Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 Leikhús 25 Fréttir Álftá á Mýrum: Góð opnun, sjö lágu - þrír laxar 1 fyrra Laxveiðin virðist eitthvað vera að glæðast þessa dagana og veiðiár sem eru opnaðar núna seinna en hinar gefa ágætlega. Það mætti kannski opna veiðiárnar seinna en verið hef- ur og þá sérstaklega þegar tíðarfarið býður ekki upp á veiðiskap svona snemma. „Við byrjuðum á hádegi á sunnu- daginn og það lágu þá strax 6 laxar. Síðan bættum við við einum laxi núna í morgun," sagði Dagur Garð- arsson í gærkveldi en hann opnaði Álftá á Mýrum ásamt þeim félögum í Straumum, Jóni Sveinssyni, Helga Eyjólfssyni og Reyni Hólm. Þegar Álftá var opnuð í fyrra veiddust þrír laxar en núna sjö. „Það var Brúarhylurinn sem gaf okkur alla nema einn sem veiddist í Hólknum í morgun. Laxarnir tóku bæði maðk og flugu, fimm veiddust á maðkinn og tveir á flugur. Við sáum ekki mikið af fiski í ánni enda er hún vatnsmikil þessa dagana. Það rigndi mikið við Álftá á laugardag- inn. Stærsti fiskurinn sem við feng- um var 13 pund og tók maðkinn," sagði Dagur enn fremur. Veiðin er byrjuð i Langholti í Hvitá og voru komnir 12 laxar á land í gær- kveldi. Þeir Ásgeir Torfason, Páll Pálsson eldri og Páll Pálsson yngri veiddu þrjá af fyrstu fiskunum. Þetta voru allt 15 punda fiskar og tóku maðkinn. DV-mynd Hreggviður Leirvogsáin gaf tvo laxa á fyrsta degi „Leigvogsáin gaf tvo laxa á opnun- ardaginn og það er í góðu lagi, þetta voru 9,5 og 4 punda laxar sem tóku maðkinn," sagði Guðmundur Magn- ússon í Leirvogstungu í gærkveldi. „Það voru ísfirskir stangaveiði- menn sem opnuðu ána á þessu sumri. Það var Valdimar Halldórs- son sem veiddi þennan 4 punda en Katrín Skúladóttir sem veiddi 9,5 punda fiskinn. Sá minni veiddist í Hornhyl en sá stærri í Ketilhyl. Ég gæti trúaö að eitthvað sé komið af fiski í ána,“ sagði Guðmundur í lokin. Veiðin að glæðast verulega í Víðidalsá „Veiðin er öll að koma til hérna í Víðidalsánni, síðasta holl veiddi 20 laxa og það næsta á undan fékk 9 laxa,“ sagöi Elsa Ýr í veiöihúsinu Tjarnarbrekku við Víðidalsá í gær- kveldi. „Vatnið er að minnka í ánni og þaö Véiðivon Gunnar Bender er gott veður hérna núna. Stærsti laxinn er 16 pund en flestir eru lax- arnir 8 til 12 pund,“ sagði Elsa enn fremur. Fjórir komnir úr Vatnsdalsá Fjórir fyrstu laxarnir eru komnir úr Vatnsdalsánni á þessu sumri og þetta voru 11 punda fiskar. Þaö var maðkurinn og Devon sem gáfu þessa fiska. Vatnið er að minnka verulega í ánni. Laxá í Dölum byrjar ágætlega „Það eru komnir 10 laxar á land eftir eins dags veiði og sá stærsti er 17 pund. Það er mikið vatn í ánni þessa dagana," sagði Gunnar Björns- son, kokkur í veiðihúsinu Þrándar- gih við Laxá í Dölum, í gærkveldi. „Þetta eru laxar frá 10 upp í 17 pund og það eru flugan, túban og maðkurinn sem laxinn hefur tekið. Það merkilega viö þessa veiði er að þaö veiddust 4 laxar uppi í Svarta- fossi í morgun og hann er nokkuð ofarlega í Laxá,“ sagði Gunnar. Veiðin byrjuö í Brynjudalsá Veiðin er hafin í Brynjudalsá í Hval- firði og veiddust þrír laxar á fyrsta degi á efra svæðinu. Sá stærsti var 16 pund. Laxi hefur verið sleppt á efra svæðið. Laxar hafa sést á neðra svæð- inu en ekki fengist til að taka enn þá. ____________________________Memiing Stórsveitarheimsókn frá Nor- egi, Soknbedals Storband Það gerist ekki oft að stórsveitir séu með tónleika hér á landi, en um þessar mundir vill til að óvenju mikið er um slíkt. Bandarísk skólahljóm- sveit spilaði á Kaffi Reykjavík fyrir skemmstu, og nú um helgina var Soknbedals Storband með ferna tónleika, í Norræna húsinu á laugardegin- um og í Ráðhúsi Reykjavíkur og Jazzbarnum á sunnudag og á Akranesi á mánudag. Hljómsveitin er áhugamannahljómsveit frá Þrándheimi, en stjórnendurnir tveir eru þó atvinnumúsíkantar og eru aðalsólistar hljóm- sveitarinnar. Annar þeirra er trompetleikari en hinn blæs í tenórsaxófón og hefur skrifað megnið af útsetningunum sem hljómsveitin spilaði. Efnis- skráin er annars eingöngu þekkt lög gömlu meistaranna, Like Someone Tónlist Ársæll Másson in Love, April in Paris, What