Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Page 17
16
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995
25
Iþróttir
Blikar sluppu
með skrekkinn
Þórðui Gidascsi skrilar
Breiðablik tók á móti Grindvík-
ingum á Kópavogsvelli í leik sera
bæði lið heíðu þurft að vinna til að
komast af mestahættusvæðinu. En
leiksins verður seint minnst fyrir
áferðarfagra eða skemmtilega
knattspymu. Mikið var um langar
og háar spyrnur og sendingar röt-
uðu ilia á milli maima. Þó brá fyrir
góðu spili annað veifið hjá Grind-
víkingum.
Þaö var ekki fyrr en á 28. mín.
að eitthvað markvert gerðist en þá
átti Tómas Ingi gott skot rétt fram-
hjá. I kjölfariö fylgdi ágætur leik-
kafli Blika og fékk Jón Stefánsson
ákjósanlegt færi en skaut framhjá.
Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks
spiluðu Grindvíkingar skemmti-
lega í gegnum vöm Blika og fékk
Þorsteinn Jónsson mjög gott færí
einn á móti markmanni en Carda-
clia varði vel.
Síðari hálfleikurinn var mjög
sviðaöur og sá fyrri. ekkert mark-
vert gerðist fyrr en á síðasta stund-
arfjórðungnum. Þá léku Grindvík-
ingar vel. áttu miðjuna og stjóra-
uðu leiknum en gekk illa að skapa
sér færi. Á 85. mín. átti Þorsteinn
Jónsson gott skot rétt framhjá
stönginni og fimm min. síöar átti
Grétar Einarsson skot yfir eftir
góðan undirbúningÞórarins Ólafs-
sonar. Sókn Grindvíkinga varþung
í Iokin og mega Blikar þakka fyrir
að ná stigi.
Hjá Breiðabliki var Cardaclia
góður í markinu. Úlfar Óttarsson
var mjög sterkur i vörninni, Kjart-
an Antonsson átti einnig góða
spretti í fyrri hálfleik og lék þá af
miklu öryggi. Á miðjunni fór allt
spil í gegnum Arnar Grétarsson og
gekk honum vel í fyrri hálfieik en
náði sér ekki á strik í þeim síðari
og við það datt botninn úr spili
Blika. Antony Karl lék ekki með
og greinilegt var að hans var sárt
saknað í öllum sóknaraðgerðum.
Hjá Grindvíkingum var vörnin
traust meö Milan Jankovic í farar-
broddi, á miðjunni var Zoran
Lubicic mjög góður og Ólafur Ing-
ólfsson öflugur. Sóknin var nokkuð
bitlaus líkt og hjá Blikum og var
slæmt aö missa Tómas Inga út af í
fyrri hálfleik en hann var frískur
meðan hans naut við.
„Þetta var góður leikur af okkar
hálfu, mikil barátta á kostnað
knattspyrnunnar. Við áttum fylii-
lega skilið að sigra hér í kvöld,“
sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grind-
víkinga, að leik loknum.
Valur Valsson hefur betur gegn Þorbirni Atla Sveinssyni að Hlíðarenda í gærkvöldi. Valsmenn mættu ákveðnari til leiks en Framarar og unnu sinn fyrsta sigur í
1. deildinni í tæpar fimm vikur. DV-mynd ÞÖK
BÚvi blvUt iLll udUlUJci VUUUbcÍi dU:icUv iUlUlUuL n^nn bbh BSSStý
ií og flmm min. síöar átti mw
Sanngjarn Langþráour sigur
slgw KR-inga
- á þreyttum Keflvíkingum, 0-1
Ægir Már Kárason, DV, Suðttmesjum;
KR-ingar unnu sanngjarnan sigur
á Keflvíkingum, 0-1, í 1. deildinni í
Keílavík í gærkvöldi. KR-ingar
styrktu þar með stöðu sína í 2. sæti
deildarinnar en þeir eru 9 stigum á
eftir Skagamönnum og hafa alla
burði til að komast nær þeim með
svona frammistöðu.. Keílvíkingar
hafa leikið vel undanfarið í deildinni
og Toto keppninni en virkuðu frekar
þungir og eflaust situr mikil þreyta
í leikmönnum eftir erfiöa dagskrá að
undanfómu.
