Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 Sitt sýnist hverjum um fótbolta- leiki helgarinnar. Hlutdrægur dómari „Ég hef aldrei séö dómara bera eins mikla viröingu fyrir neinu liði og í þessum leik.“ Tómas Ingi Tómasson i DV um leik Grindvikinga gegn ÍA. Vindurinn sterkari Viö réöum ekki viö vindinn í síð- ari hálfleik." Kjartan Einarsson, ÍBK, i DV. Sjálfstæðismenn læra ekki „Það vekur athygh aö sjálfstæöis- menn viröast ekkert hafa lært.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir i DV. Ummæli Rekum ekki ferðaskrifstofu „Viö erum aö spekúlera í sem ílestum gullum, ekki að reka feröaskrifstofu fyrir þreytta tamningamenn." Siguröur Sæmundsson í DV. Hendum honum ekki burt „Ekki förum við aö henda þess- um manni burt þegar búið er aö ráða hann á annað borö.“ Árni Þór Sigurðssson i DV um val á skólastjóra Austurbæjarskólans. Svarfdælingurinn Jóhann Pét- ursson, hæsti íslendingurinn sem uppi hefur verið, lifði á að sýna sig i mörg ár. Mennskir risar Ýkjur og auglýsingaskrum er algengt þegar verið er að tala um óeðlilega stærö manna. Frá 1870 hefur veriö í gangi hlutlaust eftir- lit, en þrátt fyrir þaö hafa komist af stað sögur um óeðlilega stærö manna sem síðar er ekki hægt að færa sönnur á. Risar sem til að mynda sýna í fjölleikahúsum skrifa yfirleitt undir samning þess eðUs aö þeir megi ekki láta mæla sig og í flestum tilfellum eru þeir auglýstir stærri en þeir eru. Blessuð veröldin Robert Wadlow Nú er talið að hæsti maður sem sögur fara af og hefur verið mældur nákvæmlega sé Robert Pershing Wadlow sem fæddist 22. febrúar 1918 í Alton í Ilhnois. Tveggja ára gamall byrjaði hann að vaxa óeðlilega hratt. Það var 27. júní 1940, sem tveir læknar í St. Louis mældu hann og reyndist hann þá vera 272 sentímetrar á hæð. Atján dögum síðar andaðist hann úr húðnetjubólgu á hægri ökkla, en hún hafði magnast af spelkum sem hafði veriö illa komið fyrir á fætinum aðeins viku fyrr. Alls hafa tíu manns mælst 245 sentímetrar og meira. Jóhann risi Hæsti íslendingurinn sem örugg- ar heimildir eru til um var Jó- hann Pétursson (1913-1984), oft kallaður Jóhann risi. Hann mældist 234 sentímetrar á hæð. Hann dvaldi mikinn hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum þar sem hann kom fram á fjöllUstasýning- um og í kvikmyndum. Þokusúld eða rigning I dag verður suðvestlæg átt, viðast gola eða kaldi. Þokusúld eða rigning öðru hveiju sunnan- og vestanlands en þurrt og sums staðar bjart veður Veðrið í dag annars staðar. Yfir daginn léttir heldur til víða um land, þó einkum um landiö norðan- og austanvert. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast austan- lands. Á höfuðborgarsvæöinu verður suðvestangola og þokuloft í fyrstu, en léttir heldur til yfir daginn. Hiti 10 til 13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 00.02 Sólarupprás á morgun: 02.59 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.21 Árdegisflóð á morgun: 06.40 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 14 Akumes súld 9 Bergsstaðir alskýjað 13 Bolungarvík alskýjað 11 KeflavikurílugvöUur þoka 10 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 10 Raufarhöfn hálfskýjað 11 Reykjavik þokumóða 10 Stórhöfði súld 10 Bergen léttskýjað 11 Helsinki léttskýjað 17 Kaupmarmahöfn léttskýjað 17 Ósló léttskýjað 18 Stokkhólmur léttskýjað 16 Þórshöfn þoka 8 Amsterdam þokumóða 17 Barcelona skýjað 21 Berlín léttskýjað 18 Chicago skúr 21 Feneyjar þokumóöa 18 Frankfurt léttskýjað 19 Glasgow mistmr 13 Hamborg léttskýjað 19 London skýjað 14 Lúxemborg léttskýjað 18 Madríd skýjað 17 Malaga þokumóða 17 MaUorca þokumóða 22 Montreal heiðskirt 19 New York rigning 21 Nice léttskýjað 22 Nuuk þoka 2 Orlando alskýjað 23 París heiðskirt 20 Róm léttskýjað 22 Valencía skýjað 21 Vín skúr 18 Heimild: Almanak Háskólans P 10° / Veðrið kl. 6 í morgun Þorbergur Hauksson, slökkvistjóri hjá Brunavörnum Eskifjarðar/Reyðarfjarðar: Emil Thorarensen, DV, Eskifirói: „Eg hafði áhuga á hinu nýja slökkvistjórastarfi og sótti því um,“ segir Þorbergur Hauksson, nýráö- inn slökkvistjóri hjá Brunavörnum Eskifjarðar/Reyðarfjarðar bs. Þor- bergur hefur gegnt starfi slökkvi- stjóra á Eskifirði sl. 8 ár. Fimm mætir rríenn höfðu áhuga Maðurdagsiits á starfinu og sóttu um stööuna. Stefndi allt í þá átt aö brunavörður úr Hafnarfirði fengi embættið. Undirskriftasöfnun til stuðnings við Þorberg fór af stað á Eskifirði, með gríðarlega mikilli þátttöku fólks úr öllum flokkum. Þorbergur var siðan ráðinn í starfið á sameiginlegum fundi sveitarstjómar Reyðarfjarðar og bæjarstjórnar Esktfjaröar 9. júní sl. „Ég vil nota þetta tækifæri og koma á framfæri þakklæti til þeirra ftölmörgu einstaklinga sem studdu mig með einum eða öðrum hætti í starfið. Mér fannst virkilega vænt um að fmna stuðninginn frá fólkinu/ segir Þorbergur, sem er Þorbergur Hauksson. fæddur Reykvíkingur og ólst þar upp til 6 ára aldurs. Flutti svo aust- ur á Jökuldal og ól sinn aldur þar næstu 14 árin, en ílutti til Eskifjarð- ar eftir aö hafa kynnst þar eigin- konu sinni. Fyrstu 10 árin á Eskifirði var hann skipverji á skuttogaranum Hólmanesi SU-1, hjá tengdafoður sínum, Sigufði Magnússyni skip- stjóra. Síðan hefur hann verið starfsmaöur á netaverkstæði Hrað- frystihúss Eskifjarðar hf. Árið 1989 stofnaði Þorbergur Slökkvitækjaþjónustu Austur- lands sem er eina fyrirtækið sinnar tegundar í kjördæminu. Hefur ham rekið það með myndarbrag og jafnframt veitt Austfirðingum kærkomna þjónustu, sem áður var ekki til staðar. Áhugamál Þorbergs eru bridge, körfubolti, fótbolti og rjúpnaveiðar og taka þau drjúgan tíma af frí- stundum hans, Þorbergur hefur verið framsókn- armaður við kosningar til Alþingis - var varabæjarfulltrúi framsókn- armanpa í 2 kjörtímabil, eða þar til i síöustu bæjarstjórnarkosning- um er hann tók 2. sætið á E-listan- um sem er óháö framboð. Þorberg- ur er núna varabæjarfulltrúi E- listans í bæjarstjórn og í bæjarráði og gegnir auk þess trúnaðarstörf- um í ýmsum nefndum á vegum bæjarfélagsins. Eiginkona Þorbergs er Bryndis Fjóla Sigurðardóttir. Þau eiga 2 börn, Berglindi 20 ára og Sigurð Magnús 15 ára, sem bæði búa í for- eldrahúsum ásamt barnabarninu Aþenu Ýr, 3 ára, sem er sólargeisl- inn á heimilinu. Myndgátan Lausngátunr. 