Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Page 18
26 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 íþróttir Norðurlandamót meistaraliða í kvennaknattspymu: Glæsilegt hjá Blikum - gerðu jafntefli við norsku meistarana sem hafa sex heimsmeistara innanborðs Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Noregi: íslands- og bikarmeistarar Breiöa- bliks í kvennaknattspyrnunni náðu glæsilegum úrslitum í fyrsta leik sín- um á Norðurlandamóti meistaraliða í knattspymu sem hófst í Noregi í fyrrakvöld. Blikastúlkur léku gegn Trondheim Örn í gær og skildu hðin jöfn, 2-2. í hði Trondheim era engir aukvisar því sex leikmenn í liðinu urðu heimsmeistarar með Norð- mönnum á dögunum. Það hafði enginn trú á því að ís- lands- og bikarmeistararnir myndu standa í Noregsmeisturunum en raunin varð önnur. Bhkastúlkur áttu í fullu tré við þær norsku og náðu tvívegis forystunni í leiknum. Taugaveiklun setti svip sinn á leik Bhkanna í byrjun en gott skot Vöndu Sigurgeirsdóttur hleypti krafti í liðið og sló það norska út af laginu. Blika- - stúlkur léku af skynsemi, vörðust vel og beittu skyndisóknum. Úr einni shkri komst Kristrún Daðadóttir ein í gegn og skoraði fyrsta mark leiksins á 30. mínútu. Við markið færðist aukið fjör í leik norska hðsins og lið- ið jafnaði á 43. mínútu þegar Helga Johansen skoraði með skalla. Blikastúlkur komu fuhar sjálfs- trausts til síðari hálfleiks og á 56. minútu kom Sigrún Óttarsdóttir þeim yfir með þrumufleyg rétt utan vítateigs. Tone Haugen jafnaði fyrir Trondheim á 65. mínútu og eftir það var leikurinn í járnum. Leikur Breiðabliks var frábær, stúlkurnar gáfu stallsystrum sínum frá Noregi ekkert eftir og báru enga virðingu fyrir þeim þó svo að í liði þeirra væru sex heimsmeistarar. Bestar í mjög góðri hðsheild voru Kristrún Daðadóttir, Margrét Sig- urðardóttir og Vanda Sigurgeirsdótt- ir. „Ég held kannski að enginn annar en við sjálfar höfum haft trú á að geta staðið í þeim. Við spiluðum góð- an vamarleik og náðum hröðum skyndisóknum og í heildina held ég að þetta hafi verið sanngjörn úrsht. Þessi úrslit gefa stelpunum sjálfs- traust upp á framhaldið og ég held að það megi segja aö þetta hafl verið sigur fyrir íslenska kvennaknatt- spyrnu þar sem við vorum að leika gegn sex af heimsmeisturum Nor- egs,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari og leikmaður Breiðahhks, við DV eftir leikinn. Mótið hófst í fyrrakvöld. Þá vann Trondheim sigur á Malmin, 4-0, og Fortuna vann 5-0 sigur á Malmö FF. í dag eiga Bhkastúlkur að leika gegn danska hðinu Fortuna. Vanda Sigurgeirsdóttir, til vinstri, og stöllur hennar í Breiðabliksliðinu stóðu sig frábærlega gegn norsku meisturunum í gær. Sigurjón úr Haukum í FH Sigurjón Sigurðsson, handknatt- góöur leikmaður. Hann er tví- leiksmaður úr Haukum, hefur mælalaust mikill liðsstyrkur fyrir ákveðið að færa sig um set í Hafn- okkur," sagði Jón Auðunn Jóns- arfirði og leika með FH á næsta son, formaður handknattleiks- keppnistímabhi. Sigurjón hefur deildarFH, i samtali víð DV í gær. leikið með Haukum undanfarin ár Þá hafa FH-ingar endurheimt og verið einn besti maður liðsins. Pétur Petersen frá Fylki en hann „Sigurjón langaði aö breyta til og lék með FH-ingum áður en hann leika með FH. Viö erum að sjálf- gekk til hðs við Árbæjarhðið í sögðu mjög ánægðir með að fá