eru sjálfir búnir aö ákveða að ganga til samn- inga til að utanaðkomandi þrýst- ingur verði ekki sagður hafa ráðið úrslitum. Menn eru sem sagt alls ekki að semja til að semja heldur til aö semja til að forða því að sagt veröi að utanaðkomandi þrýstingur hafi leyst deiluna í álverinu. Menn vita sem er að eftir þann tíma er ekkert að semja um og það er betra að semja um eitthvað held- ur en að semja alls ekki neitt, því þá verður ekkert um samninga. Vonandi er eitthvað i þessum samningum sem menn geta svikið svo hægt verði að hefja samninga eftir nokkur ár um að þessir samn- ingar verði efndir. Forsvarmenn álversins og starfsmannanna verða aö hafa eitthvert lifibrauð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.