„Þetta er lélegasti leikur okkar síð-
an við tókum viö liðinu. Menn voru
þreyttir og vom ekki heldur tilbúnir
í leikinn. Það vantaði meiri stemmn-
ingu í leikmennina. Þetta var slakt
hjá okkur og við lendum ekki í svona
leik aftur. Þetta kemur fyrir öll lið
og það er bara að taka á þessu. Stuð-
ið var ekki til staðar og það þýðir
ekkert að dvelja á þessu,“ sagði Þor-
steinn Bjamason, þjálfari Keílvík-
inga, eftir leikinn.
KR-ingar byrjuðu leikinn mjög vel
og náðu að brjóta Keflvíkinga strax
niður. Gestirnir voru mun beittari í
fyrri hálfleik og létu boltann ganga
mun betur á milli leikmanna sinna.
KR-ingar fengu líka marktækifærin
og það besta þegar Hilmar Björnsson
átti skot aö marki sem Ólafur Gott-
skálksson varöi strax á 3. mínútu.
Sigurmark KR kom á 19. mínútu þeg-
ar Mihajlo Bibercic rak endahnútinn
á skemmtilega sókn.
Keflvíkingar komust meira inn í
leikinn eftir þaö en fengu engin af-
gerandi færi nema þegar Róbert Sig-
urðsson komst allt í einu inn í víta-
teig KR en var of lengi að átta sig og
sú sókn rann því út í sandinn eins
og fleira hjá Uðinu.
Síðari hálíleikur var mun rólegri
en sá fyrri og fá marktækifæri litu
dagsins ljós. KR-ingar duttu stund-
um niður á sama plan og heimamenn
og leikurinn jafnaðist töluvert. KR-
ingar vom nálægt því að bæta öðru
markinu við þegar Einar Þór Daní-
elsson fékk tækifæri en Ólafur varði
mjög vel.
„Ég er mjög ánægður með að fá 3
stig. Fyrri hálíleikur var betri hjá
okkur en stór hluti af síðari hálfleik
var ekki góður. Ég átti von á þeim
sterkari en það er búið að vera mikið
álag á þeim. Við sluppum ágætlega
frá þessu og það er mikilvægt að
vera í 2. sæti þegar mótið er hálfn-
að,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari
KR, eftir leikinn.
Jón Kristján Sigurðsson skriiar:
Enn einu sinni kom það berlega í ljós
hvað baráttan getur komið mönnum
langt. Þetta sýndu Valsmenn áþreifan-
lega í leiknum gegn Fram aö Hlíðarenda
í gærkvöldi. Fyrir Valsmenn var leikur-
inn allt eða ekkert enda staða liðsins á
botninum ekki vænleg. Liðið hafði ekki
sigrað í deildinni síðan 15. júní og nú
varö að bretta upp ermarnar.
Það gerðu Valsmenn svo sannarlega
og uppskeran var eftir því, sanngjarn
sigur á máttlausu Framliði og kom
Safamýrarliðið á óvart fyrir slakan leik.
Að vísu vantaði nokkra leikmenn.sök-
um meiðsla og mann misstu þeir út af
í síðari hálfleik en það afsakar ekki
slaka frammistöðu liðsins í gærkvöldi.
Undir svona kringumstæðum eiga hð
að þjappa sér saman en það gerðu
Framarar ekki og fyrir vikið áttu þeir
lengstum í vök að verjast. Máttu þeir
kallast heppnir að fá ekki á sig fleiri
mörk því Valsmenn voru ægilegir
klaufar upp við mark Framara í fyrri
hálfleik.