fyrra. hann til okkar enda er hann mjög Biðstaða á félagaskiptum Þorvalds? Birmingham hef ur ekki lengur áhuga í breskum dagblöðum í gær kom fram að Barry Fry, framkvæmda- stjóri Birmingham, hefði ekki leng- ur áhuga á að skrifa undir samning við íslenska landshðsmanninn Þorvald Örlygsson frá Stoke City. Birmingham hefur eytt á síðustu vikum 1,7 milljón punda í leik- mannakaup til að styrkja höið fyrir komandi átök í 1. deildinni. Liðið er stórhuga og er stefna tekin á úrvalsdeildarsæti. Stoke vildi fá hátt í eina mhljón punda fyrir Þor- vald og fannst mönnum í Birming- ham það aht of hátt. Nokkur lið á Englandi hafa verið á höttunum eftir Þorvaldi og er aldrei að vita hvað þau gera eftir aö Birmingham er út úr myndinni. Bikarkeppni FRI um helgina: FH-ingar eru taldir sigurstranglegir Golf: Fjórir efstir Éftir fyrsta keppnisdag á opna breska meistaramótinu í golfi, sem hófst á St. Andrews í gær, eru fjórir kylfingar jafnir í efsta sæti. Það eru Bandaríkjamenn- imir Tom Watson, John Daly og Ben Grenshaw ásamt Mark McNulty frá Zimbabwe. Þeir hafa allir leikið á 67 höggum. David Feherty, Bretlandi, Vijay Singh, Fiji, Bih Glasson, Bandaríkjun- um, og Mats Hallberg koma næst- ir á 68 höggum. Börsungarkaupa Króatíski miðvaharleikmaður- inn, Robert Prosinecki, er genginn í raðir Barcelona frá Real Oviedo og gerði í gær þriggja ára samning. Hann er fjórði erlendi leikmaður- inn sem Börsungar kaupa. Hinir þrír eru Portúgalinn Luis Figo, Rúmeninn Gica Popescu og Bos- níumaðurinn Meho Kodro. Basten byrjaður Hohenski knattspymumaður- inn Marco van Basten er byijað- ur að æfa með AC Milan en hann hefur verið frá knattspymuiökun í 2 ár vegna þrálátra ökkla- meiðsla. Bikarkeppni FRÍ í frjálsum íþrótt- um fer fram í 30. skipti um helgina. í 1. deild keppa bikarmeistarar FH, Ármann, HSK, UMSK, USAH, HSÞ og UMSS. Þetta er í fyrsta skipti sem 8 lið keppa í 1. deild og opin 2. dehd en í henni keppa hð ÍR, UMSB, HSH og sameiginlegt hð HHF og HSS. Nýja fyrirkomulagið ætti að tryggja að flest besta íþróttafólk landsins keppi í 1. deild og mótið verði mikil frjálsíþróttahátíð, eins og það raunar hefur verið undanfarin ár. FH-ingar sigur- stranglegastir FH-ingar hafa verið mjög sigursæhr á mótinu undanfarin ár og unnið þrjú af síðustu 4 bikarkeppnum en HSK, sem veitt hefur Hafnfirðingum harðasta keppni, náði að sigra 1990 Og 1993. Fijálsíþróttafræðingar og aðrir spámenn telja flestir að erfitt verði að stöðva sigurgöngu FH-inga. Þeir hafa gríðarlega sterku karlahði á að skipa með landsliðsmenn í nær öh- um greinum. Þá hefur kvennahð FH-inga styrkst verulega frá því í fyrra. Ólafur Traustason, Finnbogi Gylfason, Einar Kristjánsson og Eg- gert Bogason eru meðal þeirra sem bera uppi karlahð FH. Rakel Tryggvadóttir, Helga Halldórsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir og Unnur Sigurðardóttir eru þær sem mest mun mæða á í kvennahöinu. Jón Amar Magnússon fær það hlutverk að hala inn sem flest stig fyrir lið sitt, UMSS, og má fastlega búast viö að hann tryggi því nokkur guhverðlaun. Ármenningar gætu komið á óvart Lið Ármenninga er mun sterkara en í fyrra þegar það lenti í þriðja sæti. Nokkuð ömggt má telja að Ármenn- ingar nái öðm sætinu og skjóti HSK- liðinu aftur fyrir sig. Armenningar eiga vissulega möguleika á að ógna veldi FH-inga í heildarstigakeppn- inni