Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Side 49
61 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 DV Húsdýra Um helgina verður jnnislegt skemmtilegt um að vera í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum i Laugardal. í dag klukkan 14 verð- ur flutt lehírit. Danspör úr Dans- skóla Sigurðar Hákonarsonar sýna nokkra dairsa klukkan 15.30 og klukkan 36 endar hljómsveitin Kósí dagskrána. Á morgun hefst dagskrá klukk- an 15 með sýningu Brúöubílsins en klukkan 16 verður Trúðaleík- húsið með glens og gaman. Skógardagui í dag verður haldinn skógardag- ur Skógræktar ríkisins í Hauka- dalsskógi. Skógurinn verður formlega opnaður almenningi og skemmtilegur nýr áningarstaður tekinn í notkun. Fjölbreytt dagskrá verður á skógardeginum sem hefst klukk- an 13.30. Fariö verður í göngu- ferðir og börnin komast í sann- kallaðar ævintýraferðir um skóg- inn. Þá bjóða Skógræktin og Skeljungur upp á veitingar. Viðey í dag er ýmislegt um að vera í Viðey. Gönguferö verður um vestureyna og er farið frá kirkj- unni klukkan 14.15. Svo verður farið í staðarskoðun klukkan 15.15. Auk þess er ljósmyndasýn- ing opin þar alla eftirmiðdaga og hestaleiga er starfandi í eynni. Á morgun messar séra Þórir Stephensen klukkan 14. Einn drengur verður fermdur og er bátsferð með kirkjugesti út í eyna klukkan 13.30. Garðskagafjara Vitarnir á Garðskagaíjöru verða opnir almenningi um helgina og næstu helgar. Þar má sjá vel yfir fjöruna og fjölbreytilegt fuglalíf- ið. Opið er frá kl. 10 til 16. Norræna húsið Borgþór Kjærnested flytur fyrir- lestur í Norræna húsinu á morg- un, sunnudag, klukkan 17.30 um íslenskt samfélag. Erindið verður flutt á sænsku og fmnsku. Bahá’íar Bahá’íar verða með opið hús í Álfabakka 12 í Mjóddinni klukk- an 20.30 í kvöld. Allir eru vel- komnir. Poppdjass Á morgun, sunnudag, klukkan 21.30 verða poppdjasstónleikar í Djúpinu á Veitingastaðnum Horninu. Fram koma Hilmar Jensson gítarleikari, Matthias Hemstock trommuleikari og Jó- hann Ásmundsson bassaleikari. Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 182. 28. júlí 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 62,720 63,040 63,090 100,130 100,640 99,630 Kan. dollar 45,960 46,250 45,830 Dönsk kr. 11,6380 11,7000 11,6330 Norsk kr. 10,2060 10,2620 10,1920 Sænsk kr. 8,9040 8,9530 8,6910 Fi. mark 14,9490 15,0370 14,8250 13,0830 13,1580 12,9330 Belg. franki 2,2007 2,2139 2,2109 Sviss. franki 54,5300 54,8300 54,8900 Holl. gyllini 40,4000 40,6400 40,5800 Þýskt mark 45,2800 45,5100 45,4400 0,03949 0,03973 0,03865 Aust. sch'. 6,4340 6,4740 6,4640 Port. escudo 0,4332 0,4358 0,4299 Spá. peseti 0,5280 0,5312 0,5202 Jap. yen 0,70930 0,71360 0,74640 irskt pund 103,150 103,790 102,740 SDR 97,51000 98,10000 98,89000 ECU 84,1500 84,6600 83.6800 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Helst bjart á Norðausturlandi I dag verður sunnan- og suðvestanátt á landinu. Stinningskaldi eða all- Veðrið í dag hvasst verður á Suður- og Suðvestur- landi en hægara í öðrum landshlut- um. Á Norðausturlandi og norðan- verðum Austfjörðum verður sums staðar bjartviðri en sunnan- og vest- anlands verður rigning eða skúrir. Hiti verður 9 til 14 stig fyrir sunnan en 18 til 20 stig á Norðaustur- og Austurlandi yfir hádaginn. Sólarlag