Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Síða 29
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995
41
íslendingur kvæntistbreskri konu í fjöldabrúðkaupinu í Seoul fyrir þremur árum:
Þau þekktust ekki
fyrir brúðkaupið
í ágúst 1992 gengu 60 þúsund safnað-
armeðlimir í Kirkju sameiningar og
heimsfriðar í hjónaband á ólympíu-
leikvanginum í Seoul í Suður-Kóreu.
Meðal þessara 30 þúsund para sem
voru vígð í Seoul var íslendingurinn
Þorsteinn Scheving Thorsteinsson
og Pauline McCarthy frá Skotlandi.
í ágústhefti breska tímaritsins
Marie Claire er viðtal við Þorstein
og Pauline og fjöldabrúðkaupið riíjað
upp. Greint er frá því að nokkrum
mánuðum fyrir hjónavígsluna hafi
Sun Myung Moon, leiötogi Kirkju
sameiningar og heimfriðar (Unific-
ationist Church), parað saman að því
að fullyrt er menn og konur í söfnuði
sínum sem hann taldi myndu eiga
saman.
Fæst höfðu sést áður
Þar til nokkrum dögum fyrir brúð-
kaupið höfðu fæst paranna sést. Þau
höfðu aðeins fengið mynd og bréf frá
væntanlegum maka. Fyrirskipað var
að bíða þyrfti með fullkomnun
hjónabandsins þar til 40 dögum eftir
brúðkaupið. Viðkomandi þurftu
einnig að láta gefa sig saman á ný í
heimalöndum sínum þar sem hjóna-
vígslan í Seoul stóðst ekki fyrir lög-
um.
Við grípum hér niður í viðtalið við
Pauhne og Þorstein sem voru meðal
þeirra sem ekki þekktust fyrir brúð-
kaupið.
„Eg reyndi að kaupa blóm til að
gefa Þorsteini á flugvellinum, rauðar
rósir eða eitthver rómantísk blóm,
en það var hvergi blóm að fá. Ég tók
að lokum rauða blómaskreytingu frá
borði á veitingastað og rétti honum
hana. Hann hélt að ég ætlaði að
Þorsteinn og Pauline voru meðal 60
þúsund para sem gefin voru saman
í Seoul í Suður-Kóreu fyrir þremur
árum.
heilsa honum með handabandi og
kreisti blómin í staðinn. Við hlæjum
enn að þessu. Það fór frábærlega á
með okkur frá byrjun," segir Pauline
Thorsteinsson.
Búin að vara
foreldrana við
Pauline segist svo frá að hún hafi
verið búin að vara foreldra sína við
því að hún gæti verið gefrn Zulu-
manni frá Afríku. Hún segir foreldra
sína mjög hrifna af Þorsteini. Eftir
vígsluna í Seoul fór Pauline til Man-
chester til að þjálfa trúboða en hélt
til íslands í desember 1992. Hún og
Þorsteinn höfðu bæði verið gift áður
og biöu því ekki í 40 daga eftir vígsl-
una með að fullkomna hjónabandið.
Þau eiga nú son á öðru ári. Pauline
segir margt ólíkt með henni og Þor-
steini, hún sé opin og hann lokaður
en þau eigi margt sameiginlegt.
„Eg held að tilíinningar mínar í
garð hans muni vara að eilífu. Þegar
við erum innan um fólk er það ég sem
tala og ég held að fólk hljóti að vor-
kenna honum að eiga konu eins og
mig. En þegar við erum heima er það
hann sem er húsbóndinn."
Bæði taugaóstyrk
í viðtahnu segir Þorsteinn að sér
hafi létt við það að fá að vita að hann
ætti að ganga að eiga konu frá Bret-
landi. „Ég hugsaði með mér að við
töluðum að minnsta kosti sama
tungumálið. En myndin sem ég fékk
af Pauline var svolítið einkennileg.
