Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 29. JULI 1995 21 ísland (plötur/diskar) | 1.(1) Beif í runnann Ýmsir t 2. ( 6 ) Súperstar Úr rokkóperu t 3. ( 5 ) Brtilæði Sixties I 4. ( 2 ) Post Björk # 5. ( 4 ) Sól um nótt Sálin hans Jóns mín # 6. (3) Heyrðu7 Ýmsir t 7. (10) Smash Offspring t 8. (11) Batman forever Úr kvikmynd t 9. (14) PulpFiction Úr kvikmynd 110. ( 9 ) Weezer Weezer $11.(7) Diskóbylgjan Ymsir 112. (Al) GlingGló Björk & tríó Guðmundar Ingólfss. 113. (Al) Dookie Grecn Day 114. (Al) Forrest Gump Úr kvikmynd $ 15. (13) Teika Bubbi& Rúnar 116. (18) Pulse Pink Floyd $ 17. (12) Foo Fighters Foo Fighters 118. (17) RootDown Beastie Boys t19. (Al) History - Past Present and Future... Michael Jackson $20. (16) Throwing Copper Live Listinn er reiknaður út frá sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum í Reykjavík, auk verslana víöa um landið. New York (lög) Bretland (plötur/diskar) Bandaríkin (piötur/diskar) | 1. (1 ) History-Past Presont and Future... Michael Jackson | 2. ( 2 ) Pocahantas Poverty's Úr kvikmynd | 3. ( 3 ) Cracked Rear View Hootie and the Blowfish t 4. ( 4 ) Crazysexycool TLC t 5. ( - ) Mirror Ball Neil Young # 6. ( 5 ) Batman forever Úr kvikmynd # 7. ( 6 ) Throwing Copper Live t 8. (AI)TheHits Garth Brooks t 9. ( - ) These Days Bon Jovi #10. ( 8 ) John Michael Montgomery John Michael Montgomery tóntjjp Gamlir steinar velta best - Rolling Stones hagnast meira á minjagripum en sölu aðgöngumiða „Ég byrja í líkamsræktinni hálfu ári áöur en hljómleikaferðin hefst - skokka nokkra kílómetra á dag og lyfti lóðum. Ég verð að hafa þetta svona. Ég hleyp og geng á að giska fimmtán kílómetra meðan á tónleik- um stendur og fætumir þyldu ekki álagið ef ég væri ekki búinn að und- irbúa mig vel áður en hljómleikaferð- in hefst. Auðvitað get ég ekki lagt svona mikið á mig endalaust. Mér flnnst ég vera vel á mig kominn lík- amlega núna en einn góðan veður- dag veit ég að ég verð að slá af.“ Þetta sagði Mick Jagger fyrir hijómleikaferð Rolling Stones. Ekki V oodoo Lounge ferðina sem nú stend- ur yflr, heldur Still Life ferðina sem farin var árið 1981. Fjórtán árum síð- ar er söngvarinn enn í fullu fjöri og hleypur síst styttra en fyrr. Og mið- að við umsagnir sem fyrstu tónleik- ar Still Life ferðarinnar fengu á sín- um tíma er hljómsveitin mim betri nú en þá. Mick Jagger er því ekki sá eini sem gætir þess að búa sig vel undir hljómleikaferðimar. Félagar hans Keith Richards, Charlie Watts og Ron Wood virðast einnig taka vinmma af fullri alvöru. Senn sér fyrir endann á Voodoo Lounge hljómleikaferðinni. Hún hófst 30. júlí í fyrra í höfuðborg Bandaríkjanna og endar í Aþenu I Grikklandi eftir tæpan mánuð. Þá verður hljómsveitin búin að koma 122 sinnum fram í flmm heimsálfum fyrir um það bil sex og hálfa milljón áheyrenda. Þessar tölur vaxa áreiðanlega þeim í augum sem fyrst og fremst hafa áhuga á að vita hvað liðsmenn Rolling Stones hafa í kaup fyrir ferð- ina. Talið er að aðgangseyrir á tón- leikana skili samtals jafnvirði tólf milljarða króna í kassann. Það er þó engan veginn eina tekjulindin. Þýsku Volkswagen-bílaverksmiðj- urnar kosta hljómleikaferðina og þurfa sennilega að reiða fram nokk- ur hundmð milljónir króna fyrir það. Síðan fer fram öflug minjagripasala á hverjum tónleikum. Þar er boðið upp á fjölmarga hluti sem merktir em hljómsveitinni, allt frá lyklakipp- um og barmmerkjum sem kosta þrjú til flmm himdmð krónur upp í vand- aða leðuijakka sem seldir era á þijá- tíu