Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 Afmæli Erling Garðar Jónasson Erling Garðar Jónasson, umdæm- Kaupmannahöfn 1964-65 isstjóri Rafmagnsveitna ríkisins á Vesturlandi, Áskliíi 15, Stykkis- hólmi, varð sextugur á laugardag- innvar. Starfsferill Erling fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Hafnarfirði og á ísafirði og nám í rafvirkjun hjá Rafmagnsveitum ríkisins 1957-60, lauk sveinsprófi á ísafirði 1958, varð rafmagnstæknifræðingur frá Kobenhavns Teknikum 1964 og stundaöi framhaldsnám í rekstrar- hagfræði og framleiðslufræöi í Erling var sjómaður og vélamaö- ur hjá Eimskipafélagi íslands 1951-54, var tæknifræðingur í Dan- mörku 1960-65, tæknifræðingur hjá Rafmagnsveitum ríkisins 1965-67, rafveitustjóri Austurlands l%7-90 og starfaði um skeið við Kröfluvirkjun 1976-77 auk þess sem hann var rafverktaki við skipaviðgerðir í Hamborg 1987-88. Hann var innkaupastjóri Rafmagn- sveitna ríkisins 1990-93 en hefur verið umdæmisstjóri Rafmagn- sveitna ríkisins á Vesturlandi frá 1993. Erling sat í sveitarstjóm Egils- með afmælið 27. júní 80 ára Haraldur Guðbrandsson, Háaleitisbraut 117, Reykjavík. Guðmundur Hallgrímsson, Vogatungu 11, Kópavogi. Axel Guðmundur Guðmundsson, Fiskakvísl9, Reykjavík. Magnús Hörður Magnússon, Heiðarvegi 25, Keflavík. Stefán Lárus Árnason, Kleppsvegi76, Reykjavík. Ragnar Böðvarsson, Kvistum, Ölfushreppi. 75 ára Valdís Þórðardóttir, Búðardal 2, Dalabyggð. Sigríður Karvelsdóttir, Brekkugerði 15, Reykjavik. Gestur Þorgrímsson, Austurgötu 17, Hafharfirði. Frank C. Mooney, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi. Friðgeir Jóhannsson, Mímisvegi 15, Dalvík. 50 ára 70 ára Hildur Ólafsdóttir, Stóragerði 6, Reykjavík. Húneraðheiman. Þorsteinn Þorsteinsson, Hringbraut 80, Keflavík. Ásgeir Indriðason, Arkarholti 14, Mosfellsbæ. Hringur Guðmannsson, Höfðabraut 7, Hvammstanga. Irek Adam Klonowski, Meistaravöllum 15, Reykjavík. Pálína Jónsdóttir, Noröurgötu 2, Seyðisfirði. Dóra Hanna Magnúsdóttir, Vestmannabraut 37, Vestmanna- eyjum. 40ára 60ára Vignir Jóhannesson, Skólavegi 68A, Fáskrúösfirði. Gunnar Guðnason, Básvegi4,Keflavik. Ingi J. Marinósson, Austurgötu 26, Hafnarfirði. Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Engimýri 7, Garðabæ. Kristjana Skúladóttir, Fáfnisnesi 11, Reykjavík. Guðrún Ágústa Hólmbergsdóttir, Túngötu 20, ísafirði. Erna Hilmarsdóttir, Amartanga 26, Mosfellsbæ. Kristjana G. Hávarðardóttir, Hlíðarhjalla 74, Kópavogi. Einar Páli Gunnarsson, Vallhólma 26, Kópavogi. Kristjana Ragna Jensdóttir, Hverafold 21, Reykjavík. Geir Guðmundur Gunnarsson, Ásbraut 7, Kópavogi. staöahrepps 1970-82, var oddviti þar 1974-78, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 1975-77, formaður kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Áusturlandi 1975- 90, varaþingmaður 1971-78, sinnti ýmsum nefndastörfum á vegum Tæknifræðingafélags ís- lands 1965-67, í stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1967-71, í stjórn Rafmagnsveitna rikisins 1976- 80, varamaður í stjórn Lands- virkjunar 1978-84 og 1991-95, starf- aði aö ýmsum málefnum íþrótta- hreyfingarinnar 1969-85 og sat í sóknar- og kirkjubyggingarnefnd Egilsstaða 1973-80. Fjölskylda Erling kvæntist 18.12.1955 Jóhönnu Jónu Guðnadóttur, f. 14.11.1937, starfsmanni við Hrafn- istu í Hafnarfirði. Hún er dóttir Guðna Jónssonar, skipstjóra í Keflavík, og Karólínu Kristjáns- dóttur verkakonu. Böm Erlings og Jóhönnu eru Þorbjörn Ágúst, f. 17.9.1955, kvik- myndagerðarmaður í Reykjavík og á hann þrjú böm; Karl Guðni, f. 16.1.1963, íþróttakennari í Hafnar- firði; Irma Jóhanna, f. 14.2.1968, vinnur að doktorsrjtgerð í heim- speki í París en maður hennar er Geir Svansson; Rósa Guðrún, f. 28.6.1970, í magistersnámi í stjórn- málafræði í Berlín en maður henn- ar er Robin Mitra; Jónas Garðar, f. 13.4.1973, iðnnemi í Hafnarfirði. Systkin Erlings: Sveinn, f. 15.6. 