Valsmenn fögnuðu kærkomnum sigri
að vonum vel í leikslok. „Það var aðeins
spurning um tíma hvenær við myndum
springa út og sýna hvað í okkar liði
býr. Við höfum sýnt góðan stíganda í
undanfornum síöustu leikjum og veriö
kannski óheppnir aö vera ekki búnir
að vinna fyrr sigur. Sigurinn kom loks-
ins og honum ætlum við svo sannarlega
að fylgja eftir. Við vorum vel að þessum
sigri komnir að mínu mati,“-sagöi Vals-
maöurinn Valur Valsson við DV í leiks-
lok.
Valsmenn léku með vindinn í bakið í
fyrri Kálfleik og sóttu látlaust en klaufa-
skapurinn einn kom í veg fyrir að þeir
skoruðu og eins það að Birkir Kristins-
son varði í tvígang meistaralega.
Framarinn Þorbjörn Atli Sveinsson
fékk hins vegar færi á upphafsmínútu
leiksins en Tómas Ingason varði frá
honum.
Flestir áttu von á því að dæmiö myndi
snúast við í síðari hálfleik þegar Fram-
arar höfðu vindinn í bakið. Það var
öðru nær því Valsvörnin var ekki í
neinum vandræðum með illa skipu-
lagðar sóknir Framara. Valsmenn léku
skynsamlega á móti vindinum, léku
stutt á milh sín og uppskeran var eftir
því.
Vöm Vals var sterk með Bjarka Stef-
ánsson sem besta mann. Sigþór Júlíus-
son vann vel á miðjunni en annars á
allt höið hrós skilið fyrir frammistöð-
una.
Framliðið náði ekki að fylgja eftir
sigrinum gegn FH á dögunum og vant-
aöi mikið upp á það. Liðið virtist vera
að ná flugi en hrapaði jafnharðan aftur.
Birkir Kristinsson stóð upp úr og bjarg-
aði því sem bjargað varð.
FHIoksáblad
Akranes ...9 9 0 0 19-3 27
KR ...9 6 0 3 11-8 18
Leiftur ...8 4 1 3 15-12 13
Keflavík ...7 3 2 2 6-4 11
Grindavík.... ...9 3 2 4 12-12 11
Breiðablik... ...9 3 2 4 12-13 11
ÍBV ...9 3 1 5 19-14 10
Fram ...8 2 2 4 7-15 8
FH ...9 2 1 6 13-23 7
Valur ...9 2 1 6 9-19 7
Markahæstir:
Rastislav Lazorik, Breiöabl...6
Ólafur Þóröarson, í A.........6
Mihajlo Bibercic, KR..........5
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV......5
Guðmundur Hilmarsson skrifar:
„Ljósi punkturinn í þessum leik
var að við fengum stig eftir langa
taphrinu. Það er alla vega veganesti
í næstu leiki og gefur mönnum
ákveðið sjálfstraust. Það er mikil
vinna framundan og við erum í
djúpriholu sem við þurfum að grafa
okkur upp úr. Það gerir það enginn
fyrir okkur. Það var allt annað að sjá
til hðsins en við geram byrjenda-
mistök í dekkningu í báðum mörk-
unum sem viö fáum á okkur. Mér
fannst jafntefli ósanngjörn úrslit því
viö voram betri,“ sagöi Höröur
Magnússon, leikmaður FH, eftir 2-2
jafntefli við Leiftur á Kaplakrika í
gær.
Þetta var langþráð stig, sem FH-
ingar hlutu í gær, en þeir höíöu tap-
að sex leikjum í röð í 1. deildinni og
bikarleik að auki og höföu ekki hlot-
ið stig frá því í sigrinum gegn Grinda-
vík 27. maí í vor. FH-ingar komu
mjög grimmir til leiks gegn Ólafsfirö-
ingum og aldrei þessu vant voru þeir
slegnir út af laginu hvað varöar bar-
áttu alla vega framan af leiknum.
Leikurinn var á köflum ágætlega
leikinn úti á velhnum en opin færi
voru fá í fyrri hálfleik.