þúsund krónur. Flestir sem á ann- að borð láta freistast af minjagripum hljómsveitarinnar kaupa stutterma- boli og kosta þeir um fjórtán hund- ruð krónur. Þeir sem farið hafa á hljómleika með Stones vita að versl- un og viðskipti era í miklum blóma. Enda er talið að minjagripasalan gefi jafnvirði um átján milljarða króna í aðra hönd, eða sex milljörðum meira en aðgöngumiðasalan. Dýr útgerð Þrátt fyrir að þessar tölur séu svimandi háar og ljóst sé að fjór- Viðskipti eru mikil á hljómleikum Roliing Stones. Enda skilar minjagripasala meiri tekjum en aðgangseyririnn. Uppljómað svið Voodoo Lounge ferðarinnar. Þegar lýsingin er skærust á hún að sjást frá tunglinu. menningamir í Rolling Stones komi ekki fátækari heim að lokinni hljóm- leikaferðinni en þegar þeir lögðu af stað í hana er vitað mál að ferðin kost- ar háar upphæðir. Að því er fram kom í vikublaðinu European fyrir nokkra þurfti þijár Boeing 747 þotur til að flytja hljómsveitina og starfs- menn hennar yflr hafið þegar Evr- ópuferðin hófst í byijun júní. Útbún- aðurinn sem fylgir hljómsveitinni var fluttur sjóleiðis í 72 gámum af stærstu gerð. Hann er síðan fluttur milli borga í Evrópu í flmmtíu vöra- flutningabifreiðum. Alls era um 140 manns í fylgdarliði hljómsveitarinn- ar. Flestir í hópnum, um fimmtíu manns, vinna við að setja upp sviðið sem hljómsveitin spilar á. Meðal ann- arra í starfsliðinu má nefha lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, endurskoðendur, fjóra matsveina og næringarfræðing. Það tekur fjóra daga að koma bún- aðinum fyrir. í sviðið era notuð um sex hundrað tonn af stáli. Hljóðkerf- ið skilar á aðra milljón vatta og lýs- ingin er svo mögnuð að þegar hún logar sem skærast á að vera hægt að greina sviðið frá tunglinu. Það kom að minnsta kosti fram í fréttum Capi- tal-útvarpsstöðvarinnar daginn sem fyrstu tónleikar Rolling Stones fóra fram á Wembley-leikvanginum fyrr í þessum mánuði. Stones spiluðu alls þrisvar sinnum á heimavellinum að þessu sinni. Uppselt var í öll skiptin. Þaö samsvarar því að öll íslenska þjóðin hefði flogið til Lundúna til að sjá og heyra hljómsveitina. Fyrir tón- leikana sagði Mick Jagger að heima- völlurinn væri alltaf sérstakur og þ ví myndi hljómsveitin leggja sig fram um að hafa hljómleikana sem besta. Hann og félagar hans stóðu viö það og útkoman varð jafnvel enn betri en á sama stað fyrir fimm árum. Áheyr- endur vora vel með á nótunum allan tímann en hámarki náði stemningin þrisvar sinnum: í upphafslaginu Not Fade away þegar eldbrellumeistarar ferðarinnar fóra á kostum; í lagi Bobs Dylans, Like a Rolling Stone sem fæstir höfðu áður heyrt í flutningi Rolling Stones. Loks trylltist hópur- inn gjörsamlega í laginu Sympathy for the Devil. Þá var sviðsbúnaður, ljós, hljóð og myndbandaeffektar, notaður til fullnustu auk þess sem blásnar voru upp tuttugu og tvær risafígúrur umhverfis sviðið, svo sem fimmtán metra há Elvis Presley- dúkka, risavaxinn geitarhaus, Mar- ía guðsmóðir og ungbam. Á þeirri stundu sem Stones fluttu Sympathy for the Devil var viðstöddum ljóst að hljómsveitin hafði slegið sjálfri sér við enn einu sinni og fyrri hljóm- leikaferðir vora sem hjóm eitt í sam- anburði við Voodoo Lounge ferðina. Gamall kunningi Stones frá því í Marquee-klúbbnum árið 1962 og hef- ur fylgst náið með hljómsveitinni allt til þessa dags staðfesti það að enn einu sinni hefur besta rokkhljóm- sveit í heimi slegið sjálfri sér við og ber titilinn með sóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.