Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Page 47
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 59 Afmæli Olga Agústsdóttir Steinunn Olga Ágústsdóttir, hús- freyja og fornbókasali á Akureyri, til heimili að Kaupangi í Eyjafjarð- arsveit, er sextug í dag. Starfsferill Olga fæddist í Bolungarvík en ólst upp á ísafirði og í Æðey í ísafjarðar- djúpi. Hún stundaði nám við VÍ og við samvinnuskólann Vár Gárd í Svíþjóð. Olga stundaði verslunar- og skrif- stofustörf hjá KEA, starfaði í gjald- eyrisdeild sænska sambandsins K.F. í Stokkhólmi, var fræðslufull- trúi hjá SÍS, starfaði sem þjónn hjá skipafélaginu M.S. Thore í Gauta- borg og sigldi þá kringum hnöttinn, var deildarstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga á Akranesi, fulltrúi hjá ferðaskrifstofunni Útsýn, kennari við Grunnskóla Akureyrar og hefur verið húsfreyja í Kaupangi, auk þess sem hún á og hefur starfrækt forn- bókasöluna Fróða á Akureyri sl. áratug. Olga hefur starfað að kvenfélags- málum og er ritari Sambands ey- firskra kvenna, var dálkahöfundur í Tímanum í tvö ár, skrifaði greinar í Hlyn, blað samvinnustarfsmanna og í Samvinnuna, auk þess sem hún var með fasta þætti um matreiðslu íDagáAkureyri. Fjölskylda Olga giftist 19.12.1964 Kristjáni Hannessyni, f. 16.4.1928, bónda. Hann er sonur Hannesar Kristjáns- sonar, b. í Víðigerði í Eyjafjarðar- sveit, og Laufeyjar Jóhannesdóttur húsfreyju. Börn Olgu og Kristjáns eru Val- gerður Kristjánsdóttir, f. 19.8.1965, fiskeldis- og rekstrarfræðingur á Akureyri, var í sambúð með Helga Eðvarðssyni en þau shtu samvistum og er sonur þeirra Eðvarð Þór, f. 9.4.1987 en maður Valgerðar er Ár- sæll Kristófer Ársælsson fiskeldis- og sjávarútvegsfræðingur og eru synir þeirra Ársæll, f. 6.12.1992, og Kristján, f. 5.5.1994; Sigríður Krist- jánsdóttir, f. 23.9.1967, landfræðing- ur, kennari og framkvæmdastjóri ferðafélagsins Útvistar, gift Lúðvík Elíassyni, hagfræöingi hjá fjármála- ráðuneytinu; Helga Kristjánsdóttir, f. 24.6.1969, hagfræðingur MBA sem starfar viö verðbréfamiðlun hjá ís- landsbanka; Hannes Kristjánsson, f. 12.11.1973, háskólanemi á Akur- eyri; Ágúst Kristjánsson, f. 7.4.1977, nemi við MA; Laufey Kristjánsdótt- ir, f. 19.7.1979, nemi við MA. Systkini Olgu eru Rannveig G. Ágústsdóttir, framkvaBmdastjóri Rithöfundasambands íslands; Helga Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri STEF; Guðrún Ágústsdóttir land- símaritari; Elías Valdimar Ágústs- son, starfsmaður Skeljungs; Guð- mundur Ágústsson, hagfræðingur og útibússtjóri íslandsbanka; Ás- gerður Ágústsdóttir, skrifstofumað- ur hjá Hótel Esju; Auður Ágústs- Steinunn Olga Agústsdóttir. dóttir, búsett i Stavanger í Noregi. Foreldrar Olgu: Ágúst Elíasson frá Æðey, yfirfiskmatsmaður Vest- ijarða, og Valgerður Kristjánsdóttir, húsmóðir og handavinnukennari. Olga er stödd í Þórsmörk á afmæl- isdaginn með ferðafélaginu Útivist. Til hamingju með afmælið 30. júlí 95 ára 60ára Sigríður Jónsdóttir, Þóra Guðrún Marinósdóttir, Melbreið, Fljótahreppi. Háaleitisbraut49, Reykjavik. Jóhann Þ. Löve, Bræðratungu 16, Kópavogi. 