Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Qupperneq 32
FRETTASKOTIÐ
562*2525
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
RITSTJ0RN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700
BLAÐAAFGREIÐSLA 0G
ÁSKRIFT ER 0PIN:
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokað
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA.
AFGREIÐSLU: 563 2777
KL. 6-8 ÍAUGAfiDAGS- OG MANUDAGSMORGNA
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995.
SkipstjóraverkfaHið:
Slitnaði upp
úr viðræðum
í gær slitnaði upp úr óformlegum
- viðræðum yfirmanna á farskipaflot-
anum og viðsemjenda þeirra. Þessar
óformlegu þreifingar voru tilraun til
að koma viðræðum aftur af stað eftir
að slitnaði upp úr viðræðum manna
á föstudag. Þar með virðist aukin
harka komin í verkfall yfirmanna
sem hófst á sunnudag.
Fyrir utan ferjumar Akraborg og
Heijólf hefur Laxfoss stöðvast vegna
verkfallsins. í dag koma til Reykja-
víkur Reykjafoss og Mælifell og
munu þau þá stöðvast líka.
Intemetið:
Rugleinkunnir
rhjá laganemum
„Sjálfsagt hefur þetta verið
óskemmtileg reynsla fyrir laganem-
ana. Það áttu sér stað mistök við
uppsetningu á síðunni á Intemetinu
þannig að þar birtust vitlausar ein-
kunnir. Þetta var bara einhver della
en það var fljótlegt að leiðrétta mis-
tökin,“ segir Árni Finnsson, próf-
stjóri í Háskóla íslands.
Þau mistök urðu í birtingu ein-
kunna á Internetinu í liðinni viku
^að vitlausar einkunnir í sifja- og
- erfðarétti birtust á skjánum. Margir
laganemar urðu fyrir áfalli vegna
þessara mistaka því að samkvæmt
upplýsingunum á netinu voru þeir
fcdlnir. Um var að ræða nemendur
sem höfðu fengið ástundunarein-
kunnir fyrr í vetur vegna lánafyrir-
greiðslu hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna.
Að sögn Árna liggja niðurstöður
úr umræddu prófi enn ekki fyrir,
enda hafi skil frá kennaranum dreg-
ist fram úr hófi, en búist er við að
réttu einkunnirnar verði birtar í vik-
unni. Búast má við að þá andi sumir
laganemanna eitthvað léttar en að
sama skapi má gera ráð fyrir að ein-
hverjir verði fyrir vonbrigðum.
Töf á birtingu einkunna veldur
nemendum margvíslegum vandræð-
um, ekki síst þeim sem eru að bíða
eftir lánafyrirgreiöslu hjá LÍN.
Vegna þessa ríkir mikil óánægja með
seinaganginn, meðal annars í laga-
deildinni. -kaa
Vakti hálfan
bæinn
Maður á Siglufirði bjó til sprengju
úr súr og gasi og vakti hálfan bæinn
liðna nótt. Ekkert alvarlegra en mik-
ill hávaði hlaust af uppátækinu.
LOKI
Möppudýrin eru þá
til alls vís!
raoir og Darvi1
ungur sonur bíða
bana í bflveltu
Feðgar úr Skagafiröi, 37
ára maður og 5 ára sonur
Iians, biðu bana í bílslysi á
Svalbarðsströnd laust eftir
klukkan lli gærkvöid. Slys-
ið varð í Vikurskarði, um
200 metra fyrir ofan afleggj-
arann að Grenivík.
Feðgarnir voru á dráttar-
bíl á leið frá Húsavík til
Skagafjarðar. Billinn dró
vagn sem á var 30 feta gám-
ur, fullhlaðinn fiski. Ekki er
ljóst hvað olli slysinu en
billinn fór út af veginum,
valt niður bratta hlíð og
hafnaði um 100 metrum
neðar. Að sögn lögreglu má
tefja víst að feðgarnir hafi
látist samstundis.
Aðkoman var mjög Ijót,
billinn mikið skemmdur og
fiskur á víö og dreif. Athygli
vakti að einn hjólbarða bíls-
ins var loftlaus en ekki er
ljóst hvort þar er að finna
orsök slyssins. Lögreglan
vann að því i nótt aö flytja
bílhlutana til Akureyrar þar
sem þeir verða rannsakaðir,
í þeirri von að hægt sé að
segja til um ástæður slyss-
ins.
