Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Page 5
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995
5
Fréttir
331.932
3 iWiLl
Tekjur núverandi ráðherra 1994:
Sjálfstæðismenn
tekjuhæni
Eins og við mátti búast voru ráð-
herrar Sjálfstæðisflokks tekjuhærri
á síðasta ári en ráðherrar Framsókn-
arflokks þar sem framsóknarmenn
áttu enga ráðherra á árinu. Þó var
Björn Bjarnason, hinn nýi ráðherra
Sjálfstæðisflokks, tekjuhærri en allir
framsóknarráðherrar.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
var langtekjuhæstur allra ráðherra.
Meöalmánaðartekjur 1994 hans voru
um 448 þúsund krónur. Næstur á
eftir honum kemur Halldór Blöndal
samgönguráðherra með 360 þúsund
krónur á mánuði. Þá koma Friðrik
Sophusson, Þorsteinn Pálsson og
Björn Bjarnason.
Hæstur framsóknarráðherra var
Páll Pétursson. Hann var með 252
þúsund krónur í meðalmánaðartekj-
ur. Næstur er formaðurinn, Halldór
Ásgrímsson, með 246 þúsund á mán-
uði. Þá koma Guðmundur Bjarna-
son, Finnur Ingólfsson og loks Ingi-
björg Pálmadóttir.
-GJ
Útihátíðir um verslimarmannahelgina:
Meirihlutinn sleppir miða-
sölu og kemst hjá vaski
Svo virðist sem virðisaukaskattur
sé aðeins greiddur af aðgangsmiöum
á sex útihátíðir af 16 um verslunar-
mannahelgina þar sem ókeypis er
inn á svæðið á níu fjölskylduhátíðum
á víð og dreif um landið. Samkvæmt
upplýsingum DV er vaskur greiddur
af mannræktarmótinu á Hellnum á
Snæfellsnesi, tónlistarhátíðinni Uxa
á Kirkjubæjarklaustri, þjóðhátíð í
Eyjum, ættarmóti Helga magra í
Hrafnagili, hátíð KFUM í Vatnaskógi
og bindindismótinu í Galtarlæk en
óljóst er hvort vaskur verður greidd-
ur af mótsgjaldi á landsmóti hvíta-
sunnumanna í Kirkjulækjarkoti.
Allir mótshaldarar greiða hins vegar
vask af dansleikjum.
„Við seljum ekki aðgang að síldar-
ævintýrinu því að það er ekki hægt
að selja aðgang í bæinn þannig að
við erum alveg lausir við áhyggjur
af virðisaukaskatti. Við reynum að
selja merki til styrktar hátíðinni og
fólk ræður því sjálft hvort það kaup-
ir merki,“ segir Theodór Júlíusson,
einn þeirra sem standa að síldaræv-
intýrinu á Siglufirði.
Forráðamenn tónlistarhátíöarinn-
ar Uxa á Kirkjubæjarklaustri eru
ósáttir við að greiða virðisaukaskatt
af miðum á tónleika og benda á að
menningarviðburðir á borð við
klassíska tónleika séu ekki skatt-
skyldir. Þeir telja að verið sé að mis-
muna tónlistarstefnum.
„Það er í sjálfu sér enginn greinar-
munur gerður á því hvaða tegund
af tónlist er flutt en það liggur fyrir
úrskurður og túlkun ríkisskatt-
stjóra. Samkvæmt honum er sala á
útihátíðir virðisaukaskattsskyld og
skatturinn er nánast innheimtur á
staðnum," segir Indriði H. Þorláks-
son hjá íjármálaráðuneytinu.
- Þeir segjast ekki vera með útihátíð
heldur tónlistarhátíð. Breytir það
engu?
„Hvað er þetta annað en útihátíð?
Þeir selja aðgang að svæðinu og þess-
um skemmtiatriðum og sú sala er
virðisaukaskattsskyld,“ segir hann.
Aðstandendur tónleika um versl-
unarmannahelgina hafa árum sam-
an átt í stríði við skattyfirvöld. Frægt
varð í byrjun áratugarins þegar
forsprakkar tónlistarhátiðarinnar í
Húnaveri freistuöu þess að fá vask-
inn felldan niður á þeirri forsendu
að um menningarviðburð væri að
ræða. Það tókst ekki.
-GHS
(m. fótóse11u)
(Heildarverð)
Núna er rétti tíminn
til að huga að
útilýsingu fyrir haustið
og veturinn. Vertu i réttu Ijósi
þegar sól lækkar á lofti.
rir fólkið i landinu
Holtagörðum við Holtaveg
Póstkröfuslmi 800 6850
10 ára ryðvarnarábyrgð á öllum stálljósum
Fæst í hvítu og svörtu
Fæst í hvltu, svörtu og grænu.
Fasad
Larma