90ára Halldóra Jónsdóttir, Úthasa 17. Selfossi. Helga Jónsdóttir, Dvalarlieimihnu Höíða, Akran esi 50 ára 80 ára Elsa Baldursdóttir, Hafnareötu 28. Sialufirði. Kristjana Benediktsdóttir, Litlahvammi 6, Húsavík. Karóh'na Jónsdóttir, Austurvegi 5, Grindavík. Guðrún Ólafsdóttir, Blómvallagötu 13, Reykjavik. Jóhanna Guðmundsdóttir húsmóðir, Hjailabraut 33, Hafnar- firði. Jóhanna tekur á móti gestum í Veitingasalnum, Hjallabraut 33, Hafnaríirði, frá kl. 15.00-18.00 á .. morgun, sunnudag. 70 ára Andrea Guðmundsdóttir, Túni, Borgarhreppi. Páll Janus Pálsson, Hlíðarvegi 2, Vesturbyggð. Ester Sigurj ónsdóttir, Þangbakka 10, Reykjavík. Einar Guðmundsson, Hjailabraut 41, Hafnarfirði. Árni Marinósson, Furugerði 10, Reykjavík. Grétar Sigurðsson, Ásgarðsvegí 13, Húsavík. Kristín Ragnarsdóttir, Ðalbraut23, Akranesi. Kristíntekurá mótigestumí salHaraldar Böðvarssonar hf.áAkranesi sunnudagínn 30.7.milhkl. 15.00 og 18.00. RósaGuðrún Bjarnadóttir, Hamrabergi 5, Reykjatúk. Ragnar J. Ragnarsson, Lækjargötu 34 D, Hafnarfirði. Guðmundur Grímsson, Þinghólsbraut63, Kópavogi. Kolbrún Linda Haraldsdóttir, Fannafold 19,Reykjavík. Guðlaug Magnúsdóttir Guðlaug Magnúsdóttir húsmóðir, Kirkjuvogi 1, Jaðri, Höfnum, Gull- bringusýslu, verður sextug á morg- Starfsferill Guðlaug fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Kleppsholtinu. Hún hefur verið húsmóðir í Höfnum frá 1952 auk þess sem hún hefur verið dagmóðir í fjölda ára og umboðs- maður happdrættanna HHÍ, SÍBS og DAS. Þávar hún umboðsmaður fyrirVÍSífjöldaára. Guðlaug var trúnaðarmaður í skólanefnd, barnaverndarnefnd og varamaður í hreppsnefnd. Fjölskylda Guðlaug giftist 24.5.1954 Jóni Hah- dóri Borgarssyni, f. 9.7.1933, starfs: manni hjá Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Hann er sonur Borgars Gunnars Guðmundssonar og Jens- eyjar M. Kjartansdóttur er bjuggu á Hesteyri í Jökulfjörðum og síðar í Höfnum. Börn Guðlaugar og Jóns Hahdórs eru Borgar Jens Jónsson, f. 5.2.1954, húsasmíðameistari í Höfnum, kvæntur Eygló Einarsdóttur og á hann þijú börn; Magnús Ingi Jóns- son, f. 25.5.1960, bílamálari og lög- reglumaður í Garði, kvæntur Helgu Guömundsdóttur, starfsmanni Flugleiða, og á hann þrjú böm; Sveinbjörn Guðjón Jónsson, f. 3.4. 1963, vélvirki í Keflavík, kvæntur Ingibjörgu Guðjónsdóttur fóstru og eiga þau eina dóttur; Rúnar Kjartan Jónsson, f. 18.11.1970, rafvirki í Höfnum, í sambúð með Guðlaugu Ólöfu Sigfúsdóttur og eiga þau eina dóttur. Fósturdóttir Guðlaugar og Jóns er María Rós Newmann, f. 23.3. 1963, húsmóðir og bóndi á Hnappa- völlum í Öræfum, gift Sigurði Ingi- mundarsyni bónda og eiga þau tvö börn. Hálfbróðir Guðlaugar er Eiríkur Rafn Thorarensen, f. 24.11.1929, loft- skeytamaður í Gufunesi, búsettur í Kópavogi. Alsystkini Guðlaugar eru Helga Magnúsdóttir, f. 6.5.1940, húsamál- ari á Húsavík; Birna Magnúsdóttir, f. 21.12.1941, d. 23.2.1981, húsmóðir og verslunarmaður í Kópavogi; Guðmundur Magnússon, f. 5.8.1943, húsasmíðameistari á Húsavík; Sveinbjörn Magnússon, f. 23.6.1945, múrarameistari á Húsavík; Ingi- björgMagnúsdóttir, f. 14.5.1947, húsmóðir