Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Síða 3
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995
3
Fréttir
Samráðsnefnd um greiðsluvanda heimilanna:
Ábyrgð þriðja aðila vandamál
„Það sem er nýtt í þessu eru
kannski þær tillögur sem nefndin
sendir frá sér til lausnar greiðslu-
vanda heimilanna. Það sem mér
finnst athyglisverðast í þeim er um-
ræða um ábyrgð þriðja aðila. Hér á
landi eru ábyrgðarskuidbindingar í
lánamálum mjög algengar og mörg
erfiðustu greiðsluvandamál ein-
staklinga eru af þeim sprottnar.
Mörg dæmi eru til um að foreldrar
- leiðbeiningarstöð fyrir fólk í vanda sett á laggimar
hafi jafnvel misst aleiguna eftir að
hafa skrifað upp á fyrir börn sín.
Þetta eru feimnismál en með því að
opna umræðuna og auka upplýsinga-
skyldu innlánsstofnana til þeirra
sem ábyrgjast lánin mætti kannski
koma í veg fyrir einhver dapurleg
tilfelli,“ sagði Ingi Valur Jóhannsson,
formaður samráðsnefndar um
greiðsluvanda heimilanna, en nefnd-
in hefur skilað félagsmálaráðherra
skýrslu um máliö.
í skýrslu samráðsnefndarinnar
kemur fram að hún telur helstu
ástæður íjárhagsvanda heimilanna
vera af þrennum toga: í fyrsta lagi
lækkun launa, samdrátt í atvinnulíf-
inu, veikindi og atvinnuleysi. í öðru
lagi áhrif skattbreytinga, þ.m.t.
skerðing vaxta- og barnabóta og auk-
in skattbyröi. í þriðja lagi aukið
framboð á lánsfé.
Samráðsnefndin leggur fram 17 til-
lögur sem ætlað er að fyrirbyggja
greiðsluvanda og/eða stuðla að því
að leysa greiðsluerfiðleika sem fólk
hefur ratað í af ýmsum ástæðum.
„Þegar er hafin vinna í sumu af því
sem tekið er fyrir í skýrslunni, t.d, í
sambandi við greiðsluaðlögunina,
sem nefndin kýs reyndar að kalla
skuldaaðlögun, en þar er unnið að
frumvarpi sem leggja á fyrir i haust.
Verið er að vinna að lengingu láns-
tíma og búið er að hækka lánshlut-
fallið. Ráðhérra hefur síðan leitað
eftir samstarfi um að koma á til-
raunaverkefni um leiðbeiningarstöð.
Talað hefur verið um að þjóðkirkjan,
biskupinn, bændasamtökin o.fl.
komi að því verkefni," sagði Ingi
Valur. -SV
við laxadráp
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum:
„Vaktmaður hjá okkur stöðvaði tvo
menn kl. tvö í fyrrinótt þegar þeir
voru að stela fiski. Þeir voru með háf
og hamar og höfðu drepið sjö laxa
þegar þeir voru gripnir á staönum,"
sagði Viktor Guðmundsson hjá
Vogavík í Vogum við DV í gær.
Mennirnir tveir komu á pallbíl í
stöðina í fyrri nótt og voru þeir kærð-
ir í gær.
Engin loðna
fannst
Daniel Ólafeson, DV, Akianesi:
Loðnuskipið Víkingur kom í fyrra-
kvöld til Akraness eftir loðnuleit og
að sögn Erlings Pálsson stýrimanns
fannst ekkert af loðnu. Erhngur
sagði að þetta væri slæmt því júlí
hefði oft reynst vel undanfarin ár
hvað veiði varðar. Eftir er að kanna
svæðið við Grænland. Þar er mikill
ís og ekki hægt að komast þangað.