Ekki hægt að greina frá
nöfhum hinna látnu að svo
stöddu. -pp
T , i
"i L • 1
Togararnir Atlantic Queen og Atlantic Princess hafa legið bundnir i Hafnarfjarðarhöfn í mánuð og hafa 70 menn
í áhöfn hvors skips verið aðgerðalausir allan þennan tíma. Ástæða þessarar löngu landlegu er peningaleysi
færeysku útgerðarinnar. Henni hefur ekki tekist að útvega bankaábyrgð fyrir oliu og öðrum nauðsynjum til að
koma skipunum til veiða. DV-mynd BG
Veörið á morgun:
.
Hiti 8 til
20stig
V 3.0° XJ
12°
V 10°v
^6C
15°
j
20°
A morgun má búast við suð-
vestan- og vestangolu eða kalda.
Dálítil súld eða rigning verður
um vestanvert landið en skýjað
verður með köflum austan til.
Hiti verður á bilinu 8 til 20 stig.
Hlýjast verður í innsveitum norð-
austan til en kaldast á Vestfjörð-
um.
ý 11 3C
5 1»
•> •
10c
Veðrið í dag er á bls. 28
V
16c
140 manns í áhöfnum:
Hafalegiðí
mánuð í Hafn-
arfjarðarhöfn
- eiga ekki fyrir olíu
„Það er verið að úthúa skipin til
veiða, kaupa troll og fleira. Það er
margt sem þarf að gera enda höfðu
þessi skip legið lengi ónotuð áður en
þau komu hingað," sagði Sigvaldi
Hrafn Jósafatsson hjá Gáru hf.,
skipamiðlun sem er umboðsaðili
hinna frægu togara Atlantic Queen
og Atlantic Princess. Togararnir hafa
nú verið bundnir í Hafnarfjarðar-
höfn í mánuð og veröa út þessa viku.
í borð um hvoru skipi er 70 manna
áhöfn. Togaramir eru í eigu Færey-
inga en gerðir út undir hentifána.
Hin raunverulega ástæða þess að
skipin hafa legið svona lengi í höfn
hér er aö útgerðina í Færeyjum vant-
ar fé. Henni mun hafa tekist að út-
vega bankaábyrgð fyrir trollum sem
hún er að kaupa hér á landi. Eftir
það var lokað fyrir lán til útgerðar-
innar og henni hefur ekki tekist að
útvega bankaábyrgð fyrir olíu á skip-
in.
Sigvaldi var spurður hvers vegna
140 manna áhafnir skipanna væru
hafðar hér aögerðalausar allan þenn-
an tíma.
„Það þurfti áhöfn til aö koma skip-
unum hingað og síðan er spuming
hvort það borgar sig að fljúga með
þær heim eða láta þær vera hér,“
sagði Sigvaldi.
Þessi skip og áhafnir þeirra voru
mjög í fréttum á dögunum vegna
nauðgunarkæru tveggja kvenna á
hendur nokkrum skipveijum togar-
anna. Það mál er alls ekki ástæða
þess aö skipin liggja enn bundin.
Það kostar 10 þúsund krónur á
dag, á hvort skip, að láta þau liggja
í Hafnaríjarðarhöfn, auk rafmagns
og fleira. Þessar fjölmennu áhafnir
þurfa að sjálfsögðu miklar vistir og
að sögn Viðars Þórðarsonar, hafn-
sögumanns í Hafnarfirði, komu einir
íjórir stórir bílar hlaðnir vistum til
skipverja um síðustu helgi. Hann
sagði að þessi langa landlega skip-
anna væri farin að vekja undmn
manna.
Grandi fær
600 milljónir
Norræni flárfestingarbankinn,
NIB, hefur veitt Granda 600 milljóna
króna flárfestingarlán til 8 ára. Um
er að ræða stærsta lán sem NIB hef-
ur veitt íslensku almenningshlutafé-
lagi til þessa og fer það að mestu til
að flármagna umtalsverðar endur-
bætur á togurunum Engey og Snorra
Sturlusyni. Lánið er tekið í japönsk-
um jenum og er með 3,15% föstum
vöxtum. -bjb
KULULEGUR
VauMsen
SuAurlandsbraut 10. S. 686499.
L«n«
alltaf á
Miðvikudögum