Is This Thing Called Love, Honeysucle Rose, Pennies from Heaven, svo einhver séu nefnd. Rýnir heyrði í þeim í Ráöhúsinu og á Jazzbarnum. Hijómsveitin var ágæt, fraseringar blásar- anna ágætlega samtaka og efnisskráin vel keyrð. Spilararnir eru á ýmsum aldri eins og gengur í áhugamannahljómsveitum, og margir þeirra enn í framhaldsskóla. Aöalskrautfjöður þeirra er kornung söngkona sem söng af ótrúlegu öryggi, tónvisst og músíkalskt. Hrynsveitin sýndi lítil tilþrif, þótt píanistinn ætti nokkra einleikskafia. En stjórnendurnir áttu báðir skemmtilega spretti, sérstaklega átti aðalstjórnandinn nokkur snilldarte- nórsóló, leiftrandi af kímni og fingrafimi. Það skemmtilegasta við hljóm- sveitina var þó léttleikinn og spilagleðin, sem var enn meira áberandi á Jazzbarnum um kvöldið en fyrr um daginn í Ráðhúsinu. Heimsóknir af þessu tagi eru verulegur sumarauki, og vil ég nýta tækifærið og geta þess að á Egilsstöðum um næstu helgi verða tvær stórsveitir, Stórsveit Reykjavíkur og síðan einnig stórsveit frá nágrönnum okkar Færeyingum, Tórshavner Stórband. Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndarinnar á Seltjarnar- nesi. Leiðrétting í þættinum Með og á móti i DV í gær, þar sem fjallað var um greiöslu fyrir aukaverk presta, birtist röng mynd. Þar var rætt við Guðmund Einarsson, formann sóknarnefndar á Seltjarnamesi, en mynd birt af nafna hans. Hér birtist rétt mynd. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Loyd Webber Frumsýning föstudaginn 14. júli. Forsala aðgöngumiða hefst mánudaginn 26. júníkl. 15. Miðasalan verður opin frá kl. 15-20 alla daga og einnig tekið á móti miðapöntunum i síma 658-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Tilkyimingar Sumaríþróttaskóli Leiknis íþróttaskóli Leiknis hófst 26. júní og verða haldin þrjú tveggja vikna nám- skeið kl. 13-16 fyrir stráka og stelpur á aldrinum 5-12 ára og lýkur námskeiðum 4. ágúst. Skráning fer fram í nýja félags- heimilinu í „Fræðsluhölhnni", Gerðu- bergi 1, og Leiknishúsinu við Austurberg. Fróði og Frjálst framtak flytja starfsemi sína Mánudaginn 26. júní sL hóf Fróði hf. starfsemi í nýjum höfuðstöðvum að Selja- vegi 2, Reykjavík, í hinu svo kallaða Héð- inshúsi. Undanfarin 10 ár hefur fyrirtæk- ið verið staðsett á tveimur stöðum, á Bíldshöfða 18 annars vegar og í Ármúla 18 hins vegar. Fyrirtækið Frjálst fram- tak, sem er 25 ára um þessar mundir, mun einnig flytja úr Ármúla á Seljaveg. Bæði fyrirtækin eru á Qórðu hæð hússins og er nýtt sameiginlegt símanúmer 515 5500. Fyrirlestrar „Spiritual Lifestyle“ Fyrirlestur verður í Yogastöðinni Heims- ljósi, Ármúla Í5, í kvöld kl. 20. Yfirskrift fyrirlestrarins er „Spiritual Lifestyle“. Tapad fundið Hjólataska tapaðist Svört, vatnsheld hjólataska með tjaldi í tapaðist á leið frá Rjúpnahæð um Víflls- staði og Urriðavatn tU Hafnarfjarðar (á svokallaðri flóttamannaleið). Finnandi vinsamlega hringi í sima 557 4755 eða 587 2552. Fundarlaun. Myndavél fannst Myndavél fannst að kvöldi 17. júní í miðbæ Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 565 1927. Myndavél fannst Myndavél fannst að kvöldi 17. júní í miðbæ Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 566 6579. Safnaðarstarf Dómkirkjan: Mömmumorgunn í safnað- arheimilinu, Lækjargötu 14a, kl. 10-12. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kvöld- bænir kl. 18. - Vesper. Oiififl 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. 2 [ Handbolti 3 1 Körfubolti 4 j Enski boltinn 5: ítalski boltinn 6 j Þýski boltinn 71 Önnur úrslit 8 i NBA-deildin lj Vikutilboð stórmarkaðanna 2J Uppskriftir 11 Læknavaktin 2 j Apótek 3J Gengi ;SSSSSSSTj 1| Dagskrá Sjónvarps 2 i Dagskrá Stöðvar 2 3 [ Dagskrá rásar 1 4 j Myndbandalisti vikunnar - topp 20 [5] Myndbandagagnrýni 6J ísl. listinn -topp 40 7 i Tónlistargagnrýni 81 Nýjustu myndböndin 9 [ Gervihnattardagskrá 5 S.1.T=n.Ti,tf=UÍI4 JL i Krár 21 Dansstaðir 3 j Leikhús 4 Leikhúsgagnrýni 5J Bíó 6 i Kvikmyndagagnrýni 1J Lottó 21 Víkingalottó 3 Getraunir £!PJf| gjj 904-1700 Verö aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.