Vatnsverð til
Kópavogs
hækkar
Samninganefndir Reykjavíkur-
borgar og Kópavogsbæjar komust að
samkomulagi þann 13. júlí um að
hækka vatnsverð til Kópavogs úr
6,09 kr. á rúmmetra í 7 kr. og svo
8,10 kr. Hefur þetta verið samþykkt
í borgarráði en er óafgreitt hjá Kópa-
vogsbæ. Vatnsverð til Kópavogs
verður því 7 kr. á rúmmetra frá 1.
janúar 1995 en 1. janúar 1996 hækkar
verðið í 8,10 kr. og gildir það verð í
þrjú ár.
„Það er samið um hækkun á svona
10 til 15 ára fresti. Það var gerðar-
dómur sem ákvarðaði verðið árið
1981, minnir mig, og hann var laus
núna,“ segir Guðmundur Þórodds-
son vatnsveitustjóri. -GJ
Sprengja
með eitruð-
um reyk
Feðgar fundu torkennilegan hlut,
sívalning sem líktist sprengju, í landi
Vestri-Loftsstaða skammt frá
Stokkseyri í fyrradag. Sérfræðingar
lögreglunnar segja þetta vera banda-
rískt reyk- og ljósdufl sem innihaldi
fosfór og gefi frá sér eitraðan reyk.
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar
mun sjá um að eyðileggja duflið en
það er tahð vera frá stríðsárunum.
-sv
34.900,
EUROCARD
raðgreiðslur
V/SA
RAÐGREIÐSLUR
TIL 24 MAfN/AÐ^
INNKAUPATKYGGINC - FKAMLENGDUR ÁRYKGDAKTÍMI
Samsung CB-3B35T
er 14" sjónvarp meb
ísl. textavarpi, inni-
loftneti, Scart-tengi
o.m.fl.
Telefunken Cinevision 20 er 32" breiötjalds-
sjónvarp meb 16:9 Black Matrix-skjá, textavarpi,
40 W Nicam Stereo Surround-magnara, 2 Scart-
tengjum, Zoom o.fl. ásamt sjónvarpsskáp.
Nordmende Prestige-72 KH er 100 Mz
29" sjónvarp meb Black D.I.V.A-skjá (svartur
skjár), textavarpi, 80 W Nicam Stereo
Surround-magnara, 5 hátalara kerfi, 2 Scart-
tengjum, Zoom o.fl. ásamt sjónvarpsskáp.
Nordmende RP-46 er 46" sjónvarp meb
innbyggbum skjávarpa, textavarpi, 40 W
magnara, 2 Scart-tengjum, S-VHS-tengi,
fjölkerfa móttöku (Pal, Secam og NTSC),
tímarofa o.fl.
Nordmende SC-72 SFN er 29" siónvarp meb
Black D.I.V.A-skjá (svartur skjár), íslensku
textavarpi, 40 W Nicam Stereo Surround-
magnara, 2 Scart-tengjum, Zoom o.fl.
Nordmende Futura 84 er 33" sjónvarp
meb Black Matrix-skjá, textavarpi,
40 W A-2 Stereo Surround-magnara,
2 Scart-tengjum, Zoom o.fl.
Nordmende V-1242 SV er vandað 3 hausa myndbands-
tæki meb Long Play sjálfhreinsandi búna&i á myndhaus,
ásamt Show View o.fl.
Telefunken M-9460 nic. er 6 hausa Nicam
Stereo-myndbandstæki meb Long Play, NTSC-
afspilun, 2 Scart-tengjum, Show View o.m.fl.
Nordmende V-3445 SV er hágæða 6 hausa Nicam Stereo-
myndbandstæki með Long Play, Jog-hjóli, hæg- og kyrrmynd,
NTSC-afspilun oq 2 Scart-tenqium ásamt Show View o.fl.
Telefunken F-531 er 28" sjónvarp meb
Black Matrix-skjá, fsl. textavarpi, 40 W
Nicam Stereo Surround-magnara,
2 Scart-tengjum o.fl.
ung CB-5035T
" sjónvarp meb
xtavarpi, Scart-
o.m.fl.
A 80X
er 21" sjónvarp meb
flatskjá, íslensku
textavarpi, Scart-
i o.m.fl.
Við
tökLim
vel a
móti
þér I
Skipholti
Sími: 5S2 9800