Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995'
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAIVI
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafraen útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk.
A fturhalds-aðallinn
Framfarir og réttlæti á íslandi hafa oft komið að utan,
gegn vilja innlendrar valdastéttar. Þannig var það fyrr á
öldum og þannig er það nú á tímum. Erlendir dómstólar
hnekktu til dæmis þá og hnekkja enn innlendum dóm-
um, svo að réttlæti nái fram að ganga á íslandi.
Framfarir voru ekki vel séðar af hálfu innlendrar yfir-
stéttar fyrr á öldum. íslenzka landeigendavaldið að baki
embættismanna ríkisins reyndi að koma í veg fyrir, að
duglegir vinnumenn færu á möhna og hefðu góðar tekjur
af sjávarútvegi í samkeppni við landbúnaðinn.
Snemma á öldum fann innlenda valdastéttin upp á því
að niðurgreiða búvöru með sjávarvöru. Verði á útfluttum
sjávarafurðum var haldið niðri til að koma á móti háu
skilaverði á útfluttum landbúnaðarafurðum. Þetta hefur
verið upplýst í sagnfræðirannsóknum síðustu ára.
Innlenda yfirstéttin framleiddi hörmungar í landinu
fyrr á öldum, gegn vilja erlendra kaupmanna og dansks
konungsvalds. Nú á tímum framleiðir innlenda yfirstétt-
in á sama hátt láglaunaþjóðfélag í landinu, einkum með
millifærslum frá sjávarútvegi til landbúnaðar.
Millifærslukerfi nútímans er skilgetið afkvæmi milh-
færslukerfa fyrri tíma. Sem fyrr hefur innlendum ráða-
mönnum þjóðfélagsins tekizt að halda saman þjóðarsátt
um sérstaka verndun úreltra atvinnugreina á kostnað
lífskjara. Þannig er árlega brennt tugmihjörðum króna.
Afturhalds-aðahinn á íslandi komst snemma upp á lag
með að vitna í Jónas Hahgrímsson og aðra slíka um, að
aht væri bezt á íslandi, hefði ahtaf verið og mundi ahtaf
verða. Þessi þjóðlegi áróður var áhrifamikih fyrr á öldum
og ræður oftast útshtum enn þann dag í dag.
Fyrr á öldum voru það landeigendur í landbúnaði, sem
mynduðu íslenzkan aðal og reyndu að hindra atvinnu-
þróunina, svo að hún truflaði ekki þáverandi landbúnað.
Nú á tímum rekur aðahinn stórbrotna hringa fáokunar-
fyrirtækja, sem standa í vegi innfluttrar samkeppni.
Undanfama áratugi hefur ríkisvaldið verið rekið í
þágu tvegga aðila, hins hefðbundna landbúnaðar annars
vegar og fáokunarfyrirtækjanna hins vegar. Fáokunar-
fyrirtækin eru tvö eða þrjú í hverri grein og hafa á
hverju sviði með sér samráð um verð og þjónustu.
Samkeppni að utan er skehileg í augum yfirstéttarinn-
ar, sem á og rekur fáokunarfyrirtækin. Þess vegna reyn-
ir hún að draga úr sókn þjóðarinnar í fjölþjóðlega við-
skiptasamninga og fjölþjóðleg verzlunar- og efnahags-
samtök af ýmsu tagi, nú síðast Evrópusambandið.
Oft tekst aðhnum að koma í veg fyrir hagnað almenn-
ings af flölþjóðlegri opnun viðskipta. Síðasta dæmið um
það er í nýjum lögum, þar sem svonefndu GATT-sam-
komulagi er með hugvitsamlegum ofurtohum snúið upp
í þverstæðu sína og þjóðinni samt haldið ánægðri.
íslenzkur aðah heyr varnarstríð gagnvart viðskiptum
við útlönd. Öðrum þræði er hér á landi öflug hreyfing í
átt th viðskiptafrelsis. Sú hreyfmg réð miklu í viðreisnar-
stjóminni sællar minningar og hún réð til dæmis nokkru
í síðasta ríkisstjómarsamstarfi, sem lauk í vor.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur-
inn ná að mynda stjóm saman, magnast samtryggingar-
kerfi hins hefðbundna landbúnaðar og hringa fáokunar-
fyrirtækjanna. Þá er stungið við fótum, fárið að vitna í
Jónas Hahgrímsson og ræktuð einangrunarstefna.
