Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 Neytendur Er bannað að borða á nóttunni? „Það er ekki eins og maöur sé að fara að selja fólki áfengi. Ég er að biðja um leyfi til þess að hafa opið til kl. fimm um helgar og tvö á virk- um dögum en maður snýst bara í hringi í kerfinu. Það virðist enginn geta sagt hvort og þá hvar maður á að fá leyfið,” sagði Skúli Sigfússon, framkvæmdastjóri Subway á íslandi. Skúli hefur þurft að biðja um sér- stakt leyfi til þess að fá að hafa staði sína opna fram eftir nóttu, eins og aðrir sem það ætla að gera, en lent þá í einstökum frumskógi reglugerða og samþykkta sem mörgum hefur reynst erfitt að átta sig á. Næturmatseðillinn Samkvæmt lögum og reglum er bannað að selja veitingar allar nætur en sérstakar undanþágur geta gert mönnum kleift að hafa opið fram á morgun eða jafnvel allan sólarhring- inn. Segja má að nú sé boðið upp á þrenns konar þjónustu á nóttunni fyrir þá sem vilja fá sér snarl. Sölu- turnar og veitingavagnar ýmiss kon- ar hafa margir fengið leyfi til nætur- sölu og hafa því opið fram eftir á næturnar, lengst um helgar. Pitsur er hægt að panta í gegnum síma og fá þær sendar og einnig er sölulúgan á B.S.Í. opin allar nætur milli klukk- an hálftólf og sex. Þaö er hins vegar athyglisvert og nokkuð lýsandi fyrir þetta kerfi aö það er á mismunandi forsendum sem - Lítið úrval, boð og bönn einkenna nætursölu 1 Reykjavík Pylsur eru til sölu langt fram eftir nóttu, enda „matvagnar” með sérstakt nætursöluleyfi sem nauðsynlegt er til þess að mega selja svöngum pylsu að næturlagi. fcr «r 1 néttunisi f J.jyKjavfk . VT vr - tíl þess aö fá sér snarl ? M Söluturnar og matsöluvagnar meö nætursöluleyfi. - um 25 talsíns, flestir opnir til kl 01 eöa 02 á virkum dögum en til kl. 05 um helgar. Pitsustaðir - ekki opnir skv. skilgreiningu en hægt aö panta veitingar og fá sendar. BSÍ - lýtur sérstökum reglum um umferðarmiöstöövar. Opið frá 23.30 - 06. ........................ þessir þrír flokkar hafa leyfi til þess að selja aö næturlagi. Allir með sérstakar undanþágur Söluturnar og veitingavagnar (sem selja pylsur, báta o.fl.) þurfa aö sækja um leyfi til Reykjavíkurborgar sem veitir leyfið oftast nær, að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum og að und- angenginni umsögn frá lögreglu- stjóraembættinu. Það leyfi hljóðar venjulega upp á opnun til eitt eða tvö á virkum dögum og íjögur eöa fimm um helgar. Pitsustaðirnir falla hins vegar und- ir aðra skilgreiningu. Samkvæmt upplýsingum hjá lögreglustjóraemb- ættinu eru þeir ekki „opnir”, heldur fá leyfi til þess að senda mat heim til fólks. Þar fengust einnig þær upp- lýsingar að leyfi pitsustaðanna væri til komið vegna „smugu” hjá heil- brigöiseftirlitinu. Flestir stærri pitsustaðir hafa nú opið allan sólar- hringinn eða lengi fram eftir nóttu. Þriðji flokkur staða sem eru opnir á nóttunni eru umferðarmiðstöðvar og flugvellir. Um slíka staði gilda sérstakar reglur og undir þá skil- greiningu fellur nætursala B.S.