Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Síða 23
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ1995
23
Frá Nýja-Sjálandi og rekur fyrirtæki á Fáskrúðsfirði:
Langaði að gera
eitthvað skapandi
- segir Gwendolyn Kemp sem framieiðir tertuskraut
„Ég kom til íslands árið 1981 ásamt
þrettán öðrum Nýsjálendingum til
að vinna í frystihúsi. Það var ævin-
týraþrá í mér og mig langaði að ferð-
ast. Ég kom hingað til íslands tíi að
afla mér peninga. Þá tíðkaðist mjög
að hópar af útlendingum kæmu hing-
að í flskvinnu. Ég var ráðin til Fá-
skrúðsfjarðar ásamt þeim hópi sem
ég kom með og dvöhn átti að standa
í sex mánuði. Við urðum hins vegar
tvær eftir og giftumst íslenskum
mönnum," segir Gwendolyn Kemp,
sem nú rekur fyrirtækið Hátíða-
skreytingar á Fáskrúðsfirði. Gwen-
dolyn hefur byggt upp fyrirtækið sl.
þrjú ár og náð góðum árangri í að
markaðssetja vörur sínar um allt
land. Fyrirtækið sérhæfir sig í alls
kyns tertuskreytingum fyrir hin
ýmsu tækifæri, brúðkaup, ferming-
ar, skírnir, afmæli og þess háttar.
„Ég var búin að ganga með það í
maganum lengi að stofna þetta fyrir-
tæki. Áður hafði ég farið heim til
Nýja-Sjálands í eitt ár, kynnt mér
rekstur svipaðra fyrirtækja og lært
kökuskreytingar. I leiðinni prófuð-
um við hjónin að búa á Nýja-Sjálandi
og breyta aðeins til.“
Tungumálið erfitt
Gwendolyn segir að í fyrstu hafi
það ekki verið kökuskreytingar sem
hana langaði að læra. „Ég hafði enga
sérstaka menntun sem hentaði mér
hér á íslandi og hafði því ekki úr
miklu að velja. Mig langaði þó til að
gera eitthvað skapandi. Tungumálið
gerði mér líka erfitt fyrir því það tek-
ur útlendinga þrjú til fimm ár að ná
tökum á máhnu. Ég fór í Háskóla
íslands til að læra tungumálið og
hafði gott af því. Þar sem tungumáhð
háði mér starfaði ég við fiskvinnslu
í nokkur ár en fannst það mjög
óspennandi. Maðurinn minn, Björg-
vin Ragnarsson, er bóndi og ég haföi
hjálpað honum htihega við bústörfin.
Þetta höfðaði þó ekki til mín. Mig
langaði að skapa eitthvað. Maður
hefur verið að sjá það víða um land
að útlendingar eru að fara út í sér-
framleiðslu og hafa komið margvís-
legum hugmyndum á framfæri.
Kökuskreytingar voru það eina sem
mér datt í hug og þáð var vegna þess
að þegar ég gifti mig fyrir tíu árum
vantaði svo margt í kökuskreyting-
arnar. Nú reyni ég að framleiða hér
á landi það sem áður var innflutt.
Þetta er alls konar skraut, þurr-
skreytingar og sykurskreytingar.
Einnig flyt ég inn afmæhskerti og
smáræði sem fer í tertur en það er
aht pakkaö hér á landi.“
Skreytirpáskaegg
Gwendolyn segir að fyrirtækið
gangi vel og hún sé komin með samn-
inga fyrir næsta ár. „Við framleiðum
fyrir páskaeggjaframleiðendur á ís-
landi þurrskreytingar sem eru flutt-
ar inn óunnar en fuhgerðar hér á
Fáskrúðsfirði. Það er talsverð vinna
í kringum það.“
Hún viðurkennir að stundum geti
það verið erfitt að fyrirtækið sé starf-
rækt á litlum stað á landsbyggðinni
en með aukinni tækni er það vel
mögulegt. „Það væri langbest að vera
í Reykjavík þar sem markaðurinn er
stærstur en faxtækið bjargar."
Gwendolyn er með aht upp í fjórar
Gwendolyn Kemp ásamt börnum sínum fyrir utan fyrirtækið á Fáskrúðsfirði.
DV-mynd Ægir Kristinsson, Fáskrúðsfirði
manneskjur í vinnu þegar mest er.
„Vinnuálag er mest frá september
og fram í maí. Mest er að gera í kring-
um fermingar. Sumrin eru rólegri,
við önnum vel brúðkaupsmarkaðn-
um. Þetta þarf þó aht mikinn undir-
búning og við höfum orðið fyrir því
að það getur verið erfitt að fá ýmsa
hluti, t.d. litla sérhannaða kassa. Við
höfum þurft að hanna þá sjálf og það
er mikill kostnaður samfara því þar
sem markaðurinn er htih,“ segir
Gwendolyn. „Engu að síður er vel
hægt að reka svona fyrirtæki á ís-
landi og mér línnst það bæði spenn-
andi og skemmtilegt."
Saknar
fjölskyldunnar
Gwendolyn og Björgvin eiga työ
böm sem eru 8 og 9 ára gömul. „Ég
hef fest rætur hér eins og hægt er en
það verður þó aldrei alveg. Mér líður
vel hér á landi en sakna fjölskyldu
minnar. ísland og Nýja-Sjáland eru
ólík lönd, sérstaklega 'hvað varðar
menningu og siði. íslendingar eru
lokaðir og eiga erfitt meö að tjá th-
finningar sínar en mér hefur fundist
að þetta sé að breytast. Núna er fólk
thbúnara að ræða hin ýmsu mál og
mér finnst það mjög gott. Á þessum
árum sem ég hef búið hér hefur orðið
mikh breyting varðandi fjölmiðla og
það hefur breytt íslendingum."
Gwendolyn segist þó ekki vera sest
að hér á landi fyrir lífstíð. Hana lang-
ar th að flytja heim eftir einhver ár.
„Það er eitthvað sem togar alltaf í
mig.“
HfiNS PETERSEN HF
allar myndirnar
á einni mynd
þannig að þú
getur auðveldlega
valið mynd til
eftirtöku.