1925, d. 28.1.1974, framkvæmda- stjóri í Hafnarfirði; Jón Aðalsteinn, f. 18.11.1926, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Sigurrós Kristín, f. 3.5. 1930, kaupmaður í Hafnarfirði; Guðmundur Helgi, f. 15.7.1933, verslunarmaður í Reykjavík; Guð- rún Marsibil, f. 5.5.1939, verslunar- maður í Hafnarfirði. Foreldrar Erlings vom Jónas Sveinsson, f. 30.6.1905, d. 8.10.1967, forstjóri í Hafnarfirði, og k.h., Guð- rún Jónsdóttir, f. 30.3.1903, d. 12.11. 1985, húsmóðir. Ætt Jónas var sonur Sveins, útvegsb. í Sjávargötu í Garðahverfi á Álfta- nesi, Gíslasonar, ogHelgu Kristín- ar Davíðsdóttur frá Saurum í Mið- firði. Guðrún var dóttir Jóns, smiðs og b. á Kirkjubóli í Valþjófsdal, Guð- mundssonar, b. á Grafargili, Jóns- sonar. Móðir Jóns var Vilborg Markúsdóttir. Móðir Guðrúnar var Marsibil Guðbjörg Kristjánsdóttir, b., smiðs Erling Garðar Jonasson. og hreppstjóra á Veðrará, Vigfús- sonar, hreppstjóra í Neðri-Breiöa- dal, Eiríkssonar, prests á Stað, Vig- fússonar. Móðir Vigfúsar var Ragnheiður Halldórsdóttir. Móðir Kristjáns var Þorkatla Ásgeirsdótt- ir, prests í Holti, Jónssonar, prests þar, Ásgeirssonar. Móðir Þorkötlu var Rannveig Matthíasdóttir, b. á Eyri í Seyðisfirði við Djúp, Þórðar- sonar, ættfóður Vigurættarinnar, Ólafssonar. Reynir Zoéga Reynir Zoega skrifstofumaður, Þiljuvöllum 14, Neskaupstað, er sjö- tíuogfimm áraídag. Starfsferill Reynir fæddist á Sæbóli á Norð- firði, ólst upp á Norðfirði og hefur ætíð átt þar heima. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá MA1936, mótorvél- stjóraprófi hjá Fiskifélagi íslands 1941 og 1943 og sveinsprófi í renni- smíði 1950. Reynir var afgreiðslumaöur hjá Olíuverslun íslands hf. og Shell hf. 1936-41, vélstjóri á ms. Magnúsi í fiskflutningum til Englands 1942-45, var við nám og störf á vélaverk- stæði 1945-53, var verkstjóri 1953-73 og hefur stundað skrifstofustörf frá ársbyrjun 1974. Þá veitti hann for- stöðu vélstjóranámskeiði í Nes- kaupstað 1950-51. Reynir var varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Neskaupstað 1954-58, bæjarfulltrúi þar 1958-78 og síöan varafulltrúi, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi 1970-72, formaður orkunefndar þess frá 1974, í stjórn Sparisjóðs Norð- fjarðar frá 1957 og formaður frá 1971, í stjórn Sjálfstæðisfélags Norðfjarð- ar, í stjórn Iðnaðarmannafélags Norðfjarðar, í björgunarsveit SVFÍ í Neskaupstað frá stofnun og for- maður hennar 1959-77, í stjórn Skógræktarfélags Neskaupstaðar frá 1970, í stjórn Skipatrygginga Austfjarða frá 1957 og formaður frá 1960-90. Fjölskylda Eiginkona Reynis var Guðlaug Sigríður Jóhannsdóttir, f. 12.12. 1921, d. 18.11.1988, húsmóðirog starfsmaður á barnaheimili. Hún var dóttir Jóhanns Gunnarssonar, rafveitustjóra í Neskaupstað, og k.h., Ólafar Valborgar Gísladóttur húsmóður. Börn Reynis og Sigríöar eru Jó- hann, f. 26.2.1942, búsettur í Nes- kaupstað, kvæntur Hafdísi Jóns- dóttur og eiga þau fjórar dætur; Tómas, f. 9.7.1946, búsettur í Nes- kaupstað, kvæntur Sigurborgu Gísladóttur og eigaj)au þrjú börn og eitt barnabam; Olöf, f. 14.4.1953, búsett í Neskaupstað, gift Þórarni Oddssyni og eiga þau tvær dætur; Steinunn, f. 28.8.1960, búsett að ReynirZoéga. Rauðhólum í Vopnafirði, gift Trausta Gunnsteinssyni og eiga þau tvö böm. Systkini Reynis: Unnur, f. 25.5. 