í Reykjavík; Margrét Rósa Magnúsdóttir, f. 1.5.1949, fram- kvæmdastjóri á Húsavík; Magnús Magnússon, f. 5.1.1953, járnabind- ingamaður í Reykjavík. Foreldrar Guðlaugar voru Magn- ús Sveinbjömsson, f. 17.5.1911, d. 4.7.1989, skrifstofustjóriogverslun- armaður í Reykjavík, og k.h., Ing- Guðlaug Magnúsdóttir. veldur Guðmundsdóttir, f. 19.3.1911, d. 14.8.1991, húsmóðir. Guðlaug er að heiman á afmælis- daginn. AndUát Ásgeir Erlendsson Ásgeir Erlendsson, fyrrv. vitavörð- ur viö Bjargtangavita og bóndi og sjómaður á Hvahátrum, síöast bú- settur á Kambi á Patreksfirði, lést á Borgarspítalanum í Reykjavík á sunnudaginn var. Hann veröur jarðsunginn frá Breiðuvíkurkirkju í Rauðasandshreppi í dag, laugar- daginn29.7.,kl. 14.00. Starfsferill Ásgeir fæddist á Hvallátrum 13.9. 1909 og ólst þar upp við öll þau al- mennu störf til sjávar og sveita sem þar þá tíðkuðust. Hann fór ungur í róðra, varð fullgildur háseti fjórtán ára og stundaði síðan sjósókn um árabil. Hann var árstíðabundið á togurum allt til 1960 og sigldi m.a. til Englands á stríðsárunum. Samhliða fjárbúskapnum var Ás- geir aðstoðarvitavörður fóður síns við Bjargtangavita og síðan aðstoð- armaður mágs síns við sama starf en var sjálfur vitavörður þar 1948-89. Auk þess var Ásgeir kunn refaskytta um árabil. Hann brá bú- skap fyrir fáum árum og bjó síðustu æviárin í íbúð fyrir aldraða á Kambi á Patreksfirði. Ásgeir sat lengi í stjórn slysa- varnafélagsins Bræðrabandsins en hann tók þátt í hinni fræknu björg- un skipbrotsmanna af togaranum Dhoon 1947. Þá sat hann í sóknar- nefnd Breiðuvíkurkirkju um skeið. Fjölskylda Ásgeir kvæntist í desember 1931 Jónu Halldóru Jónsdóttur, f. 25.4. 1908, d. 1985, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Jón Magnússon, b. að Hvallátrum, og Gíslína Gestsdóttir, húsfreyjaþar. Dætur Ásgeirs og Jónu Halldóru eru tvíburamir Gróa Sigurveig Ás- geirsdóttir, f. 25.5.1937, búsett að Hvallátrum, og Guðbjört Þórdís Ás- geirsdóttir, f. 25.5.1937, húsfreyja að Hvallátrum. Fóstursonur Ásgeirs er Kristinn Guðmundsson, f. 16.7.1948, smiður í Kópavogi, kvæntur Margréti Rós Ingvadóttur, starfsmanni við Borg- arspítalann, og eiga þau eina dóttur, auk þess sem Margrét Rós á tvö börnfráþvíáður. Alsystur Ásgeirs eru Unnur, lengst af húsfreyja í Vatnsdal, nú til heimihs að Kristneshæli; Kristín, lengst af húsfreyja í Gaulverjabæ, nú búsett í Þorlákshöfn. HálfsystkiniÁsgeirs, samfeðra, voru Arnfríður, húsmóðir á Pat- reksfirði; Guðrún, húsmóðir í Reykjavík; Ólína, húsmóðir í Reykjavík; Þórarna, hóteleigandi á Siglufirði; Sigríður Fihppía, hús- freyja á Hvahátrum; Jóna, húsmóð- ir í Hveragerði; Kristján, lést ungur afslysförum. Foreldrar Ásgeirs voru Erlendur Asgeir Erlendsson. Kristjánsson, f. 1862, d. 1938, vita- vörður, sjómaður og bóndi að Hval- látrum, og Ólafía Ásgeirsdóttir, f. 1878, vinnukona. •0 efitít íolta lemut íatnl I I j Bjóðum afmælisbörnum á öllum aldri ókeypis fordrykk og veislukvöldverð J allan ársins hring. vm ^eIhótel OÍ2R Hveragerði S. 483 4700, fax 483 4775j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.