Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblaö 200 kr. m. vsk. Þríggja flokka kerfi Margir vinstri menn hafa lengi átt sér ósk um samein- ingu í einn flokk. Lítið hefur gengið og flokkunum eða flokksbrotunum fremur fjölgað en hitt. Flokkar eru jafn- vel stofnaðir til þess að ná fram sameiningunni. Þeir hverfa þó fljótt af sjónarsviðinu. Áfram lifa hinir og verða gamlir en aldrei stórir. Umræðan um sameiningu vinstri flokkanna fór enn af stað strax eftir ríkisstjómarmyndun í vor enda aðstæð- ur fyrir þá um margt hagstæðar þar sem þeir eru saman í stjómarandstöðu. Þessi umræða hefur nú blossað upp af auknum krafti eftir að Alþýðublaðið greindi frá fundi fólks úr félagshyggjuflokkunum svokölluðu. Fundur þessi var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna eftir kosningar og um leið að kanna möguleika á sameiningu þessara flokka. A fundinum vom auk borgarstjóra fólk úr Alþýðu- bandalagi, Alþýðuflokki, Kvennalista, Þjóðvaka ogFram- sóknarflokki. Samkvæmt frétt blaðsins kom fram óánægja með sundrungu vinstri manna og vonbrigði þeirra sem eyða atkvæði sínu á htla flokka sem hafa takmörkuð áhrif. Hugmyndin mun vera sú að halda fleiri fundi og sjá hvernig mál þróast. Einkum mun beðið úr- slita í formannskjöri í Alþýðubandalaginu í haust. Þessi hópur vonast eftir kynslóðaskiptum í forystu flokkanna, að fram komi forystumenn sem betur gengur að ná saman en núverandi forystumönnum. Athyglisvert er að fundur þessi skuli haldinn í skjóh borgarstjóra. Ingibjörg Sólrún var sameiningarafl andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjóm og líklegt verður að telja að margir vinstri menn horfi til hennar sem framtíðar- leiðtoga vinstri manna í landsmálum. Fróðlegt er að skoða stöðu flokkanna nú þegar þessar sameiningarþreifingar eiga sér stað. Samkvæmt skoð- anakönnun DV um fylgi flokkanna í síðustu viku kemur í ljós að staða Sjálfstæðisflokksins er mjög sterk. Hann eykur fylgi sitt frá síðustu könnun úr 41,7 prósentum í rúmlega 43 prósent þeirra sem afstöðu taka. I kosningun- um í vor fékk flokkurinn rúm 37 prósent. Sjálfstæðis- flokkurinn er þannig afgerandi kostur kjósenda. Fram- sóknarflokkurinn, hinn stjórnarflokkurinn, tapar hins vegar fylgi miðað við síðustu könnun en er þó með meira fylgi en í kosningunum. Hann nýtur fylgis tæplega 25 prósenta kjósenda. Meðal stjómarandstöðuflokkanna bæta Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag aðeins við sig en Þjóðvaki og Kvennahsti tapa. Fylgi þeirra síðarnefndu er htið og fylgi Þjóðvaka raunar hverfandi. Stjómarandstöðuflokkarnir eru alhr smáflokkar. Sameinaðir fá þeir rúmlega 30 prósent í könnun DV. Þannig væm þeir raunhæfur kostur fólks en tæpast hver í sínu lagi. Ósagt skal látið hvort þessir flokkar geti sameinast ef á reynir. Þar er hætt við málefnaágrein- ingi og að margur smákóngurinn rísi. Og þótt einhverjir framsóknarmenn hafi tekið þátt í viðræðunum hjá borg- arstjóra verður að telja ólíklegt að flokkurinn sem heild gangi til shks samstarfs. Meiri líkur em á því að flokkam- ir vinstra megin við Framsóknarflokk nái einhvers kon- ar samstarfi og eftir stæðu þrír kostir, einn til hægri, annar til vinstri og sá þriðji í miðjunni. Slíkt kerfi væri einfaldara en kraðakið sem kjósendur búa við í dag. Einhverjir kynnu að óttast að með þessu fengi Framsóknarflokkurinn oddaaðstöðu. Það er þó ólík- legt því ekkert mæhr gegn samstarfi sameinaðs flokks jafhaðarmanna og Sjálfstæðisflokks. Jónas Haraldsson Slobodan Milosevits, forseti Serbíu. - Aðeins tímaspursmál hvenær hann skerst i leikinn á jafn afgerandi hátt og Assad Sýrlandsforseti gerði í Líbanon, segir Gunnar m.a. í grein sinni. Lærdómar frá Líbanon , Menn eru furðu fljótir að gleyma, og ætla mætti af fréttum frá Bosníu að annað eins hefði aldrei sést. En ekki alls fyrir löngu lauk blóðugu borgarastriði sem líka var milli kristinna og múslíma, stríði sem nágrannaríkin drógust inn í. Þetta var borgarastríðið í Líban- on sem hófst vorið 1975 og lauk ekki endanlega fyrr en 1991. Það sem gerðist í Líbanon, og einkum hvernig því stríði lauk loksins, gæti verið vísbending um það sem koma skal í Bosníu. Af Líbanon- stríðinu má ýmsan lærdóm draga, og furðu margt er sambærilegt viö Bosníu. Sá lærdómur sem liggur í augum uppi er sá aö það er ekki til neitt sem heitir friöargæsla í innbyrðis átökum þjóðernis- og þjóðfélagshópa, þar sem æstar til- finningar eru allsráðandi. Utanað- komandi verða óhjákvæmilega óvinir annars hvors aðilans 'eða beggja. Serbar líta á Nato, og eink- um Bandaríkin, sem bandamenn múslíma, Þjóðverja og