Hún var í fótum sem gerðu það að
verkum að hún leit út fyrir að vera
miklu eldri en ég en það stemmdi
ekki miðað við fæðingardag hennar.
Ég hafði einnig áhyggjur af því hvaö
það væri mikill hæðarmunur á okk-
ur. En þegar ég sá hana leið mér
miklu betur. Hún virtist mjög
taugaóstyrk og gat ekki horft framan
í mig. Ég talaði heldur ekki mikið
því ég var líka feiminn. Eftir nokkrar
klukkustundir fórum við að slappa
af...
Næsta dag bauð hún mér á kín-
verskan veitingastað og þá fór ég að
hugsa með mér að þetta væri konan
fyrir mig. Ég var með hræðilegan
höfuðverk við hjónavígsluna og var
taugaóstyrkur og annars hugar. Á
eftir spurði ég Pauline hvernig hún
gæti enn verið svona almennileg við
mig þegar ég væri svona geðillur.
Hún sagði eitthvað á þá leið að ef ég
sæi það sem hún sæi liði mér vel.
Næstu fjóra mánuðina, þar til Paul-
ine kom til íslands, hringdum við
hvort til annars og skrifuðumst á
allan tímann. Það var mjög rþman-
tískt þegar hún loksins kom og við ■*
höfum verið hamingjusöm síðan.
Pauline er dásamleg manneskja og í
hvert skipti sem ég er í burtu sakna
ég hennar hræðilega og er alltaf að
hringja í hana.“
mm mm ■ w *ee» m Si 2H !S ffi fffi HHL
r mwoLmjE i
9 0 4 * 1 7 0 0 kr. 39.90 min.
Don't'lose contact with the world. Call 904-1700 and hearthe latest in world news in English orDanish. i NEWSo/wr 9 0 4 * 1 7 0 0
feta í fótspor
bróður
Cadfaels?
TAKTU ÞÁTT í
spennandi leik
BÓKANNA
°9
SJONVARPSINS
Þú getur unnið þér inn helgarferð með heimsókn í
Shrewsburyklaustur, heimaslóðir spæjaramunksins
nsæla sem er frægur af bókunum og Ifka úr sjónvarpi.
Það eina sem þú þarft að gera er að leysa eina eða fleiri af fjórum gátum um Bróður Cadfael svörin
við gátunum finnur þú f bókunum um Cadfael. Ef þú leysir allar fjórar gáturnar fjórfaldar þú
vinningsmöguleika þína. Gáturnar birtast ein í einu í HELGARBLAÐI DV.
I. júlí-gáta
Líki ofaukið
Irj
8. júlí-gáta
Bláhjálmur
15. júlí-gáta
Líkþrái maðurinn
22. júlí-gáta
Athvarf öreigans
úxtrjnrS
Glæsi eg utanlandsferð í boði
Dregið verður úr réttum lausnum og hlýtur einn
: heppinn sigurvegari glæsilega helgarferð fyrir tvo
; til Shrewsbury með heimsókn í klaustrið.
JL4 y Flogið verður 25. ógúst með Air Emerald
/ lljðfftU til Luton ó Englandi - möguleiki er að fram-
1 c-i.K T£An. lengja dvölino í Englandi eðo ó Irlandi.
AUKAVERÐLAUN! Tíu heppnir þótttakendur verða dregnir úr pottinum
og hljóta þeir tíu Urvalsbækur að eigin vali, að heildarverðmæti 8.950 kr. I
hver pakki. - Skilafrestur er til 9. ógúst. Þú sendir lausnirnar til ÚrvalsbókciJ
- merkt Bróðir Cadfael - Þverholti 11 - 105 Reykjavík.
Bækurnar um bróður Cadfael fóst ó næsta sölustað og kosta aðeins
895 kr. °9 enn þd minna ó sérstöku tilboði í bókaverslunum.
FXJALjUfiOLMIÍLUN HF, ^jFSVsbunj'
SfÓNVARPIÐ .RlWX-
flP
EMBRALDAIR