Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 15
Neytendur
Mesta ferðahelgi ársins fram undan:
Sjúkrakassar geta
bjargað mannslífum
- ætti að vera skyldubúnaður í bílum, segir Freyr Einarsson hjá Landsbjörg
»j irapúði S
Mia,
sKxrl
•*S!ácair
Mx - :
W
r/ f
V (
Einfaldur bæklingur
um fyrstu hjálp.
Hlífðarhanskar.
«•*>»
Skæri og
flísatöng.
»* *
Lítil sár:
Sótthreinsandi grisjur,
þurrkur og plástrar.
star sar
-Stór sár:
Sðtthreinsaöar grisjur,
- þurrkur og dauðhreinsaðar
umbúðir.
áheppi
Stórir áverkar:
—Ðauðhreinsaðar umbúðir,
teygjanlegt sárabindi.
Alteppi:
Til að halda hita
og forðast lost.
.-
m FYRSTA
L HJÁLP
ÍA
DVj
Þaö vakti athygli á dögunum, þegar
ung kona lenti í árekstri í Hvalfirðin-
um, aö nánast ómögulegt var fyrir
hana að veröa sér úti um sjúkrabún-
að til þess að hlynna að móður sinni.
Hún var ekki með neinn slíkan í sín-
um bíl og þeir fáu ökumenn annarra
bíla sem áttu sjúkrakassa vildu ekki
lána hann.
Neytendasíðan fór því á stúfana og
kannaði hvernig málum væri háttað
með sjúkrakassa af þessu tagi. Hvar
fást þeir, hvað kosta þeir og er ein-
hver gæðamunur á þeim?
Það eru aðallega tveir aöilar sem
selja sjúkrabúnað af þessu tagi í bíla.
Þaö er annars vegar Landsbjörg,
landssamband björgunarsveita og
hins vegar apótekin.
Báðir þessir aðilar eru með nokkr-
ar tegundir kassa á boðstólum, allt
frá litlum kössum til þess að fara
með í gönguferðir, upp í stórar
sjúkratöskur sem duga á löngum
ferðalögum í óbyggðum eða fyrir stór
fyrirtæki.
Það sem neytendasíðunni lék hins
vegar forvitni á að vita er hvernig
búnað er best að hafa í bílum til þess
að geta veitt fyrstu hjálp ef óhöpp
koma upp á og einnig hversu mikla
hjálp slíkur búnaður getur veitt.
Sjúkrapúðinn frá Landsbjörg
„Árið 1987 fórum við af stað með
fyrsta átakið okkar til þess að selja
sjúkrapúðann svokallaða. Það er
púöi sem rennt er í sundur og þá
koma í ljós nokkur hólf þar sem bún-
aður til fyrstu hjálpar er geymdur.
Við hönnuðum þennan púða í sam-
vinu við björgunarsveitirnar,
sjúkraflutningamenn og skyndi-
hjálparfólk eftir bandarískri fyrir-
mynd,“ sagði Freyr Einarsson hjá
Landsbjörg um sjúkrapúðann sem
hefur mikið verið seldur í bíla.
Hann sagði jafnframt að í púðanum
væri allt það sem væri nauðsynlegt,
auk lítils bækling sem kenndi fólki
undirstöðuatriðin í skyndihjálp.
Freyr sagði að einn helsti kostur
sjúkrapúðans væri sá hversu auð-
veldur hann væri í notkun. Á slys-
stað væri ekki mikill tími til þess að
lesa utan á umbúðum til hvers hlut-
irnir væru. Hér á síðunni má sjá
hvernig púðinn lítur út og hvernig
hann er upp byggður.
Viðameiri sjúkrakassar
Þó svo að sjúkrapúðinn sé góður
sem fyrsta hjálp, dugar hann tæplega
í mjög löng ferðalög ijarri apótekum
eða á meiri háttar slys. Við slíkar
aðstæður þarf viðameiri búnað.
Sigurður Wernersson hjá Ing-
ólfsapóteki sagði að í nær öllum apó-
tekum fengjust mjög góðir sjúkra-
kassar á lágu verði, sem væru mjög
hentugir í bíla og á ferðalögum.
„Þessir kassar sem við érum að
selja í bíla innihalda, auk þess brýn-
asta í fyrstu hjálp, sótthreinsandi
smyrsl, blóðstoppandi bómull,
magnyltöflur og fleira," sagði Sigurð-
ur.
Bæði hjá Landsbjörg og í apótekun-
um er svo hægt að bæta í kassana
eins og menn vilja og þar fást líka
stórir kassar sem innihalda nánast
allt sem til þarf fyrir óformlega slysa-
varðstofu.
Hvar fást - hvað kosta?
Sjúkrapúðinn frá Landsbjörg fæst
á flestum bensínstöðvum og kostar
frá tæpum 2000 kr. og upp í tæpar
3000 kr. Hann má einnig fá í Skáta-
búðinni og á skrifstofu Landsbjargar.
Nánast öll apótek selja sjúkrakassa
og fyllingar í þá. Algengustu kass-
arnir kosta þar frá tæpum 1800 kr.
og upp í 2800 kr., en talsverður mun-
ur er á gæðum kassanna eftir verði.