Þá notar forsætisráðherra 17. júní th að vara þjóðina
við Evrópusambandinu og vitnar í Jónas Hahgrímsson
th staðfestingar á, að aht sé bezt á íslandi.
Jónas Krisfjánsson
„Húsbréfakerfið i núverandi formi er þegar allt of fjárfrekt og með 40 ára lánstíma verður það enn fjárfrek-
ara,“ segir Stefán m.a. í greininni.
Einfaldar
allsherjarlausnir
Menn hyggjast leysa greiðslu-
vanda húsnæðiskaupenda með því
að lengja lánstíma húsbréfalána í
40 ár. Lenging lánstímans mun inn-
an fárra ára valda skorti á lánsfé
og hækka vexti. Húsbréfakerfið er
þegar of fjárfrekt og með lengingu
lánstímans eykst vandinn enn.
Menn ættu frekar að athuga aöra
kosti í opinbera húsnæðislánakerf-
inu en að hlaupa eftir einfóldum
„patentlausnum".
Mönnum lærist seint
í nýliðinni kosningabaráttu gáfu
stjórnmálamenn fyrirheit um að
létta greiðslubyrði húsnæðiskaup-
enda. Helsta ráðið var að lengja
lánstíma húsbréfalána úr 25 í 40
ár. Reikningslega léttir það
greiðslubyrðina um 17% og menn
halda líklega að greiðsluvandi hús-
næðiskaupenda minnki að sama
skapi. Þetta væri vissulega einfalt
og áhrifaríkt ef ekki kæmi fleira til.
Einfaldar hugmyndir eins og
þessi hafa um árabil ráöið miklu
um aögerðir í húsnæðismálum, til
dæmis 1986, þegar leysa átti vand-
ann í eitt skipti fyrir öll, og 1989
þegar húsbréfakerfið átti að gera
það sama. Þótt bæði kerfin hafi
brugðist eru stjórnmálamenn enn
reiðubúnir að elta einfaldar alls-
herjarlausnir. Mönnum lærist
seint að lánamál húsnæðismarkað-
arins eru flókin og einfaldar alls-
herjarlausnir finnast ekki.
Núverandi hugmyndir munu
innan fárra ára valda meiri vanda
en þær leysa í dag. Umræðan í dag
er hins vegar svo dæmigerð fyrir
þaö sem áður er lýst aö fróðlegt er
að líta nánar á áhrif þeirra.
Of fjárfrekt kerfi
Húsbréfalán eru jafngreiðslulán,
einnig nefnd „annuitetslán".
Greiðslubyröi þeirra er óbreytt all-
an lánstímann. Jafngreiðslulánin
voru í upphafi notuö til að jafna
greiðslubyrði af óverðtryggðum
fasteignaveðlánum og þjónuðu
þeim tilgangi vel. Fyrstu árin eru
greiðslur af jafngreiðslulánum að-
Kjállariim
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
allega vextir. Þegar líður á lánstím-
ann fer höfuðstóllinn að greiðast
upp, hraðast síðustu árin. Erfitt er
að finna lán sem endurgreiðast
hægar.
Hér á landi er verðtryggð gerð
þessara lána ráðandi á húsnæðis-
markaði. Því ræður tilviljun frekar
en yfirvegaðar ákvarðanir. Hús-
bréfalánin eru veitt til 25 ára og
greiðast mjög hægt framan af. Eftir
10 ár hafa lántakendur til dæmis
einungis greitt upp 15% af höfuð-
stólnum og 18 ár tekur að endur-
greiða helming upphaflegs láns.
Þetta bindur mikið fé í fasteigna-
veðlánum.
Til samanburðar má nefna að af
hefðbundnum húsnæðislánum í
grannlöndum okkar hafa, eftir 10
ár, verið endurgreidd yfir 60% af
höfuðstólnum. Verðtryggð lán meö
jöfnum afborgunum greiðast einn-
ig mun hraðar upp en jafngreiðslu-
lánin. Eftir 10 ár hafa 40% af höfuö-
stól þeirra verið endurgreidd.
