Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 Fréttir Stefnir 1 að ríkisspítalamir greiði 1,6 milljónir til sjónvarpsstöðvanna: Spítalamir fá allt að 75% afslátt af áskrift - Bubbi greiðir tímabundið áskrift fyrir bamadeild og Skífan fyrir krabbameinsdeild Tilboð það sem Stöð 2 hefur gert ríkisspítulunum um áskrift að dag- skrá Stöðvarinnar hljóðar upp á um 800 þúsund krónur á ári, að sögn Kristjáns Antonssonar hjá inn- kaupadeild Landspítalans. Þar er aðeins um að ræða 25 prósent af fuliri áskrift. Áskriftargjöldin felast í þvi að á Landspítalanum, Vífilsstað- aspítalanum og Kleppsspítalanum eru 83 sjónvarpstæki, þar af 61 á Landspítalanum. Ríkissjónvarpið krefur ríkisspítal- ana um sömu upphæð og Stöð 2-800 þúsund krónur. Þar er einnig um mjög mikinn afslátt að ræða. Ríkis- spítalamir standa engu að síður frammi fyrir því í dag aö taka ákvörðun um að verja 1,6 milljónum k'róna í sjónvarpsáskriftir. Kristján sagði að spítalamir hefðu greitt Stöð 2.300 þúsund krónur í áskrift á síðasta'ári en munurinn á þeirri upphæð og tilboðinu felst í þvi að Stöð 2 gaf áskrift til Landspítalans á síðasta ári en ekki nú, samkvæmt yfirstandandi samningaviðræðum. Kristján sagöi að vissulega væru 800 þúsund krónur miklir peningar á meðan spítalinn er í mikiili íjár- þörf. Hann sagðist hafa lagt málið fyrir framkvæmdastjórn spítalanna sem mun taka ákvörðun um hvort þeir verði í áskrift að Stöð 2 eða ekki. í yfirlýsingu, sem Jafet Ólafsson útvarpsstjóri hefur sent til DV, kem- ur fram að samningaviðræður Rík- isspítalanna og íslenska útvarpsfé- lagsins séu vel á veg komnar. Á með- an þeim sé ólokið hafi Bubbi Mort- hens boðist til að greiða áskrift að stöðinni fyrir Barnaspítala Hrings- ins en Skífan til að greiða áskrift fyr- ir Krabbameinsdeild Landspítaians. Þar segir jafnframt að félagið von: ist til að samningum verði lokið á allra næstu dögum þannig að sjúkl- ingar og starfsfólk Ríkisspítalanna geti notið dagskrár Stöðvar 2 auk sjc erlendra stöðva sem Fjölvarpið býð- ur upp á. -Ótt Viðbrögð myndbandaleigu eflir frétt DV um lokun fyrir Stöð 2 á Landspítalanum: Af henti sjúku börnunum ókeypis myndbandsef ni fá ótakmarkað efni þangað til Stöð 2 kemur aftur og jafnvel lengur Mikil gleði rikti hjá börnum og foreldrum á barnadeildinni í gær þegar Hinrik Auðunsson, til hægri, frá myndbanda- leigunni afhenti myndbandsspólurnar. Arnar Ingi, 5 ára, og Arnar, 9 ára, urðu strax uppteknir við að skoða spól- urnar. Með þeim á myndinni er Anna Sigriður Jónsdóttir, móðir Arnars Inga. DV-mynd JAK „Þegar við sáum fréttina um börn- in í DV í fyrradag ákváðum viö að lána spítalanum spólur, sérstaklega bamadeildinni. Ég á böm sjáifur og þau geta lent í því að veikjast eins og börnin hér. Það er um að gera aö hafa bömin ánægð,“ sagði Hinrik Auðunsson, hjá myndbandaleigunni Svarta Svaninum, þegar börnunum á bamadeild Landspítalans var-af- hentur fjöldi myndbanda til að horfa á á meðan Stöð 2 er rugluð á spítalan- um. Spítahnn getur fengið eins margar spólur endurgjaldslaust og óskað verður eftir á meðan Stöðvar 2 nýtur ekki við, jafnvel eitthvað lengur ef þörf verður á. Eins og fram kom í DV á miðviku- dag sögðu foreldrar, m.a. krabba- meinssjúkra bama, að löng lega barnanna væri það erfið og þjáning- arfull fyrir alla að bagalegt væri að hafa ekki Stöð 2 sem hefur verið mgl- uö frá 10. júní þar sem ríkisspítalam- ir standa nú í samningaviðræðum við sjónvarpsstöðina um heildar- samning. Mikil ánægja ríkti hjá bömum, for- eldriim og starfsfólki í gær þegar Hinrik kom með fjölda myndbanda, bæði fyrir böm og fullorðna, á bama- deildina. Fleiri sjúklingar á spítalan- um eiga væntanlega eftir að njóta efnisins á samtengdu kerfi. „Þetta hefur mikla þýðingu og gleð- ur bömin, þau hafa nú meiri