Kaupið sjúkrabúnað
Bæði Freyr og Sigurður vildu und-
irstrika mikilvægi þesjs að fólk hefði
einhvers konar sjúkrabúnað í bílum
sínum.
„Þaö eru alveg hreinar línur að
lágmarks sjúkrabúnaður, eins og
sjúkrapúðinn er, getur bjargað
mannslífum. Það er í raun fáránlegt
aö það skuh ekki vera skylda að fólk
hafi þetta í bílum sínum,“ sagði Freyr
og Sigurður bætti því við að slysin
gerðu ekki boð á undan sér og það
væri algert lykilatriði að allir bílar
innihéldu einhvers konar sjúkra-
búnað, hvaðan sem hann hefði verið
keyptur.
Post, nýi diskurinn meö Björk,
fæst á tilboðsverði í Bónusi og
einnig HlStory með Michael
Jackson.
Björk í Bónusi
Verslanir Bónuss hafa nú um
nokkurt skeið haft á boðstólum
geisladiskasöfn á góðu verði. Þar
hafa til dæmis verið ýmiss konar
rokksöfn á nokkrum diskum,
sem og nokkura diska pakkar af
klassískri tónlist.
Nú hefur Bónus hins vegar haf-
ið sölu á nýjum diskum sem inni-
halda popptónlist og það eru ekki
minni spámenn en Björk Guð-
mundsdóttir og Michael Jackson
sem eru höfundar þeirra diska
sem sem voru í tilboðunum sem
verslunin sendi frá sér á dögun-
um.
Diskurinn með Björk kostar í
Bónusi 1390 kr., miðað við 1899
kr. í einni af stærstu plötuversl-
unum Reykjavíkur og þar kostar
diskurinn með Michael Jackson
3299 kr. en aðeins 2490 í Bónusi.
Tjöldogfleira
átilboði
Áfram með tilboð stórverslan-
anna. Það vakti áthygli að í til-
boðunum, sem birtust á neyt-
endasíðunni í gær, var talsvert
af ýmiss konar útileguvörum sem
virðast jafnvel við fyrstu sýn ekki
eiga heima með tilboðum mat-
vöruverslananna. Það er hins
vegar staðreynd að stórmarkað-
irnir hafa í auknum mæli verið
að prófa sig áfram á þessum
markaði og í gær mátti sjá mikið
úrval af grillum og grilláhöldum,
tjöldum og svefnpokum, svo
dæmi sé tekið.
Þess ber þó að geta að tilboðin
sem neytendasíðan birtir miðast
fyrst og fremst við matvöru og
stór hluti þeirra sérvara sem eru
á tilboðsverði birtist því ekki í
blaðinu, En neytendur ættu hins
vegar að sjálfsögðu að kynna sér
þessi tilboð vel áður en tjald eða
annar útbúnaður er keyptur.
Bílastæðasjóður hefur verið að
sækja í sig veðrið hvað þjónustu
varðar.
Bílastæöasjóður:
Aukin þjónusta
Bílastæðasjóður hefur í sumar
aukið þjónustu sína við neytend-
ur talsvert og fleiri breytingar
eru á döfinni.
Nú er til dæmis ókeypis að
leggja í öllum bílastæðahúsunum
á laugardögum en til að byrja
með var það gjaldskylt. Einnig
hafa P-kortin svokölluðu verið
lækkuð. Þau kort eru notuð í
miðagjafamælana sem eru við
stæði sem er gjaldskylda í en eng-
inn stöðumælir. Miðagjafamælir-
inn prentar út miða sem settur
er í framrúðu bílsins. P-kortinu
er stungið inn í mælinn sem
prentar út miða fyrir umbeðna
upphæð sem þá dregst af kortinu,
svipað og með símakort.
Þessi kort hafa nú verið lækkuð
um 500 krónur, úr 2500 í 2000 kr.,
og er það meðal annars gert fyrir
þá sem vinna í námunda við
gjaldskyld stæði af þessu tagi.
Til stendur einnig að lækka
gjald fyrir kort í bílastæðahúsin
sem gerir mönnum kleift að
leggja þar á næturnar. Sú lækkun
verður tilkynnt síðar.
yilt þú feta í fótspor
bróður
Cadfaels? I
TAKTU ÞÁTT í
spennandi leik.
Skilafrestur
rennur út
9. ógúst
Góturnar fjórar hafa þegar birst í DV
og er einnig að finna ó síðu 699 í Textavarpinu.
I.júlí-gáta 8. júlí-gáta 15. júlí-gáta 22. júlí-gáta
Líki ofauldá Bláhjálmur Líkprái maðurinn Athvarf öreigans I
Lausnir md senda inn ó úrklippum úr DV
Aðalvinningur:
Helgarferð fyrir tvo til Shrewsbury
Úrvalsbækur að eigin vali.
Bækurnar um bróður Cadfael fást á næsta sölustað og kosta aðeins
895 kr. og enn þá minna á sérstöku tilboði í bókaverslunum.
FMAUt lflÓLMIDlMW HF. e
gÓNWtPfÐ
#
EMERALD AIR \
I Imngrm tyrlr Immgrm rmrB