1250: Þrír leikir í 1. deild kvenna í kvöld verða þrír leikir í 1. deild kvenna og eru það fyrstu leikirn- ir í fimmtu umferð. Á Ásvelli í Hafnarfirði leika Haukar gegn Breiðabliki, í Vestmannaeyjura leika heimastúlkur gegn ÍBA og á velli Sijörnunnar í Garðabæ leikur Stjarnan gegn Val. Allir Iþróttir leikirnir hefjast kl. 20. Fleiri leik- ir eru í kvennaknattspyrnunni. í 2. deild kvenna verða leiknir þrír leikir i kvöld. Það verða einnig leiknir þrír leikir í kvöld í fjórðu deild karla. Á Ármannsvelli leika TBR og Víkingur, Ó., í Grindavík leika GG og Framherjar og á Varmár- velli í Mosfellsbæ leikur Aftur- elding gegn Uétti. Skák Forritið Fritz sigraði á heimsmeistaramóti tölva sem fram fór í Hong Kong fyrir skömmu. Það hlaut 4 vinninga af 5 mögulegum og skákaði kunnum „meisturum" eins og Chess Genius og frumútgáfu Deep Blue sem hyggst mæta Kasparov á næsta ári. Tölvur geta fléttað fallega ef svo ber undir, eins og þessi staða frá mótinu sýnir. Zeuw þriðji hafði hvitt og átti leik gegn Phoenix: 33. HxfB! gxfíi 34. Rxb5 + ! Kc6 35. Be4 Drottningin er fallin og nú þarf ekki að spyrja að leikslokum. Eftir 35. - Dxe4 36. Hxe4 Hxb5 37. He6+ Kc7 38. Dd5gafst svarta véhn upp. Jón L. Árnason Bridge Þegar þessar linur eru ritaðar, hafði ís- lenska landsliðinu í opna flokknum tek- ist hið ótrúlega, að komast aftur í hóp efstu þjóða. A laugardag voru spilaðir þrír leikir og þá fengust 70 stig af 75 mögulegum og á sunnudag vannst sigur á Pólveijum, 16-14, og Mónakó, 20-10. Fyrsti leikur gærdagsins endaði hins veg- ar illa, tap, 9-21, gegn heimsmeisturum Hollendinga. Það var mikil barátta í leik erkifjend- anna, Svía og Dana, þegar þær mættust á Evrópumótinu í bridge. Stærsta svei- flan kom í þessu spili þegar Sviinn í vest- ur ákvað að opna létt í þriðju hendi á vesturspilin. Sagnir hjá Svíunum í opn- um sal höfðu endað í þremur gröndum sem voru auðunnin. Sagnir gengu hins vegar þannig í lokuöum sal, austur gjaf- ari og allir á hættu: * D1094 V ÁD2 ♦ Á95 + Á98 ♦ K8652 ♦ K10983 ♦ --- * 762 V G64 ♦ KG8763 * KG54 Austur Suður Vestur Norður Pass Pass IV 1 G Dobl Redobl 2+ Dobl P/h Það verður að viðurkennast að sagnir vesturs eru í furðulegra lagi. Tveir spað- ar doblaðir hefðu ekki verið hættulegur samningur, ef AV hefðu náð að stýra sögnum þangað, en það var heldur verra að spila 2 lauf á 3-3 samleguna. Útspil norðurs var spaði sem suður trompaði. Suður fann besta framhaldið, spilaði trompi til baka á ás norðurs og trompin voru tekin öll af sagnhafa. Þegar norður komst inn á hjarta, var tígulníunni spilað til baka í gegnum lit austurs og vömin fékk 6 slagi á þann lit. Þannig var sagn- hafa haldið í aðeins einum slag, þvi NS fengu, auk slaganna á tígul, fjóra á tromp og tvo á hjarta. Spilið var því 2000 niður á hættunni!. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.