afþrey- ingu,“ sagði Kristín Einarsdóttir, starfsmaður á barnadeildinni, við DV í gær. „Bömin hafa leikstofu sem sum þeirra geta farið á. En það koma oft dagar sem þau komast ekkert út af stofunum og em í einangran. Þá er mikilsvert að börnin geti horft á myndbönd og hafi afþreyingu þar,“ sagði Kristín. „Þetta er vel þegið. Það verður aö segjast eins og er að þættimir á ríkis- sjónvarpinu era heldur fáir sem bömin horfa á,“ sagði faðir 13 ára krabbameinssjúklings þegar Hinrik afhentimyndbandsefnið. -Ótt Þú getur svaraó þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. minútan. Jé 3 Nei Z\ r ö d d 904-1600 || Eiga íslendingar að fara á kvennaráðstefnu i Kína? Alllr I >tatfan» ktfflnu w«tt g«t« wýtt »tr þe$»a frjónuttu. Nýrnaskiptin í Boston gengu vel í gær „Ég frétti af þeim eftir að aðgerð- inni lauk og hún virðist hafa gengið vel. Móðuramman, Ásta Steinsdóttir, var vöknuð eftir svæfinguna og hún virtist hress eftir að hafa gefið úr sér annað nýrað. Stelpan var enn í svefni en mér skilst að hún hafi skilað af sér þvagi og nýrað virðist því virka eins og til er ætlast," sagði Kristín Svavarsdóttir, föðuramma nýrna- þegans í Boston, en DV leitaöi í gær- kvöldi eftir upplýsingum um hvemig nýmaskiptin hefðu gengið. Næstu dagar og vikur munu skera úr um það hvemig Ásta Ámadóttir tekurnýjanýranu. -sv Stuttarfréttir dv Stærri verksmiðja Verið er að kanna hvort hag- kvæmt reynist aö stækka Jám- blendiverksmiðjuna á Grundar- tanga, samkvæmt Tímanum. Eftsrsótt hiutabréf Hlutabréf í Lyfjaverslun ís- lands hækkuðu í verði í gær þeg- ar tilboð bárust í gegnum verð- bréfafyrirtækið Landsbréf. Geng- ið fór í 1,67 en lítið var selt af bréfunum, eða fyrir 311 þúsund krónur. Nýjar plöntur Þijár nýjar plöntur hafa fundist í Surtsey. Samkvæmt Mbl. er um að ræða hvítmööru, mýrasef og grasvíði. Græntljóshjá EFTA Eftirlitsstofnun EFTA veitti ís-. lenskum stjórnvöldum leyfi fyrir styrkjum til innlendrar skipa- smíði í gær. Þetta er fyrsta græna ijósið af þessu tagi sem EFTA veitir íslendingum. Humar í Þorlákshöfn Humarvertíðin í Þorlákshöfn er lítiö lélegri í ár en undanfarin ár. Samkvæmt RÚV er humarinn stærri en áður. Þorlákur helgi Stytta af Þorláki helga, vemd- ardýrlingi íslendinga, var afhjúp- uð í Kristskirkju í gær. Flutningur undirbúinn Undirbúningur flutnings grunnskólans frá ríki til sveitar- félaga er á lokasprettinum, að sögn Eiríks Jónssonar, formanns KÍ, í Tímanum. Tvö prósent verðbólga Byggingarvísitalan hefur und- anfama þrjá mánuði hækkað um 0,5%. Það jafngildir 2 % verðbólgu á ári. Ný byggingarvísitala er 204,6 stig. Nýlaunavisitala Launavísitalan júnfmánaðar hefur verið reiknuö út hjá Hag- stofunni. Mælist hún 139,6 stig eða 0,6% hærri en í fyrra mánuði. ÍS-húsið rís hratt Nýbygging íslenskra sjávaraf- urða rís hrattþessa dagana, Sam- kvæmt Mbl. verður húsið tekið í notkun í september en fram- kvæmdir hófust í apríl sl. Kvartað yfir Emerald Tvær íslenskar ferðaskrifstofur hafa hætt viðskiptum við írsk- íslenska flugfélagið Emerald Air. Samkvæmt RÚV hafa flugáætl- •anir staðist illa og farþegar oft ekki vitað frá hvaða flugvöllum flogið er. 100milljónabætur Reykjavíkurborg hefur greitt tæpar 100 milljónir króna í húsa- leigubætur á þessu ári. Sam- kvæmt Mbl. hafa umsóknir verið 1.995 talsins. Héraösdómur Reýkjavíkur hafnaöi í gær kröfu eigenda Kaffi Reykjavíkur um lögbann á starf- semi veitingahússins Óöals og staðfesti þar með synjun sýslu- manns. Málið fer að öllum líkind- um fyrir Hæstarétt Davíð hitti ESB-mann Davíð Oddsson forsætisráð- herra hitti í gær sendiherra Evr- ópusambandsins, ESB, á íslandi, Aneurin Rhys-Hughes sem stadd- ur er hér á landi. Samkvæmt Mbl. ræddu þeir málefni íslands ogESB. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.