Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Síða 52
Veðrið á sunnudag og mánudag: Kólnandi veður A sunnudag má búast við nokkuð stífri sunnanátt um mestallt land. Það rignir víðast hvar en mest suðvestan- og vestanlands. Hiti verður á biiinu 12 til 15 stig en gæti náð 20 stigum norðaustan til. Á mánudag er útlit fyrir hæga suðvestlæga átt. Fremur þungbúið verður víða á Suður- og Vesturlandi en yfirleitt þurrt og bjart á Noröur- og Austurlandi. Veður fer kólnandi. „ . _ , , . , , Veðnð í dag er a bls. 61 Fyrsta íslenska lesbían gengur í hjónaband:: Erum innilega hamingjusamar Gisli Kristjánsscm, DV, Ósló: „Við heföum ekki getað gift okk- ur ef við hefðum báöar verið ís- lenskar. Það eru auðvitað engin mannréttindi en svona eru íslend- ar aftarlega á merinni," segir Bryndís Elnarsdóttir, fyrsta ís- lenska lesbían sem gengur í hjóna- band, í samtali við DV. Bryndís gekk í gær að eiga norsku stúlkuna Vigdísi Rasten í þinghúsi Óslóar. Sólin brosti við þeim á tröppum hússins þar sem ættingjar og vinir frá íslandi og Noregi voru fjölmennir. Bryndis og Vigdís voru klæddar 1 þjóðbún- inga landa sinna í stað hefðbund- inna brúðkaupsklæða. „Við erum innilega hamingju- samar,“ sagði Vigdís á ágætri ís- lensku þótt hún sé annars norsk og hafi bara lært málið „svona í framþjáhlaupi" af sambýliskonu sinni. Vigdís er félagsráðgjafi en Bryndís er við nám í matreiðslu. Þær hafa búið saman í rúmlega fimm ár en Bryndís hefur verið í 12 ár í Noregi. Eftir vígsluna buðu þær til veislu og var hangikjöt og brennivín á borðum. „Við vildum hafa þetta þjóðlegt þótt ég viti ekki alveg hvernig hangilgöt og brennivín fer saman," sagði Bryndís. ÞREFALDUR1. VINNINGUR Stúíkan sem fékk nýtt nýra: Er á batavegi Stúlkan sem fékk grætt nýra í sig úr ömmu sinni í Boston í síðustu viku, Ásta Kristín Árnadóttir, er nú á batavegi. Engin merki hafa komið fram um að líkami hennar hafni nýr- anu og fór hún í fyrsta skipti fram úr í fyrradag. Amma hennar sem gaf nýrað, Ásta Steinsdóttir, fékk að koma heim af spítalanum í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásta fær nýtt nýra. Hún fékk nýra frá fóður sínum fyrir 11 árum en nýra ömmu hennar kom nú í stað þess. Fyrir 8 árum fékk Brynja, syst- ir Ástu, einnig grætt nýra í sig. Það fékk hún frá móðurinni. Þá þrengdi það mikið að fjölskyldunni að hún varð að selja íbúðina sína. Söfnun Mikill kostnaður er við förina til Boston. Eru foreldrar Ástu þar úti og leigja íbúð fyrir 80 þúsund krónur á mánuði og fá engar tekjur á sama tíma. Vegna kostnaðarins hafa íbúar Ámeshrepps hafið söfnun fyrir fjöl- skylduna en Vilborg, móðir Ástu, er ættuð þaðan. Stofnaður hefur verið sérstakur reikningur fyrir söfnunina sem Félag Árneshreppsbúa er skrif- að fyrir. Reikningurinn er ávísana- reikningur hjá Sparisjóði Árnes- hrepps og er númer 1124-26-50. Heim- ilisfang félagsins er: Boðagrandi 4, 107 Reykjavík. -GJ Heilbrigðismál: Yf irstjórn færð til kjördæma Yfirstjórn heilbrigðismála veröur færð í kjördæmin ef tillögur þess efn- is frá Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra verða samþykktar. Markmiðið með tillögunum er að nýta fjárfestingar sjúkrastofnana betur og auka sérfræðiþjónustu. Ingibjörg hefur síðustu daga átt fundi með forráöamönnum sjúkra- húsa. Hún átti í gær fundi með stjórnum sjúkrahúsanna á Húsavík og Akureyri þar sem tillögurnar voru kynntar. Með einni yfirstjórn í hverju kjördæmi verður sjúkra- stofnunum fækkaö og þær sameinað- ar. Að sögn ráðherrans er grundvall- armarkmiðið að fjármagn flytjist með sjúklingum fari þeir á milh kjör- dæma til meðhöndlunar. -bj b Mánudagur Skora á stjómvöld: Vilja varðskip á slóðina - dræm veiði í Smugunni Áhafnir 25 togara, sem eru að veið- um í Smugunni, skora á dómsmála- ráðherra að senda varðskip í Smug- una. í fyrrasumar var varðskipið Óðinn á þessu svæði með lækni inn- anborðs og þjónaði þar íslensku skip- unum og nú vilja sjómennirnir fá sambærilega þjónustu. Það kom fram í viðtali DV að fjárþröng Land- helgisgæslunnar réö því að enn væri ekki búið að senda varðskip norður eftir. Kristinn Gestsson, skipstjóri á frystitogaranum Snorra Sturlusyni RE, segir að nú séu á þessum slóðum 25 íslensk skip og þeim fari ört fiölg- andi. Þá eru að sögn Kristins 5 portú- galskir togarar og 3 færeyskir. íslensku skipin eru flest með flot- troll og hafa veitt sæmilega en hin skipin eru eingöngu með botntroll og hafa lítið fengið. Kristinn segir að nú sjáist lítið lóð og aflinn sé frá hálfu tonni á togtímann og niður í ekki neitt. -rt LOKI Þá á ég fyrir blandi í poka! 'fw* ** Bryndis Einarsdóttir og Vigdís Rasten voru klæddar í þjóðbúninga þegar þær gengu í hjónaband i þinghúsi Óslóar i veðurblióunni i gær. DV-símamynd Gísli Kristjánsson SIMATORG DV 904 1700 FRETTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563*2700 BLAÐAAFG REIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriöjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SIMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGARDAGS OG MÁNUDAGSMORGNA Frjalst,ohaö dagblaö LAUGARDAGUR 29. JÚU 1995. Krónurnar falla niður t „Við leggjum ekki í neinn kostnað við innheimtu á svona lágum tölum. Menn hafa ekki treyst sér til þess að setja einhverjar reglur um hvað eigi að rukka inn fyrir fram og hvað ekki. Hins vegar hefur það verið þannig aö allar upphæðir innan við 100 krónur hafa fallið sjálfkrafa niður þegar árið er liðið. Sú aðgerð er gerð hjá Ríkisbókhaldi fyrir allt landið í einu,“ sagði Sigurður Kristjánsson hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík. Fjöldi fólks þarf aö greiða eina krónu og upp í hundrað krónur vegna álagningarinnar, sumir á allt að fimm gjalddögum. -sv Ertu búinn að panta? dagar til þjóðhátíðar FLUGLEIÐIR Innanlandssími 5050 200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.