Síðari hálfleikur var með svipuðu
sniði og sá fyrri. FH-ingar höfðu und-
irtökin og vom sterkari aöihnn en
eftir aö hafa komist yfir slökuðu þeir
aðeins á og Leiftursmenn komu
meira inn í leikinn. Eins og í fyrri
hálfleik var fátt um opin marktæki-
færi en mörkin tvö sem litu dagsins
ljós í seinni hálíleik komu bæði eftir
vel uppbyggðar sóknir.
„Þetta var rosalega erfiður leikur.
FH-ingamir börðust alveg eins og
ljón en þaö kom okkur í sjálfu sér
ekkert á óvart miðað við stöðu þeirra
í deildinni. Viö vorum hins vegar
hálfdaufir og það var greinilegt að
fríið sem við fengum hefur farið eitt-
hvað bjánalega í okkur. Þetta var
fyrsta markið sem ég skora í Krikan-
um. Ég var ekki viss um að ég myndi
skora. Ég reyndi bara að henda mér
inn á þennan bolta og það var gaman
að sjá hann inni,“ sagði Gunnar
Oddsson, besti leikmaður Leifturs,
eftir leikinn.
Eftir slaka leiki að undanfórnu
vom mikil batamerki á leik FH-inga.
Leikmenn liðsins vora baráttuglaðir
og víst er að meira býr í hðinu held-
ur en staða þess á stigatöflunni seg-
ir. Stefan Toth og Jón Sveinsson voru
einna bestir í jöfnu liði FH og Amar
Viðarsson (Halldórssonar), sem var
að leika sinn fyrsta leik í 1. defld,
sýndi aö hann á framtíðina fyrir sér
á knattspyrnuvellinum.
í liði Leifturs var Gunnar Oddsson
allt í öllu. Baldur Bragason átti góöa
spretti og þeir Sigurbjöm Jakobsson
og Júlíus Tryggvason voru sterkir.
Hörður Magnússon kom FH-ingum á sporið gegn Leiftri á Kaplakrika í gær með
marki úr vítaspyrnu. DV-mynd ÞÖK
ÍBV-ÍA
(1-1) 1-3
0-1 Stefán Þórðarson (16.) skallaði í
netið eftir fallega fyrirgjöf frá Alexand-
er Högnasyni.
1-1 Steingrímur Jóhannesson (17.)
stökk hærra en Þórður Þórðarson,
markvörður ÍA, sem kominn var í
skógarferð, og skallaði í tómt markið.
1-2 Stefán Þóröarson (76.) eftir ótrú-
leg mistök Friðriks Friörikssonar,
markvarðar ÍBV, sem ætlaði að sparka
í rólegheitunum frá marki sínu en bolt-
inn fór beint í Stefán og í netið.
1-3 Haraldur Ingólfsson (80.) lyfti
boltanum snyrtilega yflr Friðrik í
markinu af um 20 metra færi.
Lið ÍBV: Friðrik Friðriksson - Frið-
rik Sæbjömsson (Bjamólfur Lámssou
81.), Hermann HreiðarssonDragan
Manjolovic ívar Bjarklind - Ingi
Sigurðsson (Sumarliði Ámason 67.),
Rútur Snorrason (Martin Eyjólfsson
77.), Jón Bragi Amarson Tryggvi
Guðmundsson - Steingrimur Jóhann-
esson Leifur Geir Hafsteinsson.
Lið ÍA: Þórður Þórðarson (Ámi
Gautur Ámason) - Sturlaugur Har-
aldsson, Ólafur Adólfsson Sigur-
stemn Gíslason Zoran Miíkovic
- Kári Steinn Reynisson ;.'. (Pálmi
Haraldsson 78.), Sigurður Jónsson
Alexander HögnasonHaraldur Ing-
ólfsson - Ólafur Þórðarson, Stefán
Þórðarson
ÍBV: 12 markskot, 7 hom.
ÍA: 12 markskot, 5 hom.
Gul spjöld: TYyggvi, Friðrik S., Ma-
njolovic, Ingi (ÍBV), Milkovic (ÍA).
Rautt spjald: Sturlaugur (ÍA).
