Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Side 24
24
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995
Danska stúlkan Janne er enn meðvitundarlaus eftir árás í Hróarskeldu í
mars siðastliðnum.
Meðvitund-
arlausir
í mörg ár
í mars síðastliðnum var danska
stúlkan Janne Truesgaard slegin
niður á bílastæði í Hróarskeldu eftir
að hún hafði yfirgefið veitingastað í
fylgd með ungum manni. Hún lá í
dái í fjóra mánuði.
Meðal gestanna á veitingastaðnum
voru nokkrir íslendingar. Dönsku
lögreglunni þótti ástæða til að yfir-
heyra þá nánar og kom hingað núna
í júlí í þeim tilgangi. Ofbeldismaður-
inn er enn ófundinn.
Janne, sem er aðeins 17 ára, hefur
legið alveg meðvitundarlaus þar til
fyrir um það bil viku að hún gat gert
sig skiljanlega með höfuðhreyfingum.
I Sviþjóð vaknaði 35 ára kona eftir
átta ára meðvitundarleysi sem orsak-
aðist af heilablæðingu. Það er þó sjald-
gæft að fólk vakni eftir langan dásvefn.
Þess eru mörg dæmi að foreldrar
hafa tekið börn í dái heim til sín til
að annast þau þar. Bandarísk móðir
hefur í 36 ár hugsað um dóttur sína
sem vaknaði ekki eftir botnlangaað-
gerð þegar hún var sex ára. Frönsk
kona fékk orðu frá Frakklandsfor-
seta fyrir að hafa annast meðvitund-
arlausan son sinn í 18 ár. Sonurinn
varð fyrir bíl þegar hann var 19 ára
og gegndi herþjónustu.
Það hefur komið fyrir að gerðir
hafi verið keisaraskurðir á konum í
dái. Börnin voru heilbrigð en mæð-
urnar dóu fljótlega á eftir.
Það hafa einnig verið gerðir keis-
araskurðir á heiladauðum konum.
Heiladauði er þó allt annað ástand
en dásvefn. Þegar um heiladauða er
að ræða er ekkert blóðstreymi í heil-
anum og öll heilastarfsemi hætt.
Engir möguleikar eru á því að
heiladauðir vakni aftur. Ef öndunar-
vél, sem viðkomandi er í, er tekin
úr sambandi hættir hjartað fijótlega
að slá.
Það gerðist hjá Grace Kelly, furst-
ynju í Mónakó, árið 1982. Hún hafði
hafði fengið heilablæðingu við akst-
ur þannig að bíll hennar fór út af.
Sólarhring eftir slysið hafði hún ver-
ið heiladauð í margar klukkustundir.
Samkvæmt læknisráði ákvað fursta-
fjölskyldan að taka öndunarvélina
úr sambandi. Þar með hætti einnig
öll hjarta- og lungnastarfsemi.
Dómstólar þurfa oft að fjalla um
mál sem tengjast fólki í dásvefni.
Kona nokkur krafðist lífeyris-
greiðslna frá manni sínum sem hafði
legið meðvitundarlaus í nær ár. Hún
tapaði málinu.
Fyrir rúmum áratug var Claus von
Bulow, ákærður fyrir að hafa gefið
forríkri eiginkonu sinni, Sunny,
insúhnsprautu á jólunum 1980 með
þeim afleiðingum að hún féll í dá.
Það voru böm konunnar af fyrra
hjónabandi sem kærðu von Bulow.
Þau höfðu ekki löngu áður orðið fyr-
ir áfalli. Þegar móðir þeirra missti
meðvitund hafði faðir þeirra, austur-
ríski prinsinn, Alfie von Auersperg,
legið í dái á þriðja ár i Munchen eft-
ir bílslys.
Claus von Búlow var í undirrétti
dæmdur í 30 ára fangelsi. En vegna
formgalla varð að rétta aftur í máhnu
og 1985 var von Bíilow sýknaður. Það
var mat réttarins að dásvefn eigin-
konunnar stafaði ekki af insúlín-
sprautunni heldur af neyslu áfengis
og taflna. Sunny liggur enn í dái í
eins konar fósturstellingu á hjúkrun-
arheimih í Bandaríkjunum.
Endursagt úr Jyllands-Posten
NÁÐU ÞERIFARIIMISUMARLEIK
HAPPAÞRENNUNNAR 06 DV
DRAUMAFERÐ OG FARAREYRIR
Með Farmiða ert þú kominn I spennandi
SUMARLEIK Happaþrennunnar og DV Farmiðinn
er tvlskiptur og gefur tvo möguleika á vinningi.
Á vinstri helmingi eru veglegir peningavinningar,
sá hæstí 2,5 MILUÓNIR, og á þeim hægrí eru
glæsilegir ferðavinningar og „My First Sony"
hljómtæki.
GLÆSILEGIR VINNINGAR!
Auk peningavinninga eru I boði:
Fjölskylduferð fyrir fjóra til Flórída
28 borgarferðir fyrir tvo til
New York, Baltimore, Frankfurt, London
eða Par/s
150 stk. „My First Sony" hljómtæki
HAPPATÖLUR DV
Daglega frá þriðjudegi til föstudags birtast
happatölur I DV Par getur þú séð hvort númer
á Farmiðanum þlnum hefur komið upp. Pú skalt
geyma vandlega hægri helming Farmiðans þar
til sölu upplagsins lýkur og öll vinningsnúmerin
hafa birst, þvl þú átt möguleika I allt sumar.
Uppsöfnuð vinningaskrá birtist í DV
1. ágúst, 1. september og 2. október 1995.
FLUGLEIOIRM
SONY
iixix yíII blondínu
Elsti jólasveinninn á 135 manna
ársþingi jólasveina í Kaupmanna-
höfh á dögunum var Ðayton C.
Fouts frá Chicago. Hann er 83 ára
og hefur verið jólasveinn í 57 ár.
Dayton, sem hefur verið ekkiil í 30
ár, sagði á þinginu að það eina sem
sig iangaði til að fá í jólagjöf væri
blondína. Aðrir jólasvemar voru
raunsærri og stofnuðu félag sem
hefur það aö markmiði að jólahlað-
borð verði á boðstólum allt árið.
Jólasveinarnir 135, sem komu frá
5 heimsálfum, fengu að minnsta
kosti að njóta dansks jólahlaðborðs
í sumarblíðunni á Dyrehavsbakk-
en. Þar röðuðu þeir í sig svínasteik,
brúnuðum kartöflum og hvítum
kartöflum, sveskjum og rauðkáii
og „ris a la mande“ i eftirrétt. Með
kaffinu voru bornar fram jólasmá-
kökur og kleinur. Þar sem hitinn
var um 25 stig þótti sveinunum
gott að kæla sig með dönsku jólaöli.