Og enn fjárfrekara
40 ára húsbréfalán endurgreiðast
miklu hægar en 25 ára lán. Fyrstu
10 árin greiða lántakendur einung-
is upp 3% af höfuðstólnum. Það
stendur ekki einu sinni undir fyrn-
ingu veðsins í húsnæðinu á sama
tíma. Vegna hinnar hægu endur-
greiðslu eru lánin ótrygg fyrir lán-
veitandann.
Erlendis er lánað allt að 90% af
kaupverði íbúða með óverðtryggð-
um lánum. Innan 5 ára eru eftir-
stöðvarnar komnar niður í 70%
kaupverðs og innan áratugs eru
þær lægri en 50%. Húsbréfalán til
40 ára eru enn 68% af kaupverði
eftir 10 ár. Þess vegna er öruggara
að veita óverðtryggt lán að íjárhæö
90% af kaupverði en verðtryggt 40
ára húsbréfalán fyrir 70%.
Fjárþörf húsnæðiskerfisins í
heild vex einnig því húsnæðislánin
endurgreiðast hægar eftir lengingu
lánstímans. Með lengri lánstíma
mun endurgreiðsla lánanna fyrstu
10 árin minnka um 80%. Kerfið
mun þá binda óhóflega mikiö
lánsfjármagn til frambúðar. Það
kemur niður á ölium lánamarkað-
inum á landinu. Húsbréfakerfið í
núverandi formi er þegar aUt of
fjárfrekt og með 40 ára lánstíma
verður það enn fjárfrekara.
Stefán Ingólfsson
„Með lengri lánstíma mun endur-
greiðsla lánanna fyrstu 10 árin minnka
um 80%. Kerfið mun þá binda óhóflega
mikið lánsfjármagn til frambúðar.“
Skoðaiúr annarra
Athugasemdir ESA
„Rökstutt álit er efsta stig athugsemda ESA til
stjórnvalda EES-ríkis, áður en stofnunin ákveður að
vísa máli til EFTA-dómstólsins.... Það er engin af-
sökun að önnur ríki standi sig lítið betur en ísland
í þessum efnum. ísland hefur gengizt undir ákveðnar
skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum, sem
ber að uppfylla. Sem lítið ríki, sem á nánast allt
undir alþjóðaviðskiptum, þarf ísland á alþjóðasamn-
ingum á borð við EES aö halda til að tryggja rétt
sinn. Hann er í hættu, standi íslenzk stjórnvöld -
jafnt sem stjórnsýsla - ekki við skuldbindingarnar.“
Úr forystugrein Mbl. 23. júni.
Móðurmálsþróun
„Það er ekki eingöngu skólum um að kenna að
þróunin er sú að einkunnum í íslensku hrakar á
sama tima og einkunnir í ensku hækka verulega.
Málfar á heimilum, uppeldisstofnunum og í fjölmiðl-
um mótar málkennd og leikni í meðferð máls ekki
síður en skólinn. Hverjum sem um er að kenna sýn-
ist það staðreynd að þjóðin er að glutra móðurmálinu
niður og verður ekki annars vart en að flestum sé
sama og að farið hafi fé betra.“
. Úr forystugrein Tímans 24. júní.
Skemmtiefni Útvarpsráðs
„RÚV býr við einstæðar aðstæður á markaðinum.
Það fær að keppa undir fána markaðshyggjunnar
en tekur peningana inn með skattheimtu. Auðvitað
er hrikalegt óréttlæti fólgið í því gagnvart samkeppn-
isaðilum. Það sem er þó verra er að stofnunin er
stjórnlaus. Útvarpsráð er pólitískur kvörtunarhópur
þar sem meðlimirnir hafa það hlutverk að fylgjast
hver með öðrum, vernda ímyndaða pólitíska hags-
muni og semja vitlausustu fundargerðir í heimi, sem
eru lesnar sem skemmtiefni innan stofnunarinnar
Sjálfrar." Úr Skoðunum Mánudagspóstsins 26. júní.