Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 áss&löjig .. : • # , L ÍlÍ'íi ■'-: selvfarget avklippodi: 3eans bukser orange joans-bukser fra Diesel ;gBBWgl&iÆ«iwarý “*í .;■.,-■-'■■\; Hvíc jejanabukae sonj er fargcc tpíí BB 2fiKK»m ■■■A.cAi JB-. I? i ira gfal-n r-ertnúr GAMLE KLÆR "Hardu lilö iwuger, sa gior not? rnwl de klimc du har heng- cndc I skapel, aier jonlcno lra mole- 6hOlWi. KIipp fiv don siittc jeansen v\lw torg den aamltj T-fikiOf- icn og kncsiromnö- nc. Du kan blanoo dlno ctjnc targcr; Turklsbiatt qq flult nir gronL Rodt og 6lðU bMf* ftQlðU osv. ekBperirníintcr sciv. VaclJciinciUí Ákvik. A$di$ &va PeUirsdvttirag UsoWang,- Opna Ásdísar í tískublaöinu KK þar sem hún sýnir hugmyndir um endurhönnun á gömlum fötum. Ásdís Pétursdóttir, íslenskur nemi í hönnun, hannar fyrir tískublaðið KK: Skemmtilegast að gera hlutina sj álf - segir Ásdís sem er ákveðin í að leggja fyrir sig fatahönnun í Evrópu Gisli Kristjánsson, DV, Ósló: Ásdís Pétursdóttir snarar af sér svuntu veitingakonunnar. Vinnu dagsins er lokið og hún býður til sætis á Café Cappuccino, einu vin- sælasta veitingahúsi Óslóar, brosir á móti sólinni og er nú gestur stutta stund þar sem hún annars vinnur daglega. Þjónusta og eldamennska er ekki áhugamál heldur vinna. Áhuginn beinist allur að tískuhönnun og í nýjasta hefti Kvinner og Klær, helsta tískublaðs Noregs, á hún eina opnu meö hugmyndum um endurhönnun á gömlum fötum. Ásdísi var boðið að hanna opnu í blaöið eins og öðrum fyrsta árs nem- um við Esmond tískuskólann þar sem hún var við nám í vetur. Bestu lausnirnar voru valdar úr og birtar. Skemmtunin er nóg „Fyrst og fremst var gaman að fá þetta verkefni. Skemmtunin er alveg nóg fyrir mig og ég reikna ekki með að ein opna í tískublaði leiði til fleiri tíöinda. En þaö er hka viðurkenning að mitt verkefni var valið úr um 30 verkefnum og birt,“ segir Ásdís og sýpur á kaffinu sem hún hefur nú til tilbreytingar borið fram fyrir sjálfa sig. Námið við skólann í Ósló tekur þrjú ár en Ásdís er ekki viss um framhaldið. Hana langar til að kom- ast nær heimstískunni í Evrópu og halda náminu áfram í Þýskalandi eöa París. Næsta vetur er þó ætlunin að vera á íslandi en draumurinn er að vinna við hönnun úti í Evrópu. „Ég er ákveðin í að halda áfram á sviði hönnunar, hvar svo sem það verður. Það á vel við mig að geta gert það sjálf sem mig langar til að eiga. Það kostar meiri vinnu en að ganga bara inn í búð og kaupa en ánægjan er líka þeim mun meiri,“ segir hún. Sveitó Norðmenn Ósló er ekki beinlínis þekkt sem háborg tísku og glæsimennsku og Ásdís viöurkennir aö staðurinn sé „heldur grár að vetrinum" og íbú- arnir flestir heldur tregir til að til- einka sér þaö sem nýtt er. „Mér fannst að Ósló ætti meira skilið en svo að ég reyndi ekki að kynnast henni líka að sumrinu. Núna er alla daga mikið líf í bænum og ég sé það á unga fólkinu að það hefur fullan hug á að gera uppreisn gegn hefðunum í klæðaburði," segir Ásdís og hlær. „Það er eins og það loði alltaf við Norðmenn aö þeir vilji þara ganga í einhveiju sem er þægilegt og sterkt. Ég sný mér við á götu hér ef ég sé flott klæddan karlmann og það er ekki oft. í það minnsta sjaldgæfara Ásdísi langar að komast nær heims- tiskunni í Evrópu og halda náminu áfram i Þýskalandi eða París. en á íslandi. En þetta er greinilega að breytast og tískubúðirnar hérna þora nú að taka meiri áhættu í inn- kaupum en áður,“ segir Ásdís. Tilraunastöð tískunnar Meðal Norðmanna af yngri kynslóð er það útbreidd trú að tískuhúsin í Evrópu prófi framleiöslu sína fyrst á íslandi áöur en hún fer á markað annars staðar á Norðurlöndum. Þetta á að vera ástæðan fyrir því að íslendingar þykja meiri stertimenn í klæðaburði en frændurnir handan við pollinn. „Þetta er mjög skemmtilegur mis- skilningur sem ég heyri oft. Ástæðan er þó fyrst og fremst munur á hugar- fari. Hér er fólk hrætt við að prófa eitthvað nýtt en á íslandi verður fólk helst alltaf að vera klætt samkvæmt nýjustu tísku. Þetta gengur þó of langt þegar 11 og 12 ára stelpur geta ekki farið út nema vera eins og klipptar út úr tískublaði,“ segir Ás- dís og brosir að landanum. Vinna fram á nætur Ásdís segir að sér hafi komið á óvart hversu erfltt hönnunamámið er og að oft hafi hún orðið að sitja við fram á nætur síðasta vetur til að ljúka verkefnum dagsins. „Ég er búin að gleyma því nú hversu erfitt þetta var en kærastinn minn, Hallgrímur Ólafsson, man bet- ur þegar ég sat hálfgrátandi yfir verkefnunum og komið fram á nótt. Það er merkilegt að við skulum enn vera saman eftir allt þetta erfiöi,“ segir Ásdís og hugsar hlýtt til hans Halla. Hallgrímur er húsamálari og fylgdi Ásdísi til Noregs. Dýrtnám „Esmond-skólinn er þekktur fyrir að gera strangar kröfur og hefur út- skrifaö marga fræga hönnuði. Úti- búið hér í Ósló er tiltölulega nýtt en það hefur þegar áunnið sér gott orð,“ segir Ásdís. Veran þar er ekki gefin því skóla- gjöldin eru um 400 þúsund íslenskar krónur á ári og er þá allur kostnaður við efniskaup og uppihald ekki talinn með. En án erfiðis og útgjalda er engin von um árangur í hörðum heimi tískunnar. „Móðir mín, Magnea Þórunn Ás- mundsdóttir, er fyrirmynd mín. Hún var orðin fertug þegar hún byrjaði að læra myndlist og ég nýt góðs af að hafa alist upp á listamannsheim- ili. Ég er líka staðráðin í að verja tíma mínum í það sem ég vil gera og læra það sem ég vil læra,“ sagði Ásdís.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.