og sigra þar með í bikamum í fyrsta skipti frá upphafi. Th þess að það takist þarf þó allt aö ganga upp hjá Ármenningum og sitthvað að fara úrskeiðis hjá FH-ingum. Guðrún Arnardóttir, Geirlaug Geirlaugsdótt- ir og Fríða Rún Þórðardóttir munu bera hitann og þungann í kvennaliði Ármanns og Friðrik Arnarson, Geir Sverrisson, Daníel Guðmundsson, Pétur Guðmundsson og Sigurður Einarsson verða að hkindum í aðal- hlutverkum í karlaliðinu. Bikarkeppnin hefst klukkan 17.30 í dag með keppni í 2. dehd en 1. dehd hefst í kvöld klukkan 20. Á morgun, laugardag, heldur keppni áfram klukkan 13 í 2. dehd og klukkan 15.30 í 1. dehd. JOV Úrúgvæíúrslit Úrúgvæ tryggði sér sæti í úr- shtaleik Ameríkuhikarsins í fyrrakvöld með 2-0 sigri á Kól- umbíu. Adinolfi og Otero skoraðu mörkin fyrir Úrúgvæ. Leikurinn fór fram í Montevídeo og fógnuð- ur heimamanna var gríöarlega mikill í leikslok. Úrúgvæ mætir annaðhvort Brasilíu eða Banda- ríkjunum í úrshtaleik keppninn- | ar. Torfæra á Akranesi _ Næstsíðasta torfærakeppnin til íslandsmeistara fer fram á Akra- nesí á laugardag. Keppnin skiptir miklu máli enda er toppbaráttan mjög hörð og stutt á mihi efstu manna. Davíðiliameiddur Davíð Ólafsson, hinn ungi og efnilegi handknattleiksmaður í Val, er iha meiddur og verður lík- lega frá æfingum og keppni í 4-5 mánuði. Tahð er að liðbönd hafi slítnað og er það áfall fyrir ís- landsmeistarana. Davíð lék tölu- vert á síðari hluta íslandsmótsins og stóð sig mjög vel. Sögulegurleikur Leifur Garðarsson körfuknatt- leiksdómari dæmdi sögulegan leik á ólympíuleikum æskunnar á dögunum. Það var leikur Júgó- slavíu og Króatíu en það er í fyrsta skipti sem þjóðirnar mæt- ast í íþróttaleik. Ólymíuleikar æskunnar fóru fram á Englandi að þessu sinni. Daniel B. Ólafesan, DV, Akranesí: Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir Landsýn hefur skipulagt hópferð á leik Skagamanna og Shelbourne i Evrópukeppninni í knattspyrnu. Leikurimi fer fram á írlandi þriðjudaginn 8. ágúst Farið verður á sunnudeginum 6. ágúst og komið aftur heim strax að leik loknum. Nánati upplýs- ingar er hægt að fá hjá íþrótta- dehd SL eða umboðsmanni SL á Akranesi. NýklukkaáSkagann Nýlega var tekin í notkun ný rafræn klukka og markatafla á knattspyrnuvelhnum á Akra- nesi. Klukkan er í eigu Knatt- spyrnufélags Akraness. Að sögn Kristjáns Reimarssonar, fram- kvæmdastjóra knattspyrnudehd- ar ÍA, er verð klukkunnar um 700 þúsund krónur. í gær var birt spá þjálfara í þýsku Bundesligunni um hvaða lið væri líklegast th að verða meistari næsta vetur. Fjórtán af þjálfurunum spáðu Bayern meistaratitlinum, 12 voru á því að Borussia Dortmund mundi verja titihnn og tveir spáðu Werder Bremen og Borussia Mönchengladbach titlinum. Gervigras hjá Vfldngi {tilefni af opnun tveggja gervi- grasvalla hjá Tennisklúhbi Vík- ings verða Víkingar með skemmtimót fyrir fuhorðna klukkan 11-14 á laugardaginn og klukkan 14 verður sýningarleik- ur tveggja landsliðsmanna. GoHmóthjá FH FH-ingar halda sitt árlega golf- mót fóstudaginn 28. júh. Mótið fer fram á hinum nýja glæsilega golf- vehi Hafnfiröinga í Setbergi. Skráning í mótið fer fram í Kapla- krika. í 4. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi vann ÍH 3-0 sigur á Njarðvík og Magni vann öruggan sigur á SM, 1-5.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.