Dómari: Ólafur Ragnarsson, meðal-
mennskan allsráðandi.
Áhorfendur: 850.
Skilyrði: Sól og blíöa framan af en
svo bætti í vindinn eftir þvi sem á leið.
Hásteinsvöllur frábær.
Maður leiksins: Stefán Þórðarson,
ÍA. Skoraði tvö mörk og átti þátt í
því þriðja. Mjög atorkusamur og ógn-
andi.
Keflavík-KR
(0-1) 0-1
0-1 Mihajlo Bibercic (19.) eftir send-
ingu frá Einari Daníelssyni af vinstri
kanti. Bibercic tók við boltanum inn-
anfótar og lagði í markið frá markteig.
Lið Keflavíkur: Ólafur Gottskálks-
son - Helgi Björgvinsson, Kristinn
Guðbrandsson, Karl Finnbogason -
Jóhann B. Guðmundsson (Sverrir Þór
Sverrisson 75.), Marko Tanasic
Eysteinn Hauksson (Sigurgeir Kristj-
ánsson 77.), Ragnar Steinarsson, Ró-
bert Sigurðsson - Kjartan Einarsson,
Ragnar Margeirsson (Georg Birgisson
35.).
Lið KR: Kristján Finnbogason -
Brynjar Gunnarsson Þormóður
Egilsson, Sigurður Öm Jónsson, Daði
Dervic - Hilmar Bjömsson, Salih
Heimir Porcha, Heimir Guðjónsson
Einar Þór Daníelsson - Mihajlo
Bibercic, Guðmundur Benediktsson
Keflavík: 6 markskot, 3 hom.
KR: 10 markskot, 5 horn.
Gul spjöld: Helgi, Karl, (Keflavík),
Brynjar (KR).
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Bragi Bergmann, sæmileg-
ur.
Áhorfendur: Um 800.
Skilyrði: Hæg norðaustan átt, smá
gola og sterk sól. Völlurinn þokkalegur
miðað við ástand hans í byrjun sum-
ars.
Maður leiksins: Heimir Guðjóns-
son, KR. Var eins og skriðdreki x fyrri
hálfleik og griðarlega sterkur í ná-
vígi.
Breiðablik-Grindavík
(0-0) 0-0
Lið Brciðabliks: Hasrjudin Cardaklija
- Úlfar Óttarsson Amarldur
Loftsson, Kjartan Antonsson, Guð-
mundur Guðmundsson - Gústaf Óm-
arsson (Gunnlaugur Einarsson 76.),
Willum Þór Þórsson, Amar Grétars-
son, Jón Þ. Stefánsson - Rastislav
Lazorik, Þórhallur Hinriksason.
Lið Grindavíkur: Albert Sævarsson
- Bjöm Skiilason, Þorsteinn Guðjóns-
son, Milan Jankovic Guðjón Ás-
mundsson - Zoran Ljubicic Ólafur
Bjamason, Ólafur Ingólfsson Þor-
steinn Jónsson - Tómas Ingi Tómasson
(Þórarinn Ólafsson 36.), Grétar Einars-
son.
Breiðablik: 9 markskot, 1 hom.
Grindavík: 11 markskot, 4 hom.
Gul spjöld: Guðjón (Grindavik)
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Kristinn Jakobsson, stóð
sig vel í auðveldum leik.
Áhorfendur: 436.
Skilyrði: Sterkur hliðarvindur og
sól, völlurinn góður.
Maður leiksins: Úlfar Óttarsson,
Breiðabliki. Barðist mjög vei allan
tímann og reyndi að halda boltanum
á jörðinni. Lék vel í þessum leik.
Iþróttir
Fullt hús hjá ÍA
Þorsteinn Gunnarsson, DV, Eyjum:
„Þetta var allt í járnum þar til viö
misstum manninn út af og urðum
einum færri. Þá fórum við loks að
berjast. Ég verð auðvitað að nýta öll
þau tækifæri sem ég fæ því það er
valinn maður í hveiju rúmi,“ sagöi
Stefán Þórðarson sem skoraði tvö
mörk í 1-3 sigri Skagamanna gegn
ÍBV í Eyjum.