ESB sem bandamenn Króata, en allir líta á Frakka og Breta sem slettirekur sem dragi taum múslíma. Samúöin í ófriði er það alsiða að formæla og úthúða þeim sem virðist níðast á lítilmagnanum. Svo var í upphafi í Beirút þegar kristnir voru sterk- ari og einnig síðar, þegar súnní múslímar og Palestínuarabar höfðu yfirhöndina, og enn síðar þegar shíamúslímar og drúsar höfðu betur gegn súnnímúsbmum. Nú er öll samúð umheimsins með þeim múslímum Bosníu sem eru í raun Serbar sem tóku íslam fyrr á öldum, en ekki sérstakur kynþátt- ur. Músbmar í Bosníu eru ijarri því saklausir af hryðjuverkum gegn serbneska (eða króatíska) minni- hlutanum í sínum byggðum, en á alþjóðlegum fréttamarkaði eru óhæfuverk þeirra ekki söluvara. í borgarstríði gilda engar leikreglur. Allt sem menn komast upp með að KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður gera er gert. Það herlið sem al- þjóðastofnanir sendu til Bosníu átti aldrei að stöðva bardagana, þótt nú sé til þess ætlast. Það hefur hins vegar náð ágætum árangri i þvi að afstýra hungursneyð og enn meiri hörmungum en orðnar eru, og þar með ef til vill átt þátt í því aö draga hörmungarnar á langinn. Langrækni er eitt sem ekki skort- ir á Balkanskaga. Serbar eru enn í hefndarhug vegna ósigursins gegn Tyrkjum í Kosovo árið 1389; allir eiga harma að hefna frá árun- um 1908-1913 að ekki sé minnst á 1941 til 1945. Stríðsþreyta Þjóðarbrot í borgarastríði gleyma ekki eða fyrirgefa. Að lokum þrýt- ur úthaldið. En fleira þarf til. Reynslan frá Líbanon sýnir að nauðsynlegt er að einhver vinni sigur, samt ekki of afgerandi, svo að enginn sé niðurlægður um of. Annað skbyrði er að eitthvert ut- anaðkomandi ríki eigi nægilega mikilla langtímahagsmuna að gæta tb að fylgja friðnum eftir, eins og Sýrland í Líbanon. Þar voru kristn- ir sigraðir, rétt eins og múslímar verða í Bosníu, en lengra nær sam- bkingin ekki. í Bosníu er málið skipting lands- ins, ekki valddreifing. Múslímar einir stofnuðu það ríki gegn vilja meirihlutans, Serba og Króata. Það var skammsýni að viðurkenna Bosníu innan núverandi landa- mæra án tbbts til sjónarmiða Serba. Það verður ekki umflúið tb langframa að Serbar í Bosníu, (og líklega Króatíu) myndi sambands- ríki með Serbíu. Því er þaö aðeins tímaspursmál hvenær Mbosevits Serbíuforseti skerst í leikinn á jafn afgerandi hátt og Assad Sýrlandsforseti gerði í Líbanon. Vesturlandamenn verða að éta ofan í sig stóru orðin um Mbosevits og viðurkenna stað- reyndir, ef þeir vilja losna við stríðsógnirnar af sjónvarpsskjám sínum. Milosevits er í sömu lykil- aðstöðu gagnvart Bosníu og Assad gagnvart Líbanon, og hann verður ekki sniðgenginn til lengdar. Gunnar Eyþórsson „Sá lærdómur sem liggur 1 augum uppi er sá að það er ekki til neitt sem heitir friðargæsla í innbyrðis átökum þjóð- ernis- og þjóðfélagshópa ... Skodanir annarra Einkavæðing orðin tóm? „Á sama tíma og sljórnmálamenn hoða einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja eru umsvif ríkisins í atvinnu- málum að aukast, sennilega án þess að stjórnmála- mennirnir átti sig á því.Einkavæðing er ekki nema orðin tóm, ef ríkið eykur umsvif sín á nýjum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs, jafnvel þótt á sama tíma sé unnið að því að selja ríkisfyrirtæki í eldri grein- um.“ Úrforystugrein Mbl. 20. júií. Uppsveifla - niðursveifla „Það er mikið umhugsunarefni hvort sagan frá 1986 sé að endurtaka sig eða hvort efnahagsbatinn standi nú á bjargi. Það er ljóst að framleiðsla og út- flutningur hafa aukist, en engar róttækar breytingar hafa orðið, t.d. eru sjávarafurðir enn um 75% af vöruútflutningi.Þaö má sjá marga slæma fyrir- boða. Óþols gætir hjá þjóðinni, en vegna langvinnrar kreppu hafa laun og lífskjör hérlendir dregist mjög aftur úr því sem þekkist meðal nágrannaþjóða.Það virðist skýrt að hagkerfið er brátt að komast á topp uppsveiflu og því meira sem það er þanið umfram venjulegar efnahagsforsendur, þeim mun dýpri verð- ur niðursveiflan, sem hlýtur að vera óhjákvæmileg." Úr forsíðugrein 26. tbl. Vísbendingar. Fáir úr atvinnulífinu „í síðustu kosningum fækkaði þeim þingmönnum sem höfðu starfsreynslu eingöngu úr einkageiranum en að sama skapi fjölgaði þeim sem um lengri eða skemmri tíma höfðu unnið hjá hinu opinbera. Þetta segir ekki alla söguna því eins og bent hefur verið á, á sjávarútvegurinn fleiri „talsmenn" á þingi nú en áður....Áhrif og völd þingmanna eru of mikil og verða of mikil á meðan leikreglunum er sífebt breytt." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 19. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.