í Reykjavík: 22.43 Sólarupprás á morgun: 4.26 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.43 Árdegisflóð á morgun: 8.01 Heimild: Almanak Húskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri skýjað 18 Akumes alskýjað 12 Bergsstaöir skýjað 16 Bolungarvík skúr 12 Keflavíkurflugvöllur rigning 11 Kirkjubæjarklaustur skúr 12 Raufarhöfn skýjað 10 Reykjavík súld 11 Stórhöföi úrkoma 10 Bergen skýjað 19 Helsinki léttskýjað 27 Ósló skýjað 23 Stokkhólmur léttskýjað 24 Amsterdam þokumóða 22 Barceiona rriistur 29 Beriín skýjaö 23 Chicago heiðskírt 23 Feneyjar þokumóða 32 Glasgow rigning 19 Hamborg skýjað 24 London skýjað 25 LosAngeles heiðskírt 20 Lúxemborg skýjað 20 Malaga þokumóða 29 Maliorca heiðskírt 32 Montreal heiðskírt 21 New York skýjaö 25 Nice léttskýjað 29 Nuuk alskýjað 4 Orlando hálfskýjað 24 París skýjað 26 Valencía mistur 30 Vín skýjað 26 Wirmipeg heiðskírt 16 Gjáin á Selfossi: Hljómsveítin Kanna verður á heimavelli í kvöld en þá spilar hún í Gjámii á Selfossi. Þetta er lokaupphitun sveitarinnar fyrir verslunarmaimahelgina en þá mun Karma spila úti í Eyjum. Hljómsveitina skipa þau Ólafur Þórarinsson, sem spílar á gítar og syngur, Guðlaug Dröfn Ólafs- dóttir söngkona, Helena Kára- dóttir, sem spilar á hljómborð og gítar auk þess að syngja, Jón Ómar Erlingsson bassaleikari, Páll Sveinsson, sem lemur trommurnar, og Vignir Þór Stef- ánsson hljómborðsleikarí. Þau Helen Mirren og Nigel Haw- thorne leika konungshjónin i myndinni The Madness of King George. Brjálæði Georgs konungs í Regnboganum er nýbúið að frumsýna myndina The Madness of King George eða Brjálæði Ge- orgs konungs. Þetta er úrvals- mynd, byggð á samnefndu leikriti eftir Álan Bennet, sem notið hef- ur mikilla vinsælda. Myndin fjallar um Georg kon- ung þriðja af Englandi sem mannkynssagan hefur stimplað sem geðsjúkhng. Kvikmyndir Það er hinn frægi breski leik- ari, Nigel Hawthorne, sem leikur Georg konung. Flestir þekkja Hawthorne sennilega betur sem Sir Humphrey Appleby, ráðu- neytisstjórann málglaða úr þátt- unum Já, ráöherra og Já, forsæt- isráðherra. Það eru íleiri frægir leikarar í þessari mynd. Helen Mirren, sem margir muna eftir úr sakamála- þáttunum Prime Suspect, leikur drottningu konungs. Ian Holm, sem leikið hefur í íjölmörgum frægum myndum, svo sem Chari- ots of Fire, Henry V og Hamlet, er hér í hlutverki læknis kon- ungs. Leikstjóri myndarinnar er Nicholas Hytner, sem er einn frægasti leikhúsleikstjóri Bret- lands. Þetta er fyrsta bíómynd hans og er hún byggð á upp- færslu hans á leikriti Bennets. Nýjar myndir Háskólabió: Jack and Sarah Laugarásbíó: Friday Saga-bíó: Á meóan þú svafst Bíóhöllin: Batman Forever Bíóborgin: Batman Forever Regnboginn: The Madness of King George Stjörnubíó: First Knight Einn leikur í fyrstu deild kvenna Einn leikur verður í fy r stu deild kvenna í dag. Vaisstúlkur fá Eyjastúlkur í heimsókn. Vaisstúikurhafa staöiö sigmjög vel i deildinni í sumar og eru í öðru sæti á eftir íslandsmeistur- um Breiðabhks. Liðin hafa bæði 22 stig en Breiðablik hefur betri markatölu. ÍBV er svo í sjöimda eða næsmeðsta sæti með 3 stig þannig að Eyjastúlkur þurfa sannarlega líka á stigunum að halda. Leikurinn hefst kiukkan 14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.