Í. sem er eini söluturninn í höfuðborginni sem er opinn allar nætur. Reynslan mjög misjöfn „Reynslan af þessum nætursölum, sem hefur fjölgað mikið að undan- fórnu, hefur verið mjög misjöfn. Það sem gerist er að það verður hópsöfn- un í kringum staðina og við slíkar aðstæður eru meiri líkur á því að eitthvað fari úrskeiðis,”sagði Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn. Hann sagði jafnframt að það væri ekkert við veitingasöluna sjálfa sem beinlínis væri hægt að kvarta undan en fólk dveldist óneit- anlega lengur í bænum fyrir vikið. Matvöruverslanir Víða erlendis þekkist það að marg- ar matvöruverslanir eru opnar allan sólarhringinn til þess að neytendur geti keypt sér vörur þegar þeim hent- ar. Hérlendis þekkjast ekki dæmi um þetta, enda segir í samþykkt um af- greiðslutíma verslana í Reykjavík að óheimilt sé að hafa sölustaði opna á tímabilinu 23.30-7.00. Aö sögn Guðna Þorgeirssonar hjá Kaupmannasamtökunum hafa kaupmenn þó ekki kvartað sérstak- lega yfir þessari reglu. „Ég man ekki til þess aö verslun hafi sóst eftir því að hafa opið yfir blánóttina. Enda veit ég svo sem ekki hversu mikill markaður það væri,” sagði Guðni. Mega hafa opið en vilja það ekki Þess ber að geta að oft og tíðum eru það ekki lög og reglur sem koma í veg fyrir að veitingasölur séu opnar að næturlagi, heldur sjá eigendur staðanna sér ekki hag í því að hafa opiö. í slíkum tfifellum er það mark- aðurinn sem ræður og það kemur vonandi neytendum til góða. Næringarfræðingar svara spumingumlesenda: Getur krydd verið óhollt? Hér birtast svör næringarfræð- inganna Önnu E. Ólafsdóttur og Borghildar Sigurbergsdóttur hjá Næringarráðgjöfinni sf. við spurn- ingum lesenda. Fleiri svör verða birt hér á neytendasíðunni næstu þriðjudaga en ekki veröur tekið viö fleiri spurningum í bili. 1. Hvaða sælgaeti er hollara en ann- að, ef því er þá að skipta? Engin ein tegund sælgætis getur talist hollari en önnur. Það sem skiptir mestu máli, ef maður ætlar að gefa barni sínu sælgæti, er hversu oft þaö er gert og einnig hversu mikið magnið er hveríu sinni. Allt sælgæti inni- heldur mikið af sykri og súkkul- aði, einnig mikið af haröri fitu. I flestu sælgæti eru einnig alls kyns bragðgjafar, t.d. salt sem getur valdið hækkun á blóðþrýstingi. 2. Hvert er besta ráðið við hægða- tregðu? Trefjar skipta höfuðmáh fyrir góða starfsemi í þörmum og ristli. Mikilvægt er því að borða mikið af grófmeti og þá fyrst og fremst frá komvörum því þær treíjar hafa mest áhrif á hægðir en trefjar úr grænmeti og ávöxtum hafa þó einnig mýkjandi áhrif. Það dugar þó ekki til því auka þarf vatnsdrykkju samhiiða þessu. Trefjar verða að hafa nóg af vatni til að drekka í sig og mýkja þannig Anna E. Ólafsdóttir og Borghildur Sigurbergsdóttir næringarfræð- ingar. hægðirnar. Einnig örva heitir drykkir þarmahreyfingar meira en kaidir og mikilvægt er að stunda einhverja hreyfingu og gefa sér góðan tíma til klósettferða. 3. Getur krydd verið óhollt? Já, salt er t.d. óhollt ef það er ofnotað en hreint krydd, eins og oregano, kór- iander, engifer og fleira, er ekki óhollt og einmitt gott að nota það til að draga úr saltnotkun. Sumar þessara hreinu kryddtegunda eru meira aö segja taldar auka hollustu fæðunnar. Hollusta blandaðs krydds er ekki eins mikið því það inniheldur oft mikið salt. Auk þess er í því ýmis önnur bragðaukandi efni sem ekki teljast til neinna holl- ustuefna. Efnið monosodiumgluta- mat getur t.d. valdið ofnæmisvið- brögðum hjá sumum einstakling- um. 4. Fitna karlmenn af öðrum fæðu- tegundum en kvenmenn? Nei, en líkamssamsetning karla og kvenna er ólík að því leyti að karlar hafa hlutfallslega meiri vööva en konur. Konur hafa því frá náttúrunnar hendi meiri Úkamsfitu en karlar. Af þessum sökum hafa karlmenn meiri orkuþörf og mega borða meira án þess að fitna. Enda gerist það stundum ef par fer saman í megrun að karlmanninum gengur betur en konunni. Það er þó að sjálfsögðu háð ýmsum öðrum þátt- um, eins og t.d. hreyfingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.