1915, fyrrv. póstfulltrúi í Neskaup- stað; Jóhannes, f. 14.8.1917, fyrrv. hitaveitustjóri í Reykjavík. Foreldrar Reynis voru Tómas J. Zoéga, f. 26.6.1885, d. 26.4.1956, sparisjóðsstjóri í Neskaupstað, og Steinunn Símonardóttir Zoega, f. 7.10.1883, d. 10.9.1977, húsmóðir. Andlát Karl Heiðar Egilsson Karl Heiðar Egilsson leigubifreiðar- stjóri, Eskiholti 1, Garðabæ, lést 16.6. sl. Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkj u í dag kl. 13.30. Starfsferill Karl Heiöar fæddist í Hafnarfirði 25.7.1930 en ólst upp frá eins og hálfs árs aldri hjá fósturforeldrum sínum á Vatnsleysuströndinni. Þeir vom Guðmundur Þórarinsson, sjó- maður og bóndi, fyrst áð Halldórs- stöðum og síðan í Skjaldarkoti, og Konráðína Pétursdóttir húsfreyja. Karl Heiðar hleypti heimdragan- um sautján ára og starfaði þá á Keflavíkurflugvelli, auk þess sem hann stundaði sjómennsku öðru hverju. Hann flutti til Reykjavíkur í árslok 1953 og var þar bífreiðar- stjóri hjá Áætlunarbílum Mosfells- sveitar 1954-61 og síðan leigubifreið- arstjóri á BSR til 1973. Þá starfaði hann við Reykjavíkurhöfn um skeið. Karl Heiðar ílutti til Keflavíkur og starfaði hjá íslenskum aöalverk- tökum á árunum 1977-86 en flutti á höfuðborgarsvæðið 1989 og stundaði síðan leigubílaakstur. Fjölskylda KarlHeiðarkvæntist 25.12.1954 Helgu Magneu Magnúsdóttur, f. 16.1.1934, húsmóöur og verkstjóra á Keflavíkurflugvelli. Hún er dóttir Magnúsar Magnússonar, skósmiðs í Dal við Múlaveg í Reykjavík, og Helgu Grímsdóttur sem bæði eru látin. Dætur Karls Heiðar og Helgu Magneu em Aðalheiður María, f. 2.10.1954, húsmóðir í Garðabæ, gift George Jenkins og á hún einn son; Edda Soffía, f. 15.10.1961, húsmóðir á Keflavíkurflugvelli, gift Curt Schol og á hún þrjár dætur; Sonja Ósk, f. 4.3.1965, húsmóðir í Vest- mannaeyjum, gift Kristni Ragnars- syni pípulagningameistara og á hún þrjúbörn; Hafdís Alma, f. 17.9.1970, húsmóðir í Keflavík en sambýlis- maður hennar er Jón Ingi Ægisson og eiga þau eina dóttur. Hálfsystkini Karls Heiðars, samfeðra, em Margrét Egilsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, Sonja Egilsdóttir, hús- móðir og skrifstofumaöur í Reykja- vík; Guðmundur Egilsson, rafvirki íReykjavík. Systkini Karls Heiðars, sam- mæðra, eru Sjöfn Georgsdóttir, hús- móðir í Hafnarfirði; Sigurður Ge- orgsson, verkamaður og sjómaður í Hafnarfirði; Erla Georgsdóttir, hús- móðiríHafnarfirði. Foreldrar Karls Heiðars voru Eg- ill Hjálmarsson, f. 8.10.1919, d. 6.6. 1990, bifvélavirkjameistari í Reykja- vík, og Aðalbjörg Halldórsdóttir, f. 4.8.1911, d. 16.8.1987, húsmóðir í Hafnarfirði. Ætt Egill var sonur Hjálmars, hús- gagnasmiðs í Reykjavík, Þorsteins- sonar, smiðs Hjálmarssonar. Móðir Hjálmars Þorsteinssonar var Krist- ín Jónsdóttir, í Látravík á Snæfells- nesi, Jónssonar. Móðir Egils var Margrét Egilsdóttir, b. og trésmiðs á Þómstöðum á Vatnsleysuströnd, bróður Guðmundar, útvegsb. í Landakoti. Egill á Þórustöðum var Karl Heiðar Egilsson. sonur Guðmundar, b. og alþingis- manns í Landakoti, Brandssonar, hreppstjóra í Kirkjuvogi í Höfnum, Guðmundssonar, b. í Kirkjuvogi, Brandssonar. _ Móðir Guðmundar alþingismanns var Gróa Hafliðadóttir, b. í Kirkju- vogi, Árnasonar. Móðir Egils á Þórustöðum var Margrét Egilsdótt- ir, b. í Móakoti, Böðvarssonar, bróð- ur séra Guðmundar á Kálfatjörn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.