Leikur ÍBV og Skagamanna var
bráðfjörugur enda mættust tvö
skemmtilegustu lið landsins að
margra mati. Skagamenn réðu gangi
leiksins á miðjunni en skyndisóknir
ÍBV voru stórhættulegar. Eftir tvö
mörk með mínútu mfllibili í fyrri
hálfleik, þar sem markverðir beggja
liði voru úti á þekju, áttu Skagamenn
nokkur hálfíæri en Eyjamenn áttu
besta færi þegar Tryggvi Guðmunds-
son komst einn inn fyrir en Þðrður
markvörður varði mjög vel. Hann
lenti svo í samstuði og meiddist á
mjöðm og lék ekki seinni hálfleikinn
Valur-Fram
(0-B) 3-0
1- 0 Stuart Beards (56.) íir vítí. Guð-
mundi Brynjólfssyni var brugðið innan
vítateigs og vítaspyrna óumflýjanleg.
2- 0 Stuart Beards (89.) fékk stungu-
sendingu inn fyrir vöm Fram og hafði
nægan tíma til að skora framhjá Birki.
3- 0 Sigþór Júlíusson (90.). Hörður Már
gaf laglega fyrir markið þar sem Sigþór
var á auðum sjó og skoraði auðveldlega.
Lið Vals: Tómas Ingason- Jón Grétar
Jónsson, Bjarki Stefánsson;.'., Valur
Valsson;.'., Kristján Halldórsson- ívar
Ingimarsson, Guðmundur Brynjólfsson
(Hörður Már Magnússon 87.), Hilmar
Sighvatsson (Gunnar Einarsson 23.),
Sigþór Jxiliusson- Kristinn Lárusson
(Anton Bjöm Markússon 75.), Stuart
Beards;.'.,
Lið Fram: Birkir Kristíns;.V Kristján
Jónsson (Nökkvi Sveinsson 22.), Pétur
Marteinsson, Valur Fannar Gíslason,
Gauti Laxdal- Josip Dulic, Atli Helga-
son, Hólmsteinn Jónass., Þórhallur Vík-
ingsson (Haukur Pálmason 75.)- Þor-
bjöm A. Sveinsson, Atli Einarsson.
Valur: 11 markskot, 4 hom.
Fram: 5 markskot, 3 horn.
Gul spjöld: Sigþór (Valur), Beards
(Valur), Nökkvi (Fram)
Rautt spjald: Valur Fannar (Fram)
Dómari: Eyjólfur Ólafsson, góður.
Áhorfendur: Um 600.
Skilyrði: Kröftugur norðan vindur,
kalt í veðri og völlurinn ágætur.
Maður leiksins: Bjarki Stefánsson, Val.
FH-Leiftur
(1-1) 2-2
1-0 Hörður Magnússon viti (24.). Há
sending barst inn í vítateig Leifturs,
bolttnn hrökk í hönd vamarmanns og
víti dæmt.
1- 1 Gunnar Már Másson (26.) Baldur
Bragason spólaði sig upp vinstri kant-
inn, gaf fyrir markið og þar skoraði
Gunnar af stuttu færi við flærstöng.
2- 1 Hrafnkell Kristjánsson (63.) Efttr
vel útfærða sókn sendi Toth fallega
sendingu á Hrafnkel sem skallaði í netið.
2-2 Gunnar Oddsson (85.). Laglegri
sókn Leifturs lauk með því að Pétur B.
Jónsson sendi fyrir markið og þar henti
Gunnar sér fram og skallaði í netið.
Lið FH: Stefán Amarson - Petr Mraz-
ek, Ólafur H. Kristjánsson Auðunn
Helgason - Jón Sveinsson V., Stefan
Toth(Þorsteinn Halldórss. 79.), Amar
Viðarsson (Ólafur B. Stephensen 75.),
Hallsteinn Amarson Hrafnkell
Kristjánsson - Hörður Magnússon
Jón E. Ragnarsson (Hlynur Eiríkss. 68.)
Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson -
Júlíus Tryggvason Sigurbjörn Jak-
obsson Nebojsa Sorovic - Sindri
Bjamason (Matthias Sigvaldason 75.),
Gunnar Oddsson Jón Þór Andrésson
(Pétur B. Jónsson 23.), Sverrir Sverris-
son, Baldur Bragason Páll Guð-
mundsson (Steinn V. Gunriarsson 82.) -
Gunnar Már Másson.
FH: 6 markskot, 2 hom.
Leiftur: 7 markskot, 4 horn.
Gul spjöld: Toth (FH), Þorsteinn (FH),
Sverrir (Leiftri).
Rautt spjald: Engin.
Dómari: Guðmundur S. Maríasson,
ágætur.
Áhorfendur: 350.
Skilyrði: Norðan strekkingur, völlur-
inn nokkuð góður.
Maður leiksins: Gunnar Oddsson
(Leiftri). Var prímusmótorinn í leik
Leiftursmanna og kórónaði góöan leik
sinn með þvi aö skora jöfnunarmarkið.
og Árni Gautur tók stöðu hans.
Ekki byrjaði Árni gæfulega því
markspyrna hans misheppnaðist
gjörsamlega á 56. mínútu, boltinn fór
beint til Steingríms sem þakkaði pent
fyrir sig. En Sturlaugur fefldi hann,
vítaspyrna dæmd. Sturlaugur fékk
að fjúka og Skagamenn léku einum
færri það sem eftir var. Rútur tók
vítaspyrnuna en Árni bætti fyrir
mistökin með stórkostlegri mar-
kvörslu. Við það færðust Skagamenn
alhr í aukana en vendipunktur leiks-
ins kom eftir herfileg mistök Friöriks
markvarðar þegar hann ætlaöi að
hreinsa frá markinu en skaut í Stef-
án og í netið. Rothöggið kom svo 5
mín. síðar.
„Þetta er sá leikur sem ég kveið
hvað mest fyrir í fyrri umferðinni.
ÍBV er með eitt skemmtilegasta
sóknarlið landsins og alltaf þegar ég
kem til Eyja eru spjöld, hasar og
mikið fjör. Ég vildi helst spila alla
mína útileiki í Eyjum,“ sagði Logi
Ólafsson þjálfari IA.
„Þetta var alveg ótrúlegt, ekkert
að gerast, engin hætta á ferðum og
þeir skora tvö mörk upp úr engu.
Ég hafði litið undan í bæði skiptin
og missti því af báðum mörkunum.
Það er erfitt að fá svona ódýr mörk
á sig og það einum fleiri. En við
megum ekki örvænta því leikurinn
hjá okkur í dag var i lagi að Stórum
hluta,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálf-
ari ÍBV.
Leggur Guðni fleiri mörk
inn á markareikninginn?
ísland - Sviss á Laugardalsvelli 16. ágúst
O P IM A
ATLANTAMÓTIÐ
verður haldið að Hlíðarvelli, Mosfellsbæ,
sunnudaginn 23. júlí.
Leikin verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar.
Hámarkstími 434 tími.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin.
1. VERÐLAUN MEÐ OG ÁN FORGJAFAR:
HELGARFERÐ FYRIR TVO TIL DUBLÍIM
2. VERÐLAUN MEÐ OG ÁN FORGJAFAR:
HELGARFERÐ FYRIR EINN TIL DUBLÍN
3. VERÐLAUN MEÐ OG ÁN FORGJAFAR:
MATUR FYRIR TVO í PERLUNNI
VERÐLAUN VERÐA VEITT FYRIR
AÐ VERA NÆST HOLU Á 9. OG 18. BRAUT.
Skráning í Golfskála og í síma 566 7415
og lýkur henni 22. júlí kl. 21:00
&
Þátttökugjald 1800.-
• ••••••••••••••••••••••••
PRI NTPIOMMAN H F
>•••••••<
■f